Bloggað í 10 ár ...

 
 
Fyrir áratug, 1. febrúar 1998, fann bloggarinn hvöt hjá sér til að blogga um mál sem honum var hugleikið. Vandamálið var að enginn blogg-vettvangur eins og Moggabloggið var fyrir hendi, þannig að búin var til vefsíða af fingrum fram. 
 
Aðdragandinn var góður göngutúr í fallegu veðri á nýársdag árið 1998. Leiðin lá úr Garðabænum yfir hraunið upp í Heiðmörk að Maríuhellum. Hugurinn reikaði víða en staldraði við nýársávörp forsætisráðherra og forseta Íslands. Þeir voru svo innilega ósammála varðandi meintar loftslagsbreytingar af mannavöldum að engu tali tók. Á náttborðinu hafði verið tímaritið Sky and Telescope (apríl 1997) með grein sem nefndist "Sunspots that Changed the World" eftir Dr. Bradley E. Schaefer prófessor.
 
apr97cvrGreinin í Sky and Telescope byrjaði á hugleiðingum um það er Eiríkur rauði fann Grænland árið 981 og lokkaði þangað með fallegu nafni landsins 25 skip með Íslendingum til að hefja búsetu þar árið 985. Greinin fjallaði einnig um landafund Leifs heppna í vestri árið 1000 og nokkuð ítarlega um byggð norrænna manna á Grænlandi. Höfundurinn virtist vera vel fróður um sögu norrænna manna.

Hvað varð um þessa byggð er ekki ljóst, en vitað er að veðurfar var óvenju hagstætt frá um 1000-1300, en fór þá snögglega kólnandi. Tímabilið sem fór í hönd hefur verið kallað "litla ísöldin" og hafði kólnandi veðurfar áhrif víða um heim næstu aldir. Svo mikill var kuldinn að áin Thames í Englandi var oft ísi lögð.
 
Greinin fjallaði sem sagt um áhrif breytinga í sólinni á veðurfar. Í göngutúrnum flugu margar hugsanir um hugann. Greinin hafði vakið áhuga minn, en nýársávörpin urðu til þess að í göngutúrnum ákvað ég að setja á blað það sem ég þóttist vita, og það sem ég ætlaði mér að fræðast um á næstu vikum. Teningnum var kastað. Réttum mánuði síðar, 1. febrúar 1998,  var komin vefsíða á netið sem kallaðist "Er jörðin að hitna? Ekki er allt sem sýnist". Vefsíðan var ekki löng í byrjun, en smám saman stækkaði hún og stækkaði þar til hún náði yfir 9 kafla.
 
Vefsíðan er ennþá hér, ef einhver skyldi vilja bera hana augum. Það verður að viðurkennast að henni hefur ekki verið haldið við, þannig að margar krækjur eru dauðar.  Takið eftir að í greininni "§ 16. Ítarefni í öðrum köflum vefsíðunnar..." neðarlega á inngangssíðunni eru krækjur að öðrum köflum vefsíðunnar það sem fjallað er ítarlegar um ýmislegt sem bloggarinn var að pæla í. Þess má geta í lokin, að í upphafi var öll síðan skrifuð með ritlinum Notepad og html-kóðuð handvirkt Smile
 
"Bloggað í 10 ár..." stendur í fyrirsögninni. Jæja, það er kanski aðeins orðum aukið... 
 
 
 
 
Enn eldri síða bloggarans: Gap Ginnunga frá 26.12.1996 (Stjörnuskoðun)

Töluvert yngri síða: Öldur aldanna  (Er jörðin að kólna?) 

 

"The important thing is to not stop questioning." - Albert Einstein 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til hamingju með afmælið og takk fyrir málefnaleg og fræðandi skrif.

Ásgeir Kristinn Lárusson, 7.2.2008 kl. 08:36

2 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Tíu ár...nokkuð gott og líka gaman að einhver svona fróður og vel þenkjandi maður skuli nenna að uppfræða þjóð sína. Til hamingju með þessa tíu ára vinnu.

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.2.2008 kl. 09:23

3 identicon

Man vel eftir þessari síðu. Þetta var lengi vel eina efnið á íslensku um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar af mannavöldum... 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:40

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þessi ágæta síða vakti vissulega athygli mína á sínum tíma. Þessar vangaveltur um áhrif sólarinnar er þarft innlegg um hvað það er sem veldur mestu loftslagsbreytingunum og vissulega er ekki allt sem sýnist. Ætli það verði ekki skiptar skoðanir um þessi mál í þó nokkurn tíma en í dag ýmist spáð lítilli ísöld að völdum sólarinnar eða ofurhlýnum af völdum gróðurhúsaáhrifa. Ég held reyndar að úr þessu fáist ekki skorið fyrr en eftir þó nokkur ár eða þangað til eitthvað afgerandi gerist, en á meðan höfum við allavega eitthvað til að skrifa um.

Emil Hannes Valgeirsson, 7.2.2008 kl. 10:20

5 identicon

Þetta er vel af sér vikið hjá þér. Gamla síðan þín hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér og fylgdist ég reglulega með henni. Enn kíki ég meira að segja stundum þarna inn, tja svona til að athuga hvort votir útiskór af nýju efni skyldu liggja á forsíðugólfinu.

Síðan þín rataði oft í tenglasöfn annarra síða og er þar sum staðar enn. Í það minnsta á vinsælli vefsíðu sem ég stýri, hún er orðin þar eins konar heiðursfélagi. Svo er bara að vona að hún lifi í hundrað ár, hið minnsta, í viðbót og verði þá verðugt verkefni fyrir vef-fornaldarfræðinga

Benóný Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 21:02

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdirnar. Það er gaman að heyra að einhverjir muna eftir þessari gömlu síðu sem eiginlega óx mér yfir höfuð

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með áfangann og þakka þér skemmtileg og fræðandi skrif!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.2.2008 kl. 22:29

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Astronaut 2 Takk fyrir færsluna og til hamingju með afmælið. Hafði ekki hygmynd um þessa síðu.  Stjórnuglópakveðjur til þín.  Astronaut 1 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.2.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Til hamingju með það.

Þú ert að mínu áliti fyrirmyndar vísindamaður og alþýðufræðari.

Með kveðju,

Baldur F.

Baldur Fjölnisson, 8.2.2008 kl. 00:03

10 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

Alþýðufræðari er flott orð yfir þig

congratsYahoo Emoticons

Guðríður Pétursdóttir, 8.2.2008 kl. 00:16

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessa gömlu síðu þína seifaði ég á sínum tíma á tölvuna mína og þar er hún enn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.2.2008 kl. 01:28

12 Smámynd: Fjarki

Til hamingju með afmælið.

Skemmtilegt og fræðandi blogg. 

Fjarki , 8.2.2008 kl. 10:46

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Teljari bloggsíðunnar rúllaði yfir 100.000 rétt eftir að þessi pistill var settur á
vefinn

Ágúst H Bjarnason, 9.2.2008 kl. 18:42

14 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Til hamingju með afmælið, þessi gamla síða þín var upphafið að því að ég fór að kynna mér betur upplýsingar um hlýnun jarðar. Vonandi verður framhald hennar hér á blogginu áfram jafn fróðlegt og skemmtilegt og það hefur verið til þessa.

Finnur Hrafn Jónsson, 11.2.2008 kl. 02:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 761784

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband