Lending Fönix geimfarsins á Mars tókst mjög vel og myndir farnar að berast

Fönix lenti á klukkan 23:38 í gær samkvæmt íslenskum tíma. Fimmtán mínútum síðar (23:53) barst fyrsta skeytið  til Jarðar. Lendingin gekk að öllu leyti samkvæmt áætlun og nokkru síðar fóru að berast myndir frá heimskautasvæði Mars.  Leitin að lífi á Mars er hafin.

Það tekur radíómerkin 15 mínútur að berast til Jarðar þó þau ferðist með hraða ljóssins. Fönix var sendur af stað 4. ágúst síðastliðinn og hefur ferðast tæplega 700 milljón kílómetra að áfangastað.

 

230069main_PhoenixLandingFirstEstimateNoGrid_516-387

 

Fönix lenti inna rauða hringsins á miðri myndinni. Blái sporöskjulaga hringurinn sýnir það svæði þar sem lending hafði verið áætluð. Stóri appelsínuguli flöturinn hægra megin við lendingarstaðinn er gígurinn Heimdallur.

 

 

230121main_false_color_postcard_edr_516-387

 

 Svona lítur lendingarstaðurinn út.

 

230117main_false_color_postcard_516-387
 
 
Ein af fyrstu myndunum. 
 
 
 
 
230109main_S_000EFF_CYL_SR10CA8_R888M1_8799_516-387

 

Önnur landslagsmynd. 

 

 

aaz

 

High Resolution Imaging Science Experiment (HiRISE) myndavélin sem er um borð í gervihnettinum Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) náði þessari mynd af Fönix á leið niður í fallhlíf á 400 km hraða. MRO var í 310 kílómetra fjarlægð frá Fönix. Sjá hér.  Ótrúlegt að tekist hafi að ná þessari mynd.

 

 

230862main_PSP_008591_2485_RGB_Lander_labeled_516-387

 

 HiRISE myndavélin í gervihnettinum Mars Reconnaissance Orbiter (MRO) náði þessari góðu mynd af lendingarstaðnum daginn eftir lendinguna. 

 

 

PSP_008579_9020

 

 Makalaust góð mynd sem sýnir Fönix skjótast fram hjá gígnum Heimdalli á leið sinni að lendingarstað. Takið eftir stækkuðu myndinni í neðra vinstra horni. Sjá hér.

 

 

232970main_Sol004_weather_report_black_background_516-387

Fyrstu veðurfregnirnar frá Mars hafa borist frá Fönix. Vindurinn er mældur með vindmælinum sem Haraldur Páll Gunnlaugsson hjá Árósaháskóla átti þátt í að smíða.
Sjá hér. Sólarhringurinn á Mars kallast Sol. Sjá hér. Þetta er því veðurspá frá degi 2 (Sol 2) á Mars.

 

 

 Meira hér:  http://www.nasa.gov/phoenix

Leitin að lífi í himingeimnum: Astrobiology Magazine



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það mætti nú laveg reyna að græða þetta upp eitthvað .... örfoka land

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.5.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar, hver veit nema þeir hafi laumað með nokkrum fræjum af Alaska lúpínu...

Ágúst H Bjarnason, 26.5.2008 kl. 13:44

3 identicon

Ágúst.Þetta eru ótrúlega skírar myndir. Yfirborðið er nauðalíkt íslenskum grjótmelum sem vatn liggur yfir eftir leysingar og þornar síðan með óreglulegu tíglamynstri. Upphleyptu fletirnir með grjótdreif og rásum á milli gætu verið eftir frostlyftingu svipað og gerist hér á Íslandi. Hlakka til að sjá fleiri myndir.

             Kv.  Þorvaldur Ágústsson. 

Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:35

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þorvaldur. Ég get ekki annað en verið sammála þér. Það er mjög áhugavert að skoða þessar myndir af Mars, og aðrar sem teknar hafa verið í öðrum leiðöngrum á yfirborð reikistjörnunnar og frá gervihnöttum. Myndirnar frá Mars Express er einstakar. Það kemur manni sífellt á óvart hve landslagið á Mars er líkt landslaginu á Íslandi. Bæði fjöllin og grjótmelarnir.

Ágúst H Bjarnason, 27.5.2008 kl. 06:11

5 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Hélt að þeir hefðu laumast til að taka myndir í Námufjalli og á Sprengisandi.  Hefðu getað sparað sér mikla peninga og helmingur af bandaríkjamönnum hefði trúað að myndirnar væru frá Mars.      Nei bara smá grín.      Þetta er frábærar myndir og þú setur þetta skilmerkilega fram.

Marinó Már Marinósson, 28.5.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Marinó. Það er ekki hægt annað en heillast af því að fylgjast með svona leiðöngrum, nánast í beinni útsendingu.

Ágúst H Bjarnason, 28.5.2008 kl. 05:57

7 identicon

Sæll Ágúst.

Þessar myndir eru alveg hreint magnaðar. Gaman að sjá hversu líkt þetta er íslenskri náttúru. En talandi um geiminn þá sá ég þetta myndband um daginn sem þú hefur örugglega áhuga á að sjá http://sciencehack.com/videos/view/BBsOeLcUARw

Kveðja, Magnús - www.eldflaug.com 

Magnús Már Guðnason (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 07:29

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég get ekki annað en tekið undir það, sem fram kemur hér fyrir ofan, þetta eru alveg hreint magnaðar myndir, og líka alveg hreint órtúlega líkt Íslensku landslagi, svo verður allt einhvernveginn svo einfalt og skiljanlegt þegar maður les frásögn þína og skýringar.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.5.2008 kl. 00:19

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur bloggar um þetta og bendir á samsvörun við íslenska hálendismela, svo kallaða "frost-tígla". Athyglisvert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 09:02

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar. 


Íslenskir frost-tíglar eru, held ég, oft þannig að grjótið rennur í leysingum niður í skurðina milli tíglana, þannig að þar myndast grjótgarðar. Á Mars er ekkert yfirborðsvatn og snjórinn á heimskautasvæðum er kolsýrusnjór. Hann bráðnar ekki, heldur breytist hann beint úr föstu efni í loftkennt (CO2), eða "sublimerar" (sublimate). Það er líklega þess vegna sem frost-tíglarnir gætu verið aðeins frábrugðnir á Mars, þannig að grjótið myndar ekki garða milli tíglanna.

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2008 kl. 09:15

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á mundunum #2 og#3 ofanfrá sjást merki um tígla eða ferninga sem gætu hafa myndast þegar vatn var þarna í "venjulegu vatnsformi". Grjótið inn í tíglunum núna hefur komið eftir að lofthjúpurinn breyttist. Getur það ekki annars verið?

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 09:44

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta getur auðvitað vel verið Gunnar. Veit það auðvitað ekki, en það verður gaman að fylgjast með hvað vísindamenn sjá úr þessu.

Hér er fróðleg umfjöllun hjá NASA: http://earthobservatory.nasa.gov/Newsroom/NewImages/images.php3?img_id=18041 

Ágúst H Bjarnason, 30.5.2008 kl. 10:24

13 identicon

Fínar myndir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 18:49

14 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll frændi og takk fyrir að færa okkur þessar upplýsingar. Ég sé ekki betur en þarna séu bæði núnir og klofnir steinar á yfirborðinu. Hvaða kraftar hafa verið að verki þarna ?. Eru einhversstaðar súrefni hiti og rekja á Mars þar sem lúpína gæti spírað ?  

Halldór Jónsson, 2.6.2008 kl. 08:11

15 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi.

Á Stjörnufræðivefnum, þar sem fjallað er um Mars, stendur:

"Víða á yfirborðinu sjást ummerki fljótandi vatns á borð við uppþornuð stöðuvötn og árfarvegi. Kvíslamynstur og fínlegar hlykkjóttar rásir í flatbotna gígum benda sterklega til þess að vatn hafi einu sinni runnið um plánetuna. Uppþornaðar vatnsrásir finnast víða á hálendissvæði suðurhvelsins en á fremur fáum stöðum á láglendi norðurhvelsins. Auk þessa sjást vísbendingar um kraftmikil hamfaraflóð, svipað og Ásbyrgi í Kelduhverfi. Það bendir til þess að mikið magn vatns hafi runnið um yfirborð Mars í fjarlægri fortíð en ekki nýlegri fortíð.

Eins og aðstæður eru í dag á Mars getur vatn ekki runnið þar um í fljótandi formi. Hitinn er svo lágur og loftþrýstingurinn svo lítill að vatn getur aðeins verið á formi íss eða vatnsgufu. Þetta þýðir að í fyrndinni þegar fljótandi vatn var á Mars hlýtur lofthjúpurinn að hafa verið bæði þykkari og hlýrri en í dag.

En hvert fór allt vatnið og hvað er mikið til af því? Talið er líklegt að það sé e.t.v. frosið einhvers staðar undir yfirborðinu og í pólhettunum. Samanlagt magn þess er óþekkt en með rannsóknum á ýmsum svæðum hafa menn áætlað að þar sé nóg vatn til að þekja plánetuna með 500 metra djúpu vatni. Til samanburðar er nóg vatn á jörðinni til að þekja hana með 2.700 metra djúpu vatni.

Pólhettur Mars eru á báðum pólum og eru þær aðallega úr frosnum koltvísýringi (þurrís). Pólarnir taka miklum árstíðabundnum breytingum og hafa líka áhrif á loftþrýstinginn sem breytist um 25%.

Lofthjúpur Mars er 95% koltvíoxíð, 3% nitur ásamt litlu magni af argoni, súrefni, kolmónoxíði og vatnsgufu. Loftþrýstingurinn er mjög lágur, aðeins 7 mb, sem er álíka mikill þrýstingur og í 30 km hæð yfir jörðu. Lofthjúpurinn er engu að síður nógu sterkur til að mynda ský og rykstorma sem geta þakið plánetuna alla svo mánuðum skiptir. Gróðurhúsaáhrif eru afar lítil á Mars og ná aðeins að hækka hitastigið um 5°C. Lofthjúpurinn er svo þunnur að varmi frá hlýnun yfirborðsins vegna sólarljóssins sleppur fljótt út í geiminn.

Braut Mars er mjög sporöskjulaga sem veldur hitamun sem nemur um 30°C milli sólnándar og sólfirrðar. Meðalhitinn á Mars er um -50 til -70°C. Yfirborðshitinn sveiflast mikið milli sumars og vetrar og getur hann verið allt frá -170°C upp í a.m.k. +10°C.

Mars hefur líklega stórt en afar veikt segulsvið sem geimfarið Mars Global Surveyor uppgötvaði stuttu eftir að það komst á braut um Mars. Þetta getur veitt okkur mikilvægar upplýsingar um innviði Mars, fyrri sögu lofthjúpsins og hugsanlegt fornt líf".

 ---

Halldór. Væntanlega hafa verið jöklar á Mars fyrir milljónum ára sem mótað hafa landið svipað og Ísland.  Þess vegna ætti að vera þar jökulruðningur með ávölum steinum, eins og við þekkjum víða hér á landi, m.a. í malarnámum. Plönturnar þurfa koltvíoxíð, fljótandi vatn og birtu til að geta þrifist. Nóg er af koltvíoxíðinu. Gaman væri ef hægt væri að gæða plánetuna lífi með harðgerðum gróðri. Hver veit nema það takist einhvern tíman... Þessu hefur The Mars Society mikinn áhuga á.

Ágúst H Bjarnason, 2.6.2008 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband