Dr. Nils Axel Mörner segir í nýju viðtali að sjávarborð sé ekki að hækka

 

Moerner-3A 

Í nóvember 2004 hélt  Dr. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi erindi í Háskóla Íslands sem nefndist Heimskautin,  hafið og framtíðin.  Erindið var á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga. Myndin er frá þeim fundi.

Erindið var þannig kynnt á vef Háskólans:

Heimskautin,  hafið og framtíðin. Nils-Axel Mörner prófessor við Háskólann í Stokkhólmi. Mánudaginn 8. nóvember, kl. 12.00 - Í Lögbergi (stofu 103).

Hefðbundinn skilningur manna á hlýnun andrúmsloftsins gerir ráð fyrir að hún  muni leiða til bráðnunar á ísbreiðum heimskautanna og hækkandi stöðu sjávar.  Hverjar eru vísbendingarnar sem styðja þetta mat? Er hugsanlegt að almenningur  sé afvegaleiddur um þessi mál? Nils-Axel Mörner prófessor við Stokkhólmsháskóla  og víðkunnur sérfræðingur í jarðfræði kvartertímabilsins og landmótunarfræði mun  fjalla um þessi álitaefni á fundi á vegum Félags íslenskra veðurfræðinga mánudaginn  8. nóvember 2004. Mörner var formaður nefndar um breytingar á sjávarhæð og þróun  strandsvæða, sem starfar á vegum International Association of Quaternary Research,  á árunum 1999-2003. Hann mun gagnrýna líkön sem spá fyrir um hækkun sjávar og nota  til þess rannsóknargögn víða að úr heiminum.

Fyrir fáeinum dögum birtist mjög opinskátt viðtal við Mörner.

Viðtalið nefnist Claim That Sea Level Is Rising Is a Total Fraud, og birtist 22. júní í EIR Economics.

Viðtalið er hér sem Acrobat skjal eins og það birtist í tímaritinu Executive Intelligence Review, en hér hefur það verið sett á vefsíðu.

Vonandi fer enginn úr límingunum við lesturinn, en margir munu verða öldungis hlessa. Ég hef enga sérstaka skoðun á málinu, en þykir rétt að koma þessu á framfæri. Ég hef ekki nokkurt vit á haffræði og aldrei fyrr heyrt um EIR.  Ég hlustaði aftur á móti á fyrirlestur Nils Axels 2004.

Um hverja er Nils-Axel Mörner svona harðorður?:
That is terrible! As a matter of fact, it is a falsification of the data set. Why? Because they know the answer. And there you come to the point: They “know” the answer; the rest of us, we are searching for the answer. Because we are field geologists; they are computer scientists. So all this talk that sea level is rising, this stems from the computer modeling, not from observations. The observations don't find it!

 

Sjá meira eftir Nils-Axel Mörner hér á vef breska þingsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nils-Axel Mörner er eðlilega harðorður um IPCC og þær blekkingar sem þessi ókind beitir. Í nýrri ritgerð (13.06.2007), sem ber nafnið Havet stiger ikke, segir hann meðal annars eftirfarandi:

Ingenting stemte med virkeligheten.

Jeg ble ganske sjokkert, da jeg i 2000, som ekspertkommentator leste deres (IPCC) kapittel om vann. Nesten ingenting stemte nemlig med virkeligheten. Det meste av det som sto der syntes å stamme fra datamodeller og egne antagelser. Kapittelet var skrevet av 22 forskere, hvorav ikke en eneste kunne regnes som ekspert på feltet havnivå. Dette var høyst bemerkelsesverdig.

Agentar hlýnunar bregðast við Mörner með því að halda fram, að meðaltölin séu að hækka og einstakir mælistaðir sem sýna lækkun, hafi ekkert gildi. Þetta er mikil kokhreysti, því að það eru einmitt eyjarnar í Kyrrahafinu, sem agentarnir hafa haldið fram í áróðursmyndum, að væru að fara á kaf. Það er við þessar eyjar, Maldives, Tuvalu og Vanuatu, sem Mörner telur sig merkja stöðugt sjávarborð.

Ég tek fram, að ég hef enga sérstaka skoðun á hækkun sjávarborðs, en það mega allir vita, að ég hef illan bifur á IPCC.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.6.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta frændi, þessi kall er ekkert blávatn.

Athyglisvert er það sem kemur fram hjá honum ,hvernig sumir vísindamenn láta hafa sig í að tala þvert gegn sannfæringu vegna rannsóknastyrkjanna sem þeir fá frá þeim sem hafa hag af ákveðnum  niðurstöðum. Breyta tölvufaktorum afturábak  í þeim tilgangi.  Svo eru menn hneykslaðir á vændi ?

Hann segir að mér skilst líka blákalt. Við munum fá kólnun innan 40 ára. Með hverju rökstyður hann það ?

Vann ekki vinur okkar  doktor Balli,  við það á vegum Brown Bowery og opinberra styrkja,  að dæla CO2 oní hafið ? Skyldi hann vera jafnsannfærður gróðurhúsakall núna  kominn á eftirlaun ?

Halldór Jónsson, 27.6.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst ekki nógu greinilegt Ragnar, það sem Mörner segir um snúningshraða Jarðar:

There’s another way of checking it, because if the radius of the Earth increases, because sea level is rising, then immediately the Earth’s rate of rotation would slow down. That is a physical law, right? You have it in figure-skating: when they rotate very fast, the arms are close to the body; and then when they increase the radius, by putting out their arms, they stop by themselves. So you can look at the rotation and the same comes up.

Ef sjávarborð hækkar vegna þenslu sjávar, minnkar rúmþyngd hans samtímis, en massinn er sá sami. Hluti massans færist utar en áður og Jörðin hægir á sér. Í þessu tilviki hefur Mörner því rétt fyrir sér og það er þetta tilvik, það er að segja þensla sjávar vegna hlýnunar, sem flestir tala um núna.

Hins vegar, ef sjávarborð hækkar vegna bráðnunar jökla snýst dæmið við. Þá færist massinn nær miðju Jarðar og hún eykur snúningshraðann. Þetta tilvik er það sem agentarnir eru að hræða fólk með, hvort sem það er nú rétt eða rangt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.6.2007 kl. 18:44

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Myndin hér fyrir neðan sýnir breytingar á lengd sólarhringsins. Fyrirbærið er oft kallað LOD sem er skammstöfun fyrir Length of Day.  Mörner ræddi einmitt um LOD og sjávarborð í erindinu 2004.  Mér þótti það áhugavert þar sem ég hafði heyrt um þetta fyrirbæri áður.

Ágúst H Bjarnason, 28.6.2007 kl. 06:19

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Halldór. Þú spyrð um kólnunina sem margir telja að sé framundan og Mörner minnist á. Sjá t.d. Mun sólin kæla okkur svo um munar innan fárra ára? hér á blogginu.

Vinur okkar sem þú minnis á hefur verið að skrifa mjög vitrænar greinar um vandamál við nýtingu vetnis sem orkumiðils. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 28.6.2007 kl. 06:37

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er gaman að skýra frá því að Prófessor Reid Bryson Ph.D., D.Sc., D.Engr. skrifaði í gestabókina fyrir skömmu. Hver er þessi maður? Sjá hér, hér, hér og viðtal hér.

Hann er kallaður "father of modern climatology",    er  "most cited climatologist in the world according to British Institute of Geographers article, 5th most cited physical geographer and 11th in list of all geographers".

Hér er grein hans á blogsíðu Roger Pielke :

HISTORY!! (Getting Back To What It Sort Of Used To Be) - A Guest Weblog by Reid A. Bryson, Ph.D. D.Sc. D.Engr.

Í þessari áhugaverðu grein, þar sem Grænland og Ísland koma við sögu, segir meðal annars:

..... When the Vikings settled part of Greenland circa 900 CE, they established a settlement that lasted longer than the United States has been around. There was a considerable amount of traffic between Greenland and Europe, by the standards of the time, so some skippers were making their first trip. The directions were, at first, to sail two and a half days west from Iceland to the shore of Greenland where there stood the landmark Blasark (black shirt) Mountain. Then sail down the coast to Eriksfjord, a beautiful broad straight passage across southern Greenland. Reaching the west coast they should turn right up the coast to the navigation marker on Herjolf’s Ness. (About “Bluie West 3”in WW II.) Turning in to Tunugdliarfik Fjord Erik’s homestead Brattahlid was only 75 miles at the end of the fjord (across from Bluie West 1, for you old timers).

After 1200 CE the directions changed. Sail one and a half days west from Iceland to the edge of the ice pack. If it is clear you might see the mountain Hvitsark to the west (snow covered now?), then go all the way down around hazardous Cap Farvel and up the other coast to Herjolf’s Ness. Eriksfjord was no longer open, nor is it now. As of a decade or so ago there were two valley glaciers blocking it from the sides. Yes, I saw them. If Greenland ice diminishes some, will we be getting back to conditions like it used to be? .....

Lesið alla greinina hér!

Ágúst H Bjarnason, 28.6.2007 kl. 10:06

7 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Áhugavert.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 28.6.2007 kl. 11:02

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki rétt að muna  dr. Theodor Landscheidt (1927-2004)?

Dr. Theodors Landscheidt taldi mögulegt að reikna út breytingar í veðurfari næstu áratugi og árhundruð. Hann reiknar út að næsta kuldatímabil verði um 2030 og þarnæsta um 2200. Ekki par hugguleg framtíð fyrir börn og barnabörn okkar .

Það eru aðeins 23 ár þangað til að ballið byrjar.. Bæði Árni Finsson og við eigum sjans á að lifa þetta líka. Hvaða efnahagsleg áhrif mun snögg kólnun hafa ? Hugsið ykkur úrvalsvísitölurnar allar ?

Á síðasta kuldaskeiði gekk svartidauði og margir Íslendingar urðu þá ævintýralega ríkir á því einu að lifa pestina af. Erfðirnar sáu um afganginn. En það voru fáir víst kaupendur að jarðaauðæfunum öllum svo skattheimtan (kirkjan) náði vel í kassann.

 Nú fer fram mikil baráta við að hemja sýkilinn NH3 , eða hvað hann heitir aftur. En hann er líklega frændi svartadauða og bróðir spönskuveikinnar. Hann berst um í böndunum eins og þeir Loki Laufeyjarson og Fenrisúlfur. Verði hann laus sem er mun líklegra en hitt, þá verður það ekki bara kuldanum  að kvíða. Mannkyninu mun fækka stórlega´á þeim tíma. Og  svarti dauði gekk í hundrað ár með hléum.

Orkar ekki tvímælis að fara að skattleggja núlifandi menn með svonefndum grænum sköttum til að elta  mýrarljósin frá Kyoto sem  geta slokknað svo snögglega? 

Halldór Jónsson, 29.6.2007 kl. 00:03

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 

Myndin hér fyrir neðan sýnir samspil lengdar sólsveiflunnar og hitastigs við Armagh stjörnuathugunarstöðina í Englandi. Það verður varla annað sagt en að fylgnin er töluverð.   Á þessari mynd er búið að teikna inn lengd sólsveiflu 23, sem er að ljúka um þessar mundir, og lengd sólsveiflu 22. Þetta er bara fikt einhvers sem var að reyna að spá fyrir um hvers megi vænta.

Sólsveifla 23 virðist ætla að verða óvenju löng. Líklega er sólsveifla 24 enn ekki byrjuð. Sjá http://www.solarcycle24.com 

Landscheidt sagði við mig í tölvupósti í byrjun aldarinnar að líklega yrðum við farin að verða vör við viðsnúning í hitafari áður en þessi áratugur er liðinn.

Myndin er úr grein eftir Butler og Johnson frá 1996. Vefsíða Armagh ( http://star.arm.ac.uk/ )er einstaklega fróðleg. Ég leitaði að greinum um "sun-climate" þar og fann fjölda tilvísana. Sjá hér.  

Ágúst H Bjarnason, 29.6.2007 kl. 07:15

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

 Myndin  sýnir breytingar á yfirborðshita jarðar (grái ferillinn) og breytingar á segulvirkni sólar (svarti ferillinn) frá árinu 1750. Eins og sjá má þá falla ferlarnir nánast saman.

Þessi mynd er teiknuð eftir gögnum frá Dr. Sallie Baliunas og Dr. Willie Soon, sem eru virtir vísindamenn við Harvard-Smitsonian Center for Astrophysics og Mount Wilson Institute.

Segulsveiflan er að meðaltali 22 ár, eða tvöföld sólblettasveiflan. (Myndin er gerð um 1998).

Sólsveiflan og hitafrávik frá 1750

Ágúst H Bjarnason, 29.6.2007 kl. 07:19

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Halldór, þú gleymir einu:

Það er orkan sem allir eru svo háðir. Þjóðir Evrópu kaupa gríðarmikið gas af Rússum. Farri að kólna verulega, þá er ljóst að Rússar koma til að hafa heljartök á Evrópu og þá þarf lítið til að ófrirður kvikni. Hafa ekki Rússar átt það til að loka fyrir gasleiðslur?  Hefur ekki ófriður yfirleitt fylgt kuldaskeiðum í sögu mannsins?

Ágúst H Bjarnason, 29.6.2007 kl. 07:32

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað segirðu Ágúst um ábendingu Veðurstofunnar um myndina um Stóra loftslagssvindlið? http://www2.vedur.is/um-vi/frettir/2007/nr/984?ListID=1

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2007 kl. 10:01

13 Smámynd: Halldór Jónsson

Auðvitað berjast menn um brauðið þegar það minnkar. Er ekki búið að teikna línuritið til þessa dags frá 1998 ?

Halldór Jónsson, 29.6.2007 kl. 21:49

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður.

Eiginlega hef ég ekkert að segja um það sem stendur á vef Veðurstofunnar. Málið er auðvitað mjög viðkvæmt eins og fram kemur þar og víðar, og öllum auðvitað frjálst að hafa sína skoðun. Hvað er rétt í þessum fræðum á bara eftir að koma í ljós. Sjálfur vona ég að varanleg hnatthlýnun sé raunveruleg, enfaldlega vegna þess hve eigingjarn ég er, og einnig vegna þess hve illa mér er við kulda og trekk. Kanski yrði ég allra manna fegnastur og myndi samgleðjast Veðurstofumönnum innilega ef myndin um loftslagssvindlið reyndist bara svindl, eða þannig.

Ágúst H Bjarnason, 29.6.2007 kl. 23:00

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gangi spá þessara vísindamanna eftir, þ.e. Landscheidt og fleiri sem eru hafa svipaða skoðun, þá má hugsanlega  búast við viðsnúningi innan örfárra ára, eða er hámarkinu etv. þegar náð? Getur verið að ekkert hafi hlýnað síðan 1998?

Ár      Hitafrávik

1998    0,526
1999    0,302
2000    0,277
2001    0,406
2002    0,455
2003    0,465
2004    0,444
2005    0,475
2006    0,422

Það þarf meira ímyndunarafl en ég hef til að greina hlýnun í þessum tölum. Tölurnar eru fengnar frá einni virtustu loftslagsrannsóknarstofnun í heimi Climatic Research Unit, en í þessari töflu má sjá mánaðameðaltöl frávika í hitastigi lofthjúps jarðar frá 1850 til vorra daga http://www.cru.uea.ac.uk/cru/data/temperature/hadcrut3vgl.txt .   Þetta eru hefðbundnar mælingar gerðar á jörðu niðri.

Á þessum ferli má sjá þessar CRU yfirborðsmælingar frá 1979 sem rauðan feril, en mælingar frá gervihnetti sem blán feril.  Nánar hér.

Jæja, við vorum víst að spjalla um Mörner og sjávarborð .....

Ágúst H Bjarnason, 30.6.2007 kl. 07:30

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ágúst, þú getur aldreigi fengið hamfara-fræðingana til að trúa því sem við sjáum greinilega, að síðustu 10 árin hefur hitastig á Jörðu haldist nær óbreytt. Síðustu 6 árin er stöðugleiki meðaltalanna ótrúlega mikill.

Ég hef um hríð talið líklegt, að hamfara-fræðingarnir hafi valið mælistaði þannig að meðaltölin gæfu hækkandi hita. Þetta er auðvelt að gera. Hugsanlega er valið nú að koma þeim í koll, þegar svæðisbundnar veðurfars-sveiflur fara í gagnstæðan fasa. Ekki er útilokað, að við sjáum bráðlega lækkandi meðaltal hitatalna. Auðvelt er að finna fjölda mælistaða, þar sem hitastig hefur farið lækkandi að undanförnu, eða örugglega ekki hækkað.

Notar IPCC tölurnar frá CRU ? Ég hef ekki leitað upplýsinga um það á netinu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.7.2007 kl. 18:13

17 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 5.7.2007 kl. 23:40

18 identicon

Þeir sem halda því fram að sólin valdi þá hlýnun sem er á yfirborði jarðar, skulu skoða þessa frétt:

Fréttablaðið, 12. júlí. 2007 10:00


Engin áhrif á hlýnun jarðar

Virkni sólarinnar hefur engin áhrif haft á hlýnun andrúmsloftsins hér á jörðinni síðustu áratugina. Þvert á móti, því virkni sólarinnar hefur minnkað nokkuð síðustu tuttugu árin, en á þeim tíma hefur hitinn í andrúmsloftinu hækkað.

Þetta er niðurstaðan úr rannsókn sem tveir vísindamenn, Mike Lockwood frá Bretlandi og Claus Fröhlich frá Sviss, hafa gert. Frá þessu er skýrt á vefsíðu breska útvarpsins, BBC.

Með rannsókninni sýna þeir einnig fram á að hlýnunin síðustu áratugina geti ekki stafað af áhrifum sólarinnar á geimgeisla, eins og nýlega hefur verið haldið fram.

Lockwood og Fröhlich ákváðu að gera þessa rannsókn í framhaldi af sýningu sjónvarpsþáttarins The Great Global Warming Swindle, þar sem því var haldið fram að hlýnun jarðar þyrfti engan veginn að vera af mannavöldum, eins og oftast er haldið fram.

Lockwood segist hafa tekið eftir því, að í þeim þætti hafi ekki verið byggt á gögnum eftir árið 1980. Fram að þeim tíma hafði virkni sólarinnar verið að aukast jafnt og þétt, en eftir 1985 hefur hins vegar dregið úr virkni sólarinnar og jafnframt úr áhrifum hennar á geimgeisla.

Höski (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 20:33

19 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Höski.

Ef þig langar til að skoða sjálfa greinina sem þú vitnar í, þá á ég hana hér.

Að sjálfsögðu eru niðurstöður þeirra félaga umdeildar, en gaman að fylgjast með þróun mála.

Lockwood hefur skrifað meira, t.d. þetta hér.  Þar segir:

Abstract:

The Sun–Earth connection is studied using long-term measurements from the Sun and from the Earth. The auroral activity is shown to correlate to high accuracy with the smoothed sunspot numbers. Similarly, both geomagnetic activity and global surface temperature anomaly can be linked to cyclic changes in the solar activity. The interlinked variations in the solar magnetic activity and in the solar irradiance cause effects that can be observed both in the Earth's biosphere and in the electromagnetic environment. The long-term data sets suggest that the increase in geomagnetic activity and surface temperatures are related (at least partially) to longer-term solar variations, which probably include an increasing trend superposed with a cyclic behavior with a period of about 90 years.

Ágúst H Bjarnason, 12.7.2007 kl. 23:00

20 identicon

Þakka þér fyrir það, á eflaust eftir að lesa þetta, enda er ég sjúklegur áhugamaður um loftslagsbreytingar. Ég var t.d. að reyna að sannfæra Sigurgeir Orra (þessi sem segir áhugavert og kinkar spekingslega kolli hér fyrir ofan) á hans síðu og þar var ég búinn að sjá það út sem þessir félagar eru að koma með núna, en þar sagði ég:

Sveiflur hafa alltaf orðið í náttúrunni, en líkur eru á að þær breytingar sem núna eru séu af mannavöldum. Sólvirkni hefur minnkað síðustu ár, samt heldur línuritið fræga áfram að rísa, þ.e. meðalhiti á yfirborði jarðar. Vissulega hefur sólin áhrif á hitann, en ef þetta væru náttúrulegar breytingar eingöngu þá væri mjög líklegt að hitastig færi lækkandi aftur nú. Ef sólvirknin skýrir ekki þessa hækkun sem er nú, hvað þá? Er alveg vonlaust að trúa orðum 90 % vísindamanna um að hlýnunin sé af mannavöldum?

En ég hef fylgst af áhuga með flestum þeim síðum sem skrifa um loftslagsbreytingar og þeir sem segja að hún sé ekki af völdum manna hafa flestir haldið fram að hún væri af völdum sólar. Ég hef ekki nennt að koma með athugasemdir hjá sumum af þeim sem hafa fjallað um þetta og læt þetta eflaust nægja hjá þér, en þú ert opnari um möguleikan þó þú sért mikill efasemdamaður.

Svona er þá abstractinn í þessari nýju grein þeirra sem minnst er í fréttinni hér fyrir ofan:

There is considerable evidence for solar influence on the Earth’s pre-industrial climate and the Sun may well have been a factor in post-industrial climate change in the first half of the last century. Here we show that over the past 20 years, all the trends in the Sun that could have had an influence on the Earth’s climate have been in the opposite direction to that required to explain the observed rise in global mean temperatures.

Höski (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 08:02

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll aftur Höski.

það sem kemur fram í grein Lockwoods er allt mjög áhugavert.  Nú er það vitað að virkni sólar er hætt að aukast, en hún hefur ekki verið eins virk og var á síðustu öld um jafnvel árþúsundir. Ein rannsókn segir 1000 ár, önnur 8000 ár. Jafnvel er farið að spá verulega minnkaðri virkni á næstu áratugum. Þess vegna er ekki síður áhugavert að fylgjast með hvernig hitastig lofthjúpsins er að breytast þessi árin.

Myndin hér fyrir neðan sýnir hitaferla frá 1979 til og með maí 2007. Þetta eru þrír ferlar, þ.e. norðurhvel, suðurhvel, og allur hnötturinn. Til viðmiðunar hafa verið merkt inn stærri eldgos og El Nino. Athyglisvert er að sjá toppinn 1998 og síðan síðustu ár. Auðvitað er allt of snemmt að draga nokkrar ályktanir, en spennandi og fróðlegt að fylgjast með. Næstu ár verða lærdómsrík.

Ferlarnir sýna mælingar gerðar frá gervihnöttum, en slíkar mælingar ná yfir allan hnöttinn, þar með talin heimskautasvæðin, eyðimerkur, hafsvæði og fjalllendi, þar sem hefðbundnar mælingar ná ekki til. Slóðin að mæligögnum kemur fram á myndinni.

Annars má geta þess, að einn þeirra sem vakti áhuga minn á þessum málum, Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, hefði orðið 100 ára í dag (13/7). Grein er um hann í Mogganum í dag á bls. 30. Hann sagði mér frá náttúrulegum sveiflum sem næðu yfir nokkra áratugi. Hvers vegna vissi hann ekki, en áhuginn kviknaði.

Ágúst H Bjarnason, 13.7.2007 kl. 09:34

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér skrifar doktor í stjörnufræði um áhrif sólar á veðurfar í tilefni nýlegrar greinar eftir Lockwood o.fl. sem fjallað var um hér að ofan:

http://www.telegraph.co.uk/opinion/main.jhtml?xml=/opinion/2007/07/15/do1508.xml

telegraph.co.uk 

 

The truth is, we can't ignore the sun

By David Whitehouse
Last Updated: 12:01am BST 15/07/2007

 

Dr David Whitehouse is an astronomer, former BBC science correspondent, and the author of The Sun: A Biography (John Wiley & Sons)

According to the headlines last week, the sun is not to blame for recent global warming: mankind and fossil fuels are. So Al Gore is correct when he said, "the scientific data is in. There is no more debate."

Of that the evangelical BBC had no doubt. There was an air of triumphalism in its coverage of the report by the Royal Society.

It was perhaps a reaction to the BBC Trust's recent criticism of the Corporation's bias when reporting climate change: but sadly, it only proved the point made by the Trust.

The BBC was enthusiastically one-sided, sloppy and confused on its website, using concepts such as the sun's power, output and magnetic field incorrectly and interchangeably, as well as not including any criticism of the research.

But there is a deeper and more worrying issue. Last week's research is a simple piece of science and fundamentally flawed. Nobody looked beyond the hype; if they had, they would have reached a different conclusion.

The report argues that while the sun had a significant effect on climate during most of the 20th century, its influence is currently dwarfed by human effects. It says that all known solar influences since about 1990 are downward and because global temperature has increased since then, the sun is not responsible.

No. The research could prove the contrary. Using the global temperature data endorsed by the Inter-national Panel on Climate Change, one can reach a completely different conclusion.

Recently the United States' National Oceanographic and Atmospheric Administration said that 2006 was statistically indistinguishable from previous years.

Looking at annual global temperatures, it is apparent that the last decade shows no warming trend and recent successive annual global temperatures are well within each year's measurement errors. Statistically the world's temperature is flat.

The world certainly warmed between 1975 and 1998, but in the past 10 years it has not been increasing at the rate it did. No scientist could honestly look at global temperatures over the past decade and see a rising curve.

It is undisputed that the sun of the later part of the 20th century was behaving differently from that of the beginning. Its sunspot cycle is stronger and shorter and, technically speaking, its magnetic field leakage is weaker and its cosmic ray shielding effect stronger.

So we see that when the sun's activity was rising, the world warmed. When it peaked in activity in the late 1980s, within a few years global warming stalled. A coincidence, certainly: a connection, possibly.

My own view on the theory that greenhouse gases are driving climate change is that it is a good working hypothesis - but, because I have studied the sun, I am not completely convinced.

The sun is by far the single most powerful driving force on our climate, and the fact is we do not understand how it affects us as much as some think we do.

So look on the BBC and Al Gore with scepticism. A scientist's first allegiance should not be to computer models or political spin but to the data: that shows the science is not settled.

Ágúst H Bjarnason, 16.7.2007 kl. 12:07

23 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 22.7.2007 kl. 00:59

24 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta eru allt góð innlegg í umræðuna, Ágúst og aðrir með góðar athugasemdir. Greinin sem Loftur birti á bloggsíðu sinni er merkileg, sérstaklega þar sem varaforseti IPCC segir ekkert benda til loftslagsbreytinganna.  Vaclav Klaus, forseti Tékklands, tekur manna best á félagslegu hlið málsins, en ég hef ekki fengið bókina hans. En nú þegar þetta er að verða stærsta peningamaskína í heimi (bráðum ofar CDS skuldatryggingaafleiðum) og valdatæki par excellance, t.d. við úthlutun CO2 kvótans innan ESB, þá þýðir lítið að koma með afsannanir þessarra dómsdagskenninga eða fullyrðinga. Þó bið ég ykkur að halda áfram, kunnáttumenn.

Ívar Pálsson, 23.7.2007 kl. 00:31

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 1.8.2007 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 762143

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband