Vetrarsólstöður og hafísinn í dag...

 

 

Sól tér sortna...

 

 

Nú er snjór yfir öllu landinu og óvenjumikill hér á suðvesturhorninu. Skammdegið í hámarki. Sólin er lægst á lofti í dag, en á morgun fer daginn að lengja aftur. Það verður þó varla meira en eitt lítið hænuskref fyrsta daginn, eða aðeins níu sekúndur. Um lengd þessa merkilega hænuskrefs hefur verið fjallað áður, sjá hér.

Þegar allt er meira og minna á kafi í snjó leitar hugurinn ósjálfrátt til landsins forna fjanda. Hvernig skyldi honum líða? Við höfum ekki orðið hans vör í áratugi, sem betur fer. Sumir hafa spáð því að hann væri alveg að hverfa af norðurhveli, en er eitthvað fararsnið á honum? En hafísinn á suðurhveli, hvernig líður honum?  Skoðum málið...

 

Hafísinn á Norðurhveli samkvæmt Dönsku veðurstofunni DMI:

Þessi mynd er tekin 21. desember á vetrarsólhvörfum:

screenhunter_5409-dec-21-06-23

Á þessu ferlaknippi sem minnir aðeins á spaghettí má sjá útbreiðslu hafíss síðustu 10 árin. Eins og sjá má þá er hann ekkert á þeim buxunum að hverfa alveg, en í augnablikinu er hann jafnvel ívið meiri en öll árin undanfarinn áratug.  "The reports of my death have been greatly exaggerated" sagði Mark Twain eitt sinn þegar ótímabærar fréttir höfðu borist af láti hans.  (Heimild: hér, hér).

 

Þessi mynd er aftur á móti breytileg og uppfærist sjálfvirkt:

Hafísinn á norðurhveli...

Á þessum ferli sem uppfærist daglega, en myndin er beintengd við Dönsku Veðurstofuna DMI, má sjá þróunina eftir vetrarsólhvörf 2014.

 

Við gleymum því oft að einnig er hafís á Suðurhveli jarðar:

antarctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Á myndinni má sjá hafísinn á Suðurhveli alla daga ársins frá árinu 1978 er samfelldar mælingar með hjálp gervihnatta hófust. Rauði ferillinn er árið 2014.  Óneitanlega er hafísinn ekki neitt að hverfa á þeim slóðum. Reyndar er hann í allra mesta lagi um þessar mundir miðað við árin frá 1978. (Gögn: r og r og hér).

 

Svo má skoða hafísinn samanlagt á Norður- og Suðurhveli:

global_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

 

Samanlagður hafís á Norður- og Suðurhveli jarðar alla daga ársins síðan 1978. Rauði ferillinn sýnir ástandið 2014. (Gögn: r og r og hér).

 

Meira spaghettí, nú aftur af Norðurhveli eins og efsti ferillinn frá DMI, en fleiri ár:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Hér sjáum við aftur hafísinn á norðurhveli í ár miðað við öll árin frá 1978.  Vissulega hefur hann verið meiri áður og ekki sjáum við hafísárin svokölluðu um 1970, og ekki sjáum við hafísinn eins og hann var þegar hann var nefndur landsins forni fjandi. (Gögn: r og r og hér).

 

Landsins forni fjandi árið 1695:

"1695.    Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík.

Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 

Niðurstaðan?

Niðurstaðan er svosem engin. Hafísinn er á sínum stað, bæði fyrir norðan og fyrir sunnan. Hann er ekki að hverfa og hann er heldur ekki að angra okkur.  Það er fátt sem bendir til þess að siglingaleiðir í Norður Íshafi séu að opnast.  

 

Meira um hafísinn hér á vef Ole Humlum prófessors: http://climate4you.com/SeaIce.htm

 

Nú fer daginn að lengja...

Gleymum því ekki að nú fer daginn að lengja. Skammdegið minnkar óðum og áður en við vitum af fara fuglar að gera sér hreiður. Leyfum okkur að hlakka til vorsins og sumarsins og njótum þess að eiga loksins almennileg hvít jól.

 

 anchristmastree_390336

Gleðileg Jól

 

 

Myndina sem er efst á síðunni tók bloggarinn efst í uppsveitunum dag einn í haust 

þegar mikla móðu frá gosstöðvunum lagði yfir sveitina og birtan var dálítið dularfull.

Í hugann kom hið fornkveðna úr Völuspá:

Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
við aldrnara,
leikr hár hiti
við himin sjálfan.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 762098

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband