Takk fyrir framtakið stjörnuskoðunarmenn...!

 

797354.jpg

 

Nokkrir félagar mínir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness sýndu fádæma dugnað og frumkvæði þegar þeir fluttu inn 75.000 sólmyrkvagleraugu og gáfu grunnskólabörnum um land allt bróðurpartinn, en seldu almenningi hluta þeirra til að fjármagna verkefnið. Fyrir það eru flestir þakklátir, ef undanskildir eru fáeinir kverúlantar sem af óskiljanlegum ástæðum voru með dónaskap og skæting í garð þessara áhugasömu sjálfboðaliða.

Stjörnuskoðunarmenn vildu gefa börnunum gleraugun til minja um atburðinn. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum leyfðu skólastjórnendur í Reykjavík það ekki og létu börnin skila gleraugunum til skólanna...

Það er víst margt óskiljanlegt í hegðun manna.

Eftir 11 ár verður almyrkvi á sólu á Íslandi. Þá munu skólarnir í Reykjavík eiga birgðir af sólmyrkvagleraugum og mun Stjörnuskoðunarfélagið þá geta sleppt þeim skólum ef þeir endurtaka leikinn, og einbeitt sér að skólum utan höfuðborgarinnar og kannski einnig leikskólunum...   Auðvitað yrði það ekki óskiljanlegt, eða þannig...

Líklega verða allir búnir að gleyma leiðindunum þá og gleraugun í hirslum skólanna löngu týnd.  Við skulum bara leyfa okkur að fara að hlakka til strax og vera viðbúin tímanlega, því eitt er víst, tíminn flýgur cool.

 

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er í raun eina félag sinnar tegundar á Íslandi, enda búa félagar víða á landinu. Sjálfur hef ég verið félagi frá því á síðustu öld og setið í stjórn þess um skeið.   Takk fyrir frábært framtak félagar !

  

www.astro.is

 

 total-solar-elipse-diamondring

 


mbl.is Hystería í aðdraganda sólmyrkvans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. mars 2015

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 762109

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband