Nýjar myndir af endursmíði DC4 Skymaster Loftleiða...



 

img_2852_edited-1.jpg

 

 

Í apríl 2008 birtist hér pistill um ótrúlega smíði Birgis Sigurðssonar á risastóru líkani af DC4 Skymaster flugvél Loftleiða. Pistillinn er birtur aftur í heild sinni hér fyrir neðan, en fyrst eru nokkrar splunkunýjar myndir af gripnum sem er til sýnis þessa dagana á 2. hæð Brimborgar Bíldshöfða 6-8. 

Ég heimsótti Birgi kunningja minn á vinnustað hans Brimborg og tók nokkrar myndir. Því miður gleymdi ég flassinu góða heima og líða myndirnar aðeins fyrir það. Smellið samt þrisvar á myndirnar til að sjá stærri.

Það verður gaman að sjá þessa flugvél fljúga eftir fáein ár.

 

Sjá frétt og myndir af flugvélinni á vefsíðu Brimborgar.  Þar er góð lýsing á þessu einstaka verkefni Birgis Sigurðssonar. Verkefni sem taka mun þúsundir vinnustunda.

 

img_2837_edited-1.jpg

 

Flugvélin er engin smásmíði. Birgir Sigurðsson er vinstra megin.

 

 

img_2844_edited-2.jpg

 Nefhjól.

 

img_2846_edited-1.jpg

 
Ásgeir Long smíðaði hjólastellin nánast nákvæmlega eftir fyrirmyndinni.
Það tók um 900 klukkustundir. Hjólin eru uppdraganleg með glussakerfi alveg eins og í fyrirmyndinni, enda verður vökvakerfi um borð með dælum, ventlum og öllu sem því tilheyrir.

 

img_2856_edited-1.jpg

 

Fjöldinn allur af rafmótorum verður um borð til að hreyfa stýrifletina og stjórna hreyflunum. Hér má sjá örlítið sýnishorn.

 

 ---

 --- --- ---

---

 

Pistillinn frá mars 2009:

Sunnudagur, 29. mars 2009.

 

Ótrúlegt: Douglas DC4 Skymaster Loftleiða endursmíðaður á Íslandi...!

 

 

 

 

Sumir búa yfir meiri vilja en meðbræður þeirra og þora að takast á við ótrúleg verkefni í frítíma sínum. Eiginlega verður maður agndofa þegar maður sér hvað Birgir Sigurðsson hefur færst í fang í bílskúrnum heima hjá sér ásamt vini sínum Jóni V. PéturssyniBirgir er að smíða risastóra eftirlíkingu af fyrstu áætlunarflugvél Loftleiða sem flaug sitt fyrsta áætlunarflug 26. ágúst 1948. Reyndar segir Jón að smíðavinnan sé alfarið unnin af Birgi sem eigi fáa sína líka í dugnaði og áræðni.  Hann er ekki að smíða módel til að hafa til sýnis uppi á hillu, heldur flugvél sem er svo stór að hún kemst varla fyrir í bílskúrnum. Flugvél sem á eftir að fljúga um loftin blá!

Verkefnið hófst árið 2003, en þá byrjaði Birgir að teikna smíðateikningar eftir lítilli málsettri mynd af fyrirmyndinni sem hann fann í tímariti. Það þurfti að teikna hvern einasta hlut í réttum mælikvarða, en til þess þurfti að byrja á að teikna ótal sniðmyndir af skrokknum og vængjum. Drjúgur tími fór í þennan undirbúning. Ekki er fjarri lagi að Birgir hafi notað nánast hvert kvöld og hverja helgi við smíðar undanfarin 5-6 ár. Þúsundir klukkustunda eru að baki og sjálfsagt þúsund eftir.

Hjólastellið er nánast kafli út af fyrir sig. Þúsundþjalasmiðurinn Ásgeir Long á heiðurinn af smíði þess og þar hafa nokkur hundruð klukkustundir verið notaðar við þá nákvæmnissmíð. Hjólastellið er nákvæm eftirmynd af fyrirmyndinni. Hjólin verða að sjálfsögðu uppdraganleg og til þess veða notaðir glussatjakkar, en um borð í flugvélinni verður vélbúnaður til að halda uppi olíuþrýstingi.

Flugvélin verður væntanlega  knúin með fjórum bensínhreyflum. Líkleg stærð er 30cc. 

Til að stjórna stýriflötum á vængjum, hæðarstýri, hliðarstýri, o.fl. verða um 18 rafmagnsmótorar, svokölluð servó. Þ.e. 4 stk. í vængjum, 3 stk. í stéli, 4 stk. við bensíngjöf mótora, 3 stk. fyrir uppdraganleg hjólastell, 3 stk. fyrir hjólalúgur og 1 stk. fyrir stýranlegt nefhjól.

Í venjulegri fjarstýrðri flugvél er sjaldnast meira en eitt viðtæki til að taka á móti merkjum frá fjarstýringu flugmannsins. Í þessari verða þeir líklega þrír, meðal annars til að tryggja öryggi.

Bráðlega verður hafist handa við að klæða módelið með þunnum álplötum og mála. Þá mun það líta út nánast eins og fyrirmyndin, m.a verður hver hnoðnagli í klæðningunni sýnilegur.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af gripnum sem teknar voru nýlega. Sumar þeirra má stækka með því að þrísmella á þær.

 

Hér sést inn í bílskúrinn hans Birgis.

Vænghaf flugvélarinnar er 4,6 metrar, lengdin 3,6 metrar og fullsmíðuð mun hún væntanlega vega um 50 kg.  Stærðarhlutföllin eru 1:8.

 

 

Hér sést flugvélin frá hlið. Rétt má greina í Birgi bak við gripinn.

 

 

Hægt er að taka vélina í sundur til að auðvelda flutning.

 

 


 Séð aftur eftir flugvélinni innanverðri.

 

 

 Jón V. Pétursson á drjúgan þátt í smíðinni.

 

 

 Hjólastellið eins og það leit út árið 2007.

 

Hvernig mun DC4 Skymasterinn líta út fullsmíðaður? Myndin hér fyrir neðan gefur smá hugmynd um það.  Þetta er DC3, litli bróðir DC4, þ.e. hin fræga tveggja hreyfla flugvél Loftleiða Jökull sem Skjöldur Sigurðsson smíðaði.  Hér er verið að búa hana undir fyrsta flug á Tungubökkum.

 

DC3 
Jökull

Jökull, DC3 flugvél flugleiða.
Vélahlífarnar voru teknar af meðan verið var að stilla hreyflana.

 

 

 

 Svona mun Skymasterinn hans Birgis Sigurðssonar væntanlega líta út á flugi.

 

 

 

 

           Vísir, 26. ágúst. 2008 16:15

Áætlunarflug til Bandaríkjanna 60 ára

 
Douglas DC-4 Skymaster Mynd:flugsafn.is
 

Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948. Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.


Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það strax.

Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.

Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.

 

 --- --- ---

 

Flugsýning

Frést hefur að í tilefni þess að Flugmódelfélagið Þytur er 40 ára um þessar mundir muni verða boðið upp á afmælisflugsýningu á flugvellinum Tungubökkum í Mosfellsbæ laugardaginn 10. júlí.  (11. júlí til vara ef veðrið verður óhagstætt á laugardeginum).

Væntanlega verða þar til sýnis flugvélar af öllum gerðum, og flestum flogið. Auðvitað mest flugvélar sem ekki sjást daglega á flugi hér á landi, t.d. flugvélar frá fyrri heimsstyrjöldinni.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar þeirra flugvéla sem munu fljúga á flugsýningunni. Allar eru teknar á Tungubökkum.  Neðst er nýjasta einkaþota Sverris Gunnlaugssonar í aðflugi að Tungubökkum. Það er ekki á hverjum degi sem maður sér þríþekjur og tvíþekjur í 33% mælikvarða, eða þá nýtísku herþotur með alvöru þotu-túrbínum sem snúast 100.000 snúninga á mínútu og ganga auðvitað fyrir ekta þotueldsneyti. Þannig verður það á Tungubökkum. ...Og meira til!

Myndunum var nappað hér.

 

1275858146_1001265.jpg

 

1276647195.jpg

 

 img_2710.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mögnuð smíði Birgis og félaga. Það verður unun að sjá hana í loftinu!

Magnús Óskar Ingvarsson, 17.6.2010 kl. 22:02

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Frábært! Þetta er alveg hreint magnað.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.6.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 762098

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband