Fćrsluflokkur: Menning og listir

Vel varđveitt leyndarmál í Frakklandi...

 

 

picture_356.jpg

 

 

Sumir eiga sér draum sem aldrei verđur neitt annađ en draumur.  Ađrir láta draum sinn rćtast jafnvel ţó ţađ kosti blóđ, svita og tár. Draumar sem rćtast eiga ţađ til ađ vera engu líkir, enda eru draumar alltaf dálítiđ sérstakir og persónulegir.

Margrét Jónsdóttir listmálari er ein ţeirra sem hafa látiđ draum sinn rćtast, draum um ađ eiga hús í sveit í Frakklandi.   Fyrir um áratug keypti hún ćvagamalt hús í örlitlu ţorpi ekki langt frá París. Hún gerđi húsiđ, sem er 300 ára gamalt, upp af einstakri alúđ og smekkvísi sem listamönnum einum er lagiđ,  og breytti ţví í sannkallađan unađsreit.

 
Ţarna dvelur listamađurinn annađ slagiđ, en leigir húsiđ út ţess á milli ţeim sem vilja kynnast hinu blíđa Frakklandi, eđa eins og Frakkar segja sjálfir: "Douce France".    Ţađ kemur skemmtilega á óvart hve leiguverđi er stillt í hóf.

Skammt frá húsinu eru kastalar, ótal eldgamlar gönguleiđir, hundgömul ţorp, bađströnd viđ vatn, skógur, veiđar, golf og hestaleiga.  Allt er ţetta nokkuđ sem okkur sem búum í köldu landi nćrri heimskautsbaug dreymir um ađ kynnast.

Sannarlega er ţađ ótrúlegt framtak ađ gera 300 ára gamalt hús svona vel upp eins og raun ber vitni.   Ef einhvers stađar er til gamalt hús međ fallegri sál og góđum anda ţá er ţađ hér.

Húsiđ er í litlu ţorpi í sveitarfélaginu Mayenne í hérađinu Pays de la Loir. Náttúrufegurđ er ţar mikil.

 

Eiginlega er ţetta vel varđveitt leyndarmál sem fáir vita um.   Er ástćđa til ađ ljóstra upp ţessu fallega leyndarmáli?  Auđvitađ!

 

 

Vefsíđa ţessa fallega húss sem auđvitađ heitir Mögguhús er:                       margretjonsdottir.blogspot.fr

 

Facebook síđa hússins er hér.  (Áhugaverđar upplýsingar).

 

Fjölmargar myndir og upplýsingar um leiguverđ eru hér


Fjölmargar myndir eru á Flickr síđu hér, en ţćr má skođa sem myndasýningu (slideshow).

 

 
 
picture_137.jpg
Eldhúsiđ
 
 
picture_345.jpg
 Stofan
 
 
picture_204.jpg
  Bakgarđurinn
 
 
lokin_008.jpg
 Húseigandinn Margrét Jónsdóttir listmálari
 
 
 


400.000 ára saga Mayenne

 

 

 

 Undursamleg náttúrufeguđ

 

 

 

 Uppgötviđ Mayenne og auđlegđ ţess!

 

 

 

mont-saint-michel.jpg
 
 Mont Saint Michel
 
 

 
 
Síđa hússins á Facebook er áhugaverđ: MögguHús-Hús til leigu  
 
 
 

 

Sjónarspil á himni um jólin - og Álfadansinn...

 

 

Júpiter og tungliđ á jóladag

 



 
Ţađ sakar ekki ađ gjóa augum til himins ađ kvöldi jóladags.

Ţar mun Karlinn í Tunglinu spóka sig međ Júpiter sjálfum á suđaustur himninum.
 
Óríon verđur skammt undan og tekur ţátt í gleđskapnum ásamt Systrunum sjö.
 
Hver veit nema öll syngi ţau saman Máninn hátt á himni skín, hrímfölur og grár...



 

Myndin er tekin úr tölvu-stjörnukortinu Starry Night Pro og sýnir hvernig afstađa Tunglsins og Júpiters verđur klukkan 9 ađ kvöldi  25. desember. Máninn verđur ţar örskammt frá hinni björtu reikistjörnu.  Ţađ sakar ekki ađ hafa međ sér sjónauka, jafnvel venjulegan handsjónauka.

Nú er bara ađ vona ađ ekki verđi skýjađ...

Vefsíđa NASA Christmas Sky Show.

 

 

 ...en ţar sem viđ erum ađ fjalla um Mánann:

 

 

                                                             Álfadansinn

jon_olafsson_ritstjori.jpgNú er ekki nema vika til áramóta og allir kunna ađ syngja Máninn hátt á himni skín...   Hvernig varđ Álfadansinn til?

Langafi minn, Jón Ólafsson ritstjóri, átti auđvelt međ ađ yrkja og var fljótur ađ ţví. Eftirfarandi birtist í Iđunni - Tímarit til skemmtunar, nytsemdar og fróđleiks áriđ 1916 sem lesa má hér. Umfjöllunin um Jón Ólafsson hefst á blađsíđu 82.

 

 

Eftirfarandi úrklippa er frá blađsíđum 84-85, en ţar er fjallađ um Álfadansinn:

 

"... Piltar léku ţá oft sjónleika um miđsvetrarleytiđ
og höfđu ţađ til siđs ađ syngja eitthvert ný-ort kvćđi
undan leiknum. í ţetta sinn (1873) höfđu ţeir fengiđ
loforđ hjá Jóni um ađ yrkja kvćđiđ, en hann var
ţá á einhverju slarki, og svo rann upp dagurinn,
ađ ekki fengu ţeir kvćđiđ. Kristján Eldjárn og annar
mađur til fóru ţá heim til Jóns kl. 2 um daginn,
en hann bjó ţá eins og síđar á horninu á Laugavegi
og Skólavörđustíg.

Ţegar ţeir koma inn til Jóns,
sefur hann svefni hinna réttlátu. Kristján veđur ţá
ađ honum, dregur hann harkalega fram á rúmstokk-
inn og heimtar af honum kvćđiđ; en Jón hafđi
ekkert kvćđi ort. Lofar samt ađ gera ţađ svo tíman-
lega, ađ ţeir geti sungiđ ţađ um kvöldiđ, og ţađ varđ:


          Halló, halló!
     Á bylgjandi bárum
     nú beitiđ ei árum,
     en segliđ pér greiđiđ,
     ţví gott er nú leiđiđ
og látum nú klofinn hinn löđrandi sjó,
ţví leiđiđ er inndćlt. Halló!


-

Annađ kvćđi, sem Jón var ađ eins eina »matmáls-
stund« ađ yrkja, var hiđ ţjóđkunna kvćđi »Máninn
hátt á himni skín«
. Ţeir höfđu komiđ sér saman um
ţađ ungir mentamenn í bćnum, ég held ađ undirlagi
Valdemars Briems, ađ halda álfadans á gamla-árs-
kvöld 1871.

Verkum var ţannig skift niđur, ađ Ólafur
sá, sem nefndur var »HvítaskáId« í skóla, síđar
prestur  ađ Ríp,   skyldi yrkja upphafskvćđiđ,   er álf-
arnir komu á svelliđ, Jón Ólafsson sjálfan álfadans-
inn og Valdemar Briem um brautförina af svellinu.

Jón varđ hugfanginn af hugmyndinni og gekk um
kvöldiđ heim međ Eiríki Briem, sem ţá bjó í Hjalte-
steđshúsi. Ţar var matur á borđum, hangikjöt og
annađ góđgćti og bauđ Eiríkur Jóni ađ borđa. Sett-
ust ţeir niđur sinn hvoru megin viđ borđiđ, en Jón
sinti ekki matnum, heldur tók ađ yrkja, og ţađ stóđ
heima, ţegar Eiríkur var búinn ađ borđa, hafđi Jón
lokiđ kvćđinu. Daginn eftir kom Valdemar Briem
svo sínu kvćđi á hann líka, og hann var eittkvađ
álíka fljótur ađ yrkja ţađ..."

 

- - -


Álfadansinn  (Eins og hann birtist í Ţjóđólfi 23. janúar 1872):

 

BLYSFARARDANS
[Sungiđ viđ „Álfadansinn" á Reykjavíkurtjörn (— međ
fćreyska Vikivaka-laginu: „Góđa skemtan gjöra skal ţars eg
geng í dans),  —   í blysför eđr viđ  blysburđ   stúdenta og
skólapilta á gamlárskvöld 31. Desember 1871].

 

1.  Máninn hátt á himni skín
            hrímfölr og grár.
     Líf og tími Iíđur,
           og liđiđ er nú ár.


K ó r : Bregđum blysum á lopt
           bleika lýsum grund;
           glottir tungl, en hrín viđ hrönn,
           og hrađfleig er stund.


2.  Kyndla vora hefjum hátt,
           horfiđ kveđjum ár.
     Dátt vér dansinn stigum,
           dunar ísinn grár.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


3.  Nú er veđr nćsta frítt
           nóttin er svo blíđ.
     Blaktir blys í vindi,
           blaktir líf í tíđ.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


4.  Komi hver sem koma vill,
           komdu nyja ár.
     Dönsum dátt á svelli,
           dunar ísinn blár.


Bregđum blysum á lopt o. s. frv.


5. Fćrđu unađ, yndi' og heill
           öllum vćttum lands.
     Stutt er stund ađ líđa,
           stígum ţétt vorn dans.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


6. Fćrđu bónda' í búiđ sitt
           björg og heyja-gnótt.
     Ljós í lopti blika,
           líđr fram á nótt.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


7. Gćfđir veittu', en flýi frost,
           fiskinn rektu' á miđ.
     Dunar dátt á svelli,
           dansinn stígum viđ.


Bregđum blysum á lopt O.s.frv.


8. Framför efldu, fjör og líf
           fćrđu til vors lands.
     Stutt er stund ađ líđa,
           stígum ţétt vorn dans.


Bregđum blysum á lopt o.s.frv.


9. Máninn hátt á himni skín
           hrímfölr og grár.
     Líf og tími líđur,
           og liđiđ er nú ár.


           Bregđum blysum á lopt
           bleika lýsum grund.
           Glottir tungl, en hrín viđ hrönn
           og horfin er stund.

 

Jón var fćddur 1850 og ţví 21 árs ţegar hann orti Álfadansinn eđa Blysfarardansinn skömmu fyrir gamlársdag 1871.

 

 

 

Gleđileg  jól !

 
 

tungl.jpg

 

 

Hrímfölur og grár...

Gleymiđ ekki Tunglinu og Júpiter á jóladagskvöld.

Svona verđur afstađan um miđnćtti.

Reyniđ ađ koma auga á tungl Júpiters međ sjónauka!



Catalína snýr aftur...

 

 

 

 

 Catalina

 

Hefur einhver séđ Catlínu nýlega? Ţađ hef ég gert og meira segja strokiđ henni blíđlega, enda fátt fegurra á jörđu hér. Ţeir sem kynnst hafa Catalínu gleyma henni seint... :-)

Hver er ţessi einstaka Catalína sem margir hafa elskađ? Fullu nafni heitir hún Cosolidated PBY5A Catalina og hefur stundum veriđ kennd viđ Vestfirđi. Nú vakna öugglega góđar minningar hjá mörgum. Já, hún Kata, auđvitađ. Hver man ekki eftir Kötunni...

 

tf-rvg.jpg

 

Myndin hér ađ ofan er tekin á Reykjavíkurflugvelli snemma á sjötta áratug síđustu aldar, en myndin efst á síđunni er tekin á svipuđum slóđum fyrir fáeinum árum. Báđar eru myndirnar af Vestfirđingi TF-RVG, en munurinn er sá ađ Sturla Snorrason smíđađi ţá sem litmyndin er af.

 

 

Catalina-flugbátar voru notađir á Íslandi um tuttugu ára skeiđ hjá Flugfélagi Íslands, Loftleiđum og Landhelgisgćslunni. Ţetta var á árunum frá 1944 til 1963

Fyrsti Catalina-bátur Íslendinga var TF-ISP Gamli-Pétur Flugfélags Íslands. Flugvélin var keypt frá Bandaríkjunum áriđ 1944 og varđ fyrsta íslenska flugvélin til ţess ađ fljúga milli landa ţegar Örn Ó. Johnson flugstjóri, Smári Karlsson flugmađur og Sigurđur Ingólfsson flugvélstjóri flugu vélinni frá New York í október 1944 ásamt tveimur Bandaríkjamönnum. Gamli-Pétur flaug fyrsta millilandaflug Flugfélags Íslands sumariđ 1945.

Catalina flugbátar Flugfélags Íslands, Gamli-Pétur, Sćfaxi og Skýfaxi, og Loftleiđa, Vestfirđingur og Dynjandi, áttu mikinn ţátt í uppbyggingu innanlandsflugsins á árunum 1944 til 1961. Ţá voru flugvellir fáir og samgöngur á landi erfiđar og var ţví mikill kostur ađ geta lent á sjó.

TF-RÁN var síđasti Catalina flugbáturinn í notkun hérlendis, en ţađ var flugvél Lanhelgisgćslunnar sem var í notkun hérlendis 1954 til 1963. TF-RÁN kom mikiđ viđ sögu í ţorskastríđinu

 

Sturla Snorrason er mikill smiđur. Hann hannađi og smíđađi forláta líkan af Vestfirđingi sem sjá má efst á síđunni og á myndbandinu hér fyrir neđan ţar sem Sturla flýgur Vestfirđingi á Tungubökum í Mosfellssveit áriđ 2001. Ţađ er gaman ađ fylgjast međ gamla Catalinu flugstjóranum Smára Karlssyni sem greinilega yngist um nokkra áratugi ţegar minningarnar streyma fram...

Ţetta líkan af gamla Vestfirđingi er einstakt. Smíđin er návćm, uppdraganleg hjólastell og uppdraganleg flot á vćngendum. Flugmennirnir í stjórnklefanum hreyfa sig  og svo getur líkaniđ flogiđ og hefur svipađa flugeininleika og fyrirmyndin.

Sturla selur smíđateikningar, uppdraganleg hjólastell og fleira sem sjá má hér, og hér.  Grein á ensku um ţennan forláta grip má lesa međ ţví ađ smella á hlekkina sem finna má hér. Vestfirđingur verđur til sýnis í Flugskýli 1 á flugsýningunni annan í Hvítasunnu.

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 

 

 Til ađ frćđast meira um smíđi og flug véla eins og ţeirrar sem Sturla smíđađi:

www.frettavefur.net


 


Styrktartónleikar píanósnillingsins Martins Berkofsky í Hörpu 26. maí 2012.

 

  martin-berkofsky-600w.jpg

 



 


Martin Berkofsky, Íslandsvinur og heimsţekktur listamađur, heldur tónleika í Hörpu laugardaginn 26. maí. 

Takmarkađ miđaframbođ ţví mikil nálćgđ verđur viđ listamanninn. 

Miđa má nálgast á www.harpa.is

 

 

Martin Berkofsky leikur á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Norđurljósi í Hörpu laugardaginn 26. maí. Martin hefur sjálfur háđ hetjulega baráttu viđ krabbamein undanfarin tíu ár og hefur haldiđ hundruđ tónleika til styrktar krabbameinsfélögum. Nú kemur hann til Íslands til ađ gera slíkt hiđ sama. Martin mun leika lög eftir Franz Liszt en fáir núlifandi listamenn túlka ţennan risa píanósins jafn vel og Martin Berkofsky.

Um Martin Berkofsky 

- texti eftir félaga í Samtökum um tónlistarhús

Martin Berkofsky kom inn í íslenskt tónlistarlíf eins og hvirfilbylur upp úr 1980 og var ţá ţegar ljóst ađ ţar fór stór mađur í listsköpun sinni. Martin var undrabarn og spilađi fyrst sjö ára gamall međ sinfóníuhljómsveit Chicagoborgar, píanókonsert eftir Mozart. Hans stóra áhugamál í lífinu hefur ćtíđ veriđ Franz Liszt og hann fann ýmis verk eftir ţann snilling sem áđur höfđu legiđ gleymd víđs vegar í Evrópu. Hann varđ síđan nokkurs konar sendiherra Bandaríkjanna og spilađi víđa á vegum Bandaríkjastjórnar, ţar til hann sendi gamla Bush bréf um ađ hann vćri ekki sáttur viđ árásarstefnu Bandaríkjanna. Ţá var hann strikađur út af sendiherralistanum og honum allar leiđir lokađar.  

Fljótlega eftir ađ Martin kom til Íslands, en ást á konu leiddi hann ţangađ, lenti hann í hrikalegu slysi á mótorhjóli sínu og mölbraut á sér handlegginn, fjórtán brot. Honum var sagt ađ hann gćti aldrei spilađ aftur en ţökk sé ótrúlegum baráttuvilja og ađ hans mati lćkningu ađ handan, tókst honum ađ komast aftur ađ sínu hljóđfćri. 

Ţegar veruleg hreyfing komst á ađ byggja tónlistinni hús á Íslandi um 1983 gerđist hann strax ötull baráttumađur fyrir ţeirri hugmynd međ ţeim eina hćtti sem hann kunni, ađ spila stuđningstónleika. Hann tók ţátt í tónleikum í Austurbćjarbíói og hélt sjálfstćđa tónleika í Ţjóđleikhúsinu fyrir trođfullu húsi, spilađi út um land og hann spilađi í Harvard í Bandaríkjunum málinu til framdráttar. Hann gaf út snćldu málinu til stuđnings – ţá voru geisladiskarnir ekki komir – sem seldist ótrúlega vel.

Martin hélt upp á sextugsafmćliđ sitt međ ţví ađ hlaupa 1400 kílómetra í Bandaríkunum og halda tónleika á hverju kvöldi eftir hlaup dagsins. Ţannig safnađi hann yfir 10 milljónum króna sem runnu til ţeirra sem voru međ krabbamein á hverjum stađ. Hann hefur spilađ mikiđ í Austurlöndum nćr, enda armenskur gyđingur ađ uppruna, og á Ítalíu síđustu ár allt til stuđnings baráttunni viđ krabbamein. Sjálfur hefur hann aldrei haft neinn áhuga á peningum.

Félagar í Samtökum um tónlistarhús, í samstarfi viđ Krabbameinsfélag Ísland, eru ađ fá Martin hingađ til lands til ađ halda styrktartónleika í Hörpu, en til ţeirrar byggingar lagđi hann mikilsverđan skerf. Hann mun flytja verk Liszts sem enn á erindi viđ okkur međ tónlist sinni, enda ţótt liđnar séu ţrjár aldir síđan hann fćddist. 
 
 ---
 

 

 

Efnisskrá:

Öll verkin eru eftir Franz Liszt (1811-1886)

1. Pater Noster /Fađir vor…

 

   Pater noster, qui es in coelis, sanctificetur nomen tuum;

   adveniat regnum tuum;

   fiat voluntas tua sicut in coelo et in terra.

   Panem nostrum quotidianum da nobis hodie,

   et dimitte nobis debita nostra,

   sicut et nos dimittimus debitoribus nostris.

   Et ne nos inducas in tentationem.

   Sed libera nos a malo.

   Amen.

 

2. Il Festo Transfigurationis nostri Jesu Christi

 

3. Légende: St. François d'Assise. La prédication aux oiseaux

(Lausl. ţýđ.: Ţjóđsaga: St. François d'Assise. Spádómur fuglanna

 

4. Miserere d´Aprčs Palestrina /Miskunnarbćn skv. Palestrina

 

   Miserere mei Deus secundum magnam misericordiam tuam

   Et secundum miserationem tuam

   Dele iniquitatem meam.

 

5. Valhalla (Aus Der Ring des Nibelungen) /

    (Úr Niflungahringnum)                                        

    (Wagner-Liszt-Berkofsky)

 

HLÉ

 

6. Les Morts-Oraison* /Dauđinn  

 

   Ils ont aussi passé sur cette terre; ils ont descendu le

   fleuve du temps; on entendit leur voix sur ses bords,

   et puis l'on n'entendit plus rien.

   Ou sont-ils? Qui nous le dira? 

   Heureux les morts qui meurent dans le Seigneur!

    (Lausl. ţýđ.:)

    Ţeir hafa og veriđ á ţessari jörđ; ţeir hafa fylgt tímans straumi;

    Rödd ţeirra heyrđist viđ árbakkann og ţagnađi síđan.

    Hvar eru ţeir, hver mun upplýsa okkur?

    Lánsamir eru ţeir látnu sem deyja í drottins nafni!

 

  *(Verkiđ er leikiđ í minningu um Edward Parker Evans,

      f. 31. janúar 1942  d. 31. desember 2010).

 

7. Légende: St. François de Paule marchant sur les flots /

    (Lausl. ţýđ.:)  Ţjóđsaga: heilags François de Paule, gangandi á vatninu

 

8. Hungarian Rhapsody No. 12 / Ungversk rapsódía No. 12

 
 
 ---
 
Áđur hefur veriđ fjallađ um hinn margbrotna tónlistarsnilling á ţessu bloggsvćđi:
 

Viđtal Voice of America viđ Martin Berkofsky.  Ísland kemur viđ sögu...

American classical pianist Martin Berkofsky has long impressed music critics around the world with his firebrand virtuosity. But as VOA's Irina Robertson learned when she met recently with Berkovsky, he stopped playing for personal fame 25 years ago and began performing for charitable causes. Scot Riddlesburger narrates the story.    


 

 merki-harpa-tonlistarhus.jpg

        


 

Harpa 26. maí 2012

 

 

 

 

 

Verkís 80 ára: Óvenjuleg ljósasýning í kvöld og nćstu kvöld - Videó...

 

Ljósasýning Verkis

Verkís verkfrćđistofa fagnar 80 ára afmćli á árinu og lýsir af ţví tilefni upp starfstöđvar sínar á nýjan og spennandi hátt. 

Leikurinn hófst í Reykjavík í gćr en ţá varđ framhliđin á Suđurlandsbraut 4 ađ svokölluđum "tómum striga listarinnar" ţar sem listamenn sýndu Pixel Art verk og notuđu til ţess lýsingu í gluggum.

Í kvöld tekur viđ margbreytileg lýsing sem framkallar ýmis konar áhrif og mun lifa áfram í skammdeginu.

Verkís hefur á sínum snćrum marga af fćrustu lýsingarhönnuđum landsins og mun lýsingin ţví án efa vekja athygli og gleđi međal íbúa.  Frímann Freyr Kjerúlf Björnsson, sem útskrifađur er úr Listaháskóla Íslands,  sá um listrćna útfćrslu lýsingarinnar í samvinnu viđ myndlistarmennina Friđrik Svan Sigurđarson og Geir Helga Birgisson

Tengja saman verkfrćđi, list og tćkni

„Međ ţessu viljum viđ sýna fram á ađ ţó ađ Verkís sé orđiđ 80 ára ađ ţá erum viđ hágćđa ţekkingarfyrirtćki sem er í góđum tengslum viđ ţróun og tćkninýjungar á öllum sviđum. Ţetta sýnir einnig fram á ađ hćgt sé ađ tengja saman verkfrćđiţekkingu, tćkni og list “, segir Sveinn Ingi Ólafsson, framkvćmdastjóri Verkís.

 „Verkfrćđistofur bjóđa upp á mun meira heldur en margir gera sér grein fyrir og er ţetta einn liđur í ađ sýna fram á ţađ. Ţetta opnar einnig möguleikann á áframhaldandi samstarfi viđ listamenn og međ uppsetningu ljósanna á Suđurlandsbraut má segja ađ viđ séum komin međ stóran skjá ţar sem fleiri listamenn gćtu komiđ međ sínar útfćrslur“, heldur Sveinn áfram.

Textinn hér ađ ofan er fenginn af vefsíđunni www.verkis.is

Myndina hér ađ ofan tók Skarphéđinn Ţráinsson starfsmađur Verkís.

Ţess má geta ađ öll lýsingin er međ ljóstvistum eđa LED, og auđvitađ stjórnađ međ tölvu.

Kaldir fingur og rok gerđu pistlahöfundi erfitt ađ halda myndavélinni réttri, en myndbandiđ gefur hugmynd um herlegheitin. Vindhljóđiđ leynir sér ekki. Myndin er tekin á Canon 95 vasamyndavél.

Fyrri hluti myndbandsins sýnir Suđurlandsbraut 4, en aftast er myndskeiđ sem sýnir mjög sérstaka lýsingu á vegg Ármúla 4, en Verkís er til húsa á báđum ţessum stöđum, auk starfsstöđva víđa um land. Starfsmenn Verkís eru rúmlega 300 talsins.



afmaelismerki_upphleypt_liggjandi_verkfraedistofa.jpg

Fyrsta Gangverk afmćlisársins

Verkís fagnar 80 ára afmćli í ár og af ţví tilefni verđur fréttabréfiđ Gangverk gefiđ oftar út en endranćr. Fyrsta tölublađ ársins hefur litiđ dagsins ljós og inniheldur bćđi sögulegar greinar sem og nýjar fréttir.
Helstu greinar eru:
  • Fyrstu ár Verkfrćđistofu Sigurđar Thoroddsen
  • Viđtal viđ Björn Kristinsson stofnanda Rafagnatćkni
  • Byggingarćvintýri Viđlagasjóđshúsanna
  • Jarđvarmaverkefni í Kenía

Hćgt verđur ađ nálgast Gangverkiđ á öllum starfsstöđvum Verkís en einnig er rafrćna útgáfu ađ finna hér:

Smella hér:  Gangverk 1.tbl 2012

 

 

 

 www.Verkís.is

 1932 - 2012

80 ár

 

 

S4---ljosadaemi2


Norrćnir menn á Grćnlandi rćktuđu bygg og brugguđu öl fyrir árţúsundi...

 

 

graenland-korn.jpg

 

Í danska vefritinu Videnskab.dk var 26. janúar áhugaverđ grein sem nefnist Vikingerne dyrkede korn pĺ Grřnland.

Rannsóknir danskra vísindamanna frá danska ţjóđminjasafninu hafa sýnt fram á ađ norrćnir menn, sem settust ađ á Grćnlandi áriđ 985 međ Eirík rauđa Ţorvaldsson í fararbroddi, stunduđu kornrćkt.  Hafa fundist leifar af byggi viđ Brattahlíđ á Suđur-Grćnlandi.

Rannsókninni stjórnađi Peter Steen Henriksen sérfrćđingur á Ţjóđminjasafninu, eđa Nationalmuseet.

"Nu viser det sig altsĺ, at de tidlige nordboere har kunnet dyrke korn, hvilket har haft stor betydning for deres ernćring og overlevelse", er haft eftir  Peter Steen Henriksen.

Loftslag hefur greinilega veriđ mjög milt í Grćnlandi á ţessum árum, ţađ milt ađ hćgt hefur veriđ ađ stunda kornrćkt, ađ minnsta kosti nćgilega mikiđ til ađ brugga öl, baka brauđ og elda graut.  Hver veit nema Grćnland hafi ţá stađiđ undir nafni og veriđ grćnt og búsćldarlegt á sumum svćđum á sama tíma og land okkar var viđi vaxiđ milli fjalls og fjöru. Á fjórtándu öld fór ađ kólna og byggđ norrćnna manna lagđist af. Ţađ var ekki fyrr en á síđustu öld sem aftur fór ađ hlýna. Ekki fara ţó fréttir af kornrćkt nú í Grćnlandi, en getur veriđ ađ fyrir árţúsundi hafi veđurfar veriđ mildara en í dag?

Ţađ er ástćđulaust ađ endurtaka greinina í Videnskab.dk, ţví öll erum viđ vel lćs á Dönsku. Lesiđ ţví greinina međ ţví ađ smella á nafn hennar:  Vikingerne dyrkede korn pĺ Grřnland. Greinin er einstaklega áhugaverđ..

 

 

graenland-byggkorn.jpg

 Byggaxiđ brunna sem fannst er ekki stórt,

en hver reitur er millimetri á kant.

 

 

 

Eiríkur rauđi
 
Eiríkur hinn rauđi
stendur skrifađ á myndinni.
Varla hefur hann ţó litiđ svona út...
Myndin er eftir Arngrím Jónsson lćrđa og birtist í Grönlandia 1688.

 

 

 

Úr Hávamálum

 Ótćpileg öldrykkja

 

12.

Er-a svá gótt

sem gótt kveđa

öl alda sona,

ţví at fćra veit,

er fleira drekkr

síns til geđs gumi.

 

13.

Óminnishegri heitir

sá er yfir ölđrum ţrumir,

hann stelr geđi guma;

ţess fugls fjöđrum

ek fjötrađr vark

í garđi Gunnlađar.

 

14.

Ölr ek varđ,

varđ ofrölvi

at ins fróđa Fjalars;

ţví er ölđr bazt,

at aftr of heimtir

hverr sitt geđ gumi.


 

 


Hörfar lúpínan ţegar hún hefur unniđ sitt verk...?

 

 

 Lúpína Haukadalsheiđi


 

Skógrćktarritiđ er eitt af ţeim tímaritum sem hafa tilhneigingu til ađ ađ safnast fyrir á náttborđinu og vera lesin aftur og aftur. Hvađ er líka notalegra en svífa inn í iđagrćna draumheimana eftir lestur ţessa góđa og vandađa rits?

 

Í Skógrćktarritinu, seinna hefti 2011, er fróđleg grein „Hörfar lúpínan? Dćmi úr Heiđmörk", eftir Dađa Björnsson landfrćđing.   Dađi hefur fylgst međ útbreiđslu lúpínunnar í Heiđmörk í tvo áratugi, bćđi međ samanburđi loftmynda og vettvangsskođun.

Hákon Bjarnason skógrćktarstjóri flutti lúpínuna til Íslands áriđ 1945 en nokkrar plöntur voru settar niđur í Heiđmörk áriđ 1959 ţar sem hún breiddist hratt út nćstu árin.

Lúpínan er einstaklega öflug landgrćđslujurt, en er umdeild. Sumir líkja henni  viđ illgresi og ađrir viđ ţjóđarblómiđ. Hún er vissulega ágeng og fyrirferđarmikil, en hvernig hagar hún sér? 
 - Hörfar hún af ţeim svćđum sem hún hefur lagt undir sig og víkur fyrir öđrum gróđri?
 - Hefur hún tilhneigingu til ađ fara inn á gróin svćđi?

Svör viđ fyrri spurningunni má lesa í grein Dađa „Hörfar lúpínan? Dćmi úr Heiđmörk" sem ađgengileg er á vef Skógrćktarfélags Íslands međ ţví ađ smella hér.  Myndir Dađa međ skýringum er ađ finna hér,  en ţar má m.a. sjá svar viđ seinni spurningunni.

Ţar sem lúpinunni var plantađ fyrir hálfri öld í ógróna mela er nú komiđ gras og blómlendi ofan á um 10 cm moldarlagi. Lúpínan hefur unniđ sitt verk og hörfar nú hratt.

Önnur áhugaverđ grein um lúpínu er í ţessu sama riti. Nefnist hún „Misheppnuđ tilraun til ađ eyđa lúpínu međ sauđfjárbeit" og er eftir  eftir Ţröst Eysteinsson sviđsstjóra ţjóđskóganna hjá Skógrćkt ríkisins. Greinina má nálgast međ ţví ađ smella hér.

 

Myndin efst á síđunni er tekin sumariđ 2010 á Haukadalsheiđi. Utan landgrćđslugirđingarinnar hefur lúpínan ekki náđ sér á strik. (Tvísmella á mynd til ađ stćkka).

Höfundur ţessa pistils hefur í hálfa öld af áhuga fylgst međ lúpínunni á Haukadalsheiđi, í Heiđmörk og viđ Hvaleyrarvatn og ţekkir vel hvernig hún hörfar međ tímanumm og hve lítinn áhuga hún hefur á grónu landi.  

 


 

 Eldri pistlar um lúpínuna:

Lúpínufuglar...

Aldingarđur á hálendinu međ hjálp lifandi áburđarverksmiđju...


Lúpínan á Haukadalsheiđi - Myndir...

 

 


 


Hin fagra veröld...

 

 

arp273_hst-shadow2
 

Ţessi ótrúlega fallega mynd prýddi vefsíđuna Astronomy Picture of the Day 21. apríl. Ţar má sjá ţessa mynd međ ţví ađ smella hér.

Vefsíđan Astronomy Picture of the Day, sem í daglegu tali er oft nefnd APOD, er einstaklega áhugaverđ ţví ţar birtast daglega nýjar myndir, margar hverjar alveg einstakar eins og sjá má međ ţví ađ skođa listann yfir myndir sem hafa birst áđur: Archive.

Smelliđ tvisvar eđa ţrisvar á myndina til ađ njóta hennar í mikilli upplausn.

Á APOD vefsíđunni standa ţessar skýringar viđ myndina:

Explanation: The spiky stars in the foreground of this sharp cosmic portrait are well within our own Milky Way Galaxy. The two eye-catching galaxies lie far beyond the Milky Way, at a distance of over 300 million light-years. Their distorted appearance is due to gravitational tides as the pair engage in close encounters. Cataloged as Arp 273 (also as UGC 1810), the galaxies do look peculiar, but interacting galaxies are now understood to be common in the universe. In fact, the nearby large spiral Andromeda Galaxy is known to be some 2 million light-years away and approaching the Milky Way. Arp 273 may offer an analog of their far future encounter. Repeated galaxy encounters on a cosmic timescale can ultimately result in a merger into a single galaxy of stars. From our perspective, the bright cores of the Arp 273 galaxies are separated by only a little over 100,000 light-years. The release of this stunning vista celebrates the 21st anniversary of the Hubble Space Telescope in orbit

Hér er hćgt ađ finna lítiđ forrit sem sćkir daglega nýjustu APOD myndina og birtir á skjáborđinu.


Almyrkvi tunglsins á vetrarsólstöđum 2010 og Bergţór í Bláfelli...

 

 

tofranott.jpg

 

Vonandi verđur veđur hagstćtt á íslandi til ađ njóta tunglmyrkvans sem verđur í hámarki klukkan 8:17 í fyrramáliđ.  Almyrkvinn stendur ţó yfir milli klukkan 7:40 og 8:54, eiginlega á ţeim tíma sem landsmenn fara til vinnu.

Í ţetta sinn er almyrkvinn merkilegur atburđur, ţví almyrkva á tungli hefur ekki borđ upp á vetrarsólstöđur síđan áriđ 1638, og nćst verđur ţađ ekki fyrr en áriđ 2094. Hvađ sem ţví líđur, ţá eru vetrarsólstöđur einn merkilegasti tími ársins, ţví ţá fer daginn ađ lengja aftur og  í hjörtum okkar fer ađ birta á nýjan leik. Viđ förum jafnvel ađ láta okkur dreyma um voriđ...

Eiginlega er ţessi mynd eins konar fjólublár draumur. Hún er tekin sunnudaginn 19. desember 2010, ţ.e. tveim dögum fyrir vetrarsólstöđur. Klukkan var ekki nema hálf fjögur, en samt var sólin ný gengin viđ viđar. Máninn var mćttur til leiks.

Birtan var einstök og var bloggarinn nánast bergnuminn ţar sem hann stóđ viđ fossinn Faxa í Tungufljóti.  Litadýrđin var međ ólíkindum, en erfitt er ađ ná slíkum töfraljóma á mynd.

Blái bjarminn er skuggi jarđar, en fjólublái eđa bleiki liturinn ofar á himninum birta sólar sem var nýgengin til viđar.  Á myndinni fađmast dagurinn og nóttin og renna saman í eitt.

Var einhver á sveimi í töfrabirtunni ţegar dagur og nótt runnu saman?
 
Í bakgrunni rís snćvi ţakiđ fjalliđ Bláfell. Ţegar kristni fór ađ breiđast út um landiđ, bjó risinn Bergţór í Bláfelli ásamt konu sinni Hrefnu sem hvatti bónda sinn til ađ flytjast brott frá ţessum óţolandi hávađa í kirkjuklukkunum niđri í byggđinni.  Hann fór hvergi en hún fćrđi sig norđur fyrir Hvítárvatn ţar sem heitir Hrefnubúđir. 
 
Bergţór gerđi sér dćlt viđ byggđamenn og fór stundum suđur í sveit til ađ nálgast nausynjar.  Eitt sinn á heimleiđ bađ hann bóndann á Bergstöđum ađ gefa sér ađ drekka.  Bóndi fór heim og sótti drykkinn en Bergţór hjó međ staf sínum holu í berg viđ túnfótinn.  Bergţór drakk nćgju sína og ţakkađi.  Sagđi hann bónda ađ geyma jafnan sýru í holunni, ella hlytist verra af, og mundi hún ţar hvorki frjósa né blandast vatni. Ć síđan hefur veriđ geymd sýra í kerinu og skipt um árlega. Verđi misbrestur ţar á verđa landeigendur fyrir óhöppum.  Síđast gerđist ţađ áriđ 1960 og missti ţá bóndinn allar kýr sínar.
 
Ţegar aldurinn fćrđist yfir Bergţór fór hann eitt sinn niđur ađ Haukadal og bađ bóndann um ađ tryggja sér legstađ ţar sem heyrđist klukknahljóđ og árniđur, og bađ hann ađ flytja sig dauđan í Haukadal.

Til merkis um ađ hann vćri dauđur yrđi göngustafur hans viđ bćjardyrnar í Haukadal.  Ţá skyldi bóndi vitja hans í hellinum í Bláfelli og hafa ađ launum ţađ, sem hann fyndi í kistli hans.  Bóndi fór eftir ţessum tilmćlum og fann ekkert annađ en ţurr lauf í kistlinum og lét ţau vera.  Vinnumađur hans fyllti vasa sína af laufum og ţegar ţeir voru komnir niđur í Haukadal međ líkiđ, voru ţau orđin ađ gulli.  Bóndinn lét jarđa Bergţór norđan kirkjunnar ţar sem er aflangur hryggur og bratt niđur ađ Beiná.  Ţar heitir nú Bergţórsleiđi.  Hringurinn, sem var á göngustaf Bergţórs, er sagđur prýđa kirkjuhurđina.
 
Bergstađir eru örskammt frá fossinum Faxa, handan Tungufljóts. Bergţór er enn ţann dag í dag á sveimi á ţessum slóđum og á marga vini. Ţar á međal ţann sem ţessar línur ritar ţegar lengsta nótt ársins er rétt ađ hefjast...
 
Í fyrramáliđ mun tungliđ svo klćđast sínum fegursta skrúđa...
 
 
 
tunglmyrkvi2.jpg

 
 
 Stćkka má myndir međ ţví ađ smella tvisvar á ţćr.
---


Gamlir pistlar skrifađir af svipuđu tilefni:

Laugardagur, 22. desember 2007 Vetrarsólstöđur, hćnufetiđ, tíminn og jólakveđja

Laugardagur, 20. desember 2008 Vetrarsólstöđur 21/12: Bein útsending frá 5000 ára gömlu grafhýsi á Írlandi...

 

Gleđileg Jól


Falleg mynd frá gervitungli af snćvi ţöktu Skotlandi og Englandi 8. desember...

 
 
Skotland og England ţakin snjó

 

 

Ţessi fallega mynd sýnir snćvi ţakiđ Skotland  8. desember síđastliđinn. Ekki er eins mikill snjór núna á Englandi og var fyrir nokkru og heldur fariđ ađ hlýna.

Smelliđ nokkrum sinnum á myndina til ađ skođa risastórt eintak.

Svona mikill snjór er ekki algengur á ţessum slóđum, en kemur fyrir.  Á dögum Dickens var hann ţó algengari. Skyldi veđurfariđ vera ađ breytast aftur og líkjast ţví sem Dickens lýsir í jólasögunni Christmas Carol?     Hver veit?  Ekki veit ég...   Viđ skulum bara vona ađ náttúran fari áfram mildum höndum um okkur og frćndur okkar á Bretlandseyjum eins og undanfarin ár...

 

Christmas Carol

 

 

article-1144168-037f7107000005dc-477_468x261_popup.jpg
 
 

 

Dickens Christmas carol

 

 

 

 Af vefsíđu Earth Observatory:

Snow lingered in Great Britain and Ireland on December 8, 2010. The Moderate Resolution Imaging Spectroradiometer (MODIS) on NASA’s Aqua satellite captured this natural-color image the same day.

Snow extends from Northern Ireland southward past Dublin, and from Scotland southward into England. Snow cover stops short of London; the white expanses in that area are clouds. Snow and clouds present an almost uniform white to the satellite sensor, but clouds can be distinguished from the underlying snow by their billowy shapes and indistinct margins. Rugged hills and gray-toned urban areas interrupt the snow cover, especially in northern England.

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggiđ

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverđ

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverđiđ í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 761785

Annađ

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband