Kann einhver skil á þessum undarlegheitum...?

 

reykjavik
 
Hvers vegna lætur myndin svona?   Hoppar upp og niður...
Hvað kom eiginlega fyrir hana?



Þetta er reyndar samsett mynd úr tveim öðrum sem aðgengilegar eru á netinu, en báðar sýna meðalhita í Reykjavík, og reyndar yfir sama tímabil !

Hvernig í ósköpunum má það vera?

Hvað gerðist eiginlega?

 

 

Smellið á krækjurnar sem eru fyrir neðan myndirnar, þá sést að hitaferlarnir eru báðir ættaðir frá NASA og báðir í sama gagnabanka. Önnur er þó aðeins eldri.

 

   Eldri útgáfan (nokkuð rétt):

reykjavik-giss-eldri.gif

  http://data.giss.nasa.gov/cgi-bin/gistemp/show_station.cgi?id=620040300000&dt=1&ds=2

 

    Síðasta útgáfan:

reykjavik-giss-yngri.gif
 
Eins og sjá má á krækjunni, þá er þetta útgáfa númer 14. Sífellt eru að koma fram nýjar leiðréttingar. 

 

 

Til hægðarauka eru báðir ferlarnir teiknaðir á sama blað, en með smá útjöfnum til að fletja út árlegar sveiflur gera þá læsilegri.        Hummm...   Eitthvað er þetta meira en lítið undarlegt.

   Samanburður á útgáfunum frá 2011 og 2013:

Báðir ferlarnir

 

Hvor ferillinn er réttari, sá eldri eða sá nýrri?

Skoðum ferilinn sem er á vef Veðurstofunnar. Takið eftir gráa ferlinum sem er ársmeðalhiti og berið saman við ferlana frá NASA GISS:

 

Hitafar í Reykjavík
 
 
Skýringar við mynd á vef Veðurstofunnar: "Hitafar í Reykjavík 1866 til 2009 (grár ferill). Rauði ferillinn sýnir 10-ára keðjumeðaltöl en sá græni 30-ára keðjumeðaltöl. Taka ber eftir því að hér eru gildi keðjumeðaltalanna sett á endaár tímabilsins en ekki á ár nærri miðju tímabilsins eins og algengast er í myndum af keðjumeðaltölum (samanber myndirnar síðar í þessum texta)".

 

Mikið rétt, eldri ferillinn á vef NASA GISS er sá rétti.

 

Það er deginum ljósara að NASA GISS hefur fiktað svo um munar í hitamælingum Veðurstofu Íslands.

En hve mikið er þetta fikt eða "leiðrétting"?    Það má sjá á næstu mynd sem sýnir mismuninn á þessum tveim ferlum:

 

nasa_giss_leidretting.gif

 Þetta eru ekki neinar smá "leiðréttingar". "Leiðréttingin er næstum 2 gráður þar sem hún er mest.

 

Ja hérna hér....      Hér sést það svart á hvítu.   NASA GISS heldur því blákalt fram að hitamælingar Veðurstofu Íslands frá miðri síðustu öld séu arfavitlausar.

 

(Síðustu útgáfu er hægt að nálgast hér GISS Surface Temperature Analysis og skrifa Reykjavik í gluggann). 

 

Hvers vegna er verið að leiðrétta söguna?  Hvers vegna má ekki sjást hve hlýtt var um miðja síðustu öld?   Hvers vegna?

 

Eru starfsmenn Veðurstofu Íslands sáttir við svona misþyrmingu  mæligagna af opinberri stofnun í Bandaríkjunum?

 

          Pólitík eða vísindi?                         Eða er bloggarinn að misskilja eitthvað?

http://stevengoddard.wordpress.com/2014/04/13/climategate-scientists-getting-rid-of-the-1940s-temperature-spike-in-the-arctic/

http://notalotofpeopleknowthat.wordpress.com/2014/04/04/cooling-the-past-in-iceland/

 

Með von um að vorið sé á næsta leiti þrátt fyrir hvíta páskahelgi

Gleðilega   Páska

 

 


Bloggfærslur 17. apríl 2014

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762134

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband