Algjört hrun kolefnismarkaðar í Bandaríkjunum...

 

 

ccx_final_capture.png

 

Chicago Climate Exchange hefur verið lokað. Ástæðan er algjört hrun á kolefnismarkaði. Lokaverð  var 5 cent á tonn.

 

Eiginlega er merkilegt hve lítið hefur verið fjallað um þetta í fjölmiðlum. Getur verið að ástæðan sé sú að áhugi manna á þessum málum hafi einnig hrunið? Kannski er þetta ekki neitt stórmál. Kannski var þetta bara loftbóla og slíkar bólur enda alltaf með því að springa. Við skulum því ekkert vera að eyða mikið fleiri orðum í þetta. 

Rest in Peace  Chicago Climate Exchange (RIP CCX).

 ---

 

Steve Milloy. Pajamas Media 6. nóvember 2010:

 "Global warming-inspired cap and trade has been one of the most stridently debated public policy controversies of the past 15 years. But it is dying a quiet death. In a little reported move, the Chicago Climate Exchange (CCX) announced on Oct. 21 that it will be ending carbon trading — the only purpose for which it was founded — this year.

At its founding in November 2000, it was estimated that the size of CCX’s carbon trading market could reach $500 billion. That estimate ballooned over the years to $10 trillion.....).  Meira hér.

 

Wikipedia: Chicago Climate Exchange.

 

The Telegraph 13. nóvember. Christopher Brooker:   The climate change scare is dying, but do our MPs notice?

 "...Nothing more poignantly reflects the collapse of the great global warming scare than the decision of the Chicago Carbon Exchange, the largest in the world, to stop trading in "carbon" – buying and selling the right of businesses to continue emitting CO2.

A few years back, when the climate scare was still at its height, and it seemed the world might agree the Copenhagen Treaty and the US Congress might pass a "cap and trade" bill, it was claimed that the Chicago Exchange would be at the centre of a global market worth $10 trillion a year, and that "carbon" would be among the most valuable commodities on earth, worth more per ton than most metals. Today, after the collapse of Copenhagen and the cap and trade bill, the carbon price, at five cents a ton, is as low as it can get without being worthless..."  Meira hér.

 

ccx-2.jpg
 

Takið eftir hvað stendur efst á myndinni:


"The World's First and North America's Only
Greenhouse Gas Emission Registry, Reduction, & Trading Syatem"

Í töflunni má sjá: Lokaverð $0.05 eða 5 cent á tonn.

 

Svona fór um sjóferð þá. Sjálfsagt hafa margir tapað á þessu ævintýri, en fáeinir kolefnisgreifar grætt vel...


 

Pax vobiscum

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hér í noregi var umræða um þennan kolefniskvóta sem setur var á flugfarþega.. mönnum var gefið frjálst að greiða þetta. vel gekkfyrstutvö árin en nú er svo komið að nær enginn borgar í þetta.. og að norskum sið þá fara stjórnvöld að vasast í þetta til að halda andlitinu og er nú rætt um að setja fastan kolefnisskatt á flugfarðega.. á milli 50 og 100 kr norskar pr farmiða..  Trúin á þetta allt saman er horfin.. fyrir löngu. 

Óskar Þorkelsson, 14.11.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Óskar

Þegar myndin efst á síðunni er skoðuð, eða þetta Excelskjal (er á vefsíðu CCX), þá sést að hrunið á CCX hefur í raun átt sér stað fyrir rúmu ár.

Ágúst H Bjarnason, 14.11.2010 kl. 10:09

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Kreppan hefur neikvæð áhrif á verðið. Hygg þó að helsta ástæða þessarar þróunar hafi verið yfirvofandi sigur repúblíkana í þingkosningunum. Vitað að þeir styðja lítt takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Og þar með hrapar verða á kolefniskvótum.

Ketill Sigurjónsson, 14.11.2010 kl. 10:42

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tek undir með Katli, umhverfið í BNA fyrir markað á kolefniskvóta er ekki til staðar við núrverandi pólitískan veruleika. Óvissan varðandi þessi mál á þinginu í BNA hefur svo sem staðið yfir í nokkurn tíma, sem gæti skýrt að verðið byrjaði að lækka fyrir rúmu ári.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 11:17

5 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þótt mér sé illa við kulda vona ég að næstu vetur verði að minnsta kosti jafn kaldir í Evrópu og Bandaríkjunum og sá síðasti, helst kaldari. Fyrr eða síðar hlýtur öll þessi spilaborg að hrynja. Vandinn er að í þessu sjá stjórnmálamenn tækifæri til að leggja á nýja skatta. Ekki síður sjá þeir þarna leið til að koma á einhvers konar alheimsstjórn þar sem þeir sjálfir hafi völdin. Þeir fjölmörgu „vísindamenn“sem þátt hafa tekið í ruglinu óttast líka um eigin skinn. Gróðurhúsamenn munu því ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana, og blaðrið mun halda áfram enn um sinn.

Vilhjálmur Eyþórsson, 14.11.2010 kl. 13:08

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Vilhjálmur;

Hvað sem kann að líða fullyrðingum þínum um köldustu vetur í BNA og Evrópu síðasta vetur, þá er hitastig í heiminum í hæstu hæðum, sjá nánar Enn mælist hitastig í heiminum í hæstu hæðum.

Annars tel ég ekkert ólíklegt að spilaborg aðila eins og t.d. bandaríska stjórnmálamannsins John Shimkus muni hrynja, enda er hans nálgun á fræðin ekki byggt á gögnum eða rannsóknum, heldur aðeins trúarlegri hugmyndafræði sem ekki gengur upp, en væntanlega mun hans nálgun við vísindin verða einhverjum þóknanleg enn um stund.

Sveinn Atli Gunnarsson, 14.11.2010 kl. 14:02

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Til fróðleiks...

Scientific American er með skoðanakönnun í gangi.  http://www.scientificamerican.com/blog/post.cfm?id=taking-the-temperature-climate-chan-2010-10-25

Niðurstaðan í dag er eins og sjá má hér:
http://www.surveymonkey.com/sr.aspx?sm=ONSUsVTBSpkC_2f2cTnptR6w_2fehN0orSbxLH1gIA03DqU_3d

Fjallað er um könnunina á Incestors.com  A New Concensus:

http://www.investors.com/NewsAndAnalysis/Article/553695/201011121850/A-New-Consensus.htm

Ágúst H Bjarnason, 14.11.2010 kl. 14:17

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Nógu asskoti dýrt er eldsneytið samt svo ekki sé farið skattleggja einstaka sameindir olíunnar.

Geir Ágústsson, 15.11.2010 kl. 11:24

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Á meðan lýsti íslenska vinstri stjórnin framkvæmd stefnu sinnar í sl. viku, en nr. 1 er að koma kolefniskvótanum á, til þess að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" hennar. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra bjó þessar skuldbindingar til óumbeðin, 50% hærri heldur en ESB stefnir á. Niðurstaðan er því sú, að íslensk stóriðja greiði seljendunum, Kínverjum, Rússneskum kolaverum milljarða til að fá að vinna hér í 99% endurnýjanlegri raforkunni.

Upphaf og endir kvaðanna er í íslenska umhverfisráðuneytinu fyrir hönd alþjóðlegra braskara.

Ívar Pálsson, 16.11.2010 kl. 21:43

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, Ívar og Geir:

Vísindin segja okkur með nokkuð ótvíræðum hætti að CO2 hafi áhrif á hitastig í heiminum og þar með loftslag. Losun CO2 hefur þar með óbeinan kostnað í för með sér fyrir okkur sem búum hér á plánetunni. Hagsmunir heildarinnar hljóta að vera meiri en einhverjir skammtíma hagsmunir ákveðina aðila (stóriðju eða bensínnotenda). Annars væri nú fróðlegt að vita hvað þetta er mikið í krónum og aurum og líka sem hlutfallsleg tala áður en farið er að tala um alþjóðlega braskara og að við séum að borga Kínverjum einhverja meinta milljarða...

Þess má geta að t.d. Cap n Trade nokkuð sem var notað með góðum árangri varðandi losun brennisteinsdíoxíð, til að minnka súrt regn í Bandaríkjunum, sjá Hvað er Cap and Trade?, en þar kemur m.a. eftirfarandi fram:

Þegar fólk ræðir um kolefnisverslun eins og “cap and trade”, þá er yfirleitt verið að vitna í það kerfi sem notað er í Evrópu, sem kallast Emission Trading Scheme (ETS). Það kerfi var sett á fót árið 2003, sem viðbrögð við losunarviðmiðum Kyoto bókunarinnar um minnkun losunar kolefnis. Þó undarlegt megi virðast er ETS hannað eftir mjög vel heppnuðu “cap and trade” kerfi sem byrjað var að nota í Bandaríkjunum 10 árum fyrr. Já, Bandaríkin geta talist vera leiðandi afl í heiminum þegar kemur að “cap and trade” kerfum – það er að segja, fyrir losun brennisteinsdíoxíðs – til að minnka tíðni súrs regns sem talið er hættulegt. Í tilfelli losunar kolefnis, þá eru Bandaríkjamenn eftirbátar Evrópusambandsins sem er orðið leiðandi afl í þessum efnum.

Já, þetta hefur verið notað áður með góðum árangri, það er ekki fyrr en núna að afneitunarsinnar loftslagsvísindanna telja að allt tal um einhverskonar "borgun" fyrir losun muni vera mikill baggi á hagkerfum heimsins, þrátt fyrir gögn um hið gagnstæða, sjá Hagfræði og loftslagsbreytingar.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.11.2010 kl. 22:41

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Svatli, maður hefði haldið að fólk sem horfði á gosið í Eyjafjallajökli þegar það stóð sem hæst (og spjó 500 fínmuldum og brenndum Yaris- bílum upp í loftið á hverri sekúndu) fyndi til nægilegrar auðmýktar gagnvart náttúruöflunum til þess að telja ekki að það breytti veðurfarinu hvort það hjóli í vinnuna eða fari á bílnum.

En ef fólk er svo skyni skroppið að ná þessu ekki, þá getur það alltaf skoðað tölurnar fyrir Ísland gagnvart umheiminum. Bókstaflega allt er í dúndrandi plús samanborið við aðra. Framleiðsla er rosaleg á mann, sem betur fer, enda heitir það skilvirkni og heldur okkur vel á floti. Helsta ástæða aukningar CO2 á mann er víst gufan af varmaorkuverum, en fyrir það hljótum við lof heimsins og ráðandi öfl vilja flytja þá kunnáttu víða.

En aftur að kvótabraski vinstri stjórnarinnar: Stjórnin ákveður í raun hve mikinn kvóta landið fær. Svandís ákvað smánarkvóta, sérstaklega miðað við þá tegund orkuvinnslu sem hér fer fram. Hún hefði átt að hafa kvótann margfalt hærri, enda gætu aðrir ekki samþykkt annað, því að við förum yfir öll þeirra viðmið. En fyrir vikið þá hamlar þetta vexti okkar í hvaða vistvænu vinnslu sem er. 

Loftslagskvótinn er eitt mesta svindlbrask síðari tíma. Þar stendur ekki steinn yfir steini.

Ívar Pálsson, 17.11.2010 kl. 09:57

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ívar:

Það er rökvilla að halda því fram að náttúruleg losun á koldíoxíði (sem hefur alltaf verið til staðar), sé það sem veldur því að koldíoxíð í andrúmsloftinu sé að aukast. Hitt er svo annað, að okkar losun á Íslandi (miðað við höfðatölu) er ekki lítil í samhengi við önnur lönd, hverju sem Ívar heldur fram.

Annað er svo bara pólitík, sem ég nenni ekki að þrátta um og hefur ekkert með veruleika og þess sem vísindin segja okkur um áhrif þess að leyfa óhefta losun á CO2...

En ef ekki "má" láta borga fyrir losun (þar sem að losunin veldur óbeinum kostnaði), hvað má þá gera Ívar...eða ertu í einhverri afneitun varðandi loftslagsvísindin og það sem rannsóknir þeirra segja okkur?

PS. Þess má geta að losun af völdum eldgosa í heiminum er talin vera um 1% af heildarlosun mannkyns, þannig að einhver eru áhrif okkar, þrátt fyrir innihaldslausar staðhæfingar um annað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 10:26

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Skrifað fyrir 12 árum:

..."Síðustu tvo áratugina hafa umræður um svokallaða gróðurhúsaupphitun jarðarinnar orðið æ fyrirferðarmeiri, bæði hér á landi og annars staðar. Meðal vísindamanna voru og eru skiptar skoðanir á þessu máli, bæði hvort um sé að ræða raunverulega og varanlega upphitun jarðarinnar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda (aðalega koltvísýrings), hvernig hún dreifist yfir jörðina og hvort hugsanleg upphitun væri sá hnattræni vandi sem látið er í veðri vaka..."

..."Er nú svo komið, að pólitísk nauðsyn, og oft stórfelldir efnahagslegir hagsmunir stórfyrirtækja og heilu samfélaganna, allt að því krefjast þess, að þetta sé einhver mesti umhverfisvandi heimsins. Og þegar einstaklingar, fyrirtæki eða þjóðir eiga orðið verðmæta koltvísýringskvóta verða efasemdir um upphitunarvandann barðar niður með alþekktum aðferðum skoðanakúgunar..."

"...Í öðru lagi veldur mér áhyggjum sú vaxandi tilhneiging þeirra, sem hafa efnahagslega hagsmuni af því að koma á útblásturskvótakerfi, til að gera lítið úr skoðunum efasemdarmanna og berja þannig niður akademíska hugsun og skoðanaskipti í þessu flókna og tiltölulega lítt þekkta máli".


"RANNSÓKNIR Í HERKVÍ HAGSMUNA?" Morgunblaðið 31.10.'98, Magnús Jónsson þáverandi veðurstofustjóri.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=428481

Svei mér þá, þetta gæti hæglega átt við enn þann dag í dag

--- --- ---

Eins og dæmin sanna, þá fylgir spilling svona kvótabraski:


http://www.guardian.co.uk/business/2010/jan/11/eu-carbon-trading-carousel-fraud

http://www.guardian.co.uk/environment/2009/dec/03/copenhagen-summit-carbon-trading-scam

 

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2010 kl. 11:21

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Merkilegt að þrátt fyrir að fram komi betri og betri gögn vísindamanna varðandi mögulegar afleiðingar óheftrar losunar gróðurhúsalofttegunda, þá sé umræðan enn á sama plani hjá einhverjum aðilum. Þ.e. í pólitískri herkví eiginhagsmuna þar sem ekki má skoða mögulegar lausnir, heldur er skrattinn bara málaður á vegginn með innhalds lausum fullyrðingum og tali um allskyns brask og svindl... En það er svo sem ekkert nýtt undir sólinni með það, það er nokkuð ljóst.

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 11:29

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvort sem það kemur í ljós að áhrif CO2 á hitafar séu mikil eða lítil, þá er það kristaltært að brask með kolefniskvóta er af hinu illa. Dæmin sanna að þessir kolsýrumarkaðir kynda undir svindl og brask.

Ágúst H Bjarnason, 17.11.2010 kl. 12:18

16 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mér þykir nú merkilegt hversu miklar þessar staðhæfingar eru, miðað við að ekki er mikið af gögnum sem styðja þessar fullyrðingar, (nema kannski einhver ein og ein blaðagrein tekin úr samhengi - eitthvað annað?)... En annars eru þetta lítið sem ekkert annað en innihaldslausar fullyrðingar varðandi "sannanir" um svindl, brask og hina illu kolefniskvóta. Jæja, en það verður hver að hafa það eins og hann vill...

Hitt er svo annað mál, hverjir myndu eigendur þessara "illu" kolefniskvóta vera...jú þeir sem menga mest... hverjir eru mest á móti kvótunum (eða öðrum leiðum til að draga úr losun)... jú þeir sem menga mest. Þannig að þessi rökfærsla um að einhverji muni hagnast gríðarlega á kolefnissvindli og braski er frekar veik, þar sem þeir sem "myndu græða" vilja ekki "græða", ef svo má að orði komast...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 12:34

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Svatli, engin rökvilla hjá mér: Þegar tölur Íslands eru skoðaðar, þá er auknig framtíðarlosunar CO2 til 2020 helst með jarðgufu. Það er nú allur glæpurinn. Svo reyndi ég að útskýra þessa frægu losun á höfðatölu: við erum sárafá en með öfluga endurnýjanlega orkustarfsemi. Miðað við alla aðra þá losum við mikið og það er vel, því að það endurspeglar þá staðreynd að við erum með skilvirka, samkeppnishæfa starfsemi. Fjölmenn ríki gætu aldrei náð okkur (á mann), hve rosaleg sem þau yrðu í kolabrennslu sinni.

Skoðaðu aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum vel, þá sérðu hve rangt er að djöflast á stóriðjunni hér í þessu, t.d. áliðnaði. Það er margstaðfest af ríkinu hér að rými til þess að minnka losun vegna áliðnaðarins hér beint á skilvirkan hátt er nær ekkert! Samt skellir ráðherrann kvótakerfi á, sem ætlað er skussum úti í heimi.

Það er nákvæmlega engin ástæða til þess að við borgum öðrum þjóðum fyrir það að við erum fyrirmynd annarra í losunarmálum. Fyrir utan það að hvert almennilegt eldgos hér losar milljónir tonna, sama hvað meðaltöl heimsins eins og hann var, segja. Næst er kannski Kötlugos upp á milljón tonn af efni á sekúndu og nokkur milljón tonn af CO2 á nokkrum vikum.

En hvort það varir degi eða dögum lengur eða ekki er allur sparnaðurinn sem sjálfsköpuð áþján vegna loftslagsmálanna ætti að skila. Þær íslensku tölur væru kannski -0,0001°C minnkun á hitun á heimsvísu, sem væri bara smá töf hvort eð væri, því að blessaður heimsvarminn er kominn til bjargar Íslandi í þetta skiptið eins og við landnámið.

Ívar Pálsson, 17.11.2010 kl. 15:18

18 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ívar:

Ég benti á að við getum ekki tekið losun CO2 af náttúrulegum völdum inn í dæmið og benti á það sem þína rökvillu (af því ða núverandi aukning CO2 í andrúmsloftinu er af mannavöldum)...ég var ekki að tala um rökvillu varðandi aukningu framtíðarlosunar á Íslandi (ætti hún ekki að minnka annars..?) eins og þú ert að fjalla um í svari þínu.

Þær lausnir sem verið er að skoða til að minnka losun (vegna þess að vísindin eru nokkuð ótvíræð varðandi orsök og afleiðingar þess) eru til þess fallnar að reyna að draga úr losun og það er ekki réttlætanlegt, að mínu mati, að við hér á Íslandi með alla þá hreinu náttúru og mikið af náttúrulegum auðlindum aukum losun þvert á aðra (við losum einnig mikið fyrirfram miðað við höfðatölu). Ef þér finnst lausnin, varðandi það að þeir sem losa CO2 borgi þann kostnað (external costs) sem af því hlýst, sé röng nálgun, þá væri ráð að benda á aðrar leiðir, annað er bara pólitískt kvabb, sem skilar engu...

Sveinn Atli Gunnarsson, 17.11.2010 kl. 16:12

19 identicon

Það samt varasamt að taka þessa lokun CCX, sem endanlega uppgjöf á hugmyndum í þessa átt, í ESB lifir þetta góðu lífi, og seinast í gær sá ég frétt  danska verkfræðingnum, um að  Danskla ríkinu hefði áskotnast extra hálfur danskur nilljarður í kassann vegna einhverra tilfæringa kvótum af þessu tagi.Og  ESB hefur í hyggju að blás lífi í verslun af þessu tagi með ýmsu móti . t.g. er gert ráð fyrir að flugfélög sem ekki vilja taka þátt í kvótabraski fái á sig lendingarbann ekki seinna en 2012, sjá hér

http://www.handelsblatt.com/politik/international/streit-um-emissionshandel-eu-droht-internationalen-fluglinien-mit-landeverbot;2659833;0

Svo ég taki mér smáskáldaleyfi  og hnupli ( að hluta )  frá borgmeistraranum í gNarrenbürg , kannski  "veit druguriin  ekki að hann er dauður", og getur því alltaf risið upp á lappirnar aftur.

Bjössi (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762142

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband