Gríðarlegur sólblossi 1. september. Bilanir í fjarskiptakerfum...

 

Sólblossinn 2006

 

Milljarðar tonna af efni þeyttust í átt til jarðar 1. september og orsökuðu verulegar bilanir í fjarskiptakerfum. Gríðarleg norðurljós sáust víða um heim, jafnvel á Kúbu samkvæmt fréttum 1859. Fjarskiptalínur loguðu í neistaflugi og tæknimenn fengu hressileg rafmagnsstuð. Ritsímabúnaður stóð sums staðar í ljósum logum.

Ótrúlegt, en satt. Þetta gerðist reyndar ekki í gær, heldur fyrir nákvæmlega 150 árum, þ.e. í september 1859. Atvikið er kennt við Carrington.

Sem betur fer voru fjarskiptakerfin ennþá mjög frumstæð. Einfaldir ritsímar sem voru lítið annað en morselykill, rafhlaða og símalína. Á viðtökustað skrifaði penni morsetáknin á pappírsræmu. Samt varð þetta einfalda fjarskiptakerfi víða óvirkt í nokkrar klukkustundir.

severespaceweatherimpacts.jpgHefði þessi atburður átt sér stað í dag, þá hefði tjónið orðið gríðarlegt. Helst mætti líkja því við hamfarir.

Nýlega var gefin út löng skýrsla um þessa vá: Severe Space Wether Events - Understanding Social and Economic Impacts. Workshop Report

Í skýrslunni stendur meðal annars: "The total economic impact in the first year alone could reach $2 trillion, some 20 times greater than the costs of a Hurricane Katrina...".  Þetta er enginn smá kostnaður: 2.000.000.000.000 dollarar, og það bara í Bandaríkjunum. Svona sólblossi, eins og Carrington blossinn árið 1859, gæti komið hvenær sem er. Afleiðingarnar gætu orðið skelfilegar fyrir efnahag heimsins.

Myndin efst á síðunni sýnir nokkuð stóran sólblossa. Sjá hér.

Góð grein um sólblossa er á Stjörnufræðivefnum.

Þessa 130 blaðsíðna skýrslu má nálgast t.d. hér (13 Mb að stærð). Einnig er hægt að kaupa hana hjá Amazon.

Trúlega er einfaldast að hlaða skýrslunni niður með því að smella  hér.

Áður hefur verið fjallað um þessi mál og Carrington sólblossann hér: "Öflug sólgos geta haft afdrifaríkar afleiðingar á jörðu niðri...",   og í athugasemdunum hér.   Einnig má lesa um Carrington sólblossann á vefsíðu NASA hér. Umfjöllun um þessa 130 blaðsíðna skýrslu er hér á vefsíðu NASA.  Sjá einnig afmælisgrein á vefsíðunni www.Spaceweather.com.

 

Hvað sem öðru líður, þá á Carrington sólblossinn 150 ára afmæli í dag Wizard

 

 Mynd frá National Geographic um Stereo geimförin:

 
 
 
 
Fallegar nærmyndir af sólinni frá SOHO NASA:
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is)

Og fyrir þá sem vilja fræðast aðeins um sólblossa á íslensku.

http://www.stjornuskodun.is/solblossar

Stjörnufræðivefurinn (www.stjornufraedi.is), 2.9.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég mæli eindregið með Stjörnufræðivefnum.

Ágúst H Bjarnason, 2.9.2009 kl. 20:09

3 identicon

Í kvikmyndinni "The Knowing" er inntakið einmitt gríðarlega öflugur sólblossi (eða gos) og afleiðingarnar fyrir lífið á jörðinni ... skreytt með kenningunni að guðirnir hafi verið geimfarar.

Ég hafði nokkuð gaman af þessari mynd, ekki síst svakalega flottum tæknibrellum, þótt endirinn sé heldur betur umdeilanlegur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 09:47

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Magnað, takk fyrir.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.9.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Af hverju var besta sumar ever í Biskupstungum í sumar. Hlýindin og berjasprettan einstök.  Kemur næsta sumar kannski ekki ?

Halldór Jónsson, 3.9.2009 kl. 22:13

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll frændi:  Sólblossinn var 1. september árið 1859.     Þú hefur kannski ætlað að kommentera við færsluna um sólblettina sem er hér næst á eftir?

Ágúst H Bjarnason, 3.9.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 762154

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband