Magnað flug Sukhoi yfir Keflavík...? Vídeó...

Munum við verða vitni að svona flugi yfir Keflavíkurflugvelli innan skamms?

 Hér er notað svokallað vectored thrust, en þá er hægt að beina útblæstri hreyflanna í ýmsar áttir. Sjálfsagt er vélinni flogið með hjálp tölvubúnaðar.

Líklega er neðsta myndbandið skemmtilegast. Þar er enginn tölvubúnaður notaður, en flugmaðurinn er ofursnjall.

 

 

 

 







 
Þetta er reyndar MIG-29, fjarskyld frænka Sukhoi
sem þykist vera betri, en ekki eru allir sammála...
Báðar eru rússneskar.
 
Svetlana Kapanina er þó langbest þegar hún flýgur Sukhoi
Smile

 

 

--- --- ---

 

 www.ruv.is

13. okt. 2009

Orrustuþotur í íslenska flugflotann

Orrustuþotur í íslenska flugflotann
Sukhoi SU-35. Mynd: www.sukhoi.org

Allt að 200 störf gætu skapast á Keflavíkurflugvelli, gangi fyrirætlanir hollensks fyrirtækis eftir, um að byggja upp aðstöðu þar fyrir útleigu á orrustuþotum frá Hvíta Rússlandi. Samningar eru á lokastigi og framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna. Vélarnar yrðu skráðar hér á landi og fengju þá heiti sem byrjar á forskeytinu TF líkt og aðrar flugvélar á Íslandi.

Fyrirtækið sem um ræðir heitir ECA Programs og hefur sérhæft sig í varnaræfingum fyrir Atlantshafsbandalagið. Verkefnið á Keflavíkurflugvelli gengur út á að það verði að jafnaði staðsettar á milli tíu og tuttugu óvopnaðar orrustuþotur af Sukhoi gerð. Þær eru framleiddar í Hvíta Rússlandi og ætlunin er að þær verði notaðar til varnaræfinga hjá flugherjum landa í Nato og reyndar víðar; nokkurs konar óvinur til leigu.

Margir koma að þessu þar á meðal menntastofnunin Keilir á Keflavíkurflugvelli. Rætt er um að fjárfestingin verði um fjórir og hálfur milljarður króna og talsmaður fyrirtækisins segir að framkvæmdir við endurbætur á flugskýlum gætu hafist innan nokkurra vikna gangi allt eftir. Þó er eftir að ljúka samningum til að mynda við Keflavíkurflugvöll um aðstöðuna.

 


mbl.is Munu beita sér gegn viðhaldsstöð fyrir orrustuflugvélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf jafn áhugavert blogg hjá þér Ágúst.

Hvernig er það, ert þú nokkuð skráður á blogggáttina?

Ég held að margir missi af þínu bloggi ef þú ert ekki skráður þar.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég hef ekki minnstu hugmynd um hvað þessi blogggátt er 

Ágúst H Bjarnason, 14.10.2009 kl. 22:14

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Það má kannski fjárfesta í þessari.

Rauða Ljónið, 14.10.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki má gleyma því að orusþotur eru drápstól, oft til að drepa varnarlausa almenna borgara. Það er þjóðinni til skammar að hún skuli gleypa við þessu. Tvö hundruð störf til að leggja sitt að mörgum til að auðvelda stríðsvélum að brenna fólk lifandi. Sjálfsvirðing þjóðarinnar virðist engin lengur vera.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.10.2009 kl. 22:20

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Rauða Ljónið, 14.10.2009 kl. 22:21

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Rauða Lónið: Þessi X-31 er skemmtileg. Ótrúlegt að hún er knúin með rafmagni.  Væntanlega lítill 3ja fasa mótor og LiPo rafhlöður. Sjá hér.

Ágúst H Bjarnason, 14.10.2009 kl. 22:34

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég mun fagna því ef að samningar nást og hér verði hægt að manna 200 störf vegna þess...

Svo vil ég benda á að "MIG" og Sukhoi eru og hafa verið í mikilli samkepni og er því ekki hægt að kalla "MIG" frænku Sukhoi...

Mér þótti Sukhoi vélarnar alltaf skemtilegri að sjá en MIG vélarnar...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 14.10.2009 kl. 23:11

8 identicon

Blogggáttin er sameiginlegur vettvangur allra bloggara, sama á hvaða miðli þeir eru að blogga.  (http://blogg.gattin.is/)

Þetta er svo mikið úrvalsblogg hjá þér Ágúst, að þú átt hiklaust að skrá þig þarna. Þarna eru næstum allir helstu bloggarar landsins komnir á skrá. (Maður smellir á "Skrá blogg á BloggGáttina" og bíður í nokkra daga.)

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:37

9 identicon

( Það er næsta lína fyrir neðan þarna á blogggáttinni : "Sláðu inn slóð á RSS veitu:")

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir Sveinn.

Ég prófaði að skrá netfangið í litla gluggann.  Ég hafði ekki hugmynd um gáttina :-)

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2009 kl. 06:02

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vídéó af hemasmíðuðum einkaþotum af ýmsum gerðum. Smella hér.

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2009 kl. 06:51

12 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Frábært blogg sem fyrr. Rússarnir smíða hörku listflugsvélar. Hef séð til þessara orrustuflugvéla leika kúnstir sínar á flugsýningum bæði í Farnborough og í París. Það var hrein unun og því var gaman að sjá þessi vídeó hjá þér.  Í flugorðasafninu er talað um vectored thrust sem stefnikný.

Ágúst Ásgeirsson, 15.10.2009 kl. 15:26

13 identicon

Hvar verður æfingasvæðið? Yfir uppsveitum Árnessýslu?

Mikið verður gaman þegar þessi vibbi, sem verður daglega í loftinu, flýgur yfir mitt hús.

Er þetta annars nokkuð sniðugt?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 22:49

14 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mér skilst að lítið verði um æfingar yfir Íslandi. Vélarnar verða geymdar hér á landi og fyrst og fremst notaðar erlendis.

Ágúst H Bjarnason, 15.10.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 11
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 761784

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband