Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014

Tillaga: Björgunarsveitirnar fái hlutdeild í fyrirhuguðum ferðamannaskatti...

 

 Björgunarsveitir-3

Aukinn straumur ferðamanna til landsins hefur valdið töluverðu viðbótar álagi hjá Björgunarveitunum. Erlendir ferðamenn eru ókunnir landinu og eiga það til að villast inn á ófæra vegaslóða eða einfaldlega týnast í gönguferðum, svo ekki sé minnst á þau tilvik þegar sækja þarf þá slasaða. Auðvitað á þetta einnig við um Íslendinga, en það eru hinir erlendu ferðamenn sem hafa valdið mjög auknu álagi á sjálfboðaliðana. Spár benda til að ferðamönnum eigi eftir að fjölga, og þar með eykst álagið á þessar hetjur okkar.  Björgunarsveitirnar hafa aldrei rukkað fyrir þessa þjónustu.

Ég geri það að tillögu minni að Landsbjörg / Björgunarsveitirnar fái verulegt árlegt framlag úr hinum fyrirhugaða ferðamannaskatti, hvort sem hann verður í formi náttúrupassa, gistináttagjalds eða breytts virðisaukaskatts.   Ég á von á því að margir séu mér sammála.

 

Það eru ekki eingöngu ferðamenn sem Björgunarsveitirnar aðstoða. Við þekkjum öll óbilgjarnt starf þeirra þegar óveður gengur yfir og mannvirki eru í hættu. Afrek þeirra og þorgæði á liðnu ári eru okkur í fersku minni. Snjóflóð hafa fallið, og stórslys orðið á undanförnum árum. Þá er gott að eiga þessa menn og konur að. Þessar hetjur okkar eru alltaf tilbúnar að hlaupa til, að nóttu sem degi, til að aðstoða. Þeir leggja sig oft í mikla hættu við björgunar- og hjálparstörf.

Hugsum okkur að svo sem tíundi hluti fyrirhugaðs ferðamannaskatt renni til björgunarsveitanna. Kannski meira. -  Gæti það ekki verið smá þakklætisvottur fyrir vel unnin störf?   Víst er að það kæmi Björgunarsveitunum vel.

 

 

Nú er að hefjast flugeldasala Björgunarsveitanna. Að sjálfsögðu munu sannir Íslendingar beina viðskiptum sínum til þeirra. Að sjálfsögðu...

Flugeldasalan er mikilvægasta einstaka fjáröflun flestra björgunarsveita landsins og í sumum tilfellum stendur flugeldasalan undir nær öllum rekstri einstakra björgunarsveita.  Björgunarsveitirnar ættu auðvitað ekki að þurfa að reiða sig eingöngu á flugeldasölu. Erlendir og innlendir ferðamenn mættu auðvitað leggja eitthvað af mörkum.

 

Hvað finnst þér lesandi góður?

 



 

 

Landsbjörg 3

 

 

www.landsbjorg.is

 

Myndirnar tók skrifarinn traustataki af vef Landsbjargar. Vona að það fyrirgefist.

 

 

 

 

Bestu óskir um gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár


Vetrarsólstöður og hafísinn í dag...

 

 

Sól tér sortna...

 

 

Nú er snjór yfir öllu landinu og óvenjumikill hér á suðvesturhorninu. Skammdegið í hámarki. Sólin er lægst á lofti í dag, en á morgun fer daginn að lengja aftur. Það verður þó varla meira en eitt lítið hænuskref fyrsta daginn, eða aðeins níu sekúndur. Um lengd þessa merkilega hænuskrefs hefur verið fjallað áður, sjá hér.

Þegar allt er meira og minna á kafi í snjó leitar hugurinn ósjálfrátt til landsins forna fjanda. Hvernig skyldi honum líða? Við höfum ekki orðið hans vör í áratugi, sem betur fer. Sumir hafa spáð því að hann væri alveg að hverfa af norðurhveli, en er eitthvað fararsnið á honum? En hafísinn á suðurhveli, hvernig líður honum?  Skoðum málið...

 

Hafísinn á Norðurhveli samkvæmt Dönsku veðurstofunni DMI:

Þessi mynd er tekin 21. desember á vetrarsólhvörfum:

screenhunter_5409-dec-21-06-23

Á þessu ferlaknippi sem minnir aðeins á spaghettí má sjá útbreiðslu hafíss síðustu 10 árin. Eins og sjá má þá er hann ekkert á þeim buxunum að hverfa alveg, en í augnablikinu er hann jafnvel ívið meiri en öll árin undanfarinn áratug.  "The reports of my death have been greatly exaggerated" sagði Mark Twain eitt sinn þegar ótímabærar fréttir höfðu borist af láti hans.  (Heimild: hér, hér).

 

Þessi mynd er aftur á móti breytileg og uppfærist sjálfvirkt:

Hafísinn á norðurhveli...

Á þessum ferli sem uppfærist daglega, en myndin er beintengd við Dönsku Veðurstofuna DMI, má sjá þróunina eftir vetrarsólhvörf 2014.

 

Við gleymum því oft að einnig er hafís á Suðurhveli jarðar:

antarctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Á myndinni má sjá hafísinn á Suðurhveli alla daga ársins frá árinu 1978 er samfelldar mælingar með hjálp gervihnatta hófust. Rauði ferillinn er árið 2014.  Óneitanlega er hafísinn ekki neitt að hverfa á þeim slóðum. Reyndar er hann í allra mesta lagi um þessar mundir miðað við árin frá 1978. (Gögn: r og r og hér).

 

Svo má skoða hafísinn samanlagt á Norður- og Suðurhveli:

global_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

 

Samanlagður hafís á Norður- og Suðurhveli jarðar alla daga ársins síðan 1978. Rauði ferillinn sýnir ástandið 2014. (Gögn: r og r og hér).

 

Meira spaghettí, nú aftur af Norðurhveli eins og efsti ferillinn frá DMI, en fleiri ár:

arctic_sea_ice_extent_2014_day_355_1981-2010

Hér sjáum við aftur hafísinn á norðurhveli í ár miðað við öll árin frá 1978.  Vissulega hefur hann verið meiri áður og ekki sjáum við hafísárin svokölluðu um 1970, og ekki sjáum við hafísinn eins og hann var þegar hann var nefndur landsins forni fjandi. (Gögn: r og r og hér).

 

Landsins forni fjandi árið 1695:

"1695.    Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing, norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmál og sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirninga og að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík.

Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan 80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum af Akranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hann skip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands".

 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 

Niðurstaðan?

Niðurstaðan er svosem engin. Hafísinn er á sínum stað, bæði fyrir norðan og fyrir sunnan. Hann er ekki að hverfa og hann er heldur ekki að angra okkur.  Það er fátt sem bendir til þess að siglingaleiðir í Norður Íshafi séu að opnast.  

 

Meira um hafísinn hér á vef Ole Humlum prófessors: http://climate4you.com/SeaIce.htm

 

Nú fer daginn að lengja...

Gleymum því ekki að nú fer daginn að lengja. Skammdegið minnkar óðum og áður en við vitum af fara fuglar að gera sér hreiður. Leyfum okkur að hlakka til vorsins og sumarsins og njótum þess að eiga loksins almennileg hvít jól.

 

 anchristmastree_390336

Gleðileg Jól

 

 

Myndina sem er efst á síðunni tók bloggarinn efst í uppsveitunum dag einn í haust 

þegar mikla móðu frá gosstöðvunum lagði yfir sveitina og birtan var dálítið dularfull.

Í hugann kom hið fornkveðna úr Völuspá:

Sól tér sortna,
sígr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;
geisar eimi
við aldrnara,
leikr hár hiti
við himin sjálfan.

 

 

 

 


Glæsihótel og fótanuddtæki...

 

Cranes-at-Dawn-Picture 

 

 

Hvað eiga eiginlega fótanuddtæki og hótelbyggingar sameiginlegt? Kannski skortur á fyrirhyggju og múgsefjun Íslendinga. Allir ætla að græða á því sama.

Fyrir þrem áratugum tókst sniðugum kaupmanni að selja stórum hluta Íslendinga fótanuddtæki. Öll enduðu þau fjótlega á haugunum eða í rykföllnum geymslum landsmanna. Eitt sinn voru það refabú og minnkabú sem enduðu á hausnum, nú eða laxeldisstöðvarnar... Listinn er langur.

Nú er verið að reisa hótel á út um allt eða verið að breyta atvinnuhúsnæði í hótel. Engin veit hve mörg þau eru og enn síður hve mörg herbergin verða. Enginn veit hve gistiheimilin eru mörg, og ekki heldur íbúðir sem leigðar eru ferðamönnum. Kannski herbergin séu að verða jafnmörg fótanuddtækjunum 14 þúsund sem Radíóbúðin seldi 1982. Hver veit?

Fyrir einhverja tilviljun, kannski var það að þakka eldgosinu í Eyjafjallajökli, komst Ísland í tísku. Það er þó eðli allra tískusveiflna að þær rísa og hníga svo aftur.

Það er þó ekki bara tískubólan sem getur sprungið hvenær sem er. Kreppa er að læðast að Evrópubúum um þessar mundir. Hvaða áhrif hefur það á ferðaiðnaðinn hér?

Nú eru ýmsir farnir að hafa áhyggjur af málinu. Í Morgunblaðinu í dag er þessi forsíðufrétt:

 

Varað við kerfishættu


Sérfræðingur sér hættumerki í ferðaþjónustu - Bankastjóri hvetur til varkárni


Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem ...

Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem hefur rannsakað arðsemi hótela.


Hjá Seðlabankanum fékkst upplýst að hlutfall útlána banka til greinarinnar væri óþekkt.


Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa hafnað sumum umsóknum um uppbyggingu í ferðaþjónustu. »Ég held að það þurfi að fara varlega og það er það sem við reynum að gera. Við erum til í að lána í verk þar sem við teljum að áhættan sé ekki of mikil...
Mikill vöxtur getur skapað hættu,« segir Steinþór.


Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ferðaþjónustu að ná sama vægi og sjávarútvegur áður. Niðursveifla í ferðaþjónustu geti því haft keðjuverkandi áhrif. »Ákveðnir hlutar ferðaþjónustunnar eru mjög fjármagnsfrekir, líkt og hótelrekstur, og hljóta því að krefjast töluverðrar lánafyrirgreiðslu,« segir Ásgeir.

-


Á blaðsíðu 4 er ítarlegri umfjöllun.  Hvað er hægt að gera við öll þessi hótel ef illa fer og Ísland verður ekki lengur í tísku meðal erlendra ferðamanna, eða ef þeir hafa ekki lengur efni á að ferðast hingað? Hefur einhver hugsað út í það?  Hve mörgum milljörðum munu þeir sem lánað hafa fé í þetta ævintýri tapa?

 

Við skulum samt leyfa okkur að vona að þessi ótti reynist ástæðulaus.  



24 Reasons Iceland Is The Best Country On The Planet



 

 

 

hotel_room.jpg


"Myrkurstundum á vökutíma fjölgar um 131 til 190 klukkustundir eða 5 til 8 sólarhringa ef klukkunni verður seinkað"...

 

 

 

Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur séð um útgáfu Almanaks Háskólans í áratugi og reiknað út hinar margbreytilegu töflur sem þar eru, en það er mikil nákvæmnisvinna. Hann er því manna fróðastur um tímatal og klukkuna. Þorsteinn var um áratugaskeið deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands.

Þorsteinn hefur oft fjallað um klukkuna, seinkun hennar, sumartíma, vetrartíma, o.fl. Mig langar til að vísa á nýlegan pistil hans á vef Almanaksins: „Um seinkun klukkunnar“    http://www.almanak.hi.is/seinkun2.html

Það vill svo til að sá sem þessar línur ritar starfaði á Háloftadeild Raunvísindastofnunar, þar sem Þorsteinn réði ríkjum, sem sumarmaður árin 1968 og 1969. Þá var einmitt ákveðið að  hafa sumartíma allt árið á Íslandi og urðu margir fegnir þegar hringlinu með klukkuna var hætt.

 

Þorsteinn sagði í viðtali við Morgunblaðið 1. desember:

 

Still­ing klukk­unn­ar alltaf mála­miðlun

Ingi­leif Friðriks­dótt­ir
if@mbl.is

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.stækka

Dr. Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur hjá
Raun­vís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. mbl.is/​Golli

„Ég hef mikl­ar efa­semd­ir um nei­kvæð heilsu­fars­leg áhrif af fljótri klukku. Í því sam­bandi er at­hygl­is­vert að svefn­höfgi ung­linga virðist engu minna vanda­mál í þeim lönd­um þar sem klukk­unni er seinkað að vetri til,“ seg­ir Þor­steinn Sæ­munds­son, stjörnu­fræðing­ur.

Hann seg­ir það klukk­una frem­ur en dags­birt­una sem ræður því hvenær ung­ling­ar fara að sofa á kvöld­in. Sums staðar er­lend­is hafi það gef­ist vel að hefja skóla­hald seinna að morgni, og slíkt hafi t.a.m. tíðkast í Eg­ilsstaðaskóla síðustu ár.

Mbl.is fjallaði í síðustu viku um fyr­ir­lest­ur Bjarg­ar Þor­leifs­dótt­ur, lektors við Lækna­deild Há­skóla Íslands, um klukkuþreytu á meðal Íslend­inga. Þar sagði hún það mjög brýnt lýðheilsu­mál að seinka klukk­unni um eina klukku­stund. Íslend­ing­ar væru að skapa sér vanda með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi sem hef­ur meðal ann­ars slæm­ar af­leiðin­f­ar fyr­ir heilsu fólks.

Ég hef litla trú á því að þetta sé heilsu­fræðilegt heimsvanda­mál,“ seg­ir Þor­steinn í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ist jafn­framt hafa þá at­huga­semd að Björg, ásamt mörg­um öðrum, ein­blíni á eina af­leiðingu þess að seinka klukk­unni í stað þess að skoða málið frá öll­um hliðum. 

Hverri til­hög­un fylgja kost­ir og ókost­ir

„Still­ing klukk­unn­ar verður alltaf mála­miðlun því að sér­hverri til­hög­un fylgja bæði kost­ir og ókost­ir,“ seg­ir Þor­steinn, en bend­ir á að þegar nú­gild­andi lög um tíma­reikn­ing voru sett árið 1968 hafi megin­á­stæðan verið óánægja fólks með það sem kallað var hringlið með klukk­una.

Í pistli sín­um um seink­un klukk­unn­ar seg­ir hann mark­miðið með laga­setn­ing­unni það ár hafa fyrst og fremst verið það að koma á föst­um tíma allt árið. „Skoðana­könn­un leiddi í ljós að mun fleiri vildu hafa flýtta klukku („sum­ar­tíma“) en óbreytta („vetr­ar­tíma“). Varð því niðurstaðan sú að klukk­ur skyldu stillt­ar eft­ir miðtíma Greenwich.“

Radd­ir komið fram síðustu ár sem kalla á breyt­ingu

Eft­ir breyt­ing­una má segja að friður hafi ríkt um tíma­reikn­ing­inn í ald­ar­fjórðung. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að komið hafa fram radd­ir sem kalla á breyt­ingu á ný. Má þar nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu árið 1994, frum­varp árið 1995 (end­ur­flutt 1998 og 2000), og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur árin 2006, 2010, 2013 og nú síðast árið 2014.

„Spyrja má hvers vegna breyt­inga sé óskað eft­ir svo langa sátt um nú­gild­andi fyr­ir­komu­lag. Þar kem­ur tvennt til greina. Í fyrsta lagi er vax­in upp ný kyn­slóð sem man ekki það fyr­ir­komu­lag sem áður gilti og þekk­ir ekki af eig­in raun kosti þess eða ókosti. Í öðru lagi hafa skap­ast ný viðhorf vegna breyttra aðstæðna í þjóðfé­lag­inu, nýrr­ar tækni og nýrra sjón­ar­miða. Hvort tveggja þarf að hafa í huga áður en ákvörðun er tek­in um laga­setn­ingu sem óhjá­kvæmi­lega snert­ir hvern ein­asta Íslend­ing að meira eða minna leyti.“

Bjart­ari morgn­ar dýr­keypt­ir

Þá bend­ir hann á að seink­un klukk­unn­ar hefði þau áhrif að bjart­ara yrði á morgn­anna og það sé tví­mæla­laust sterk­asta rök­semd þeirra sem vilja fara þessa leið. 

„Á hinn bóg­inn eru bjart­ari morgn­ar keypt­ir því verði að fyrr dimm­ir síðdeg­is þegar um­ferð er meiri og börn á leið úr skóla. Menn get­ur greint á um það hvort þeir kjósi frem­ur bjart­ari morgna eða bjart­ara síðdegi. En um­ferðarþung­inn bend­ir til þess að menn nýti al­mennt síðdegið frem­ur en morgn­ana til að sinna er­ind­um sín­um. Það virðist gilda að sumri ekki síður en vetri og stjórn­ast því ekki af birt­unni einni sam­an. Óum­deilt er, að flest­ir kjósa flýtta klukku á sumr­in, því að lengri tími gefst þá til úti­vist­ar.“

Fals­von­ir um batn­andi líðan við að seinka klukk­unni

Þor­steinn bend­ir jafn­framt á að í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni sé horft fram­hjá þeirri staðreynd að raf­lýs­ing hef­ur áhrif á lík­ams­klukk­una ekki síður en sól­ar­ljósið og rask­ar því hinni nátt­úru­legu sveiflu. „Í þjóðfé­lagi nú­tím­ans ræður sól­ar­ljósið ekki still­ingu lík­ams­klukk­unn­ar nema að tak­mörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönn­um fals­von­ir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukk­unni.“

Þá seg­ist hann hrædd­ur um að mörg­um myndi bregða í brún þegar þeir yrðu var­ir við það að myrkrið skylli á klukku­stund fyrr síðdeg­is, eins og myndi ger­ast ef klukk­unni væri seinkað. „Dótt­ir mín bjó í Lundi í Svíþjóð í haust þegar klukk­unni var breytt þar frá sum­ar­tíma yfir á vetr­ar­tíma. Hún orðaði það svo að breyt­ing­in síðdeg­is hefði verið afar óþægi­leg. Ég hef heyrt svipaða sögu frá fleir­um, bæði aust­an­hafs og vest­an­hafs,“ seg­ir Þor­steinn.

Loks seg­ir hann rétt að vekja at­hygli á því að mik­ill fjöldi fólks í heim­in­um býr við fljóta klukku allt árið. Þetta sjá­ist vel ef tíma­kort Almanaks Há­skól­ans er skoðað.

 

--- --- ---

 

Dr. Gunnlaugur Björnsson stjarneðlisfræðingur, núverandi deildarstjóri Háloftadeildar Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands, skrifaði 1. desember 2014 á visir.is:

Myrkur í heygarðshorninu

SKOÐUN
09:18 01. DESEMBER 2014
 
 
Gullli
Enn er komin fram á Alþingi þingsályktunartillaga um „seinkun klukkunnar og bjartari morgna“. Réttilega er bent á í tillögunni að klukkan á Íslandi er ekki í samræmi við gang sólar. Það er enda svo að tíminn er ákveðinn hinn sami á öllu landinu þó að með réttu lagi ætti klukkan á Austurlandi að vera um hálftíma á undan klukkunni á Vesturlandi.


Þegar tíminn er festur eins og gert er á Íslandi og raunar í öllum löndum, er reynt að koma því þannig fyrir að gangur klukkunnar sé sem flestum að skapi. Það er ekki alltaf auðvelt, og í sumum ríkjum er það reyndar alls ekki gert. Þegar ákveðið var árið 1968 að sumartími skyldi gilda á Íslandi árið um kring var það að sjálfsögðu að vel athuguðu máli og hefur ekki þótt ástæða til að hreyfa við því síðan.

Á liðnum áratug eða tveimur, hafa öðru hvoru komið fram á Alþingi tillögur um að hverfa frá þessu fyrirkomulagi. Fyrst vildu menn auka enn við misræmið og færa hádegið lengra fram á eftirmiðdaginn. Gæfust þannig lengri og bjartari kvöld til útiveru, grillunar eða annarrar iðju. Það varð ekki. Nú vilja sumir þingmenn taka skrefið í hina áttina og hverfa frá föstum sumartíma. Meginástæða þessara hugmynda að breyttri klukku sýnist vera sú að með því móti fáist bjartari morgnar, sem vissulega er rétt. Það virðist þó skína í gegn í tillögunni að þetta gefi fleiri birtustundir í sólarhringnum en núverandi fyrirkomulag og bæti þar með geð guma. Það er auðvitað alrangt. Lega landsins og gangur jarðar um sól „úthluta“ okkur ákveðnum fjölda birtustunda yfir daginn, við getum einungis ákveðið með lögum hvernig klukkan skuli stillt. Það fjölgar ekki birtustundum.

Líklega skiptir það þorra manna mestu máli að birtustundir á vökutíma séu sem flestar. Það er einfalt að reikna það út að ef klukkunni yrði seinkað um eina klukkustund eins og þingsályktunartillagan leggur til, myndi myrkurstundum á vökutíma fjölga um 131 til 190 klukkustundir eftir því hvort vökutími teldist frá 7-23 eða 8-24.

Þetta samsvarar fimm til átta heilum sólarhringum í auknu myrkri á vökutíma! Ég myndi ekki vilja skipta fyrir nokkurn mun. Ekki verður séð að hugmynd flutningsmanna sé líkleg til að draga úr skammdegisþunglyndi eða öðrum sálarkvillum sem hugsanlega orsakast af langri dvöl á norðurhjara.

 

--- --- ---

 

Þetta er skoðun þeirra tveggja manna sem best þekkja útreikning tímatals og klukkunnar á Íslandi. 

Á mínum vinnustað mætir starfsfólkið til vinnu á tímabilinu 7 til 9. Þeir árrisulu mæta snemma og geta því einnig farið snemma heim í lok vinnudags. Flestir mæta um klukkan átta, en allnokkrir ekki fyrr en um níuleytið.  Allir eru ánægðir og klukkan ekkert vandamál.

Svo má auðvitað minnast á að í þéttbýli utanhúss er tæplega hægt að tala um skammdegismyrkur, lýsing er það góð. Myrkrið er aftur á móti í dreifbýlinu. Þar er það oft kolsvart.  Innanhúss er auðvitað vel bjart hjá okkur öllum, þökk sé góðri raflýsingu. 

Ráðið við morgunsyfju er einfalt: Fara fyrr að sofa og gæta þess að ná 7 - 8 tíma svefni. Vakna síðan eldhress smile.



 

 

 

 

 


mbl.is Svona dimmir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dúndur jólastress...!

 

 

Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís  taka þátt í Áheitasöfnun Geðveikra Jóla með frábæru jólalagi í ár. Hægt er að sjá hér þeirra framlag og einnig kjósa lagið þeirra og styrkja gott málefni.

Heimsækið vefsíðu Einstakra barna, en einstök börn þjást af erfiðum og sjaldgæfum sjúkdómum: www.einstokborn.is
 
 
 

Hægt er að heita á lag VERKÍS inni á www.gedveikjol.is eða með því að senda sms til að gefa 1.000 – 5.000 kr. Áheitin renna til stuðningsfélags Einstakra barna.

Sendið textann „1007“ í númerið 900 9501 – til að gefa 1.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9503 – til að gefa 3.000 kr.
Sendið textann „1007“ í númerið 900 9505 – til að gefa 5.000 kr

 

 anchristmastree_390336

 

Syngið með:

Dúndur jólastress

 

JÓL

Æ þarf að gera allt þó bráðum komi jól?
Við getum líka tekið því með ró!

Skrifa jólakortin, skreyt’og pakka inn.
Eða má, sleppa því í þetta sinn?

Baka, versla inn og þrífa hátt og lágt?
Er það nú ekki full mikið í lagt?

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

JÓL JÓL

Finnst þér, enn að, allt verð´að vera spik & span?
Nei ég er ekki sáputusku-fan.

Ef mútta kæm´ í heimsókn og allt í drasli hér.
Hún kennir mér um, það allt hvort eð er.
Allt sem hún sér og miður fer

Ég er að missa´ða, með jólakvíða hnút.
Æ elsku besta ekki fríka út.

Því þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú,
eigum ég og þú, saman geðveik jól.

Svo þramm, þramm, þramma ég, allt Þorláksmessukvöld,
þeytist um, leit´a að jólagjöf.
Það er spenn, spenn, spennandi, að spæn´ um allan bæ,
og spá í allt sem ég get gefið þér.

Í geð, geð, geðveikum, spanjólagír,
svo gaman er að vera til.

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú, saman geðveik jól

Við dembum okkur kát og hress
JÓL
Í dúndur jólastress
JÓL

Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.
Þó að allt sé eftir nú
eigum ég og þú saman geðveik jól.

www.gedveikjol.is

 

 

logo-upphleypt-standandi_1250719.png

 

www.verkis.is

 


Góð frétt í jólamánuðinum...

 

Ragna og Börnin

 

 
Manni hlýnar um hjartaræturnar við að lesa svona frétt eins og var í Morgunblaðinu í dag:
 
 
 

"Ókunn­ugt fólk bauð Rögnu íbúðir til af­nota"

"Ragna Erlendsdóttir, tveggja barna einstæð móðir í Reykjavík, fékk boð frá tveimur ókunnugum íbúðareigendum í Reykjavík um tímabundin afnot af íbúðunum án endurgjalds.

 

Eins og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær er Ragna komin á götuna eftir að hafa misst tímabundið húsnæði. Fjárhagur Rögnu er erfiður eftir mikil útgjöld vegna veikinda dóttur hennar, Ellu Dísar, sem lést eftir langvinn veikindi sl. sumar.

 

Íbúðir í Breiðholti og Vesturbæ

 

Saga Rögnu hreyfði við lesendum Morgunblaðsins sem buðu henni húsnæði í Breiðholti og Vesturbæ.

 

»Ég ætla að taka boðinu og vera í íbúðinni í Vesturbænum í þrjár vikur. Þá kemur annar í íbúðina og ég færi mig yfir í aðra íbúð í eigu fjölskyldu í Breiðholti sem er að fara til útlanda. Þau leyfa mér að vera í íbúðinni frá og með 19. desember til 2. janúar. Hvað gerist í framhaldinu er óvíst,« segir Ragna.

 

Hún var á leið í hótelíbúð í miðborg Reykjavíkur þegar boðin um íbúðirnar tvær bárust. Hún hafði bókað gistingu fram á föstudag og fékk hún fyrirframgreiðslu þriggja af þeim nóttum fellda niður þegar henni stóð annað húsnæði til boða. Hyggst hún flytja sig um set í dag.

 

Eigandi íbúðarinnar í Vesturbænum er búsettur í Danmörku.

 

Um miðjan dag í gær hafði Sólveig Kaldalóns Jónsdóttir samband við Morgunblaðið en hún býr í Stege í Danmörku. Sagðist hún eiga íbúð með húsgögnum og öðrum húsbúnaði í Vesturbæ Reykjavíkur sem yrði ónotuð til 20. desember. Vildi hún gjarnan lána Rögnu og dætrum hennar íbúðina án endurgjalds, þó ekki yfir hátíðarnar því þá myndi systursonur hennar dvelja þar með konu sinni. Eftir áramótin kæmu frekari afnot af íbúðinni til greina.

 

»Það er hjónarúm í svefnherberginu og svefnsófi í stofunni og rúmföt og sængur og koddar fyrir fimm. Það er allt í íbúðinni og vantar ekkert,« sagði Sólveig sem hafði aldrei heyrt Rögnu getið fyrr en í gær.

 

Sólveig og eiginmaður hennar, sem er læknir, eiga bújörð og rækta hveiti, bygg, hafra og sykurrófur.

 

Hefur búið í Danmörku í 40 ár

 

»Ég á sjö rollur sem bera á vorin. Ég er 65 ára hjúkrunarfræðingur og hef búið í Danmörku í yfir 40 ár. Ég á þrjú börn á aldur við Rögnu og svo á ég barnabörn. Þegar ég heyrði af Rögnu og að hún hefði átt veika dóttur fannst mér sem hjúkrunarfræðingi leitt að það skyldi ekki vera til hjálp fyrir hana,« segir Sólveig sem fluttist til Danmerkur árið 1972 til að læra svæfingarhjúkrun.

 

Sólveig fylgist með fréttum frá Íslandi og hefur áhyggjur af húsnæðismálum. »Kerfið er orðið fátækt á Íslandi ef það getur ekki hugsað um þá sem eiga erfitt í þjóðfélaginu. Ég held að Danir hugsi betur um fólk í slíkum vanda,« segir Sólveig."
 
 
Svo sakar ekki að nafn þess sem lánar íbúðina er kunnuglegt:

 

 

 

 
 
Solla-Jona-Olli
Sólveig er hér að spjalla við Örlyg og Jónu í Kaupmannahöfn 1971
Bloggarinn tók myndina á námsárunum.
 
smile
 

mbl.is Ókunnugt fólk bauð Rögnu íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 762100

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband