Eru örlög Reykjavíkur ráðin? Ljósið í myrkinu.

img_3739Reykjavík er farin að bera ýmis merki úrkynjunar. Eða eru það ellimörk? Er höfuðborgin á grafarbakkanum? Bloggarinn er fæddur og uppalinn í Reykjavík og þykir vænt um borgina.  Það fylgir því alltaf söknuður að fylgja foreldrum, frændum og vinum til grafar, en nú virðist sem höfuðborginni séu sköpuð sömu örlög og mannfólkinu. Hún lifir ekki að eilífu.

Miðborg Reykjavíkur er ekki lengur falleg. Miðborgin er ljót. Svo einfalt er það. Sóðaskapur er með eindæmum, hús eru útkrotuð, önnur standa auð. Eitt sinn var Laugavegurinn stolt Reykvíkinga. Nú mætti kalla hann Draugaveg, enda eru tómir gluggar á öðru hverju húsi sem holar augnatóttir í hauskúpum. Að ganga niður Draugaveginn minnir einna helst á að koma í slumhverfi í útlöndum. Er ekki kominn tími til að flytja höfuðborg Íslands eitthvað annað?  Byrja upp á nýtt.

Í miðborg Reykjavíkur er krá í öðru hverju húsi. Ekki venjulegar krár sem opnar eru til miðnættis, heldur næturklúbbar sem opnir eru til morguns. Eftir miðnætti og fram undir morgun er eitt samfellt fyllerí í miðborginni, ekki síður utandyra en innan.  Fólk hægir sér í húsasundum eða bara við næsta húsvegg, eins og megn hlandlyktin ber vott um. Saklausir borgarar eiga á hættu að verða limlestir hætti þeir sér í miðbæinn snemma dags.

Ráðamönnum borgarinnar er fyrirmunað að hugsa heildstætt og í samhengi. Skortir alla víðsýni og dugnað. Skortir skynsemi. Hvert skipulagsslysið á fætur öðru hefur átt sér stað. Eitt þekktasta dæmið er færsla Hringbrautarinnar fyrir fáeinum árum.  Mörg önnur skipulagsslys eru minna áberandi, en þegar þau eru skoðuð í samhengi blasir við kaos og öngþveiti.

Það er þó ljós í myrkrinu. Ef af áformum um að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni verður, þá er ljóst að innanlandsflugið flyst til Keflavíkurflugvallar. Þá verður bæði innanlandsflugið og millilandaflugið komið á einn stað. Dyrnar að landsbyggðinni og útlöndum verða um Reykjanesbæ. Þangað mun flykkjast hátækniiðnaður, skólar og síðar fjármálastofnanir, því auðvitað munu allir vilja vera nálægt þessum dyrum að hinum ytra heimi. Íslendingar sem búa á Austfjörðum, Vestfjörðum og Norðurlandi vilja geta sótt þjónustu til stofnana sem eru nærri flugvellinum. Reykjavík mun sjálfkrafa drabbast enn meira niður og verða draugabær. Draugavegurinn er bara byrjunin.  Höfuðborg Íslands mun flytjast til Reykjanesbæjar með flugvellinum. Það eitt er víst.  Þeir sem verða seinir að átta sig á þessu munu sitja í umferðarsúpunni og loftmenguninni sem mun óhjákvæmilega myndast þegar í Vatnsmýrina er komin 15 þúsun manna byggð, nýr háskóli og risa sjúkrahús.  Það verða draugarnir í draugabænum.  Það mun nefnilega gleymast að fólk þarf að geta komist leiðar sinnar.

Vatnsmýrin ræður örlögum Reykjavíkur.  Reykjanesbær gæti orðið höfuðborg Íslands í reynd fyrr en varir. Það er nú einu sinni þannig að borgir rísa þar sem samgöngumannvirki eru. Þar blómstrar mannlífið. Það þarf því ekki að koma neinum á óvart þegar þar að kemur.


Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband