Smástirni fellur á jörðina aðfararnótt þriðjudags 7. okt.

asteroid-hits-earth-2_692018.jpgStjörnufræðingar í Bandaríkjunum sendu fyrir stundu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að smástirni á stærð við bíl (1 til 5 metrar í þvermál), mun falla inn í lofthjúp jarðar og brenna þar upp í nótt (sem sagt aðfaranótt 7. október) klukkan 02:46 að íslenskum tíma.

Hvorki fólki né byggingum stafar nokkur hætta af þessu smástirni því það er of lítið til að geta valdið skaða. Íbúar í Súdan eiga aftur á móti von á stórglæsilegri flugeldasýningu.

Búist er við miklum vígahhnetti og eldglæringum því orka á við sprengingu á um einu kílótonni (1.000.000 kg) af TNT mun væntanlega losna úr læðingi þegar smástirnið brennur upp í lofthjúpnum, skv. frétt á spaceweather.com

 

Sjá nánar á Stjörnufræðivefnum. Þar er góð grein eftir Sævar Helga Bragason.

Á Stjörnufræðivefnum má búast við frekari fregnum jafnóðum og þær berast, svo og myndum ef þær nást af fyrirbærinu.

 

Sjá einnig:

Space Weather News for Oct. 6, 2008 20:02
http://spaceweather.com

Mikið álag er nú á vefnum Spaceweather.com og erfitt að opna hann.

 

INCOMING ASTEROID: A small, newly-discovered asteroid named 2008 TC3 is approaching Earth and chances are good that it will hit. Steve Chesley of JPL estimates that atmospheric entry will occur on Oct 7th at 0246 UTC over northern Sudan [ref]. Measuring only a few meters across, the space rock poses NO THREAT to people or structures on the ground, but it should create a spectacular fireball, releasing about a kiloton of TNT in energy as it disintegrates and explodes in the atmosphere. Odds are between 99.8 and 100 percent that the object will encounter Earth, according to calculations provided by Andrea Milani of the University of Pisa. [ephemeris] [3D orbit]
 

 

Tímaritið Astronomy:  Asteroid will disintegrate in Earth's atmosphere tonight

NASA:  Small Asteroid Predicted to Cause Brilliant Fireball over Northern Sudan

 

081006-space-asteroid-vsmall-255p_vsmall.jpg
 
Litli punkturinn á miðri mynd er smástirnið. Stjörnur koma fram sem strik.
 
 
 --- --- ---         --- --- ---       --- --- ---

Uppfært 7. okt. 2008:

Sjá hér.

Tuesday, 07 October , 2008, 14:09
 

New Delhi: It was a spectacular show in the sky early Tuesday morning, when a small asteroid entered the earth's atmosphere releasing a huge amount of light and energy before exploding.

The asteroid, 2008 TC3, entered the earth's atmosphere at 2.46 am (GMT) in Sudan (Africa). The asteroid was also visible in Europe but not in Asia.

"Measuring only a few meters across, the space rock created a spectacular fireball, releasing huge energy as it disintegrated and exploded in the atmosphere," Director of Nehru Planetarium N Rathnashree said.

 

 

 

Uppfært 7. okt. 2008 kl. 23:15:

Af Spaceweather.com

ASTEROID IMPACT--UPDATE: Asteroid 2008 TC3 hit Earth this morning, Oct. 7th, and exploded in the atmosphere over northern Sudan. An infrasound array in Kenya recorded the impact. Dr. Peter Brown of the University of Western Ontario has inspected the data and he estimates that the asteroid hit at 0243 UTC with an energy between 1.1 and 2.1 kilotons of TNT. Most of the 3-meter-wide space rock should have been vaporized in the atmosphere with only small pieces reaching the ground as meteorites.


Image credit: Peter Brown, University of Western Ontario

No pictures of the fireball have been submitted; the impact occurred in a remote area with few and possibly no onlookers capable of recording the event. So far, the only report of a visual sighting comes from Jacob Kuiper, General Aviation meteorologist at the National Weather Service in the Netherlands:

"Half an hour before the predicted impact of asteroid 2008 TC3, I informed an official of Air-France-KLM at Amsterdam airport about the possibility that crews of their airliners in the vicinity of impact would have a chance to see a fireball. And it was a success! I have received confirmation that a KLM airliner, roughly 750 nautical miles southwest of the predicted atmospheric impact position, has observed a short flash just before the expected impact time 0246 UTC. Because of the distance it was not a very large phenomenon, but still a confirmation that some bright meteor has been seen in the predicted direction. Projected on an infrared satellite-image of Meteosat-7 of 0300 UTC, I have indicated the position of the plane (+) and the predicted impact area in Sudan (0)."

2008 TC3 was discovered on Oct. 6th by astronomers using the Mt. Lemmon telescope in Arizona as part of the NASA-funded Catalina Sky Survey for near-Earth objects. Asteroids the size of 2008 TC3 hit Earth 5 to 10 times a year, but this is the first time one has been discovered before it hit.

pre-impact images: from Paolo Beltrame of CAST Astronomical Observatory, Talmassons, Italy; from Eric Allen of Observatoire du Cegep de Trois-Rivieres, Champlain, Québec; from Ernesto Guido et al. of Remanzacco Observatory, Italy; from S.Korotkiy and T.Kryachko of Kazan State University Astrotel observatory, Russia;

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ágúst.   Gott er að Þú skulir halda Þínu striki í þessu fjármálamoldviðri, sem gengur yfir Þjóðina , en gaman væri að vera staddur í Súdan núna að horfa á sjónarspilið.

                       Kv.  þorvaldur Ágústsson.

þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Áttu afrit af fjármálasnillingunum sem þú varst með í fyrra á síðunni þinni, það er búið að taka þetta út af netinu,þ.e.a.s. víeóið sjálft. Það væri gaman að ná því aftur í dreifingu, það skilja það eflaust töluvert fleiri í dag en gerðu þá.

Friðrik Björgvinsson, 7.10.2008 kl. 00:15

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Friðrik. Áttu við þetta hér? eða bloggið hér?

Ágúst H Bjarnason, 7.10.2008 kl. 06:27

4 Smámynd: Þórður Runólfsson

Getur verið að hér séu teikn á lofti til margs um það að í Bandaríkjunum sé að koma fram nýr leiðtogi sem muni leiða heiminn inn lífvænlegri brautir.

Vonandi fáum við smá sjónarspil. 

Þórður Runólfsson, 7.10.2008 kl. 15:28

5 identicon

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=297602

hermann ingjaldsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þegar ég var ungur piltur, máske um 10-12 ára, þá vakti ég eitthvað frameftir eina vetrarnótt og horfði út um herbergisgluggann minn á ísafirði. Það var vetur, snjór yfir, logn og dimmur blámi vetrarnætur ríkti. Skyndilega birti yfir öllu eitt örskots augnablik, eins og smellt væri af risastórri myndavél. Ég sá fjöllin og bæinn, sem ég sá ekki áður. Blossinn var skjannahvítur.

Enginn talaði um þetta og samkvæmt minni vitneskju, varð enginn vitni að þessu. Ég hef oft hugsað um þetta merka augnablik og velt fyrir mér hvort um stóran lofstein væri að ræða. )þetta var á bilinu 1969 og 73 ca.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2008 kl. 02:26

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Jón.

Annað hvort hefur þetta verið elding eða loftsteinn.  Elding sést þó varla nema í ákveðnum veðrskilyrðum og þar sem "dimmur vetrarblámi ríkti" er það ótrúlegt.

Loftsteinn þarf ekki að vera mjög stór til að hann gefi frá sér mjög bjart ljós þegar hann brennur upp. Mér þykir alls ekki ólíklegt að þetta hafi einmitt verið einn slíkur.

Ágúst H Bjarnason, 18.10.2008 kl. 07:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Vinnan mín:

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 193
  • Frá upphafi: 750990

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 146
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Ágúst 2022
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband