Höskuldur Búi og Sveinn Atli heiðra bloggara...

 

paskablogg-600.jpg
 
 

 

Skömmu fyrir páska hófst páskahret sem varð þess valdandi að illmögulegt var að sinna vorverkum í garðinum og sveitinni.  Mjallhvítur snjór var yfir öllu. Bloggarinn stóðst ekki málið og birti tvær myndir úr vefmyndavélum frá svæði þar sem hann hefur skammt frá verið að dunda sér við trjáplöntun í rúman áratug, og þar áður fyrir hálfri öld. Í miklu ógáti hafði hann kallað pistilinn "Páskahret á tímum hnatthlýnunar..." en mundi ekki eftir að orðið hnatthlýnun má ekki hafa í flimtingum og ekki leggja það við hégóma, því það er eins og að brjóta annað boðorðið í hópi trúaðra.  Í hinum svokölluðu loftslagsmálum eru nefnilega margir trúaðir og bloggarinn er alinn upp við að ætíð skal hafa aðgát í nærveru sálar.  Þetta voru því slæm mistök hjá bloggaranum og eiginlega ófyrirgefanlegt átti eftir að koma í ljós.

Það var ekki að sökum að spyrja.  Ekki leið langur tími þar til umræður um hvað ég hefði verið að hugsa með því að nota þetta hræðilega orð í fyrirsögn pistilsins. Eiginlega varð ég hvumsa, því ég hafði einfaldlega ekki hugsað út í það. Þegar ég fór að hugsa málið sá ég þó, að ef til vil var ég með í huga hnatthlýnun af völdum náttúrunnar og breytti því aðeins fyrirsögninni. Það er nefnilega þannig, að fyrir árþúsundi nutu fornmenn álíka hlýnunar og nútímamenn gera í dag, og var náttúran þar ótvírætt að verki. Hver veit nema náttúran eigi einhvern þátt í þeirri hlýnun sem á sér stað í dag. Hver veit?  En var ég að hugsa þannig þegar fyrirsögnin varð til? Nei líklega ekki. Það sést á efni pistilsins að umræðuefnið er eiginlega ekkert. Bara um myndir sem eru ekki. Blogg um ekkert sem kannski var skrifað vegna þess að bloggarinn var pínulítið spældur að geta ekki notað páskaleyfið til að sinna hugðarefnum sínum.

Svo því sé haldið til haga, þá gerði ég þá breytingu á textanum nokkru eftir að hann fór í loftið að setningunni "Er ekki tilveran dásamleg..." var breytt í  "Svona er ísland í dag...".  Kannski skiptir það máli?  

Þar sem mér leiðist svona þras um loftslagsmál ógurlega lokaði ég snarlega fyrir athugasemdirnar þegar þær stefndu í algjört óefni.  Síðan ákvað ég einfaldlega að slökkva á þessum ómerkilega pistli sem fjallaði ekki um annað um myndir sem ekki sáust í tveim vefmyndavélum.  Átti ekki von á öðru en það væri eins og hver önnur tiltekt á skrifborðinu.  Ég gekk þó ekki jafn langt og okkar besti og þekktasti veðurfræðingur sem hætti alveg bloggskrifum vegna óþolandi hegðunar í athugasemdum. Áður hafði hann í þrígang á þessu ári eytt pistlum sínum þegar honum blöskraði áreitið í athugasemdunum.

En, ég áttaði mig ekki á einu: Ég hafði gerst sekur um að leggja orðið hnatthlýnun við hégóma. Það fyrirgefst ekki í hópi trúaðra.

Pistill birtist um þetta, sem ég taldi ómerkilegt háð um vefmyndavélar og páskahret, á Facebook, en þar er síða sem nefnist  Loftslagsbreytingar - umræður og fréttir.  Slóðin er https://www.facebook.com/groups/625134417539515. Um síðuna sjá Höskuldur Búi Jónsson og Sveinn Atli Gunnarsson. Á þessa síðu skrifaði í gær Höskuldur Búi inngang:

Til fróðleiks er hér færsla sem sýnir hugsunargang þeirra sem þekkja ekki muninn á stað- og tímabundnum sveiflum í veðri og loftslagsbreytinum. Þetta er afrit, því eftir smá "umræðu" þar sem menn voru kallaðir alarmistar ef þeir spurðu krítískra spurninga þá lokaði viðkomandi á athugasemdir og er nú búinn að taka færsluna niður". 

(Reyndar var það ekki bloggarinn sem notaði orðið alarmisti í athugasemdunum, en það var meðal annars vegna þessa "tóns" sem hann lokaði fyrir athugasemdirnar og fjarlægði síðan síðuna. Því miður fer umræða um loftslagsmál nánast undantekningarlaust yfir í innantómt þras sem skilar engu).

Sveinn Atli skrifar: "Svona "stríðni" má að mínu mati svara - reyndar segir sagan okkur að þessi stríðni sé í takt við skoðanir "efasemdamannsins" Ágústar. En ef viðkomandi þolir ekki spurningar og athugasemdir við færslur sínar (sem virðast stundum vera vanhugsaður húmor) þá er náttúrulega spurning hvort að viðkomandi eigi einhverja inneign í umræðunni?"

Höskuldur Búi skrifar aftur: XXX Svona í samhengi við annað sem komið hefur af þessari síðu, þá segir þetta ýmislegt um hugsanarganginn hjá honum (tugir færsla um það hversu mikið sé að kólna segja allt sem segja þarf).
XXX: þegar gráglettni hans er á þá leið að hann gefur í skyn að eitthvað ósköp venjulegt veður afsanni loftslagsbreytingar þá er rétt að koma með alvarlegar athugasemdir við það - að mínu mati
(XXX er bloggarans og kemur í stað nafna sem eru óviðkomandi þessu máli).

Sveinn Atli skrifar aftur: Gráglettni örlaganna á eftir að sýna okkur svart á hvítu hversu "efasemdir" og afneitun loftslagsvísinda er hættuleg. Hver skýrslan og rannsóknin á eftir annari sýna að vandamálið er raunverulegt og sennilega alvarlegra en flestir gera sér grein fyrir. Alvarlegar athugasemdir við íslenskar "efasemdir" - hvort sem það er í þúsundasta skiptið sem viðkomandi segir að hafísinn sé að jafna sig eða að nú sé byrjað að kólna og annað í þeim dúr, svo og eitthvað djók sem er til þess eins ætlað að gera lítið úr hnatthlýnun er svaravert!

Nokkur dæmi:
Ágúst hefur margsinnis skrifað um hvernig hafisinn sé að jafna sig
Ágúst hefur margsinnis skrifað um að nú sé kólnun hafin eða í nánd
Ágúst hefur margsinnis vísað í þekktar afneitunarsíður í Vesturheimi, þar sem haldið er fram marg hröktum fullyrðingum og öðru þvi um fræðin sem ekki stenst skoðun
Ágúst hefur margsinnis gefið öðrum "efasemda" sinnuðum leyfi til þess á síðu sinni að kalla þá sem aðhyllast það sem loftslagsvísindinn segja okkur alarmista, vistkvíðasjúklinga og þess háttar (þó ekki stundi hann það sjálfur - Gunnar Th. er t.d. gott dæmi um slíkan málflutning í gegnum mörg ár)
Ágúst hefur sögu loftslagsafneitunar sem á sér engan líkan á Íslandi og það er oft vísað í síðu hans varðandi þau mál af hans skoðanabræðrum

Ég ber því miður ekki virðingu eða samúð fyrir svona umræðumenningu eins og hann stundar og leyfi mér því að gera alvarlegar athugasemdir við hans nálgun - því ekki má heldur gleyma að öllu "gamni" fylgir alvara - en alvarlegar athugasemdir má einnig setja fram með glettni í huga - eins og ég gerði t.d. sjálfur við þessa færslu hans

Mér þykir líklegast að Ágúst hafi eytt færslunni vegna þess að hann sá fram á að djókið var misheppnað hjá honum og hann vill ekki koma illa út úr svona umræðu...en það er náttúrulega bara mín tilgáta. Einnig er kannski líka erfitt fyrir hann að leyfa innantómum fullyrðingum og uppnefnum sem Gunnar Th. skrifaði þarna í anda "efasemdamanna" að standa...Ágúst má nefnilega eiga það að hann notar ekki sjálfur þess háttar orðalag (kannski ákveðin herramaður þegar að því kemur - og ég get alveg virt það við hann.

Sjálfsagt eiga þessar merkilegu og vitrænu umræður eftir að halda áfram á Facebook og er lesendum bent á að þar er hægt að fylgjast með framvindu mála. 

---

Nú, af þessu tilefni opnaði bloggarinn einfaldlega síðuna aftur í morgun og er hún hér fyrir neðan í allri sinni dýrð. Það má sjá hve efnið er einstaklega ómerkilegt og er innihaldið eiginlega um ekkert, því ekkert sást á vefmyndavélunum fyrir snjó. Ja hérna. Það er vandlifað í þessum heimi. Undecided    Sjálfsagt hefur máltækið gamla Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ekki verið betur staðfest í verki.

Bloggarinn skrifaði þó skömmu áður en hann ákvað að loka síðunni smá hugleiðingar neðst.  Þar kom fram að ef til vil væri farsælast að loka alveg fyrir möguleika á að menn misnoti athugasemdakerfið.  Trausti Jónsson ákvað að hætta bloggskrifum um óákveðinn tíma vegna  áreitis í athugasemdunum, og vissulega hefur sú hugsun einnig flögrað að mér.  Til að byrja með mun ég þó láta nægja að hafa athugasemdakerfið lokað ef ég tel ástæðu til.  Ýmsum mun örugglega mislíka það, en það verður bara svo að vera. 



En, eftir þennan langa formála um ómerkilegt mál er mynd frá Facebook síðunni  Loftslagsbreytingar - umræður og fréttir sem ég smelli af nú árla morguns.

Góða skemmtun Wink

 

Fyrir alla muni lesið pistilinn sem valdið hefur þessu írafári. Hann hlýtur að vera merkilegur:

Páskahret á tímum náttúrulegrar hnatthlýnunar - Gullfoss og Geysir...

 

Ég þakka Höskuldi Búa og Sveini Atla fyrir vinsemdina og hlý orð í minn garð...

 

 

 

 

hoskibui-1.jpg

 

 

hoskibui-2.jpg

 

 

hoskibui-3.jpg

 

Athugasemdakerfið er skiljanlega lokað að þessu sinni, en um ástæðu þess má lesa hér að ofan.

 

 

 

 

 

group-think-hjardhugsun_600w-c

 

 

Í þekktu ævintýri varð  ein fjöður að fimm hænum. Sagan er kannski að endurtaka sig - eitt orð í fyrirsögn varð að miklu fjaðrafoki sem ekki sér fyrir endann á...

 Det er ganske vist!
Eventyr af Hans Christian Andersen 1852
 

Det er en frygtelig historie!” sagde en høne, og det omme i den kant af byen, hvor historien ikke var passeret. “Det er en frygtelig historie i hønsehuset! jeg tør ikke sove alene i nat! det er godt at vi er mange sammen på hjalet!” – Og så fortalte hun, så at fjerene rejste sig på de andre høns og hanen lod kammen falde. Det er ganske vist!

Men vi vil begynde med begyndelsen, og den var i den anden kant af byen i et hønsehus. Solen gik ned og hønsene fløj op; en af dem, hun var hvidfjeret og lavbenet, lagde sine reglementerede æg og var, som høne, respektabel i alle måder; idet hun kom til hjals, pillede hun sig med næbbet, og så faldt der en lille fjer af hende.

“Der gik den!” sagde hun, “jo mere jeg piller mig, des dejligere bliver jeg nok!” Og det var nu sagt i munterhed, for hun var det muntre sind mellem de høns, i øvrigt, som sagt, meget respektabel; og så sov hun.

Mørkt var det rundt om, høne sad ved høne og den, som sad hende nærmest, sov ikke; hun hørte og hun ikke hørte, som man jo skal i denne verden, for at leve i sin gode rolighed; men sin anden naboerske måtte hun dog sige det: “Hørte du hvad her blev sagt? Jeg nævner ingen, men der er en høne, som vil plukke sig, for at se godt ud! var jeg hane, ville jeg foragte hende!”

Og lige oven over hønsene sad uglen med uglemand og uglebørn; de har skarpe ører i den familie, de hørte hvert ord, som nabohønen sagde, og de rullede med øjnene og uglemor viftede sig med vingerne: “Hør bare ikke efter! men I hørte sagtens hvad der blev sagt? Jeg hørte det med mine egne ører, og man skal høre meget før de falder af! Der er en af hønsene, som i den grad har glemt, hvad der skikker sig en høne, at hun sidder og piller alle fjerene af sig og lader hanen se på det!”

“Prenez garde aux enfants!” sagde uglefader, “det er ikke noget for børnene!”

“Jeg vil dog fortælle genbougle det! det er sådan en agtværdig ugle i omgang!” og så fløj mutter.

“Hu-hu! uhuh!” tudede de begge to og det lige ned i genboens dueslag til duerne. “Har I hørt det! har I hørt det! uhuh! der er en høne, som har plukket alle fjerene af sig for hanens skyld! hun fryser ihjel, om hun ikke er det, uhuh!”

“Hvor? hvor?” kurrede duerne!

“I genboens gård! jeg har så godt som selv set det! det er næsten en upassende historie at fortælle! men det er ganske vist!”

“Tror, tror hvert evige ord!” sagde duerne, og kurrede ned til deres hønsegård: “Der er en høne, ja der er somme der siger, at der er to, som har plukket alle fjerene af sig, for ikke at se ud som de andre og således vække hanens opmærksomhed. Det er et voveligt spil, man kan forkøle sig og dø af feber, og de er døde begge to!”

“Vågn op! vågn op!” galede hanen og fløj op på plankeværket, søvnen sad ham endnu i øjnene, men han galede alligevel: “Der er tre høns døde af ulykkelig kærlighed til en hane! de havde plukket alle fjerene af sig! det er en fæl historie, jeg vil ikke beholde den, lad gå videre!”

“Lad gå videre!” peb flagermusene, og hønsene klukkede og hanerne galede: “Lad gå videre! lad gå videre!” og så fór historien fra hønsehus til hønsehus og til sidst tilbage til stedet, hvorfra den egentlig var gået ud.

“Der er fem høns,” hed det, “som alle har plukket fjerene af sig, for at vise, hvem af dem der var blevet magrest af kærestesorg til hanen, og så hakkede de hinanden til blods og faldt døde ned, til skam og skændsel for deres familie og til stort tab for ejeren!”

Og hønen, som havde mistet den løse lille fjer, kendte naturligvis ikke sin egen historie igen, og da hun var en respektabel høne, så sagde hun: Jeg foragter de høns! men der er flere af den slags! Sligt skal man ikke fortie, og jeg vil gøre mit til, at den historie kan komme i avisen, så går den landet over; det har de høns fortjent og familien med!“

Og det kom i avisen og det blev trykt og det er ganske vist: En lille fjer kan nok blive til fem høns!

SLUT
 
ganske-vist_small.jpg
 
 
 

 


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 761783

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband