Færsluflokkur: Kvikmyndir

Cassiopeia verkefnið - Vísindin útskýrð á auðskilinn hátt...

 

6fc10ad49c5c2731ce2d4ba3b12d696ec50508b44d36217ed7add35d893f6567-1658721009.png

 

 

Vefsíðan CassioPeia Project virðist mjög áhugaverð. Tilgangurinn er sagður vera að gefa öllum kost á háskerpu kvikmyndum um vísindi.  "Making Science Simple" er kjörorðið. Framsetning er mjög auðskilin og ætluð almenningi.

 

Smella hér til að sjá hvað er í boði.

Svo er bara að skoða og læra!

 

 --- --- ---

 

Þekkja ekki allir  Kassíópeia stjörnumerkið? Það er eins og risastórt W á næturhimninum. Það er einmitt í lógóinu efst á síðunni.

Finnur þú Kassíópeiu á stjörnukortinu hér fyrir neðan? Þetta kort sýnir stjörnuhimininn eins og hann er yfir Íslandi einmitt núna.

 

 Takið eftir klukkunni efst til hægri á kortinu. Smella á "Refresh" til að uppfæra tíma.

WWW.stjörnuskoðun.is

 

 



Myndband í Wall Stree Journal: How Iceland Collapsed ...

 

wall_street_journal_logo.jpg

 


 

 

Myndbandið hér fyrir neðan birtist 26. desember í Wall Street Journal. Það gefur nokkuð góða mynd af ástandinu á Íslandi.

Myndbandið á Wall Street Journal er hér, ef innfellda myndbandið hér fyrir neðan virkar ekki sem skyldi.

 


Ókeypis og auðvelt myndvinnsluforrit: Picasa-3 frá Google...

 

Picasa

 

 

Picasa-3 er einstaklega þægilegt forrit til að halda utan um ljósmyndir, lagfæra þær, prenta eða setja í myndaalbúm. Það besta er að forritið er ókeypis. Gott eins og flest sem kemur frá Google Smile.

Forritið byrjar á að finna allar myndir sem eru í tölvunni, jafnvel einnig þær sem maður er búinn að týna, og raðar þeim í myndaalbúm.  Þannig hefur maður gott yfirlit yfir allar myndirnar í tölvunni.

Síðan er auðvelt með einföldum aðgerðum að lagfæra galla í myndunum.  Sumar myndir halla, aðrar eru með undarlegum litblæ, rauð augu, óskýrar, of dökkar, o.s.frv. sem flestir þekkja. Jafnvel má búa til vídeó úr myndunum og flytja yfir á YouTube.

Það besta er að lagfæringarnar hafa engin áhrif á frummyndina sem er varðveitt óbreytt.

Eftir lagfæringar getur maður merkt bestu myndirnar með stjörnu og flutt yfir í nýja möppu þar sem auðveldara er að njóta þeirra og skoða sem "slide show".

Hægt er að fá ókeypis pláss á netinu (1Gb) fyrir myndaalbúm sem auðvelt er að flytja myndirnar í. Sjá hér.   Útprentun mynda er sáraeinföld.

Ég nota Photoshop töluvert fyrir betri myndir, en Picasa-3 er miklu auðveldara og fljótlegra í notkun og meira en nóg fyrir allar venjulegar myndir.

Mæli eindregið með þessu góða forriti frá Google.  Heilmikið kennsluefni er á netinu, eins og sést með því að leita með Google.

 

Forritið má sækja hér: http://picasa.google.com

 

 

 Kynning á Picasa-3:


Rafknúnar alvöru flugvélar - Myndir og myndbönd

 Sonex rafknún flugvél

 

Framfarir í rafhlöðum og rafmótorum hafa verið með ólíkindum á undanförnum árum. Nú er svo komið að smíðuð hefur verið fullvaxin flugvél sjá Sonex sem knúin er með rafmótor og rafhlöðum eingöngu. Á myndinni má sjá hve lítið fer fyrir hreyflinum, sem er 3ja fasa riðstraumsmótor. Lithium polymer rafhlöðurnar eru í svarta kassanum.  Svokallaður áriðill (aftan á mótornum) breytir jafnstraum rafgeymisins í 3ja fasa riðstraum með breytilegri tíðni. Flugþol er áætlað um klukkustund í venjulegu flugi og stundarfjórðungur í listflugi þegar mótorinn er nýttur til hins ýtrasta. Sjá hér.

 

 

Á myndbandinu hér fyrir neðan er kynning á þessari nýstárlegu flugvél.  Önnur rafknúin flugvél sést hér og hér.

 

 

 
 
 

Í nokkur á hafa menn flogið rafknúnum flugmódelum af ýmsum stærðum og gerðum, þar á meðal stóru eins og hér verður kynnt. Á næsta myndbandi má sjá Bernd Beschorner listflugmann kynna flugvél sína. Rafmótorinn er 15 kílówött eða 15.000 wött. Það jafngildir um 20 hestöflum. Það merkilega er að honum er ekki komið fyrir undir vélarhlífinni, heldur inni í "spinnernum" eða keilunni sem er framan á loftskrúfunni!!!   Mótorinn, sem er frá Plettenberg, er aðeins 1900 grömm að þyngd.

 

 
 
  

Hér fyrir neðan flýgur meistarinn Rafkrumma, eða Electric Raven við ljúfa tónlist. Ekki skortir flugvélina afl og ekki truflar hávaðinn frá rafmótornum tónlistina.   Íslenskir módelflugmenn hafa um árabil notað lithium polymer rafhlöður og þriggja fasa rafmótora, en ekkert í líkingu við þessa flugvél.

 

 
 
 


Það er varla nokkrum vafa undirorpið að rafknúin farartæki með rafhlöðum eru framtíðin. Nýtni þeirra er að minnsta kosti tvöföld nýtninnar við vetnisknúin farartæki og tæknin er þegar fyrir hendi. Aðeins á eftir af fínslípa hana.  Vetni hvað?  Sjá pistilinn Vetnissamfélag eða rafeindasamfélag.

 


Fönix geimfarið lendir á Mars á sunnudaginn með skurðgröfu og ´´hálf-íslenskan´´ vindhraðamæli... Myndir

pheonix_birdÞað er margt líkt með reikistjörnunum Mars og Jörðinni, en nú er orðið ljóst að fyrir milljónum ára voru þær mun líkari. Á Mars hafa líklega verið jöklar, ár og höf sem mótað hafa landslagið. Nú er þar eyðimörk sem líkist einna helst Sprengisandi.  

Þekking manna á náttúruöflum sem móta reikistjörnurnar hefur aukist verulega á undanförnum árum. Margt eigum við ólært og erum rétt að byrja. Menn eru að leita skilnings á mörgum fyrirbærum á yfirborði Mars, og óneitanlega hefur spurningin um líf á Mars leitað á vísindamenn og almenning um aldir.

Sunnudaginn 25. maí, skömmu fyrir miðnætti að íslenskum tíma,  lendir ómannað könnunarfar NASA, sem kallast Mars Fönix eða Mars Phoenix nærri norðurskauti Mars, eða á 68 breiddargráðu. Um borð í lendingarfarinu er eins konar skurðgrafa sem leita mun að ís í jarðvegi hnattarins og rannsaka hvort í honum er að finna lífrænar sameindir. Það er auðvitað mjög mikilvægt vegna mannaðra geimferða til Mars að vita af vatni þar.

Meðal fjölmargra vísindatækja um borð í geimfarinu verður vindmælir sem Dr. Haraldur Páll Gunnlaugsson frá Árósaháskóla í Danmörku hefur tekið þátt í að hanna og smíða. Þessi vindmælir er aðeins 20 grömm að þyngd, en ofurnæmur þar sem lofthjúpur Mars er hundrað sinnum þynnri en lofthjúpur Jarðar. Vindmælirinn er auðvitað danskur, en ekki beinlínis "hálf-íslenskur", - og þó, kannski smávegis Smile

Haraldur hélt mjög fróðlegt erindi á vegum Stjarnvísindafélags Íslands, Eðlisfræðifélags Íslands og Jarðfræðifélags Íslands þriðjudaginn 20. maí.  Sagt var frá helstu niðurstöðum úr leiðöngrum bandarísku og evrópsku geimferðastofnananna (NASA og ESA) til Mars á undanförnum árum og gefið yfirlit um stöðu þekkingar á hnettinum. Sérstaklega var fjallað um fyrirbæri á Mars sem eiga sér hliðstæður í náttúru Íslands. Helstu vísindatækjum Fönix geimfarsins var lýst og fjallað um niðurstöður þær sem búast má við að berist frá lendingarstaðnum á næstu mánuðum með áherslu á tækjabúnað þann sem Haraldur hefur tekið þátt  að þróa og smíða.

Haraldur hóf fyrirlesturinn með því að sýna loftmynd af Mars sem tekin var frá Evrópska geimfarinu Mars Express. Á þessari skýru mynd mátti sjá fjöll og dali. Þar næst sýndi hann loftmynd sem tekin var yfir Vestfjörðum. Það koma á óvart að landslagið var nánast alveg eins! Á Vestfjörðum eru fjöllin sorfin af jöklum svo ekki er fjarri að álykta að sama hafi átt sér stað á Mars.

Mjög fróðlegt er að heimsækja vefsíðu vinnustaðar Haraldar, The Mars Simulation Laboratory, við Árósarháskóla. Þar er meðal annars stórt hylki þar sem líkt er eftir lofthjúpnum á Mars þar sem loftþrýstingur er aðeins um 1/100 þess sem við erum vön, og hægt að framkalla vind af ýmsum styrkleika. Í þessu hylki var vindmælirinn prófaður við mismunandi aðstæður.

Ferðalag Fönix geimfarsins niður á yfirborð Mars tekur um 7 mínútur. Geimfarið kemur inn í lofthjúpinn á 20.000 km/klst hraða og birtist á himninum sem glóandi eldhnöttur. Hitaskjöldur kemur í veg fyrir að það bráðni upp. Þegar geimfarið hefur hægt hæfilega á sér opnast stór fallhlíf sem hægir enn frekar á farartækinu, en þar sem lofthjúpurinn er mjög þunnur dugir það ekki til. Skömmu fyrir lendingu er fallhlífin losuð frá og við taka eldflaugar sem stýra geimfarinu síðasta spölinn og lenda því vonandi mjúklega.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir og myndbönd sem lýsa þessu ferðalagi á ókunnar slóðir betur en fátækleg orð.

 

 


Phoenix-1

 
Fönix flýgur inn í lofthjúp Mars eins og eldhnöttur á 20.000 km/klst hraða.

 

 

Phoenix-2


Eldflaugar stýra farinu niður síðasta spölinn með sömu tækni og notuð var í tunglferðunum sem hófust árið 1969
.

 

Phoenix-3
 
Svona kemur Fönix til með að líta út á yfirborði Mars.
Vindmælirinn er efst á mastrinu vinstra megin.
(Stærri mynd með því að smella tvisvar á myndina). 

 

descomp
  
Svona lítur vindmælirinn út, næstum eins og vindpoki á flugvelli.
Myndavél sendi myndir af mælitækinu til jarðar meðan mælt er. Haraldur sýndi nákvæma eftirmynd af mælinum á fyrirlestrinum.
 
 
 
Leonardo
 
Leonardo da Vinci tók þátt í hönnun vindmælisins ...

 

 

Phoenix-4
 
Fönix geimfarið situr kyrrt á sama stað og getur ekki hreyft sig úr stað. Tilgangurinn er að skoða það sem er undir yfirborði reikistjörnunnar og leita að vatni og lífrænum efnum. Þetta er því nokkurs konar skurðgrafa.
Þega vetur skellur á næstkomandi ágúst hættir sólarrafhlaðan að vinna og síðan fer Fönix væntanlega á kaf í kolsýrusnjó og deyr drottni sínum... 

 

 

080514-mars-steps-02


Svona gengur lendingin fyrir sig.  Á 7 mínútum ráðast örlög þessa verkefnis sem kostar 420 milljón dollara. Ætli það séu ekki um 30 milljarðar króna.

Klukkan 23:53 að íslenskum tíma sunnudagskvöldið 26. maí ætti að vera ljóst hvort lendingin hafi heppnast.

 

 

 

80524-phoenix-ready-mars-landing_2

 
Fönix lendir skammt frá norðurpólnum, mun norðar en fyrri geimför. Þar hefur með mælingum fundist vatn undir yfirborðinu.

 

 

 

PIA09946_fig1

 Fönix lendir skammt frá stóra appelsínurauða gígnum Heimdalli.

 

 

 


Það er fallegt á Mars. Myndin er tekin úr Evrópska geimfarinu Mars Express.
Smella þrisvar á myndina til að sjá hana í mikilli upplausn.

 

 

 

 Nú er um að gera að skoða myndböndin hér fyrir neðan:

 

 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefsíður:

The Mars Simulation Laboratory í Danmörku

Vefsíða NASA um Fönix

Vefsíða Arizona háskólans sem er leiðangursstjóri

Wikipedia um Fönix geimfarið 



Evrópska geimfarið Mars Express hefur tekið ótrúlega skýrar myndir af yfirborði reikistjörnunnar. Sjá hér.  Veljið Multimedia vinstra megin á síðunni
 
Vísindavefurinn: Hver var fuglinn Fönix?  

 

Bloggpistlar:

Jólastjarnan í ár er Mars. Eins og gyllt jólakúla.

Jeppaferð um óbyggðir plánetunnar Mars

 

 


Óhugnanleg vélpadda er næstum óstöðvanlegt skrímsli

BigDogFyrirtækið Boston Dynamics hefur hannað vélknúinn hund sem að mörgu leyti minnir á risavaxið skordýr. Vélhundurinn sem kallast BigDog er með bensínmótor í hausnum sem suðar eins og randafluga. Hann getur gengið, hlaupið hoppað og skoppað yfir óslétt landslag. Hann er nánast óstöðvandi Crying

Fjölmargir skynjarar, öflug tölva og gervigreind gerir það að verkum að engu er líkara en þarna sé lifandi skyni gædd vera á ferð Alien

BigDog getur borið 150 kg á bakinu, en vegur sjálfur 75 kg. Manni kemur helst til hugar skrímsli frá öðrum hnöttum  þegar horft er á myndbandið.  Hugsið ykkur ef einhverjum kæmi til hugar að útbúa svona kvikindi með vélbyssu. Er þetta bara byrjunin?  Ekki er laust við að maður fái gæsahúð W00t

 

Boston Dynamics var stofnað árið 1992 og er afsprengi frá MIT.  

Sjá Scientific American:  Brawn or Brains? Researchers Push the Limits of Legged Robots

 


Spegillinn á snyrtingunni. Spaugilegt myndband :-)

Spegill, spegill herm þú mér ... 

Hvers vegna eru sumar konur á snyrtingunni ósýnilegar, en aðrar ekki?     Halo

 


Konur í list. Alveg stórkostlegt myndband.

 

Women in Art, eftir Philip Scott Johnson (Eggman913)

Hlusta með fullum styrk! Tónlist eftir Bach.

Njótið Joyful

 

 

 

Varúð. Ekki fyrir flughrædda.

 

 

Flughræddum er eindregið ráðlagt að horfa ekki á myndbandið. Crying

Airbus A320 var að reyna lendingu í stífum hliðarvindi í Hamborg síðastliðinn laugardag. Ekki munaði miklu að illa færi. 

Snarræði flugmannsins forðaði stórslysi. Vængendinn (vænglingurinn eða winglet) skemmdist þegar vængurinn snerti brautina, svo greinilegt er að þarna munaði aðeins hársbreidd.

Stækkið myndirna hér fyrir ofan með því að smella á hana tvisvar. Hún opanst þá stór í nýjum glugga. 

Vindhraðinn var 35 hnútar (18m/s) með gustum í 55 hnúta (28m/s). Hámarks hliðarvindur fyrir A320 er 33 hnútar (17m/s) með gustum í 38 hnúta (20 m/s). 

 


 
Betra myndskeið hér
  


Stjórnklefinn í Airbus A380 og Batman

 

 Skrifstofan í Airbus A380 er hlaðin tölvubúnaði. En hvar eru hefðbundnu stjórntækin?
 

Í þessum pistli eru borin saman tvenns konar flug, flug með einni fullkomnustur flugvél nútíamns og  flug nútíma mannlegra leðurblaka, svokallaðra mannblaka ........ W00t

Í Airbus A380 notar flugmaðurinn stýripinnann til að senda boð til stjórntölvunnar. Tölvan metur boðin og sendir skeyti til útstöðva sem eru í vængjum og stéli. Þaðan fara svo boðin til rafmótora sem framkvæma þær hreyfingar á vængbörðum sem tölvan ákveður með hliðsjón af óskum flugmannsins. Það er sem sagt tölvan sem flýgur flugvélinni.

Á bernskudögum Airbus áttu þær til að taka völdin af flugmönnunum og reyna loftfimleika.  Flugmennirnir voru þá nánst bara áhorfendur og sáu jafnvel stýripinnann og bensíngjöfina hreyfast eins og ósýnileg hendi héldi þar um.  Svo segir sagan, en er hún sönn? Þetta eiginlega ekki flugvél heldur flugtölva.  Þetta er víst framtíðin. Öllu stjórnað af gervigreind með silikon heilum í tölvum, og silikon fylltar flugfreyjur, eða silikonur, stjana við okkur farþegana. Ætli það sé langt þar til stjórnklefinn verður mannlaus?  ...  "This is your pilot speaking. My name is IBM ..."


 

Algjör andstaða við þennan tölvuvædda stjórnklefa er flug mannblakana Devil sem Ragnar Ágústsson kallar svo á bloggsíðu sinni, og er þá líklega með leðurblökur í huga.  Þessir menn geta varla verið með fullum fimm, eða hvað finnst þér? Úff...Pinch






Batman eða Mannblaka á flugi ?
 
  

Má bjóða þér inn í stjórnklefann í Airbus A380?

Hér er frábær panoramamynd af stjórnklefanum. Notið stjórntækin neðst á myndinni til að færa til myndavélina; upp, niður og allt um kring.

 

Hvort skyldi vera meira spennandi; sitja við tölvuskjáinn í A380 eða skjótast í leðurblökulíki meðfram klettaveggjunum?

Hvorir eru meiri flugmenn, flugstjórar Airbus eða mannblökurnar? 

 

 

Ítarefni um Airbus A380 fyrir tæknisinnaða:

Airbus Fly-by-Wire aircraft at a glance.   


 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 762149

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband