Hale Bopp og Andromeda stjörnuþokan

Á þessari mynd má sjá ýmislegt óvenjulegt. Halastjarnan er Hale-Bopp, sem sást vel yfir Íslandi í byrjun árs 1997. Norðurljós náðu næstum að skemma myndina, en gera hana þó skemmtilegri. Neðst til hægri má sjá Andromeda stjörnuþokuna. Þar eru milljarðar sóla og örugglega mikið líf og fjör. Á þessari mynd má einnig sjá aragrúa stjarna, sem eru ósýnilegar með berum augum. Filma var Kodak PPF Pro 400 ASA (góð filma fyrir stjörnumyndatöku). Linsa 135mm, Ljósop 3,5. Lýsingartími um 2 mínúur. Stjörnuhimninum var fylgt eftir með mótordrifi. ÁHB tók þessa mynd í mars 1997.

Ljósmyndari: Ég | Staður: Nærri Keilisnesi | Tekin: 12.3.1997 | Bætt í albúm: 29.10.2007

Athugasemdir

Engar athugasemdir hafa enn verið skráðar um þessa færslu.

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband