Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Málþing verkfræðistofunnar VERKÍS: LJÓSGÆÐI-LÍFSGÆÐI 13. október. Meðal fyrirlesara er ráðgjafi NASA...

 

ljosgae_i-lifsgae_i--verk_s---b.jpg

 

Fátt er mikilvægara í skammdegnu en góð lýsing. Fátt hefur eins mikil áhrif á lifsgæði okkar og vellíðan þegar birtu sólar nýtur ekki. Þess vegna hlýtur að vera mikill fengur af málþingi um ljósgæði og lífsgæði þar sem valinkunnir erlendir fyrirlesarar fjalla um þetta mikilvæga mál.

 

Málþing um sjálfbærni og lýsingarhönnun, 13. október 2009

LJÓSGÆÐI LÍFSGÆÐI

 

Í ljósi breyttra aðstæðna í mannvirkjagerð hér á Íslandi eru tækifæri til endurmats og uppbyggingar fyrir nýja tíma og nýjar stefnur. Raunhæft er að ætla að áherslur í framtíðinni verði á hönnun til sjálfbærni og þar með talið við hönnun lýsingar þar sem kröfur um orkusparnað og vellíðan þeirra einstaklinga sem innan bygginganna dveljast hafa aukist.

 

Ráðgjafarfyrirtækið Verkís mun standa fyrir opnu málþingi sem ber heitið „LJÓSGÆÐI - LÍFSGÆÐI" þriðjudaginn 13.október næstkomandi í Laugardalshöll - ráðstefnusal 3. Þar munu alþjóðlegir fyrirlesarar miðla nýjum rannsóknum og þeim möguleikum sem við höfum til að bæta umhverfi okkar og vellíðan með birtu.

 

Fyrirlesarar málþingsins eru:

Dr. George Brainard taugalæknir og sérstakur ráðgjafi NASA - National Space Biomedical Research Institute við þróun á mótvægisaðgerðum við heilsufarsbreytingum geimfara

Dr. Merete Madsen dagsbirtu-arkitekt

Kevan Shaw lýsingarhönnuður og formaður nefndar um sjálfbærni PLDA - Alþjóðlegum samtökum lýsingarhönnuða

Martin Lupton frá Guerrilla Lighting og formaður PLDA - Professional Lighting Design Association

 

Málþingið er haldið á ensku og er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um gildi lýsingar og eiga þátt í að bæta umhverfi sitt og annarra

Miðar fast á www.midi.is

Nánari upplýsingar um málþingið eru á slóðinni: http://www.verkis.is/malthing en einnig hjá Þórdísi Harðardóttur  trh(hjá)verkis.is, Guðjóni L. Sigurðssyni gls(hjá)verkis.is og Rósu Dögg Þorsteinsdóttur rdt(hjá)verkis.is.

 

  >>  Dagskrá / Programme

  >>  Fyrirlesarar / Bios

  >>  Fréttatikynning

  >>  Press release

  >>  www.verkis.is

  >>  www.midi.is

 

 

 

 

 

sitelogo.png
Verkfræðistofa Íslands
 

Samfelld reynsla frá árinu 1932

Verkfræðistofan VERKÍS sem heldur málþingið á rætur að rekja til fimm verkfræðistofa með 255 ára samanlagðan starfsaldur, en þær sameinuðust árið 2008. Starfsmenn eru um 300:

1932:  VST - Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
1961:  RT - Rafagnatækni
1962:  Fjarhitun
1965:  Rafteikning
1970:  Fjölhönnun

 

 www.verkis.is


Ísöldin sem var á næsta leyti fyrir þrem áratugum, en kom ekki. Vídeó....

Fyrir fáeinum áratugum, þ.e. á hafísárunum svokölluðu, vöruðu margir við því að raunveruleg ísöld væri á næsta leyti. Aðeins fáeinir áratugir væru til stefnu. Allt gæti farið á versta veg. Miklar loftslagsbreytingar í vændum... Crying

Í myndböndunum hér fyrir neðan eru viðtöl við vísindamenn sem fjalla um þessa yfirvofandi hættu. Talað er um jökla sem voru að ganga fram, óvenju harða vetur, aukinn hafís,  ofl. Þessi áhugaverðu myndbönd eru frá því um 1978. Skyndilega fór að hlýna aftur, jöklar fóru að hopa aftur, og þá breyttust viðhorfin verulega eins og allir vita....

Ósköp erum við fljót að gleyma... Smile

Skyldi einhvern tíman fara að kólna aftur eins og á hafísárunum, jöklar ganga fram, harðir vetur, aukinn hafís...?  Hummm... Halo

(Einhverjar truflanir hafa verið í dag hjá YouTube. Kemst vonandií lag innan skamms).

 

Kafli 1

 

 

Kafli 2:

 

 

Kafli 3:

 
 

Nýr frábær þáttaröð í Sjónvarpinu...

ari_trausti_917419.pngEin besta íslenska þáttaröð allra tíma, Nýsköpun-íslensk vísindi, er að hefja göngur sínar í Sjónvarpinu um þessar mundir.  Umsjónarmaður er Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindmaður og rithöfundur. 

Í fyrsta þættinum, sem var sýndur fimmtudaginn 1. október, var sagt frá hvernig nota má sjó og jökulvatn til þess að framleiða raforku, frá rannsóknum á því hvað gerir Íslendinga að einni hamingjusömustu þjóð veraldar samkvæmt könnunum, og hvernig fatlaður íslenskur vísindamaður tekur þátt í verkefni sem miðar að því að hann nái betra valdi yfir fingrum sínum með því að nota rafstraum.

Þetta er röð tólf þátta um vísindi og fræði á Íslandi. Hver þáttur er tæpar 30 mín. að lengd og inniheldur þrjú ólík viðfangsefni. Þannig kynnast áhorfendur á öllum aldri 36 áhugaverðum verkefnum úr flestum geirum vísinda og tækni en í þeim efnum er mikil gróska, eins og segir á vef RÚV.

Þættirnir eru unnir fyrir Sjónvarpið í samvinnu við margar vísindastofnanir, háskóla, félög og rannsóknarsjóði.

 

Enginn má missa af þessum þáttum Sjónvarpsins og Ara Trausta!

Bloggarinn, sem horfir lítið á sjónvarp, missti að mestu af fyrsta þættinum. Sem betur fer reyndist hægt að sjá hann á vef RÚV með því að smella hér


008182-0002 
008182-0001Næstu þættir:
 

2. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 8. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 9. október 2009 kl. 18.25; 10. október 2009 kl. 10.20

Í öðrum þætti er fjallað um hugsanlegan þátt Íslendinga í vöruflutningum yfir norðurskautshafsvæðið, um rannsóknir á virkni og áhrifum veiðarfæra í sjó og um árangur í bráttunni gegn skæðu krabbameini og nýjar uppgötvanir um orsakir þess.

 

3. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 15. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 16. október 2009 kl. 18.25; 17. október 2009 kl. 10.25

Í þriðja þætti er farið í saumana á olíuleit norðaustur af Íslandi, fjallað um fyrirtæki sem hefur náð miklum árangri í tölvuheimi skóla og skólastarfs og um hveraörverur sem geta aðstoðað Íslendinga í orkumálum.

 


Geimgeislar hafa aukist verulega undanfarið. Boðar það kólnandi veðurfar samkvæmt kenningu Svensmarks...?

 


 

Fyrir fáeinum dögum birti NASA frétt um að styrkur geimgeisla sé nú 19% meiri en nokkurn tíman hefur mælst í 50 ár.  Ástæðan er hin mikla lægð í virkni sólar sem flestir hafa væntanlega heyrt um. "We’re experiencing the deepest solar minimum in nearly a century,” sagði Dean Pesnell hjá  Goddard Space Flight Center, “so it is no surprise that cosmic rays are at record levels for the Space Age.”

Frétt NASA má lesa hér fyrir neðan.

Það er ljóst að náttúran er að framkvæma mikla tilraun. Mun kenning Henriks Svensmarks  reynast rétt? Mun það reynast orð að sönnu þegar hann sagði um daginn: "Vi anbefaler vores venner at nyde den globale opvarmning, mens den varer".

 

Bloggarinn vonar að Svensmark hafi rangt fyrir sér og kólnun sé ekki væntanleg á næstu árum. Vonandi reynist ekki hægt að kenna náttúruöflunum um meirihluta þeirrar hækkunar á hitastigi sem við upplifðum á síðustu öld. Vonandi gengur sú hækkun ekki til baka.


Alls ekki meiri kulda takk!
Pinch

 

cosmicraysvsclouds_917133.jpg
 
 
 
Einhver fylgni virðist vera milli styrks geimgeisla og lofthita samkvæmt mælingum frá loftbelgjum, eins og fram kemur á þessari mynd. Eigil Friis-Christensen er yfirmaður Dönsku geimrannsóknarstofnunarinnar .

 

Niðurstaða þessarar tilraunar náttúrunnar birtist innan fárra ára skrifuð í skýin Wink

 

 

 

 

--- --- ---


 


Cosmic Rays Hit Space Age High
09.28.09
 
 

 

 

Energetic iron nuclei counted by the Cosmic Ray Isotope Spectrometer on NASA's Advanced Composition Explorer (ACE) spacecraft reveal that cosmic ray levels have jumped 19% above the previous Space Age high. Credit: Richard Mewaldt/Caltech
› Larger image

An artist's concept of the heliosphere

An artist's concept of the heliosphere, a magnetic bubble that partially protects the solar system from cosmic rays. Credit: Walt Feimer/NASA GSFC's Conceptual Image Lab
› Larger image

 

Planning a trip to Mars? Take plenty of shielding. According to sensors on NASA's ACE (Advanced Composition Explorer) spacecraft, galactic cosmic rays have just hit a Space Age high.

"In 2009, cosmic ray intensities have increased 19% beyond anything we've seen in the past 50 years," says Richard Mewaldt of Caltech. "The increase is significant, and it could mean we need to re-think how much radiation shielding astronauts take with them on deep-space missions."

The cause of the surge is solar minimum, a deep lull in solar activity that began around 2007 and continues today. Researchers have long known that cosmic rays go up when solar activity goes down. Right now solar activity is as weak as it has been in modern times, setting the stage for what Mewaldt calls "a perfect storm of cosmic rays."

"We're experiencing the deepest solar minimum in nearly a century," says Dean Pesnell of the Goddard Space Flight Center, "so it is no surprise that cosmic rays are at record levels for the Space Age."

Galactic cosmic rays come from outside the solar system. They are subatomic particles--mainly protons but also some heavy nuclei--accelerated to almost light speed by distant supernova explosions. Cosmic rays cause "air showers" of secondary particles when they hit Earth's atmosphere; they pose a health hazard to astronauts; and a single cosmic ray can disable a satellite if it hits an unlucky integrated circuit.

The sun's magnetic field is our first line of defense against these highly-charged, energetic particles. The entire solar system from Mercury to Pluto and beyond is surrounded by a bubble of solar magnetism called "the heliosphere." It springs from the sun's inner magnetic dynamo and is inflated to gargantuan proportions by the solar wind. When a cosmic ray tries to enter the solar system, it must fight through the heliosphere's outer layers; and if it makes it inside, there is a thicket of magnetic fields waiting to scatter and deflect the intruder.

"At times of low solar activity, this natural shielding is weakened, and more cosmic rays are able to reach the inner solar system," explains Pesnell.

Mewaldt lists three aspects of the current solar minimum that are combining to create the perfect storm:

  1. The sun's magnetic field is weak. "There has been a sharp decline in the sun's interplanetary magnetic field (IMF) down to only 4 nanoTesla (nT) from typical values of 6 to 8 nT," he says. "This record-low IMF undoubtedly contributes to the record-high cosmic ray fluxes."

  2. Graphical 3D representation of the heliospheric current sheet

    The heliospheric current sheet is shaped like a ballerina's skirt. Credit: J. R. Jokipii, University of Arizona
    › Larger image


  3. The solar wind is flagging. "Measurements by the Ulysses spacecraft show that solar wind pressure is at a 50-year low," he continues, "so the magnetic bubble that protects the solar system is not being inflated as much as usual." A smaller bubble gives cosmic rays a shorter-shot into the solar system. Once a cosmic ray enters the solar system, it must "swim upstream" against the solar wind. Solar wind speeds have dropped to very low levels in 2008 and 2009, making it easier than usual for a cosmic ray to proceed.

  4. The current sheet is flattening. Imagine the sun wearing a ballerina's skirt as wide as the entire solar system with an electrical current flowing along the wavy folds. That is the "heliospheric current sheet," a vast transition zone where the polarity of the sun's magnetic field changes from plus (north) to minus (south). The current sheet is important because cosmic rays tend to be guided by its folds. Lately, the current sheet has been flattening itself out, allowing cosmic rays more direct access to the inner solar system.

"If the flattening continues as it has in previous solar minima, we could see cosmic ray fluxes jump all the way to 30% above previous Space Age highs," predicts Mewaldt.

Earth is in no great peril from the extra cosmic rays. The planet's atmosphere and magnetic field combine to form a formidable shield against space radiation, protecting humans on the surface. Indeed, we've weathered storms much worse than this. Hundreds of years ago, cosmic ray fluxes were at least 200% higher than they are now. Researchers know this because when cosmic rays hit the atmosphere, they produce an isotope of beryllium, 10Be, which is preserved in polar ice. By examining ice cores, it is possible to estimate cosmic ray fluxes more than a thousand years into the past. Even with the recent surge, cosmic rays today are much weaker than they have been at times in the past millennium.

"The space era has so far experienced a time of relatively low cosmic ray activity," says Mewaldt. "We may now be returning to levels typical of past centuries."

NASA spacecraft will continue to monitor the situation as solar minimum unfolds. Stay tuned for updates.
 
 
Dr. Tony Phillips
Heliophysics News Team

 

Ítarefni:

Cosmic rays and climate.
Jasper Kirkby / CERN
CERN Colloquium, 4 June 2009

Mjög fróðlegt!

 

 

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 83
  • Frá upphafi: 762103

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband