Töfrum líkast og ótrúleg tækni --- Heilmyndir (hologram) í læknisfræðinni...

 

Myndbandið hér fyrir neðan er frá Ísrael og sýnir það hve ótrúlega langt heilmyndatæknin er komin. Eiginlega miklu lengra en maður átti von á. Töfrum líkast er vægt til orða tekið.

Heilmyndir, almyndir eða hologram myndir eru yfirleitt gerðar með hjálp lasertækninnar, en það var árið 1971 sem rafmagnsverkfræðingurinn Dr. Dennis Gabor (1900-1979) hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppfinningu sína, en það var þegar árið 1947 sem hann sýndi fram á frumhugmyndir með síuðu venjulegu ljósi. Það var þó ekki fyrr en leysirinn (laser) kom til sögunnar um 1960 að hægt reyndist að gera nothæfar heilmyndir.

Bloggarinn minnist þess tíma þegar laserinn var að slíta barnsskónum og meðal annars notaður til að gera ófullkomnar heilmyndir. Hann skrifaði pistil um laser í De Rerum Natura í janúar árið 1966, þá tvítugur. Kannski er það þess vegna sem honum þykir þessi tækni einkar áhugaverð Joyful

 



Eftir fáein ár verður væntanlega hægt að taka svona heilmyndir af fólki í fullri líkamsstærð og varðveita í tölvu. Síðan, jafnvel þegar fólk er löngu látið, verður hægt að kalla það fram inn í stofu nánast eins og það væri sprellifandi.    -   Datt einhverjum í hug afturgöngur?

 

 

Áhugaverðar síður frá Real View með svipuðu efni:


http://www.realviewimaging.com

http://www.realviewimaging.com/?page_id=225


http://www.realviewimaging.com/?page_id=185

 

logo2.jpg
 
 

 

dennis_gabor.jpg

Dennis Gabor


Bloggfærslur 4. júlí 2014

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband