Nýr frábær þáttaröð í Sjónvarpinu...

ari_trausti_917419.pngEin besta íslenska þáttaröð allra tíma, Nýsköpun-íslensk vísindi, er að hefja göngur sínar í Sjónvarpinu um þessar mundir.  Umsjónarmaður er Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindmaður og rithöfundur. 

Í fyrsta þættinum, sem var sýndur fimmtudaginn 1. október, var sagt frá hvernig nota má sjó og jökulvatn til þess að framleiða raforku, frá rannsóknum á því hvað gerir Íslendinga að einni hamingjusömustu þjóð veraldar samkvæmt könnunum, og hvernig fatlaður íslenskur vísindamaður tekur þátt í verkefni sem miðar að því að hann nái betra valdi yfir fingrum sínum með því að nota rafstraum.

Þetta er röð tólf þátta um vísindi og fræði á Íslandi. Hver þáttur er tæpar 30 mín. að lengd og inniheldur þrjú ólík viðfangsefni. Þannig kynnast áhorfendur á öllum aldri 36 áhugaverðum verkefnum úr flestum geirum vísinda og tækni en í þeim efnum er mikil gróska, eins og segir á vef RÚV.

Þættirnir eru unnir fyrir Sjónvarpið í samvinnu við margar vísindastofnanir, háskóla, félög og rannsóknarsjóði.

 

Enginn má missa af þessum þáttum Sjónvarpsins og Ara Trausta!

Bloggarinn, sem horfir lítið á sjónvarp, missti að mestu af fyrsta þættinum. Sem betur fer reyndist hægt að sjá hann á vef RÚV með því að smella hér


008182-0002 
008182-0001Næstu þættir:
 

2. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 8. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 9. október 2009 kl. 18.25; 10. október 2009 kl. 10.20

Í öðrum þætti er fjallað um hugsanlegan þátt Íslendinga í vöruflutningum yfir norðurskautshafsvæðið, um rannsóknir á virkni og áhrifum veiðarfæra í sjó og um árangur í bráttunni gegn skæðu krabbameini og nýjar uppgötvanir um orsakir þess.

 

3. þáttur.

Sýnt: fimmtudagur 15. okt. 2009 kl. 21.25.
Endursýnt: 16. október 2009 kl. 18.25; 17. október 2009 kl. 10.25

Í þriðja þætti er farið í saumana á olíuleit norðaustur af Íslandi, fjallað um fyrirtæki sem hefur náð miklum árangri í tölvuheimi skóla og skólastarfs og um hveraörverur sem geta aðstoðað Íslendinga í orkumálum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Tek undir  lofið, mjög góður þáttur og hlakka til að sjá hina.

Anna, 3.10.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 762134

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband