Stjórnklefinn í Airbus A380 og Batman

 

 Skrifstofan í Airbus A380 er hlaðin tölvubúnaði. En hvar eru hefðbundnu stjórntækin?
 

Í þessum pistli eru borin saman tvenns konar flug, flug með einni fullkomnustur flugvél nútíamns og  flug nútíma mannlegra leðurblaka, svokallaðra mannblaka ........ W00t

Í Airbus A380 notar flugmaðurinn stýripinnann til að senda boð til stjórntölvunnar. Tölvan metur boðin og sendir skeyti til útstöðva sem eru í vængjum og stéli. Þaðan fara svo boðin til rafmótora sem framkvæma þær hreyfingar á vængbörðum sem tölvan ákveður með hliðsjón af óskum flugmannsins. Það er sem sagt tölvan sem flýgur flugvélinni.

Á bernskudögum Airbus áttu þær til að taka völdin af flugmönnunum og reyna loftfimleika.  Flugmennirnir voru þá nánst bara áhorfendur og sáu jafnvel stýripinnann og bensíngjöfina hreyfast eins og ósýnileg hendi héldi þar um.  Svo segir sagan, en er hún sönn? Þetta eiginlega ekki flugvél heldur flugtölva.  Þetta er víst framtíðin. Öllu stjórnað af gervigreind með silikon heilum í tölvum, og silikon fylltar flugfreyjur, eða silikonur, stjana við okkur farþegana. Ætli það sé langt þar til stjórnklefinn verður mannlaus?  ...  "This is your pilot speaking. My name is IBM ..."


 

Algjör andstaða við þennan tölvuvædda stjórnklefa er flug mannblakana Devil sem Ragnar Ágústsson kallar svo á bloggsíðu sinni, og er þá líklega með leðurblökur í huga.  Þessir menn geta varla verið með fullum fimm, eða hvað finnst þér? Úff...Pinch






Batman eða Mannblaka á flugi ?
 
  

Má bjóða þér inn í stjórnklefann í Airbus A380?

Hér er frábær panoramamynd af stjórnklefanum. Notið stjórntækin neðst á myndinni til að færa til myndavélina; upp, niður og allt um kring.

 

Hvort skyldi vera meira spennandi; sitja við tölvuskjáinn í A380 eða skjótast í leðurblökulíki meðfram klettaveggjunum?

Hvorir eru meiri flugmenn, flugstjórar Airbus eða mannblökurnar? 

 

 

Ítarefni um Airbus A380 fyrir tæknisinnaða:

Airbus Fly-by-Wire aircraft at a glance.   


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vááá, vildi að ég væri flugmaður, en er því miður flughrædd.           Pilot

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Þetta er flottur klefi á myndinni hér fyrir ofan.   Væri gaman að sitja þarna.

Marinó Már Marinósson, 23.2.2008 kl. 00:45

3 Smámynd: Einar Steinsson

Smá saga um Airbus og árdaga "Fly-by-Wire" kerfisins þeirra.

Einu sinni var vél frá þessu ágæta fyrirtæki að koma til lendingar einhverstaðar í Frakklandi. Allt gekk vel þangað til vélin var komin niður í 1500 fet. Þá neitaði hún að lækka flugið meira en flaug áfram vandræðalaust í þessari hæð. Það var hægt að hækka flugið og fljúga eðlilega enn hvert sinn sem hún kom niður í 1500 fet neitaði hún að fara neðar. Uppi varð fótur og fit sem von var og mönnum þótti ekki fýsilegt að bíða eftir að hún yrði eldsneytislaus (en þá hefði hún náttúrulega komist til jarðar). Það náðist samband við tæknimann hjá Airbus sem var á heimleið eftir vinnu og hann náði að tengjast tölvu vélarinnar á einhvern hátt og samfæra gripin um að það væri í lagi að fara nær jörðu þannig að flugmennirnir náðu að lenda áður enn eldsneyti þraut.

Þessa sögu hef ég beint eftir flugvirkja sem ég þekki en sel hana að öðru leiti ekki dýrara heldur en ég keypti hana.

Einar Steinsson, 23.2.2008 kl. 13:23

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er ein saga um undarlegt atvik sem rakið var til hugbúnaðarvillu í A340:

"...The A340 aircraft, with 281 passengers on board, suffered a series of failures in its fuel measurement systems as it approached Heathrow, misleading the crew into making an announcement that it needed emergency clearance to land as they thought the plane was running short of fuel.

As the aircraft was lining up to its final descent path, both computers showed "please wait" on their monitors. Then the crew got a false fuel reading which led to their request to make an emergency landing. When the crew tried to make a left turn as they attempted to land, the plane turned right. The co-pilot switched to manual and was able to land safely...."

Ágúst H Bjarnason, 23.2.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Og svo var það A320 vélin sem krassaði vegna þess að tölvan neitaði að hækka flugið.

Einar Þór Strand, 27.2.2008 kl. 10:26

7 identicon

Það er ekkert sannað hvort "tölvan" (FADEC) hafi ekki "viljað" gefa aukið afl, en flugmaðurinn var búinn að setja vélina í vonda stöðu með mótora á idle. Það voru einhver tilmæli um hugsanlega galla í skynjurum og svörun á mótorum í lágri hæð ..man ekki hvort þau komu eftir á crash eða fyrir.

Svo var stóra svartakassa málið - þar sem franska flugmálastjórn fékk FDR/CVR áður en lögreglan og vantaði eitthvað upp á gögn úr þeim. Flugstjórinn sagði að vélin hafði ekki gefið afl þegar beðið var um - en gögn úr flugrita bökkuðu það ekki upp.. (spooky??) Þeir voru allavega fangelsaðir - hugsanlega sem blóraböggull en þetta hefði geta verið mikið hagsmunamál fyrir Frakkland ! 

Ég reyndar þekki ekki alveg hvernig throttlan á Airbus er, en allavega á  Boeing eru servó sem hreyfa handföngin. Þannig getur þú bara rifið í handföngin og þau eru í beinu sambandi við mótorana. Svo "tölvan" getur ekki tekið yfir, bara reynt að rífast við þig.

Nýjasta dæmið um að Mótorar svari ekki kalli er Boeing 777 á Heathrow fyrir skömmu. En þar var beðíð um afl en ekkert kom. Nú hallast menn að ísingu í fuel kerfi og/eða drasl í fuel.  Sú vél er víst alveg fly-by-wire. 

Benedikt Sveinsson (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762142

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband