Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Auðlind sem má nýta til að komast úr kreppunni ...

 

Islenskur orkuidnadur  Urklippa 4 nov 08

 

 

Nú skiptir öllu máli að leita leiða til að reisa við efnahag þjóðarinnar á sem skemmstum tíma. Við þurfum að hlúa að gömlum og nýjum iðngreinum, hlúa að sprotafyrirtækjum og styrkja frumkvöðla til dáða. Allt tekur þetta tíma og er ekki raunhæft að búast við að árangur skili sér fyrr en með tíð og tíma. Á meðan er mikil hætta á verulegu atvinnuleysi og landflótta sem leiðir til fólksfækkunar. Hættan er sú að okkar bestu iðnaðarmenn og sérfræðingar flytjist úr landi. Sumir varanlega.

Í Morgunblaðinu þriðjudaginn 4. nóvember var áhugaverð grein eftir Eyjólf Árna Rafnsson framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar Mannvits og Svein I. Ólafsson framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar VST-Rafteikningar.

Í greininni  benda þeir á að margir hafi lagt til að flýtt verði framkvæmdum við orkuiðnaðinn, en það kosti mikinn undirbúning sem taki mörg ár. Þörf sé á samstilltu átaki allra hlutaðeigandi aðila ef framkvæmdir í orkuiðnaðinum eiga að vera burðarás í verklegum fjárfestingum atvinnulífsins á næstu árum.

Þeir leggja áherslu á að ekki verði slakað á í umhverfismálum, fjalla um þær framkvæmdir sem eru í burðarliðnum, svo sem álver, netþjónabú og aflþynnuverksmiðju, og benda á aðra möguleika í framtíðinni.

Í greininni er síðan fjallað um mögulega nýtingu orkulinda Íslendinga næstu 8 árin og  kynnt hvernig framkvæmdir geti dreifst á tímabilið. Tekið er fram að fjárfestingar í orkuiðnaðinum sem hlutfall af landsframleiðslu geti þó tæplega orðið nema helmingur á við það sem var þegar þær voru mestar.

Niðurstaða þessarar áhugaverðu greinar er að mikilvægur þáttur þess að verja lífskjörin á Íslandi á næstu árum sé að fjárfesting, sem eykur atvinnu hérlendis og útflutning, stöðvist ekki. Því þurfi að halda áfram hóflegri nýtingu orkulinda landsins. Slíkt gerist ekki af sjálfu sér. Það þurfi samstillt átak allra innlendra aðila sem eiga hlut að máli.

 

Greinina má lesa með því að smella þrisvar á myndina sem er efst á síðunni. Betra er þó að sækja hana sem pdf skjal hér, eða jpg mynd hér.

 

Það er ljóst, að með skynsamlegri nýtingu náttúruauðlinda okkar, án þess þó að slakað verði á í umhverfismálum, höfum við möguleika á að vinna okkur tiltölulega hratt út úr kreppunni. Á sama tíma verðum við að nýta tímann vel til að hlúa að ýmiss konar iðnaði og þjónustu, frumkvöðla- og sprotafyrirtækjum, sem geta tekið við eftir áratug eða svo.

 

Við verðum að nýta tímann vel. Við megum engan tíma missa. Strax þarf samstilltar aðgerðir. Nú stefnir í 15-20.000 manna atvinnuleysi innan skamms ef ekkert verður að gert.

Við eigum auðlindir og við eigum mannauð. Hvort tveggja þarf að virkja.

 


Fjármálafræði fyrr á öldum

 

 


...Speculum regale...


 

Úr Konungsskuggsjá frá um 1260:


"En ef fé þitt tekur vöxt mikinn í kaupferðum, þá skiptu því til félags í aðra staði, þangað sem þú fer eigi sjálfur, og ver þó vandur að félagsmönnum. Jafnan skaltu Guð almáttkan og hina helgu Maríu láta eiga nokkuð í félagi með þér og þann helgan mann, er þú heitir oftast á þér til árnaðarorðs. Og gæt þess fjár rækilega, er helgir menn eiga með þér og fær það jafnan trygglega til þeirra staða, er það var til heitið í öndverðu.

En ef þú átt allmikið fé í kaupferðum, þá skipt því í þrjá hluti. Legg einn þriðjung í félagsgerð með þeim mönnum, er jafnan sitja í góðum kaupstöðum og sé þeir tryggir og kunni vel við kaup. En tveim hlutum skipt þú í ýmislega staði og kaupferðir. Þá er sízt von, að allt verði senn fyrir tjónum, ef í mörgum stöðum er fé þitt senn, og er þá helzt von, að í nokkrum stöðum haldist, þó að fjár háskar kunni oft að að berast.

En ef þú sér, að alhugað tekur fé þitt stórum að vaxa í kaupförum, þá tak þú af tvo hluti og legg í góðar jarðir, því að sá eyrir þykir oftast vís vera, hvort er manni er heldur auðið sjálfum að njóta eða frændum hans. En þá máttu gera, hvort er þér sýnist við hinn þriðja hlut, að hafa í kaupferðum lengur eða viltu allt í jarðir leggja."

 

Svei mér þá ef það er ekki meira vit í þessu en komið hefur fram hjá ráðamönnum banka- og fjármálastofnana undanfarið.  Wink

 

 

Um Konungsskuggsjá á Vísindavefnum.

 


Hefur verð á áli náð botninum?

Er ástæða til smá bjartsýni?

Á ferlinum hér fyrir neðan virðist sem álverð hafi náð botninum. Það var lægst síðari hluta október, en hefur farið aðeins hækkandi síðan.

Efri ferillinn sýnir þróun álverðs síðustu 6 mánuði en neðri ferillinn siðustu 10 ár. Báðir ferlarnir eru beintengdir við www.infomine.com og uppfærast daglega.

Verð á hráefni eins og áli gefur hugmynd um stöðu efnahagsmála í heiminum. Er það versta afstaðið? Sjálfsagt á verðið eftir að sveiflast nokkuð á næstunni, en vonandi er þetta jákvæð vísbending.

 

 

 

 Hér er þróunin síðustu 6 mánuði þannig að auðvelt er að fylgjast með þróun síðustu daga.

 (Athugið að verð á lóðrétta ásnum er í dollurum x 1000 / tonn).

 

 

Þróun álverðs síðastliðin 10 ár. Takið eftir verðinu um það bil sem ákveðið var að ráðast í álver í Hvalfirði og á Austurlandi. Ætli það hafi ekki verið um 2002-2003. Þá var verð á áli töluvert lægra en í dag.

Þrátt fyrir dýfuna undanfarið getur álverðið ekki talist mjög lágt.

 

Heimild: www.infomine.com  Efri ferilin má sjá hér.


Vofur og nornir á himinhvolfinu...

Nú þegar hrekkjavakan er nýliðin er ekki úr vegi að líta upp á himinfestinguna. Er þar allt sem sýnist þegar dvalist er undir fallegum stjörnuhimni? Getur verið að þar séu nornir og vofur á ferð? Eða er það eitthvað stórfenglegra?

Skoðum nokkrar myndir sem vekja smá hroll... Virkjum ímyndunaraflið...

 

 

 

 

Draugaþokan sem sem á útlensku nefnist Ghost Head Nebula.

 


 

 

Nornaþokan eða Veil Nebula, stundum nefnd Cygnus Loop eða Witch's Broom Nebula. Nornir eiga það til að hafa mörg nöfn.

 

 

 

 Nornahausinn eða  Witch Head Nebula horfir í átt að Riegel, björtu stjörnunni í Orion merkinu.

 

 


Hvað er þarna á sveimi?

 

 

 
 
SH2-136 heitir þessi furðusmíð. Hvaða þokukenndu verur eru þetta?
 
 
 
 
 
Eitthvað minnir þetta á hauskúpu. Þokan kallast DR-6.
 
 
 
 

 

 

Ekki er  hann beinlínis frýnilegur kallinn í Perseus. Þetta er reyndar mynd sem tekin er í ósýnilegu ljósi, eða röntgengeislum. Eru vofur ekki ósýnilegar?

 

 

Er ekki komið nóg að svona myndum?  Auðvitað er þetta bara mannshugurinn sem sér þessar kynjamyndir úr stjörnuþokunum, alveg eins og þegar legið er á bakinu á fallegum sumardegi og horft upp í skýin þar sem ein kynjamyndin birtist af annarri.

 

Hrekkjavakan mun vera ættuð úr keltneskri trú þar sem siðurinn hét upphaflega Samhain, eftir því sem stendur í Wikipedia. Drúídar færðu þá þakkir fyrir uppskeruna og boðuðu komu vetrarins.  Á wikipediavefnum segir: „Mörk heima hinna lifandi og hinna dauðu voru óljós þennan dag og draugar og aðrar óvættir voru taldar sveima um og voru því bálkestir kveiktir til að vernda hina lifandi. Drúídarnir dulbjuggu sig til að þekkjast ekki og buðu óvættunum mat og drykk til að friðþægja þær.“

Stjörnuskoðunarfélagið: www.astro.is


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 762100

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband