Norrænir menn á Grænlandi ræktuðu bygg og brugguðu öl fyrir árþúsundi...

 

 

graenland-korn.jpg

 

Í danska vefritinu Videnskab.dk var 26. janúar áhugaverð grein sem nefnist Vikingerne dyrkede korn på Grønland.

Rannsóknir danskra vísindamanna frá danska þjóðminjasafninu hafa sýnt fram á að norrænir menn, sem settust að á Grænlandi árið 985 með Eirík rauða Þorvaldsson í fararbroddi, stunduðu kornrækt.  Hafa fundist leifar af byggi við Brattahlíð á Suður-Grænlandi.

Rannsókninni stjórnaði Peter Steen Henriksen sérfræðingur á Þjóðminjasafninu, eða Nationalmuseet.

"Nu viser det sig altså, at de tidlige nordboere har kunnet dyrke korn, hvilket har haft stor betydning for deres ernæring og overlevelse", er haft eftir  Peter Steen Henriksen.

Loftslag hefur greinilega verið mjög milt í Grænlandi á þessum árum, það milt að hægt hefur verið að stunda kornrækt, að minnsta kosti nægilega mikið til að brugga öl, baka brauð og elda graut.  Hver veit nema Grænland hafi þá staðið undir nafni og verið grænt og búsældarlegt á sumum svæðum á sama tíma og land okkar var viði vaxið milli fjalls og fjöru. Á fjórtándu öld fór að kólna og byggð norrænna manna lagðist af. Það var ekki fyrr en á síðustu öld sem aftur fór að hlýna. Ekki fara þó fréttir af kornrækt nú í Grænlandi, en getur verið að fyrir árþúsundi hafi veðurfar verið mildara en í dag?

Það er ástæðulaust að endurtaka greinina í Videnskab.dk, því öll erum við vel læs á Dönsku. Lesið því greinina með því að smella á nafn hennar:  Vikingerne dyrkede korn på Grønland. Greinin er einstaklega áhugaverð..

 

 

graenland-byggkorn.jpg

 Byggaxið brunna sem fannst er ekki stórt,

en hver reitur er millimetri á kant.

 

 

 

Eiríkur rauði
 
Eiríkur hinn rauði
stendur skrifað á myndinni.
Varla hefur hann þó litið svona út...
Myndin er eftir Arngrím Jónsson lærða og birtist í Grönlandia 1688.

 

 

 

Úr Hávamálum

 Ótæpileg öldrykkja

 

12.

Er-a svá gótt

sem gótt kveða

öl alda sona,

því at færa veit,

er fleira drekkr

síns til geðs gumi.

 

13.

Óminnishegri heitir

sá er yfir ölðrum þrumir,

hann stelr geði guma;

þess fugls fjöðrum

ek fjötraðr vark

í garði Gunnlaðar.

 

14.

Ölr ek varð,

varð ofrölvi

at ins fróða Fjalars;

því er ölðr bazt,

at aftr of heimtir

hverr sitt geð gumi.


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Í mínum huga er ekki minnsti vafi á því að bæði á Grænlandi og Íslandi hefur verið mildara veðurfar árin 1000 - 1100 heldur en verið hefur hér síðustu 100 ár eða svo. Þessi fundur byggs á Grænlandi er bara eitt af mörgu sem styður það.

Magnús Óskar Ingvarsson, 29.1.2012 kl. 18:42

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það skrýtna er að einhverjum skuli þykja merkilegt þegar enn einu sinni er sannað að veður var áður miklu hlýrra en nú. Þetta hefur verið vitað í raun öldum saman og var endanlega fullsannað af þeim Blytt og Sernander um aldamótin 1900, en síðan hafa ískjarnarannsóknir o.fl. enn staðfest niðurstöður þeirra. Ég hef vitað þetta frá barnæsku, en einmitt þess vegna finnst mér öll þessi „umræða“ svo undarleg. Áhangendur gróðurhúsakenninganna, „vísinda“- menn sem skreyta margir nöfn sín fjölmörgum akademískum titlum og bókstöfum, vita greinilega ekki þennan sjálfsagða hlut, nefnilega að sú smávægilega hlýnun sem gætt hefur undanfarna öld, er aðeins „endurhlýnun“ og fjarri því að ná því loftslagi, sem var fyrir aðeins örfáum árþúsundum (ekki ármilljónum). Veður á jörðinni hefur nefnilega verið að kólna og þorna jafnt og þétt, þrátt fyrir sveiflur í ca. sjö þúsund ár. Þetta er staðreynd, ekki einhver fullyrðing út í loftið. Önnur staðreynd: Jafnvel þótt allra „svörtustu“ spádómar gróðurhúsamanna rættust og hiti mundi hækka um þrjú- fjögur stig mundi það varla duga til að ná því loftslagi sem ríkti þegar pýramídar Forn- Egypta voru reistir , en þá var Sahara enn að miklu leyti gróin. Endurhlýnun þýðir nefnilega aukna úrkomu og uppgræðslu eyðimarka, auk þess að gífurleg landflæmi á norðurslóðum verða vel byggileg. Meðalsjávarmál var lítið sem ekkert hærra en nú þegar loftslag var þetta miklu hærra, sé tekið tillit til landriss og landsigs, sem síðan hefur orðið. Í stuttu máli: Gróðurhúsaáhrif, ef einhver eru, væru góð!

Vilhjálmur Eyþórsson, 29.1.2012 kl. 21:19

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það geta vel hafa komið hlýrri tímabil um tíma á Grænlandi áður fyrr og að það hafi jafnvel verið hlýrra en í dag, en það er þó ekki talið hafa verið tengt hnattrænni hlýnun í þau skipti.

Mér þykir þó að "efasemdamenn" séu farnir að grípa til hálmstráa í þessu tilfelli...það er svo sem alveg eins líklegt að eitthvað bygg hafi verið ræktað staðbundið á Grænlandi við landnám þess...en maður þarf væntanlega að spyrja sig nokkura spurninga áður en maður afneitar loftslagsvísindunum sem slíkum (eins og Vilhjálmur virðist ætla að gera út frá þessari rannsókn - reyndar hefur það komið fram hjá honum áður) - Það er t.d. vert að vita við hvaða hitastig hægt er að rækta bygg - þó ekki væri nema í litlu magni staðbundið? Svo væri gott að vita hvort það væri hægt við núverandi hitastig á Grænlandi? Svo er náttúrulega spurningin hvort að gróðurhúsaáhrifin séu ekki alveg jafn áhrifa mikil, hvort sem bygg hefur verið ræktað í einhverju magni á Grænlandi á miðöldum? Grænlandsjökull hefur verið til staðar í að minnsta kosti 400.000 ár og mun væntanlega eftir að standa af sér þó nokkra hlýnun, þó að hann sé sannanlega að minnka við núverandi hlýnun...sem hefur aðrar skýringar en miðaldahlýnunin.

Sveinn Atli Gunnarsson, 29.1.2012 kl. 22:21

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Aðalatriði greinarinnar í Videnskab.dk er auðvitað að hinir norrænu menn skuli hafa ræktað korn, en til þess þarf veðurfar auðvitað að hafa verið milt.  Um það hvernig landið tók á móti landnámsmönnum er fjallað í greininni og stendur þar:

Den lille istid gjorde korndyrkning umulig

Fundet af de to små kornaks dokumenterer altså, at de tidlige nordboere dyrkede korn, og det passer som fod i hose med forskernes forestilling om, at nordboerne forsøgte at fortsætte deres levevis fra deres oprindelige hjemstavn.

De vikingerne ankom til Grønland, fandt de landet helt tomt for mennesker og måtte dermed selv finde sig til rette, og her var det oplagt at forsøge at fortsætte den levevis, som de var vant til.

Klimaet var lidt varmere end i dag. Grønlands sydspids var frodig og grøn og har uden tvivl virket indbydende på Erik den Røde og hans folk. Det har opmuntret dem til at forsøge sig med at dyrke noget af det såsæd, som de har medbragt fra Island.

De fundne kornaks fortæller, at de tidlige nordboere har forsøgt at opretholde den fulde landbrugspakke hjemmefra, uagtet at Grønland, selv da de ankom, ikke var det mest velegnede sted.

Der gik dog ikke ret lang tid, før ethvert forsøg på korndyrkning er mislykkedes. I løbet af de første århundreder efter deres ankomst blev klimaet koldere og koldere indtil den lille istid satte ind i 1300-tallet.

»Nordboerne har ikke kunnet dyrke i de sidste århundreder af den tid, de var på Grønland, fordi klimaet var for dårligt. Korn skulle nemlig have en rum tid til at vokse i, og bliver vækstsæsonen for kort, får man ikke høstet ny sæd til næste sæson. På et eller andet tidspunkt har vikingerne derfor ikke kunnet opretholde såsæd til ager, som de har kunnet spise og dyrke øl af, og det har gjort det sværere for dem at overleve,« siger Peter Steen Henriksen.

Ágúst H Bjarnason, 30.1.2012 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 762098

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband