Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Miklahvells-vélin og leitin að Guðseindinni hjá CERN

dis_part_667505.jpgTekst mönnum að skyggnast í hugskot skaparans? Tekst mönnum að líkja eftir skilyrðunum sem voru við Miklahvell fyrir 13,7 milljörðum ára þegar allt varð til úr engu á augabragði? Tekst mönnum að finna Higgs bóseindirna,  -öðru nafni Guðseindina? Tekst mönnum að finna hulduefni? Lítil svarthol? Hvað með ormagöng og annað forvitnilegt? ... ??? ... Mesti hiti í alheimi? Mesti kuldi í alheimi? Einn dýrasti vélbúnaður allra tíma! Stærsta og flóknasta vél allra tíma!  Hvað í ósköpunum er sterkeindasteðji? LHC?

Hugurinn fer á flug, enda ekki nema von. Nú er verið að ræsa öreindahraðalinn hjá CERN, (Centre Européen de Recherche Nucléaire), Evrópsku rannsóknamiðstöðinni í öreindafræði. Gamall draumur vísindamanna um allan heim er að rætast. 27 kílómetra hringur neðanjarðar, ekkert er til sparað.

Það sem er ef til vill undraverðast er hinn mikli drifkraftur þekkingarþarfar mannsins. Til að svala forvitninni sameinast menn frá öllum heimsálfum og smíða undrastóra vél sem notuð verður til að rannsaka smæstu fyrirbæri alheimsins. Vélin kostar rúmlega 500 milljarða króna, þannig að forvitnin hlýtur að vera mikil.

Er ekki virðingarvert þegar mannkynið sameinast um svona um svona framtak? Væri heimurinn ekki betri ef menn beindu kröftum sínum og hugviti til að fræðast í stað þess að drepa mann og annan með hugvitsamlegum morðtólum?

Hvort sem menn finna Guðseindina eða ekki, þá er víst að ávinningurinn af þessu verkefni verður gríðarlegur. Beinn og óbeinn. Sem dæmi má nefna að vefsíðutæknin er ættuð frá CERN. Við getum því þakkað CERN fyrir það sem vð teljum sjálfsagðan hlut. Án þessarar tækni væri bloggið ekki til. Margt annað á örugglega eftir að sjá dagsins ljós. Svo mikið er víst.

Í Spegli RÚV  9. sept. var mjög fróðlegt viðtal við Ágúst Valfells kjarnorkuverkfræðing og Gunnlaug Björnsson stjarneðlisfræðing. Hlusta má á viðtalið hér.

Engin hætta er á ferðum. Aðeins er verið að líkja eftir því sem gerist í náttúrinni sjálfri. Það sem heyrst hefur um hugsanlega hættu af svartholum sem kunna að myndast er bara bull.

 

Hvers vegna er Higgs eindin stundum kölluð Guðseind?
Higgs-eindin hefur það sameiginlegt með Guði að hafa aldrei sést þótt margir trúi því að hún sé til.
Wink
 

 
Það er Higgs eindin sem gefur efninu massa. Án hennar væru allir hlutir þyngdarlausir. Svo einfalt er það, eða þannig...
Þetta telja menn að minnsta kosti, en vita það ekki með vissu. Þess vegna eru menn að leita...

Þessi fræði eru á ystu mörkum mannlegrar þekkingar og því til mikils að vinna. Líklega er þetta með því flóknasta sem menn hafa tekið sér fyrir hendur. Það kom fram í viðtalinu við Gunnlaug Björnsson í RÚV að upplýsingamagnið sem streymir frá vélinni er svo gríðarlegt að engin ein tölva ræður við úrvinnsluna. Þess vegna eru tölvur og tölvuklasar um allan heim samstengir með háhraðaneti. Íslendingar leggja til eina tölvu í þetta net.

 

Sterkeind er öreind samsett úr kvörkum, sem haldið er saman með límeindum. Sterki kjarnakrafturinn hefur áhrif á sterkeindir. Flokkast í þungeindir og miðeindir.  Á ensku nefnast sterkeindir Hadron. Collider mætti nefna steðja, en hann lendir einmitt í árekstri við slaghamar eldsmiðsins. Hadron Collider má því kalla Sterkeindasteðja á íslensku. Orðið Hadron kemur aftur á móti úr grísku,  hadros = stór.  Ýmislegt á íslensku er á Wikipedia síðunni um Staðallíkanið svokallaða.

 

Myndbandið hér fyrir neðan gefur mjög góða hugmynd um þennan mikla vélbúnað, sem er 27 km langur hringur. Það er vel þess virði að skoða það. Sjón er sögu ríkari.  Og muna eftir að hlusta vel!

(Ath. Á álagstímum eru oft miklir hnökrar í YouTube. Það hjálpar að setja SpeedBit Video Accelerator í tölvuna. Ókeypis hér).

 

 

 

 

(Grein Morgunblaðsins 9. sept. 2008, bls. 15).

_rekstur_oreindanna-minni.jpg

 

 

Dr. Guðni Sigurðsson kjarneðlisfræðingur starfaði um árabil við rannsóknir á öreindum hjá CERN:

 

hugskot_skaparans.jpg
 
 

 
 
 
 
Hér má sjá stærðina á  öreindahraðlinum sem er 27 km að ummáli.
 
 
 
 
 
 Krækjur:
 
 
Viðtal við Guðna var á Útvarpi Sögu 2. september. Það verður væntanlega aðgengilegt á hinum nýja og endurbætta Stjörnufræðivef innan skamms.Guðni er heiðursfélagi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.
 

Gott myndband: David Shukman & BBC fjalla um LHC

 

Beint sjónvarp frá CERN

Búist er við gríðarlegu álagi þannig að ekki er víst að vefsjónvarpið virki ;-)

 

Vefmyndavélar: http://www.cyriak.co.uk/lhc/lhc-webcams.html

 

 
 
Í léttum dúr:

 


Kjarnorka á komandi tímum

(Uppfært 21. apríl 2020)

kjarnorka-a-komandi-timum-300w_663048.jpgFyrir rúmlega 70 árum, eða árið 1947,  kom út bók á íslensku sem nefnist Kjarnorka á komandi tímum. Bókin er 216 blaðsíður að lengd og merkilega yfirgripsmikil. Höfundur bókarinnar er David Dietz, sem hlaut Pulitzer verðlaunin árið 1937, en þýðandi Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) sem var prófessor við heimspekideild Háskóla Íslands og tvisvar rektor. (Málverkið er eftir Ásgeir Bjarnþórsson og er gert árið 1944).

70 ár er óneitanlega langur tími. Hvað skyldu menn hafa verið að hugsa á árdögum kjarneðlisfræðinnar? Hvað hefur breyst á þessum tíma? Hvernig hefur mönnum tekist að hagnýta kjarnorkuna?

Í inngangsorðum þýðanda segir m.a:
"En þó höfundi sé einkar lagið að rita ljóst og skýrt og svo, að flestum meðalgreindum mönnum verði skiljanlegt, var efni bókarinnar svo nýtt og af alfaraleið, þar sem um nýjustu eðlis- og efnafræðirannsóknir er að ræða, að það var aðeins með hálfum hug að ég réðst í að þýða hana..."
  

og síðar: "En því réðst ég í að þýða þessa bók, að ég þykist sannfærður um að kjarnorkurannsóknir þessar ráði ekki einungis aldahvörfum í allri heimsskoðun manna, heldur og í lífi þeirra á þessari jörð, og virðist nú allt undir því komið, hvernig mönnum tekst að hagnýta kjarnorkuna, til góðs eða ills, á komandi tímum; því með valdi sínu á henni má segja, að mennirnir séu orðnir sinnar eigin gæfu eða ógæfu smiðir".

 

Bókin skiptist í 15 kafla og hefst frásögnin árið 400 fyrir Krist þegar gríski heimspekingurinn Demokrítos hélt því fram að heimurinn væri ekki annað en tómt rúmið og ótölulegur fjöldi ósýnilegra frumeinda. Fleiri heimspekingar koma við sögu, svo sem Aristóteles, Epíkúros og Lúkretius (orti fræðiljóðið De Rerum Natura).  Þessi forna frumeindakenning Grikkja var ekki endurvakin fyrr en John Dalton gaf út bókina "Nýtt kerfi heimspekilegrar efnafræði" árið 1808.

Ágúst H BjarnasonÍ bókinni fléttast saman frásögn af merkilegum kafla í sögu eðlisfræðinnar, og reyndar sögu mannkyns, og allítarleg kynning á kjarnvísindunum.  Í bókinni eru mörg kunnugleg nöfn. Sem dæmi má nefna vísindamennina (margir þeirra Nóbelsverðlaunahafar) Avogrado, Bernoulli, Joule, Mendeleev, Arrhenius, Röntgen, Becqurel, Curie, Rutherford, Bohr, Maxwell, Faraday, Hertz, Planck, Einstein, Compton, Wilson, Schrödinger, Heisenberg, Max Born, Geiger, Van de Graff,  de Broglie, Oppenheimer, Fermi, Hahn, Lise Meitner, Szilard, ....

Fjölmargir aðrir koma við sögu í bókinni. Fjallað er um uppbyggingu frumeindanna og hvernig vinna má orku með því að sundra úraníum 235, eða jafnvel með samruna vetnis í helíum eins og gerist í sólinni. Í eftirmála fær Albert Einstein orðið á nokkrum blaðsíðum í kafla sem ber yfirskriftina "Aðalvandamálið býr í hjörtum mannanna".

 

Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi bók kom út fyrir hartnær mannsaldri. Það er merkilegt að sjá hve bókin er samt nútímaleg og hve snemma menn sáu fyrir sér kosti og galla við beislun kjarnorkunnar, bæði til góðs og ills, og sáu fyrir ýmis vandamál sem hafa ræst meira og minna. Það er gaman að lesa hve mikil bjartsýni ríkir þrátt fyrir þær ógnir sem menn sáu fyrir og þekktu vel af eigin raun, því örstutt var síðan kjarnorkusprengjum var varpað á Hiroshima og Nagasagi.

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir úr bókinni, en bókina prýða allmargar ljósmyndir og sautján teikningar.

 

kjarnorka-1--500w.jpg
 
kjarnorka-4-500w_663702.jpg
 
kjarnorka-8--500w.jpg
 
kjarnorka-5--500w.jpg
 
kjarnorka-6-500w.jpg
 
 kjarnorka-2-500w.jpg
 
kjarnorka-3--500w.jpg

 kjarnorka-7--500w.jpg

 

 

Samrunaorka

Í kafla "XIV - Nýtt framtíðarviðhorf....179" er fjallað um samrunaorku, að breyta vetni í helíum, og vandamál sem menn eru enn þann dag í dag að glíma við.  Hér fyrir neðan eru nokkrar úrklippur úr þessum kafla bókarinnar sem kom út árið 1947.



Samruni-1

Samruni-2

Samruni-3

Samruni-4

Í dag, rúmum 60 árum eftir að bókin kom út, eru starfrækt 435 kjarnorkuver í 30 löndum, en fyrsta kjarnorkuverið sem framleiddi raforku fyrir dreifikerfið var reist árið 1954. Framleiðslugeta þeirra er 370.000 megawött, og framleiða þau um 16% af raforku sem notuð er í heiminum. Kárahnjúkavirkjun er 700 megawött og jafngildir þetta því um 530 slíkum virkjunum.

Kjarnorkuver eru keimlík jarðgufuvirkjunum, en varminn frá kjarnaofninum er notaður til að framleiða gufu sem snýr gufuhverflum. Í jargufuvirkjunum myndast gufan í iðrum jarðar. Hvað er það sem myndar varmann þar? Að miklu leyti er það kjarnorka!


Hugsanalestur á blogginu?

476px-mind-reading-russell-morgan.jpg

 

Er hægt að lesa hugsanir manns á bloggsíðu? Ekki?  Viltu prófa?

Lestu áfram, en skrollaðu hægt niður síðuna svo tími gefist fyrir hugsanalestur... ... ...

 - En áður sakar ekki að skoða hvað vísindamenn hafa verið að gera við hinn virta Berkeley háskóla í Kaliforníu:  "Mind Reading Computer Picks Your Card". Þar stendur meðal annars: "Researchers have linked images with individual brain patterns in a form of computer mind-reading. One researcher says it's like a magician who asks someone to pick a card from a pack, and then figures out which one it is".




spilakall.jpg

 

 

 

 

 

Tóti töframaður er mættur til leiks.

 



Veldu eitt spil. Ekki smella á það, en geymdu það vel í huganun...


spil-1_661256.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Skrollaðu hægt niður þegar þú hefur valið...

 

 

 

















spilakall.jpg

 

 

 

 

 


Hugsaðu stíft um spilið í 20 sekúndur meðan þú horfir á Tóta.

Nú fer hugsanalesturinn fram....   Alien

Skrollaðu niður eftir um 20 sekúndur.






























spilakall.jpg

 

 

 

 

 

 


Tóti hefur fjarlægt spilið sem þú valdir! 

 

 

 


spil-2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tókst Tóta að lesa hugsanir þínar?
Fer hrollur um þig?  Þú mátt prófa aftur ef þú þorir! 
Ninja

 

Hvernig gekk?

 

Sjá "Mind Reading Computer Picks Your Card" og "Scientists build mind-reading computer"


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband