Siglingar um "Norð-austur siglingaleiðina" yfir heimskautasvæðið eru mun meiri en almennt er vitað...

Norð-austur siglingaleiðin
Adolf Erik Nordenskjöld barón sigldi Norðaustur leiðina fyrstur manna árið 1879. Rússar hafa notað þessa siglingaleið mikið frá árinu 1934. Fyrir fáeinum vikum flaug sú frétt um allan heim að þessi siglingaleið væri að opnast, og að kaupskip hefðu siglt þar um í fyrsta sinn. Fréttin var ættuð frá skipafélaginu sem átti skipin og birt gagnrýnislaust í fjölmiðlum heimsins.
 
Skoðum málið nánar. Sjálfsagt verða margir dálítið hissa við lesturinn...
 
Norð-austur siglingaleiðin (rauð) er mun styttri en hin hefðbundna siglingaleið (gul) milli Evrópu og t.d. Japan, eins og sést á efstu myndinni.
 
Um Nordenskjöld var fjallað lítillega í athugasemdum pistilsins"Hafísinn í ár 23% meiri en árið 2007", hinn 18 september síðastliðinn. Þar er birt eftirfarandi mynd mynd af frétt New York Times árið1901 um andlát Nordenskjölds og þetta afrek hans árið 1879. Um ævi Nordenskjölds má til dæmis lesa hér.
 
nordenskjold-article-small_920444.jpg

 
Víkur nú sögunni að siglingum Rússa sem hófust nokkrum áratugum síðar. Um þessar siglingar er fjallað í stuttri grein í The Register sem nefnist "Media 're-open' North Eastern Passage",sem útleggja má sem "Fjölmiðlar opna aftur Norð-austur siglingaleiðina".
 
Greinin byrjar þannig: "One of Russia's commercial maritime trade routes for the past 70 years has been "re-opened" by a press hungry for dramatic Global Warming scare stories - but who failed to check the most basic facts..."
 
Síðan segir nokkru aftar: "Since the 1930s the route has seen major ports spring up, carrying over 200,000 tons of freight passing through each year, although this declined with the fall of the Soviet Union".
 
Skoðum nú stórmerka grein frá apríl 1993 í kanadíska blaðinu The Northern Mariner (Canadian Nautical Research Society). Hvergi er í þessari grein minnst á hlýnun lofthjúps jarðar og minnkandi hafís, enda var það ekki í tísku þegar greinin var skrifuð. Þar kemur fram að vöruflutningar hafi numið yfir 5.000.000 tonnum árlega þegar mest var:
 
Fjallað er ítarlega um siglingar Rússa í grein eftir Jan Drent sem nefnist Commercial shipping on the Northern sea route, og er hægt að sækja sem pdf skjal með því að smella hér.
 
Þetta er mjög merkileg grein.  Þar má meðal annars sjá þessa töflu sem sýnir hve gríðarlega umfangsmiklir vöruflutningar hafa átt sér stað á árunum 1935 til 1987. Það er enn merkilegra að á þessu rúmlega hálfrar aldar tímabili var kuldatímabil sem við nefnum stundum hafísárin. Að sjálfsögðu notuðu Rússar sérstaklega styrkt flutningaskip fyrir þessar ferðir, enda ekki neinir viðvaningar.
 
 
 Taflan sýnir hvernig vöruflutningar jukust með árunum frá 1935 til 1987. Eftir fall Sovétríkjanna dró úr þessum flutningum. Takið eftir að taflan sýnir siglingar á tíu ára fresti og að t.d. árið 1980 námu vöruflutningarnir 4.951.000 tonnum.
Jafnvel á hinum köldu "hafísárum" hafa vöruflutningar verið verulegir.
 
 
sa-15.jpg

 Gámaflutningaskip á siglingu í september 1991.
Í greininni kemur fram að þetta ár hafi flutningar numið 4,9 miljónum tonna"...when there were more than nine hundred voyages by some two hundred ships" (bls. 7).

Á blaðsíðu 15 í greininni sem skrifuð er árið 1993 stendur:
"Annual cargo traffic between northern Europe and the Far East is currently about thirty million tonnes. Just over one million is carried on the Trans-Siberian Railway, and 216,000 on the Northern Sea Route. ... During this century commercial use of the Northeast Passage has become well established. Thus far shipping has consisted largely of domestic traffic along the northern coast. The development of a viable navigation route by the Russians has been achieved through a lengthy and sustained effort. Will this now lead to regular international use of the Northern Sea Route for both transits and trade with Siberia and north European Russia? This question could become one of the most interesting in world-wide trade at the turn of the century and beyond".
 
 --- --- ---
 
 
Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu:
 
Utanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp til að fjalla um opnun norð-austur siglingaleiðarinnar fyrir Norðurheimsskautið og mikilvægi hennar fyrir Ísland.

Ákvörðunin helgast m.a. af því að flestum vísindamönnum sem fjallað hafa um áhrif hlýnandi veðurfars á norðurslóðum ber saman um að draga muni verulega úr ís á siglingaleiðunum fyrir Norðurskautið á næstkomandi áratugum. Samkvæmt sumum spám, er talið að siglingaleiðin fyrir Norður-Rússland kunni að verða opin óstyrktum skipum í a.m.k. tvo mánuði á sumrin innan fimm ára og jafnvel í fjóra til sex mánuði árið 2015.

Ísland hefði mikinn efnahagslegan ávinning af opnun norð-austur siglingaleiðarinnar og opnar hún möguleika á birgðastöð og umskipunarhöfn á Íslandi fyrir flutninga milli Austur-Asíu og ríkja við Norður-Atlantshaf.

Þess er vænst að starfshópurinn, sem lúta mun forystu utanríkisráðuneytisins, taki saman greinargerð um efnið fyrir haustið 2004.

Nánari upplýsingar er að finna í viðhengi.


Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 19. september 2003.

Það er nú svo, og svo er nú það... eins og einhver sagði...
 
--- --- ---
 
 
Ágæti lesandi: Kom þér eitthvað á óvart við lestur þessa pistils um Norð-austur siglingaleiðina? Auðvitað með hliðsjón af umræðunum undanfarin ár....
 
 
Lesið hina stórmerku grein  Jan Drent  "Commercial shipping on the Northern sea route" í The Northern Mariner:

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hérna er þróun hafíss á Norðuskautinu frá 1979, bara svona til að það sé með. Og nei það kom ekkert á óvart við lestur þessa pistils ;)

Hafísútbreiðsla í september frá 1979-2009 sýnir stöðuga hnignun (mynd National Snow and Ice Data Center - NSIDC).

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli

Lastu allar 17 blaðsíðurnar í greininni sem pistillinn fjallaði um? Vissir þú um allar þessar skipaferðir og miklu vöruflutninga síðustu 70-80 ár?

  jandrent-northernsearoute_0.pdf

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekki einu sinni þessi orð úr þessum 17 blaðsíðum komu á óvars: "They are also looking at the potential offered by new ship designs (possibly submersibles) and improved icebreaker technology. Another long-term consideration is how global warming will affect ice conditions"

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli

Finnst þér nokkuð athugavert í ljósi þesarar greinar í The Northern Mariner / Le marin du nord við fréttirnar sem birtust í fjölmiðlum fyrir nokkrum vikum. Sjá til dæmis frétt BBC hér:
http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/8251914.stm

Frétt BBC byrjar svona: "Two German merchant ships are sailing from Asia to Europe via Russia's Arctic coast, having negotiated the once impassable North East Passage...."

Nokkuð athugavert?

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Úr fréttinni: "The passage became passable without ice breakers in 2005". En  einnig er hægt að benda á grein af Wikipedia, þar sem sagt er frá Northeast Passage og ýmsum leiðangrum þar í gegn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 11:58

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mjög óvenjuleg grein birtist á vef BBC föstudaginn 9. september.  Maður er ekki vanur greinum í þessum anda á vef BBC

 British Broadcasting Corporation

 http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8299079.stm

What happened to global warming?

By Paul Hudson
Climate correspondent, BBC News



Planet Earth (Nasa)
Average temperatures have not increased for over a decade

This headline may come as a bit of a surprise, so too might that fact that the warmest year recorded globally was not in 2008 or 2007, but in 1998.

But it is true. For the last 11 years we have not observed any increase in global temperatures.

And our climate models did not forecast it, even though man-made carbon dioxide, the gas thought to be responsible for warming our planet, has continued to rise.

So what on Earth is going on?...

MEIRA á vef BBC...

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2009 kl. 14:52

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Föstudaginn 9. október, ekki 9. september

Ágúst H Bjarnason, 10.10.2009 kl. 14:54

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Já, fróðleg grein, sem reyndar kemur inn á fleiri hliðar en þú nefnir Ágúst. Einnig er sagt þarna frá því að vísindamenn frá MetOffice bendi meðal annars á náttúrulegar sveiflur þegar kemur að því að útskýra afhverju hitastig stígur ekki jafnt og þétt ár frá ári; tilvitnun úr fréttinni, "The UK Met Office's Hadley Centre, responsible for future climate predictions, says it incorporates solar variation and ocean cycles into its climate models, and that they are nothing new".

Það er vitað mál að 1998 og einnig 2005 samkvæmt sumum gögnum eru talin heitustu ár frá því mælingar hófust, en það er þó ekki svo að við getum bara miðað við hæsta gildi og dregið ályktanir út frá því að hitastig sé að lækka, það þarf að skoða trendið. Mig langar að benda á ágæta grein af Loftslag.is, þar sem komið er inn á þessa mýtu um að hitastig sé að lækka, sjá hér.

Annað fróðlegt sem ég tók eftir í textanum úr fréttinni var eftirfarandi: "To confuse the issue even further, last month Mojib Latif, a member of the IPCC (Intergovernmental Panel on Climate Change) says that we may indeed be in a period of cooling worldwide temperatures that could last another 10-20 years." Það er ágætt myndband á Loftslag.is, þar sem komið er inn á akkúrat þessi orð og túlkun sumra á þeim Mojib Latif, sjá hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 15:26

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig lítur grafið út sem þú sýnir svatli frá 1930-2008?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 15:47

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gjörðu svo vel Gunnar, hér er eitt sem kemur inn á tímabilið frá 1900-2005, ásamt útskýringum á grafinu, hér:

 http://arctic.atmos.uiuc.edu/cryosphere/IMAGES/seasonal.extent.updated.jpg

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 16:02

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er ekki eins sláandi trend

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 17:05

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ekki gera of lítið úr þessu Gunnar, það sést þó nokkuð vel á þessu grafi að framan af öldinni er þokkalegt jafnvægi, þó að sjálfsögðu komi náttúrulegar sveiflur inn. Eftir um það bil miðja öldina fer þó heldur að halla undan fæti. Ef þú skoðar t.d. sumarlágmarkið, þá hefur það samkvæmt þessu grafi hér að ofan (ath. 10) farið úr u.þ.b. 11 miljónum ferkílómetra framan af öldinni, niður í tæplega 8 miljón ferkílómetra, sem er um 27% minni útbreiðsla, á ekki lengri tíma. Fyrir utan að það vantar árin 2007, 2008 og 2009 á þetta graf, sem eru þau ár sem útbreiðsla hafíss var minnst. Svo ekki sé minnst á að ísinn er almennt talinn vera að þynnast frá því áður var, sjá t.d. hér og hér.

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 17:46

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

É hélt einmitt að útbreiðsla hafíis hefði aukist 2007-9

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 18:16

14 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar skoðaðu athugasemd 1. Þá sérðu trendið

Sveinn Atli Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 18:27

15 identicon

Fróðlegt að fylgjast með skoðanaskiptum hérna. Sérstaklega athyglisvert að greina ummæli, kannski 2-3 aðila, sem virðast vera miklir áhugamenn um að heimsendaspá. Þetta eru náttúrulega kjánar en þeir  um það

  Sérstaklega tekur maður eftir að ef það hentar þeim, þá nota þeir stutt tímabil, og síðan löng tímabil, þegar "það á við"!?

  Þegar t.d. spár sem þeir trúa á bregðast, þá byrja þeir upp á nýtt, og segja að þetta sé allt eðlilegt vegna náttúrulegra sveiflna.......

   Eina trendið sem hægt er að sjá hjá þeim, að ef það hlýnar þá er það af manna völdm, og ef það kólnar þá eru það náttúrulegar sveiflur!!!!!!!!!!!!!!!!

      ......Hvað er í gangi......persónulega á ég aldrei eftir að taka umhverfissina eins og þeir birtast hér alvarlega. Hinir sem rugla ekki, þá mun ég hlusta þá, svona verður það að vera því ég ber allt of mikla virðingu fyrir umhverfinu til að hlusta ekki á vitle........

Jóhannes (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 02:58

16 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eitt af því fjölmarga, sem ég á erfitt með að skilja í öllu þessu er þetta: Hvað er vandamálið? Hvað gerir það til ef þessi endurhlýnun og uppsveifla í hitastigi er eitthvað allt annað en allar hinar upp- og niðursveiflurnar undanfarnar aldir og árþúsundir (sem ekkert bendir þó til)?  Hvað gerir það til ef hitastig fer aftur að líkjast því sem var fyrir síðustu "litlu ísöld", t.d. á tímum víkinga, eða jafnvel enn hlýrra, svo sem var á tímum Grikkja og Rómverja, þegar núverandi sandöldur Norður- Afríku voru enn kornforðabúr Rómaveldis og vínrækt var enn stunduð við Hadríanusarmúrinn á landamærum Skotlands jafnframt því að íslenskir jöklar voru margir aðeins snjóskaflar. Ég sé ekki að það væri neitt stórt vandamál að hiti hækkaði, jafnvel samkvæmt allra "svörtustu" spám um allt að fjórar gráður, þannig að við næðum aftur því hitastigi sem ríkti á hinu Atlantíska skeiði bórealska tímans, skömmu áður en fyrstu pýramídar Forn- Egypta fóru að rísa. Ég hef aldrei getað skilið af hverju heimsendaspámenn fara ekki aftur í söguna í stað þess að einblína á tölvulíkön.

Ef þetta gerist mun uppgufun að sjálfsögðu aftur stóraukast úr höfunum og gufuhvolfið sem heild verður aftur miklu rakara, þannig að úrkoma verður aftur meiri og eyðimerkur, sem hafa verið að skrælna hvarvetna í 6-7 þúsund ár munu aftur gróa upp. Yfirborð sjávar mun vafalust hækka um fáeina sentimetra en meginjöklar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðnuðu ekki á bóreölskum tíma og munu því að sjálfsögðu heldur ekki bráðna ef þessi uppsveifla er eitthvað annað en allar hinar og heldur áfram. 

Ég er hér að tala um sögulegar staðreyndir. Ég treysti þeim betur en útreikningum heimsendaspámanna úr tölvulíkönum. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 11.10.2009 kl. 04:41

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þessi pistill átti nú að snúast um gríðarmiklar siglingar og vöruflutninga Rússa á Norðaustur siglingaleiðinni, sem að miklu leyti voru áður en meint hnatthlýnun byrjaði.

Í ljósi þessa hlýtur fréttin sem birtist víða um heim fyrrihluta septembermánaðar að vera nokkur undarleg. Þessi frétt frá Reuters birtist víða um heim og einnig í Morgunblaðinu:

-

//
"Erlent | mbl.is | 12.9.2009 | 09:48

Söguleg ferð um Norðausturleið

 Rússneska rannsóknaksipið  Akademík Fjodorov á siglingu um íshafið.

 Rússneska rannsóknaksipið Akademík Fjodorov á siglingu um íshafið. Reuter

Tvö 12.700 tonna, þýsk flutningaskip, Beluga Fraternity og Beluga Foresight, hafa nú lokið sögulegri ferð um hina svonefndu Norðausturleið en þá er siglt norðan við Rússland. Yfirleitt er hún ófær vegna íss en mögulegt að nota hana núna að sumarlagi.

Skipin, sem bæði eru sérstaklega byggð til að þola ís, sigldu frá Evrópu með farm til bæjarins Jambúrg í norðanverðri Síberíu og fóru tveir rússneskir ísbrjótar á undan. Skipin komu í höfn sl. mánudag. Hækkandi hitastig hefur brætt mikið af ísnum á leiðinni undanfarin ár en hún er þó enn varasöm vegna stakra ísjaka.

 Ef siglt er norðan við Rússland til að koma vörum til Japans og annarra Austur-Asíulandi er leiðin um 5000 km styttri en leiðin um Súesskurð og Indlandshaf. Útgerðin segist spara um 300 þúsund dollara á skip með því að velja Norðvesturleiðina. Rússar taka ákveðið gjald af skipunum og einnig þóknun fyrir aðstoð ísbrjótanna.

 Enn er talið nokkuð í land áður en leiðin verði almennt notuð. Fyrst var reynt að sigla þessa leið árið 1553 en breski sæfarinn Sir Hugh Willoughby og menn hans fórust í ferðinni".

 http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/09/12/soguleg_ferd_um_nordausturleid/

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 07:41

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þar sem menn hafa þegar farið út af sporinu og eru farnir að ræða um loftslagsbreytingar, hvort sem þær eru nú af völdum náttúrunnar eða manna, þá ætla ég að leyfa mér að fjalla um stutta grein sem birtist 9. október á vefnum World Climate Report.

Grinarkornið nefnist The ups and Downs og Methane og er hér.

Greinin fjallar um styrk metans í andrúmsloftinu, en metan á að vera 25 sinnum áhrifameira gróðurhúsgas en koltvísýringur, en er þó í miklu minna magni.

Það sem vekur athygli er að metan hefur ekkert aukist í u.þ.b. áratug, jafnvel minnkað sum árin.

--- --- ---

"One of the indisputable facts in the field of global climate change is that the atmospheric build-up of methane (CH4) has been, over the past few decades, occurring much more slowly than all predictions as to its behavior (Figure 1). Since methane is a particularly potent greenhouse gas (thought to have about 25 times the warming power of CO2), emissions scenarios which fail to track methane will struggle to well-replicate the total climate forcing, likely erring on the high side—and feeding too much forcing into climate models leads to too much global warming coming out of them.

 

 Figure 1. Atmospheric methane concentrations, 1985-2008, with the IPCC methane projections overlaid (adapted from: Dlugokencky et al., 2009)

Figure 2 shows the year-over-year change in the methane concentration of the atmosphere, and indicates not only that the growth rate of methane has been declining, but also that on several occasions during the past decade or so, it has dropped to very near zero (or even below) indicating that no increase in the atmospheric methane concentration (or a even a slight decline) occurred from one year to the next.

 

 Figure 2. Year-to-year change in atmospheric methane concentrations, 1985-2008, (source: Dlugokencky et al., 2009)

This behavior is quite perplexing. And while we are not sure what processes are behind it, we do know one thing for certain—the slow growth of methane concentrations is an extremely cold bucket of water dumped on the overheated claims that global warming is leading to a thawing of the Arctic permafrost and the release of untold mega-quantities of methane (which, of course, will lead to more warming, more thawing, more methane, etc., and, of course, to runaway catastrophe)..."

...

...

Reference

Dlugokencky, E. J., et al., 2009. Observational constraints on recent increases in the atmospheric CH4 burden. Geophysical Research Letters, 36, L18803, doi:10.1029/2009GL039780".

MEIRA hér á síðu  World Climate Report

Hvernig ætli standi á þessari undarlegu hegðun metans?

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 08:01

19 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Það sést eflaust best á þessum fréttum um siglingaleiðirnar að best er að skoða áreiðanlega fjölmiðla - að skoða mbl.is sem yfirleitt er bara léleg þýðing á fréttum utan úr heimi hefur gert það að verkum að þú gerir alltof mikið úr þessum fréttum. Eins og Sveinn Atli bendir á þá segir í erlendum fréttum: "The passage became passable without ice breakers in 2005". Mér sýnist því að þar liggi hundurinn grafinn.

Hitt þykir mér undarlegra að bæði þú og Gunnar skuluð hér í raun og veru halda því fram að það sé ekki að hlýna (reyndar undir rós, með því að halda því fram að hafísinn sé ekki óvenjulega lítill nú) - sérstaklega þegar þið komið síðan með yfirlýsingar bæði hér og annars staðar að það sé augljóst að það sé að hlýna og að þið hafið aldrei haldið öðru fram

Hvað segiði þið eiginlega, er að hlýna eða ekki í ykkar huga?

Höskuldur Búi Jónsson, 11.10.2009 kl. 09:00

20 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góðan dag Höskuldur Búi.

Þú spyrð hvort að í mínum huga sé að hlýna eða ekki.

Svarið er einfalt.

Undanfarin sjö ár sýna áreiðanlegar mælingar, bæði hefðbundnar og frá gervihnöttum, að ekkert hefur hlýnað á því tímabili.

Vefur BBC sagði reyndar síðastliðin ellefu ár. Það finnst mér þó umdeilanlegt.  http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8299079.stm

Þar til fyrir sjö árum (eða ellefu skv. BBC) hlýnaði smávegis í nokkra áratugi. Líklega á náttúran allnokkurn þátt í þeirri hlýnun, alveg eins og oft áður.

 

                                        (Mynd er héðan)

Spurningu svarað með hreinni samvisku

 ---

Varðandi siglingarnar: Í frétt Morgunblaðsins 12. september s.l. stendur "Skipin, sem bæði eru sérstaklega byggð til að þola ís,...". Rússnesku flutningaskipin sem hófu siglingar árið 1934 voru að sjálfsögðu einnig sérstaklega styrkt. Voru sérstakir ísbrjótar með þeim í för? Kannski stundum, en ekki alltaf.  Vissulega eru skipin kölluð "icebreaking cargo ships".

Sjá hér á EU referendum: "SA-15 type multipurpose icebreaking cargo ship of the Norilsk class. Nineteen were built for the Soviet Union between 1982-1987 at Finnish shipyards Wärtsilä and Valmet".

Hvernig var það annars; var ekki rússneskur ísbrjótur með í för skipanna frá Beluga-Fraternity skipafélaginu s.l. sumar?

Annars fór þýska skipið Komet þessa leið árið 1940, þannig að Beluga skipin voru ekki fyrstu þýsku skipin, hvað þá "evrópsku".

Sjá aðra grein á EU Referendum A Triumph for Propaganda.

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 09:35

21 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höskuldur: Hvað segir þú um breytingar í styrk metans í andrúmsloftinu, sem kemur fram í athugasemd #18?  Hver er skýringin? 

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 09:41

22 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jóhannes og Vilhjálmur, þetta hefur ekkert með trúarbrögð að gera, heldur eru vísindaleg rök með því að hitastig sé að hækka vegna hærri styrks gróðurhúsalofttegunda, og þá sérstaklega koldíoxíðs. Persónulega tel ég ekki heimsenda vera í sjónmáli, en þegar við með vísindalegum aðferðum erum farin að sjá ákveðna leitni hitastigs og við þekkjum fræðin á bakvið gróðurhúsaáhrifin þá finnst mér að við verðum að taka ábyrgð á því og endurskoða hvernig við göngum um plánetuna. Ég tel að við höfum alla burði til að ná árangri í þeim efnum, þó að það þurfi að kljást við ákveðna fordóma í þessum efnum.

Ágúst, þessi pistill hefði getað orðið mjög fróðlegur, þar sem efnið er skemmtilegt. En þá hefðir þú þurft að sleppa þeim undirtóni í færslunni að  ísþekjan hljóti að hafa verið minni áður, þar sem að eins og þú sjálfur segir er ekki aðalmálið. Og ef það var aðalmálið, þá hefðirðu þurft að færa rök fyrir því, sem þú gerðir ekki...

Annars er það rétt hjá þér Beluga skipin fengu fylgd ísbrjóts, einhverra hluta vegna, en mér skilst á því sem ég hef skoðað að það sé yfirleitt þannig að skip þurfi að hafa ísbrjót með í för og að þess vegna sé þetta ákveðin áfangi að geta silgt án aðstoðar ísbrjóts.

Í sambandi við metanið, þá er örlítill fróðleikur um það á heimasíðu NCDC, sjá hér. Líftími þess í andrúmsloftinu er tiltöllulega stuttur, um 10-12 ár og samkvæmt NCDC, þá hefur styrkur þess ekki stigið síðan 1990.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 10:33

23 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst:

Hlýnun: Ég er nýbúinn að klára langa færslu þar sem ég fer í saumana á því hvort jörðin sé að hlýna, þú getur skoðað hana hér: Blogg: Er jörðin að hlýna? og endilega komdu með athugasemd ef þú sérð eitthvað athugavert þarna.

Siglingar: Mér finnst saga siglinga um norðurskautið áhugavert efni, en ég hef ekki kynnt mér það nægilega vel - hitt er þó ljóst að ísinn hefur verið í einstöku lágmarki síðastliðin þrjú ár og útlit fyrir að það haldi áfram, sjá hér: Frétt: Sumarbráðnun hafíss á Norðurskautinu sjá einnig þessa athyglisverðu mynd sem Sveinn bendir á hér fyrir ofan.

Metan: Ég held að það komi ekkert nýtt fram í þessari bloggfærslu sem þú vísar í - sýnist allavega myndirnar vera svipaðar og úr IPCC skýrslunum 2007 (nema hvað þessi gögn ná lengra). Hlutverk þessarar færslu er því fyrst og fremst að sýna fram á að IPCC hafi ofáætlað aukningu metans í skýrslunni árið 2001, getur vel verið að það sé rétt - hef ekki skoðað þá skýrslu í smáatriðum. Hitt er þó annað að það er góðs viti ef metan er ekki að aukast gríðarlega - því sú gróðurhúsalofttegund er mjög áhrifarík.

Höskuldur Búi Jónsson, 11.10.2009 kl. 10:36

24 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Tilvitnun í Wikipedia greinina sem þú bendir á í athugasemd 20 Ágúst:

With assistance from Soviet icebreaker Lenin, she passed through the several Arctic Ocean passages in August. She later also received help from Joseph Stalin. In early September, the Komet crossed the Bering Straits into the Pacific Ocean.

Ég get ekki betur séð an að skipið hafi fengið aðstoð 2 ísbrjóta, og svo kostaði ferðin einhver býsn vegna þess m.a. að það þurfti að borga fyrir aðstoð ísbrjótanna.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 10:43

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svatli. Þú skrifar:

"Ágúst, þessi pistill hefði getað orðið mjög fróðlegur, þar sem efnið er skemmtilegt. En þá hefðir þú þurft að sleppa þeim undirtóni í færslunni að  ísþekjan hljóti að hafa verið minni áður, þar sem að eins og þú sjálfur segir er ekki aðalmálið. Og ef það var aðalmálið, þá hefðirðu þurft að færa rök fyrir því, sem þú gerðir ekki..."

Nú verð ég að viðurkenna að ég kem af fjöllum varðandi þennan "undirtón". Einhvernvegin hélt ég að ég hefði einmitt verið að meina að íþekjan hljóti að hafa verið meiri áður, minnstist meira segja tvisvar á "hafísárin" svokölluðu.

Þú verður að fyrirgefa, en nú skil ég þig ekki...

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 11:36

26 identicon

Sæll Gústi.

Hér er skýrsla starfshóps utanríkisráðuneytisins um Norðausturleiðina.

http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/vef_skyrsla.pdf

Kveðja

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:53

27 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það sem þið eruð báðir á línunni og verið er að fjalla óbeint um hafið...

Hvað finnst ykkur félögum (og öðrum sem lesa þessar línur) um þessar myndir sem sýna breytingar á sjávarborði:

Myndirnar eru héðan og þar má sjá þær í fullri stærð.

Hver er þróunin undanfarin áratug eða svo?  Efri myndin sýnir "Global sea level" og neðri myndin "Annual change of global sea level".  Hvað segja þessar myndir okkur?

 

 Global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The thick line is the simple running 37 observation average, nearly corresponding to a running 3 yr average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 25 September 2009.

 

 Annual change of global sea level since late 1992 according to the Colorado Center for Astrodynamics Research at University of Colorado at Boulder. The data have been prepared by Dr. R. Steven Nerem (nerem@colorado.edu) and Dr. Eric W. Leuliette (leuliett@colorado.edu), and are described by Leuliette et al. (2004). The annual global sea level change is calculated as the difference between the average global sea level the last 12 months and the previous 12 months. The thick line represents the simple running 3 year average. The data shown above include the seasonal signal, and have been prepared using the inverted barometer technique (Inverted Barometer = -9.948 * (1013.3 - global average pressure). The inverted barometer does not have much apparent effect on the global mean sea level because the ocean as a whole is not compressible. Data from the TOPEX/Poseidon mission have been used before 2002, and data from the Jason-1 mission (satellite launched December 2001) after 2002. Time is shown along the x-axis as fractions of calendar years. Last diagram update: 25 September 2009.

Hvað finnst ykkur um þessa fullyrðingu:

"Are there any signs that sea level rise is speeding up? Hardly", sem er að finan á þessari vefsíðu World Climate Report.

Jæja, þetta var smá útúrdúr, en pistillinn fjallaði jú um siglingar á hafinu

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 11:55

28 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst, þetta er reyndar undirtónn sem ég áskynja í gegnum skrif þín í þessum pistli, þó þú segir það aldrei berum orðum. T.d. vitnar þú í eigin grein "Hafísinn í ár 23% meiri en árið 2007" hér og kemur ekkert inná þá breytingu sem orðin er frá því sem áður var, þ.e. að notkun ísbrjóta var nauðsynleg til að fara þessa leið. En ef þér finnst þetta oftúlkað hjá mér, þá verðurðu að afsaka það, en það er einnig hægt að lesa í það sem ekki er sagt og ekki er svarað.

En segðu mér hvað veldur því að ísþekjan er að minnka svo mikið sem orðið er, sérstaklega eftir aldamót, svo mikið að það er að opnast fyrir þann möguleika að fara leiðina án aðstoðar ísbrjóta? Það er breyting sem væri gott umfjöllunarefni í kjölfar þessa pistils...

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 11:57

29 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir ábendinguna um skýrslu Utanríkisráðuneytisins um Norðausturleiðina Guðmundur. Þetta er örugglega mjög fróðleg lesning.  http://www.utanrikisraduneyti.is/media/Utgafa/vef_skyrsla.pdf

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 11:59

30 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir Svatli. Ég viðurkenni fúslega að ég er alveg mát varðandi síðustu spurningu þína. Ef ég vissi svarið svo óyggjandi væri, þá fengi ég sjálfsagt Nóbelsverðlaunin, eða að minnsta kosti næstum 

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 12:03

31 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvaða frétt skyldi í augnablikinu vera sú mest lesna á vef BBC?

Most Popular Now

Traffic to this site is currently 41% above normal

Svarið er:

"What happened to global warming?"

http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/8299079.stm

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 12:24

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef það er einhver sérstakur "undirtónn" í skrifum Ágústs, þá er hann sá að hann spyr gagnrýnna spurninga. Það hefur hingað til ekki þótt verra í vísindum.... nema ef vera skyldi einhverntíma í fyrndinni þegar menn voru aflífaðir eða fordæmdir af kirkjunni fyrir slíkt.

En hvað með "undirtóninn" á Loftslag.is? Það þarf nú ekkert sérstakt tóneyra til að greina hann

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 12:25

33 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Það er mjög gott að þessi frétt af BBC er mikið lesin Ágúst, enda áhugaverð grein sé hún lesin í gegn

Varðandi undirtónin hjá okkur á Loftslag.is, þá erum við ekkert að fara í grafgötur með það að við erum að ræða málin á vísindalegum grunni, s.s. hvað hafa vísindin að segja um loftslagsbreytingar, þannig að það er gott að það þarf "ekkert sérstakt tóneyra" til að greina hann  

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 12:45

34 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Jæja, aðeins jarðbundnara á vef BBC:

 

"Iceland looks to serve the world

 

By Simon Hancock 
BBC Click

Since the financial crisis, Iceland has been forced to retreat back from high octane bubble living to nature.

Fortunately, there is a lot of that nature to retreat to.

It is a breathtaking world of volcanoes, endless prairies and ethereal winter landscapes.

Not, you might think, the most obvious place to stick millions of the world's computer servers which are, for all their uses, rather less attractive.

But the country now wants exactly that - to become home to the world's computing power.

Behind all the large internet companies lurk massive and ever growing data centres chock full of servers churning away.

Google for instance is thought to have around a million of the things, but even less IT intensive operations, banks for example, need hundreds of thousands of servers to store all their data....."

Meira...

 

Ágúst H Bjarnason, 11.10.2009 kl. 13:09

35 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það er svo magnað að alltaf þegar ég horfi til stjarnanna á kvöldin þá er mér hugsað til þín, takk enn og aftur fyrir skemmtilegt blogg, ég kommenta nú ekki alltaf enda ekki klár á þessu sviði en hef gaman af fræðuslunni. Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2009 kl. 15:28

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sáuð þið innslagið um Grænlandsjökul í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu í kvöld?

Ótrúlega vitlaust og rakalaust bull!

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2009 kl. 21:00

37 identicon

Svatli,

   Þú verður að afsaka, en mér finnst þú og t.d. Höski Búi,  og einhver einn annar ,sem linkar stundum inn á loftslag.is, vera ótrúlega óvísindalegir. Þó að þú fjallir um vísindaleg málefni tengdum loftslagi, þýðir það ekki að þú túlkir gögnin rétt, og án fordóma. 

     Eftir því sem fleiri fordæma þig, þýðir það ekki að fleiri og fleiri séu með fordóma gagnvart þínum málstað, heldur einfaldlega að þú ert á hálum ís, og engin skynsemi í því sem þú segir. 

              ......yfirlæti og vísindi hafa aldrei verið góður kokteill, ekki eyðileggja vísindin strákar við þurfum á þeim að halda!

Jóhannes (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 00:34

38 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gunnar. Ég horfði á fréttaaukann í Sjónvarpinu.

Þar kom fram að ekki væri ólíklegt að sjávarborð hækkaði um svo sem einn metra á þessari öld. Það jafngildir að jafnaði 10mm á ári. Það kom líka fram að nú væri bráðnunin töluverð.

Þessi núverandi bráðnun ætti að skila sér strax sem hækkun sjávarborðs. Ekki getur vatnið falið sig neins staðar.  Nú er það svo að vel er fylgst með sjávarstöðu, bæði með allmörgum landföstum mælibaujum og frá gervihnöttum (Topex/Poseidon & Jason). Skoðum nú aftur ferlana í athugasemd #27.  Efri myndin sýnir "Global sea level" og neðri myndin "Annual change of global sea level".  Það ætti að sjást vel á neðri myndinni hvað er að gerast nú varðandi breytingu á sjávarstöðu, en það þarf miklu betri sjáendur en mig til að greina nokkra aukningu á hækkun sjávarborðs. Mér sýnist jafnvel eitthvað annað vera á ferðinni.

Hvers vegna treysta menn betur einhverjum tölvulíkönum en beinum mælingum?

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 06:45

39 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 Mér sýnist líka að 7 metra hækkunin sem talað er um í innslaginu sé þarna lifandi sprottin fram úr hinni arfavitlausu mynd Al Gore. Staðhæfing sem ekki stenst og var leiðrétt um síðir þó ekki hefði það farið hátt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 07:13

40 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég sem hélt að rætt hefði verið um 1 metra en ekki 7 metra í fréttaaukanum.  Nú eru 7 metrar á öld sama og sjö sentímetrar eða 70 mm á  ári.  Mér sýnist meðalhækkun undanfarinna ára (frá um 2003) vera því sem næst 2 mm á ári skv. neðri ferlinum í athugasemd #27 hér fyrir ofan.

Eru einhverjir sem sjá annað?

Það er mikill munur á 2mm á ári og 10 mm á ári, hvað þá 70 mm á ári.

Sé jökullinn virkilega að bráðna svona hratt, hvað verður þá um allt vatnið?

Getur verið að vatnið sé að safnast saman í sýndarveröld tölvulíkananna sem takkastjórarnir hafa smíðað og eru að leika sér að? . Vonandi er það vel geymt þar svo það leki ekki út.

Án gamans, hvers vegna lesa menn ekki af þeim mælum sem til eru og sýna raunverulegar breytingar á sjávarstöðu áður en þeir opna munninn til að bulla? 

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 07:53

41 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þessir sjö metrar á ári eru einfaldlega útreikningar á því sem myndi gerast ef allur jökullinn myndi bráðna (það er enginn að halda því fram að það gerist á næstu 100 árum).

Ef þið hafið fylgst með þættinum þá hefðuð þið átt að heyra að vísindamenn telja að á næstu öld þá hækki sjávarstaða um 0,5-1,3 m.  0,4 m þykir nægilega mikið til að hrekja um 7-10 milljónir manna á flótta við Bengal-flóa.

Frá 1997-2007 var sjávarstöðuhækkun um 3,4 mm á ári - áratugina þar á undan sirka 1,7 mm á ári.

Höskuldur Búi Jónsson, 12.10.2009 kl. 08:16

42 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

(Ég varð að framlengja athugasemdatímann sem var víst liðinn :-)

Höski Búi. Nú erum við að skoða hækkun sjávarborðs þessa stundina vegna þess að vísindamennirnir voru að segja, ef ég skildi þá rétt, að jökullinn væri byrjaður að bráðna hratt. Þess vegna er áhugavert að skoða hækkun sjávarborðs allra síðustu ár. Vatnið frá jöklinum hlýtur að skila sér strax til sjávar.


Hve mikil er því árleg hækkun að meðaltali frá því um 2003? Við getum notað upplýsingar frá University of Colorado at Boulder http://sealevel.colorado.edu/

(þar kemur fram meðalhækkun 3,2mm +/- 0,4mm frá 1993-2009)

  • Click here to download the entire data series since 1992.

  • Click here to read about details of calibration.

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 08:43

43 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Er ekki töluverður munur á þessum 3,2 mm á ári undanfarið og 1,7 mm á ári frá áratugunum þar á undan (sirka 1900-1997)? Gott ef þetta er ekki lítilsháttar aukning (reyndar er það að mestu vegna varmaþennslu en hvað um það )

Þú heldur þessu kannski opnu fram á þriðjudagskvöld - hef ekki tíma til að kíkja á þetta fyrr en þá. 

Höskuldur Búi Jónsson, 12.10.2009 kl. 09:11

44 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er rétt hjá Höska, þetta miðaðist við ef allur jökullinn bráðnaði. Bráðnaði allur Grænlandsjökull þegar veðurfar var hlýrra en svartsýnustu (bjartsýnustu ) spár gera ráð fyrir um þróun næstu alda og þarf ekki eitthvað annað en gróðurhúsaáhrif af mannavöldum til ef svo yrði?

Auk þess hef ég efasemdir um að hækkunin yrði 7m, þó allur jökullinn færi. Er ekki rúmmál íssins 9x meiri en vatns?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 09:17

45 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hefur þú einhverjar forsendur fyrir því að efast um stærð og ísmagn Grænlandsjökuls Gunnar? Undarlegt að slá einhverju svona fram án þess að koma með í það minnsta tilvitnun í einhverjar rannsóknir eða efni til að styðja fullyrðinguna...

En það er rétt sem m.a. Höski segir, Grænlandsjökull er ekki að fara að bráðna allur í náinni framtíð, en það er nú samt áhyggjuefni ef bráðnunin er meiri en ráð var fyrir gert í spám.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 10:08

46 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða fullyrðingu ertu að tala um, Svatli?

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 10:14

47 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hvað sem öðru líður, þá finnst mér endilega að þessi töluverða eða mikla bráðnun Grænlandsjökuls, sem á að vera hafin, hljóti að eiga sjást sem hraðari hækkun sjávarborðs. Þau merki eiga að hafa sést nú þegar, ef jökullinn er virkilega farinn að bráðna hraðar, því leysingarvatnið getur ekki falið sig neins staðar. Hvað finnst ykkur?

Til viðbótar þeim 3,2 mm á ári sem sjávarborð hefur mælst hafa hækkað þar til fyrir fáeinum árum, ætti að hafa bæst við vatnið frá Grænlandsjökli, þannig að nú ætti sjávarborð að hækka hraðar en 3,2 mm á ári.

Er það ekki?  Hver er árleg hækkun undanfarin fáein ár?    Meiri eða minni?     Mér sýnist 2 mm á ári.    Er mér að missýnast?  Hver er skýringin?



(Ísinn skreppur saman um því sem næst 9% við það að bráðna, en það er ekki nóg til að vatnið geti farið í felur einhvers staðar).

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 10:30

48 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég á við þessi orð þín Gunnar:

"Auk þess hef ég efasemdir um að hækkunin yrði 7m, þó allur jökullinn færi."

Þarna slærðu fram "fullyrðingu", eða sáir efasemdum um alla þá vísindamenn sem hafa gert útreikninga, um ísmagn Grænlandsjökuls. Persónulega finnst mér að svona orðum þurfi að fylgja einhver einhver smávægileg rök eða gögn.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 10:59

49 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef bráðnun frá Grænlandsjökli hefur ekki skilað sér í hækkun sjávarborðs getur það þýtt að jökullinn hafi bætt við sig á móti, vegna aukinnar úrkomu. En það sem gerist á Suðurskautslandinu held ég þó að sé afdrifaríkara fyrir sjávarborðið enda er þar allt miklu stærra í sniðum en á Grænlandi. Þar hefur kannski ekki verið sama hlýnunin og á Grænlandi nema á vissum svæðum.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.10.2009 kl. 12:34

50 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hér eru nokkur orð um jafnvægi eða ójafnvægi Grænlandsjökuls af Wikipedia, sjá nánar hér:

"Several factors determine the net rate of growth or decline. These are

  1. accumulation of snow in the central parts
  2. melting of ice along the sheet's margins (runoff) and bottom,
  3. iceberg calving into the sea from outlet glaciers also along the sheet's edges

IPCC[2] estimates in their third assessment report the accumulation to 520 ± 26 Gigatonnes of ice per year, runoff and bottom melting to 297±32 Gt/yr and 32±3 Gt/yr, respectively, and iceberg production to 235±33 Gt/yr. On balance, the IPCC estimates -44 ± 53 Gt/yr, which means that the ice sheet may currently be melting. The most recent research using data from 1996 to 2005 shows that the ice sheet is thinning even faster than supposed by IPCC. According to the study, in 1996 Greenland was losing about 96 km³ per year in mass from its ice sheet. In 2005, this had increased to about 220 km³ a year due to rapid thinning near its coasts,[24] while in 2006 it was estimated at 239 km³ per year [24]. At this rate of ice loss the Greenland ice sheet would melt in 11,900 years.[2] It was estimated that in the year 2007 Greenland ice sheet melting was higher than ever, 592 km3. Also snowfall was unusually low, which lead to unprecedented negative -65 km3 Surface Mass Balance.[25] If iceberg calving has happened as an average, Greenland lost 294 Gt of its mass during 2007 (one km3 of ice weights about 0.9 Gt)."

Ég feitletraði ýmislegt sem mér fannst athyglisvert þarna. Þetta er að sjálfsögðu ekki beint í grunnheimildirnar, en allavega er þetta ágætis grunnur í þessa umræðu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 13:34

51 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt málið Svatli, þetta er ekki fullyrðing heldur efasemd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 14:00

52 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gunnar: Þannig að þú heldur s.s. að þetta sé rangt reiknað hjá sérfræðingum þeim sem hafa reiknað þetta út með hjálp gervihnatta og bestu fáanlegu tækjum. Þegar öllu er velt upp, þá er þetta bara þín "skoðun" sem ekki er byggð á neinu sérstöku öðru en "af því bara". Jæja...þá veit maður það.

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 14:08

53 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Prófum að reikna:

Yfirborð sjávar er ~ 360.000.000 ferkílómetrar.

Ef árleg bráðnun er íssins á Grænlandsjökli er 360 rúmkílómetrar. (Góð afrúnnuð tala fyrir fyrstu lauslegu útreikningana. Ívið lægri en 592 km3 sem minnst er á Wikipedia fyrir árið 2007).

360km3  /  360.000.000km2  =  1/1.000.000 = 1 millimetri.

Sjávarborð ætti að hækka því sem næst um 1mm meira en venjulega vegna bráðnunar Grænlandsjökuls. Þetta er til viðbótar við hækkun sjávar vegna t.d. hitaþenslu.  Þetta var einfaldaði útreikningurinn.

-

Reiknum nú nákvæmar:

Skv. Wikipedia ætti aukning bráðnunar frá 1996 (96km3) til 2007 (592km3) að vera 592-96=496km2

Reiknum nákvæmar en áðan: 496km3/360.000.000 = 1,4 mm

Árleg hækkun sjávar ætti því að vera um það bil 1,4mm meiri árið 2007 en árið 1996.

Passar það?   Ég held ekki.



Sjá neðri ferilinn í athugasemd #27, eða enn betra, stærri myndir hér:

Annual change of global sea level, frá University of Colorado at Boulder. 

http://www.climate4you.com/SeaTemperatures.htm#Global%20sea%20level

Hér virðist hafa hægt á hækkun sjávar á þessu 10 ára tímabili. Ekki öfugt, er það ekki?

 Hummm...

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 14:09

54 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Hérundir er tengill, þar sem lesa má í stuttu máli það sem NASA segir um hækkun sjávarborðs, samkvæmt þeim er það 3,33 mm á ári núna, frá 1993. En það eru 33 cm á 100 árum. Getur ekki verið að einhver hluti af þessari hækkun sé vegna bráðnunar jökla?

Sjá síðu NASA

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 14:30

55 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki gleyma Ágúst, að með hækkandi sjávarborði eykst flatarmálið

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 15:45

56 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Eins og ég benti á í fyrri færslu bráðnaði Grænlandsjökull ekki fremur en Suðurskautslandið, á bóreölskum tíma fyrir ca. 11.500 til ca 6000 árum þegar hitastig var jafn hátt eða hærra en allra "svörtustu" spár sem koma úr tölvulíkönum heimsendaspámanna, 4-5 stigum hærra en nú. Hvers vegna bráðnaði hann ekki?  Jú, snælinan færðist vissulega ofar og eitthvað kvarnaðist úr meginjöklum á norður og suðurhveli, þannig að meðalyfirborð svávar hækkaði eitthvað. Það  gleymist hins vegar oft, að á hábungu Grænlandsjökuls er mikið frost árið um kring, og hefur verið alla tíð. Hvað suðurskautið varðar, þá er meðalhiti þar, jafnvel yfir allra heitasta árstímanb frost svo skiptir tugum stiga. Raunar telja menn að á hlutum Suðurskautslandsins hafi hiti aldrei náð frostmarki þannig að ís geti bráðnað síðan í lok tertíertíma fyrir allt að þrem milljónum ára. Spurningin er þessi: Hvernig getur ís, sem aldrei nær frostmarki, bráðnað?Skiptir nokkur máli hvort hitinn er mínus 40 gáður eða mínus 36 gráður? Er ekki ísinn ennþá frosinn? Spyr sá sem ekki veit.

Þú talar um að yfirborð geti hækkað við hlýnum sjávar. Heimshöfin þekja tæplega þrjá fjórðu af yfirborði jarðar og eru að jafnaði þrír til fjórir kílómetrar að dýpt. Vatnsmagnið er óskaplegt, nánast yfirskilvitlegt. En hvernig getur hækkun lofthita um1-4 gráður eins og talað er um haft áhrif á allt þetta vatn þannig að það bólgni út og yfirborðið hækki, jafvel á fáeinum árum? Spyr aftur sá sem ekki veit. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.10.2009 kl. 17:33

57 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Dýpt sjávarins skiptir reyndar engu máli, heldur flatarmálið og vatn tútnar út við hita... hversu mikið við hverja gráðu veit ég ekki. Kannski einhver fróðari mér geti frætt okkur um það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 18:13

58 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En væntanlega kælir öll þessi ísbráðnun sjóinn eitthvað

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.10.2009 kl. 18:14

59 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta er alrangt hjá Gunnari. Vatn þenst dálítið út þegar það hlýnar, en til að heimshöfin geti hækkað eitthvað þarf allt vatnið og ekki einungis yfirborðið að hlýna í gegn. Raunar er þetta lítilfjörlegt smáatriði. Það er fyrri spurningin í færslu minni sem mestu máli skiptir. Hvernig getur ís, sem aldrei kemst nálægt frostmarki, bráðnað?

Vilhjálmur Eyþórsson, 12.10.2009 kl. 18:35

60 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta sem Vilhjálmur bendir á varðandi hitastig á Suðurskautslandinu er auðvitað hárrétt. Ís bráðnar ekki nema hitastigið sé komið upp fyrir frostmark. 


Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 19:03

61 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Jæja eruð þið loksins komnir að Suðurskautslandinu. Annars hefði ég haldið að ís bráðni aðallega þegar hann hefur skriðið niður á láglendi eða í sjó fram. Því skiptir ekki öllu máli þó að það sé eilíft frost á hájöklinum. Minnkandi jökulsporðar vegna hlýnunnar ættu að minnka mótstöðuna og auka því hraða skriðjöklanna í átt til sjávar og þar með bráðnun.

Svo má hafa í huga að jöklar geta bætt við sig vegna aukinnar úrkomu og þannig aukið við sig jafnvel þótt það hlýni upp að vissu marki.

Emil Hannes Valgeirsson, 12.10.2009 kl. 21:50

62 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Varðandi bráðnun snævar á Suðurskautslandinu:

 http://www.agu.org/pubs/crossref/2009/2009GL039186.shtml

An updated Antarctic melt record through 2009 and its linkages to high-latitude and tropical climate variability

An updated Antarctic melt record through 2009 and its linkages to high-latitude and tropical climate variability

Marco Tedesco

Earth and Atmospheric Sciences, City College of New York, New York, New York, USA

Andrew J. Monaghan

National Center for Atmospheric Research, Boulder, Colorado, USA

___

A 30-year minimum Antarctic snowmelt record occurred during austral summer 2008–2009 according to spaceborne microwave observations for 1980–2009. Strong positive phases of both the El-Niño Southern Oscillation (ENSO) and the Southern Hemisphere Annular Mode (SAM) were recorded during the months leading up to and including the 2008–2009 melt season. The 30-year record confirms that significant negative correlations exist at regional and continental scales between austral summer melting and both the ENSO and SAM indices for October–January. In particular, the strongest negative melting anomalies (such as those in 2008 and 2009) are related to amplified large-scale atmospheric forcing when both the SAM and ENSO are in positive phases. Our results suggest that enhanced snowmelt is likely to occur if recent positive summer SAM trends subside in conjunction with the projected recovery of stratospheric ozone levels, with subsequent impacts on ice sheet mass balance and sea level trends.

___

Received 13 May 2009; accepted 12 August 2009; published 24 September 2009.

Citation: Tedesco, M., and A. J. Monaghan (2009), An updated Antarctic melt record through 2009 and its linkages to high-latitude and tropical climate variability, Geophys. Res. Lett., 36, L18502, doi:10.1029/2009GL039186.

 

Standardized values of the Antarctic snow melt index (October-January) from 1980-2009 (Tedesco and Monaghan, 2009)

Myndin sýnir bráðnun á snjó á Suðurskautslandinu.  Hvort fer bráðnun vaxandi eða minnkandi?

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2009 kl. 22:36

63 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Samkvæmt þessu fer ísinn á Suðurskautlandinu nú vaxandi, sem þarf ekki að koma á óvart. Ef hlýnar eitthvað aftur (aldrei gleyma þessu litla orði, "aftur") mun uppgufun úr höfunum að sjálfsögðu aukast, en það skiptir ekki minna máli að hlýtt loft tekur til sín margfalt meiri raka en kalt. Úrkoma mun því aftur aukast og eyðimerkur, sem verið hafa að skrælna síðan á bóreölskum tíma munu aftur gróa upp. En þótt hlýni smávegis, mun þessi aukna úrkoma áfram falla sem snjókoma í nágrenni heimskautanna. Jöklar munu því þykkna og skriðjöklar herða á sér. 

Varðandi athugasemd Emils. Það sem hann segir á við á Grænlandi, þar sem loftslag er miklu, miklu hlýrra en við Suðurskautslandið. Við strendur þess nær hitinn óvíða frostmarki allt árið. Á þessu er ein undandtekning, þ.e. Suðurskautsskaginn, sem gengur langt í norður í átt að Suður- Ameríku. Það er í rauninni eini hluti Suðurskautslandsins, þar sem ís getur yfirleitt bráðnað í einhverjum mæli á sumrin. Allar fréttir um "bráðnun" á Suðurskautlandinu eiga við um fáeina örsmáa skriðjökla nyrst á þessum skaga. Jöklar á sjálfu Suðurskautlandinu eru hins vegar heldur að vaxa, sbr ofangreint.

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.10.2009 kl. 00:48

64 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

ScienceDaily: Your source for the latest research news  and science breakthroughs -- updated daily

 6. október 2009

Cosmic Ray Decreases Affect Atmospheric Aerosols And Clouds

ScienceDaily (Oct. 6, 2009) — Billions of tonnes of water droplets vanish from the atmosphere in events that reveal in detail how the Sun and the stars control our everyday clouds. Researchers of the National Space Institute in the Technical University of Denmark (DTU) have traced the consequences of eruptions on the Sun that screen the Earth from some of the cosmic rays -- the energetic particles raining down on our planet from exploded stars.

"The Sun makes fantastic natural experiments that allow us to test our ideas about its effects on the climate," says Prof. Henrik Svensmark, lead author of a report newly published in Geophysical Research Letters. When solar explosions interfere with the cosmic rays there is a temporary shortage of small aerosols, chemical specks in the air that normally grow until water vapour can condense on them, so seeding the liquid water droplets of low-level clouds. Because of the shortage, clouds over the ocean can lose as much as 7 per cent of their liquid water within seven or eight days of the cosmic-ray minimum.

"A link between the Sun, cosmic rays, aerosols, and liquid-water clouds appears to exist on a global scale," the report concludes. This research, to which Torsten Bondo and Jacob Svensmark contributed, validates 13 years of discoveries that point to a key role for cosmic rays in climate change. In particular, it connects observable variations in the world's cloudiness to laboratory experiments in Copenhagen showing how cosmic rays help to make the all-important aerosols.

Other investigators have reported difficulty in finding significant effects of the solar eruptions on clouds, and Henrik Svensmark understands their problem. "It's like trying to see tigers hidden in the jungle, because clouds change a lot from day to day whatever the cosmic rays are doing," he says. The first task for a successful hunt was to work out when "tigers" were most likely to show themselves, by identifying the most promising instances of sudden drops in the count of cosmic rays, called Forbush decreases. Previous research in Copenhagen predicted that the effects should be most notice-able in the lowest 3000 metres of the atmosphere. The team identified 26 Forbush decreases since 1987 that caused the biggest reductions in cosmic rays at low altitudes, and set about looking for the consequences.

Forgetting to sow the seeds

The first global impact of the shortage of cosmic rays is a subtle change in the colour of sunlight, as seen by ground stations of the aerosol robotic network AERONET. By analysing its records during and after the reductions in cosmic rays, the DTU team found that violet light from the Sun looked brighter than usual. A shortage of small aerosols, which normally scatter violet light as it passes through the air, was the most likely reason. The colour change was greatest about five days after the minimum counts of cosmic rays.

Why the delay? Henrik Svensmark and his team were not surprised by it, because the immediate ac-tion of cosmic rays, seen in laboratory experiments, creates micro-clusters of sulphuric acid and water molecules that are too small to affect the AERONET observations. Only when they have spent a few days growing in size should they begin to show up, or else be noticeable by their absence. The evidence from the aftermath of the Forbush decreases, as scrutinized by the Danish team, gives aerosol experts valuable information about the formation and fate of small aerosols in the Earth's atmosphere.

Although capable of affecting sunlight after five days, the growing aerosols would not yet be large enough to collect water droplets. The full impact on clouds only becomes evident two or three days later. It takes the form of a loss of low-altitude clouds, because of the earlier loss of small aerosols that would normally have grown into "cloud condensation nuclei" capable of seeding the clouds. "Then it's like noticing bare patches in a field, where a farmer forgot to sow the seeds," Svensmark explains. "Three independent sets of satellite observations all tell a similar story of clouds disappearing, about a week after the minimum of cosmic rays."

Huge effects on cloudiness

Averaging satellite data on the liquid-water content of clouds over the oceans, for the five strongest Forbush decreases from 2001 to 2005, the DTU team found a 7 per cent decrease, as mentioned earlier. That translates into 3 billion tonnes of liquid water vanishing from the sky. The water remains the-re in vapour form, but unlike cloud droplets it does not get in the way of sunlight trying to warm the ocean. After the same five Forbush decreases, satellites measuring the extent of liquid-water clouds revealed an average reduction of 4 per cent. Other satellites showed a similar 5 per cent reduction in clouds below 3200 metres over the ocean.

"The effect of the solar explosions on the Earth's cloudiness is huge," Henrik Svensmark comments. "A loss of clouds of 4 or 5 per cent may not sound very much, but it briefly increases the sunlight rea-ching the oceans by about 2 watt per square metre, and that's equivalent to all the global warming dur-ing the 20th Century."

The Forbush decreases are too short-lived to have a lasting effect on the climate, but they dramatize the mechanism that works more patiently during the 11-year solar cycle. When the Sun becomes more active, the decline in low-altitude cosmic radiation is greater than that seen in most Forbush events, and the loss of low cloud cover persists for long enough to warm the world. That explains, according to the DTU team, the alternations of warming and cooling seen in the lower atmosphere and in the oceans during solar cycles.

The director of the Danish National Space Institute, DTU, Eigil Friis-Christensen, was co-author with Svensmark of an early report on the effect of cosmic rays on cloud cover, back in 1996. Commenting on the latest paper he says, "The evidence has piled up, first for the link between cosmic rays and low-level clouds and then, by experiment and observation, for the mechanism involving aerosols. All these consistent scientific results illustrate that the current climate models used to predict future climate are lacking important parts of the physics".

http://www.sciencedaily.com/releases/2009/08/090801095810.htm

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2009 kl. 05:58

65 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Kannski best að vísa í vísindafréttir eins og aðrir: (Science Daily sept 24. 2009)

Lasers From Space Show Thinning Of Greenland And Antarctic Ice Sheets

Reporting this week in the journal Nature, researchers from British Antarctic Survey and the University of Bristol describe how analysis of millions of NASA satellite measurements* from both of these vast ice sheets shows that the most profound ice loss is a result of glaciers speeding up where they flow into the sea. … The authors conclude that this 'dynamic thinning' of glaciers now reaches all latitudes in Greenland, has intensified on key Antarctic coastlines, is penetrating far into the ice sheets' interior and is spreading as ice shelves thin by ocean-driven melt. Ice shelf collapse has triggered particularly strong thinning that has endured for decades.

http://www.sciencedaily.com/releases/2009/09/090923143331.htm

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2009 kl. 09:54

66 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kenningin um áhrif sólgosa á segulsvið jarðar og hvernig það hefur aftur áhrif á magn geimgeisla og þátt þeirra í skýjamyndun er merkileg og miklu bitastæðari en koldíoxíð- steypan. Eftir stendur að hér er ekki um að ræða einhverjar voðalega "hlýnun" af mannavöldum, heldur ósköp venjulega uppsveiflu, eina af fjölmörgum á undanförnum öldum og árþúsundum og þegar á heildina er litið hefur veðurfar á jörðinni farið hægt kólnandi og þornandi í sex- sjö þúsund ár. Þetta er endurtekið efni.

Emil vitnar í NASA. Þar hefur yfirumsjón með þessum málum stjarneðlisfræðingur nokkur Jenson, sem er einn af allra ofstækisfyllstu "gróðurhúsa"- trúboðum veraldar. Hann er einn þeirra sem sér einungis það sem hann vill sjá og aðrir en ég hafa bent á ofstæki hans og rangfærslur. Með því að velja úr og ýkja  þá þætti sem henta málstaðnum en fela aðra má fá nánast hvaða niðurstöðu sem vera skal út úr flestöllum vísindarannsóknum og loftslagsdeild NASA undir stjórn Jensons er gott dæmi um það.

Vilhjálmur Eyþórsson, 13.10.2009 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 762073

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband