Góð frétt í jólamánuðinum...

 

Ragna og Börnin

 

 
Manni hlýnar um hjartaræturnar við að lesa svona frétt eins og var í Morgunblaðinu í dag:
 
 
 

"Ókunn­ugt fólk bauð Rögnu íbúðir til af­nota"

"Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð frá tveimur ókunnugum íbúðareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúðunum án endurgjalds.

 

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er Ragna komin á götuna eftir að hafa misst tímabundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu er erfiður eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

 

Íbúðir í Breiðholti og Vesturbæ

 

Saga Rögnu hreyfði við lesendum Morgunblaðsins sem buðu henni húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ.

 

»Ég ætla að taka boðinu og vera í íbúðinni í Vesturbænum í þrjár vikur. Þá kemur annar í íbúðina og ég færi mig yfir í aðra íbúð í eigu fjölskyldu í Breiðholti sem er að fara til útlanda. Þau leyfa mér að vera í íbúðinni frá og með 19. desember til 2. janúar. Hvað gerist í framhaldinu er óvíst,« segir Ragna.

 

Hún var á leið í hótelíbúð í miðborg Reykjavíkur þegar boðin um íbúðirnar tvær bárust. Hún hafði bókað gistingu fram á föstudag og fékk hún fyrirframgreiðslu þriggja af þeim nóttum fellda niður þegar henni stóð annað húsnæði til boða. Hyggst hún flytja sig um set í dag.

 

Eigandi íbúðarinnar í Vesturbænum er búsettur í Danmörku.

 

Um miðjan dag í gær hafði Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband við Morgunblaðið en hún býr í Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga íbúð með húsgögnum og öðrum húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur sem yrði ónotuð til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dætrum hennar íbúðina án endurgjalds, þó ekki yfir hátíðarnar því þá myndi systursonur hennar dvelja þar með konu sinni. Eftir áramótin kæmu frekari afnot af íbúðinni til greina.

 

»Það er hjónarúm í svefnherberginu og svefnsófi í stofunni og rúmföt og sængur og koddar fyrir fimm. Það er allt í íbúðinni og vantar ekkert,« sagði Sólveig sem hafði aldrei heyrt Rögnu getið fyrr en í gær.

 

Sólveig og eiginmaður hennar, sem er læknir, eiga bújörð og rækta hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.

 

Hefur búið í Danmörku í 40 ár

 

»Ég á sjö rollur sem bera á vorin. Ég er 65 ára hjúkrunarfræðingur og hef búið í Danmörku í yfir 40 ár. Ég á þrjú börn á aldur við Rögnu og svo á ég barnabörn. Þegar ég heyrði af Rögnu og að hún hefði átt veika dóttur fannst mér sem hjúkrunarfræðingi leitt að það skyldi ekki vera til hjálp fyrir hana,« segir Sólveig sem fluttist til Danmerkur árið 1972 til að læra svæfingarhjúkrun.

 

Sólveig fylgist með fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnæðismálum. »Kerfið er orðið fátækt á Íslandi ef það getur ekki hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóðfélaginu. Ég held að Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,« segir Sólveig."
 
 
Svo sakar ekki að nafn þess sem lánar íbúðina er kunnuglegt:

 

 

 

 
 
Solla-Jona-Olli
Sólveig er hér að spjalla við Örlyg og Jónu í Kaupmannahöfn 1971
Bloggarinn tók myndina á námsárunum.
 
smile
 

mbl.is Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. desember 2014

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 762155

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband