Stjörnuskoðun, Stjörnufræðivefurinn og ljósmengun...

 

 

stjornufraedivefurinn-klippt.jpg


Nú fer að verða hægt að njóta stjörnuhiminsins á kvöldin.  Að mörgu leyti er haustið besti tíminn því þá er ekki eins kalt og um hávetur.

Ekki er nauðsynlegt að eiga forláta stjörnusjónauka til að skoða stjörnurnar. Að mörgu leyti hentar sæmilega góður handsjónauki vel. Jafnvel er hægt að njóta fegurðar kvöldhiminsins án sjónauka. Það sem skiptir mestu máli er að komast út úr þéttbýlinu og finna stað þar sem ljósmengun er minni. Til dæmis má skreppa í Heiðmörk eða að Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð. Ljósmengun í dreifbýli er orðin verulegt vandamál og má lesa um það hér.

Reyndar er Stjörnufræðivefurinn langbesta hjálpartækið. Þar er gríðarmikill fróðleikur ætlaður almenningi. Nýlega var vefurinn endurbættur verulega og er mér til efs að betri vefur fyrir þá sem ánægju hafa af stjörnuskoðun sé til á netinu. Auðvitað eru allar greinar á Íslensku, og meira segja á góðri Íslensku :-)

Félagið Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness er líklega eina félag áhugamanna hér á landi. Félagar koma alls staðar af landinu, þrátt fyrir að nafnið geti bent til annars. Bloggarinn hefur verið félagsmaður lengi og var gjaldkeri í nokkur ár fyrir um áratug síðan
.

Tilefni þessa pistils er fyrst og fremst að benda á Stjörnufræðivefinn  www.stjörnuskoðun.is.  Enginn verður svikinn af því að heimsækja hann.

---


Ítarefni:

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness


Ljósmengun



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veistu hvort einhver var úit með myndavél og kíkir þann 8. og tók hugsanlega myndir af loftseinunumsem minnst er áí eftitfarandi tilkynningu

[meteorite-list] Two Small Asteroids to Pass Close by Earth on September 8, 2010

Ron Baalke
Tue, 07 Sep 2010 13:22:10 -0700

http://neo.jpl.nasa.gov/news/news169.html Two Small Asteroids to Pass Close by Earth on September 8, 2010 NASA/JPL Near-Earth Object Program Office September 7, 2010 Two asteroids, several meters in diameter and in unrelated orbits, will pass within the Moon's distance of Earth on Wednesday, September 8th. The Catalina Sky Survey near Tucson Arizona discovered both objects on the morning of September 5 during their routine monitoring of the skies. The Minor Planet Center in Cambridge Massachusetts first received the observations Sunday morning, determined preliminary orbits and concluded that both objects would pass within the distance of the Moon about three days after their discovery. Near Earth asteroid 2010 RX30 is estimated to be 10 to 20 meters in size and will pass within 0.6 lunar distances of Earth (about 248,000 km) at 9:51 Greenwich standard time (5:51 am EDT) Wednesday. The second object, 2010 RF12, estimated to be 6 to 14 meters in size will pass within 0.2 lunar distances (79,000 km) a few hours later at 21:12 Greenwich standard time (5:12 pm EDT). Both objects should be observable near closest approach with moderate sized amateur telescopes. Although neither of these object has a chance of hitting Earth, a ten meter-sized near-Earth asteroid from the undiscovered population of about 50 million would be expected to pass almost daily within a lunar distance, and one might strike Earth's atmosphere about every ten years on average. ______________________________________________ Visit the Archives at http://www.meteoritecentral.com/mailing-list-archives.html Meteorite-list mailing list Meteorite-list@meteoritecentral.com http://six.pairlist.net/mailman/listinfo/meteorite-list

Bjössi (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Því miður veit ég ekki svarið Bjössi.

Stjörnuskoðunarfélagið er með spjallvef http://korkur.astro.is/

Þú gætir prófað að senda félögunum sem þar eru fyrirspurn.

Ágúst H Bjarnason, 17.9.2010 kl. 06:52

3 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Get svarað því og svarið er nei, ekki hér á landi, enda smástirnin mjög lítil og dauf og sæjust varla nema með stærstu áhugamannasjónaukum.

Takk Ágúst fyrir að vekja athygli á nýja vefnum okkar!

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 17.9.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 762082

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband