Glitský

Glitský eru ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð. Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (svonefnt perlumóðurlag í perluskeljum), og eru þau því nefnd perlumóðurský (e. nacreous clouds) í ýmsum tungumálum. Sjá Vísindavefinn http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=4763

Ljósmyndari: ÁHB | Staður: Örfirisey | Bætt í albúm: 29.10.2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband