Mansal, starfsemi erlendra glæpahópa og óþarfa vera Íslendinga í Schengen...

 

schengen_states.gif

 

"Mansal hefur farið vaxandi inni á Schengen-svæðinu eftir að það opnaðist í austur. Fyrir ekki mörgum árum var mansal bundið við þá skipulögðu glæpahópa sem voru hvað efstir í píramídanum, elstir, skipulagðastir með fullkomnasta kerfið. Eftir opnun svæðisins í austur hafa glæpahópar sem eru neðar í stiganum farið að starfa á sviði mansals, af því að það er orðinn markaður fyrir það sem þeir hafa að bjóða. Þeir þurfa ekki að smygla fólki inn á svæðið heldur geta þeir smyglað fólki innan svæðisins. Kannski erum við að sjá dæmi um það hér", segir Arnar Jensson tengslafulltrúi Íslands hjá Europol. Hann segir í Fréttablaðinu 23. október að í skipulagðri glæpastarfsemi stafi mest ógn af eiturlyfjum, en mansali þar á eftir.

 

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Sigríður Björk Ingvarsdóttir, segir í Morgunblaðinu 23. okt.  að margir glæpahópar hérlendis, sem eru ýmist pólskir, litháiskír eða íslenskir, uppfylli skilgreiningu Europol á skipulagðri glæpastarfsemi. Þar geti verið um að ræða þjófnaði, efnahagsbrot, fíkniefnabrot, vændi, handrukkanir, peningaþvætti og mansal.

Á myndinni hér að ofan eru löndin sem tilheyra Schengen merkt með ljósbláum lit. Innan þess svæðis geta glæpamenn valsað óhindrað og eftirlitslaust að vild. Búlgaría og Rúmenia eru í biðsalnum að Schengen.  Eftirtektarvert er að Bretland og Írland skera sig úr með dökkbláum lit. Löndin eru í Evrópusambandinu, en ekki í Schengen.     Hvers vegna?    Jú þeir vilja vita hverjir koma inn í landið. Bretland og Írland eru eyjur  eins og Ísland svo landamæragæslan er auðveld. 
Eru Bretar og Írar miklu skynsamari en Íslendingar?

Það voru mikil afglöp þegar Ísland gerðist aðili að Schengen sáttmálanum. Á þeim tíma var því haldið fram að Schengen samstarfið skilaði lögreglu betri upplýsingum um glæpamenn en annars hefði verið. Því er þveröfugt farið. Reynslan sýnir okkur t.d. að við höfum ekki haft hugmynd þá misyndismenn sem hér hafa verið fyrr en of seint.  Ekki er hægt að afla upplýsinga um viðkomandi ólánsmenn sem hér hafa brotið lög fyrr en skaðinn er skeður.  Fyrr vitum við ekki hverjir eru hér á landi. Það er kjarni vandamálsins. Schengen kerfið virkar þannig. Það hefur ekki staðist væntingar.

Hér á landi er nákvæmlega ekkert eftirlit með þeim sem koma til landsins. Við vitum ekki hverjir koma til landsins, hvenær þeir komu eða hvenær þeir fóru aftur, þ.e. hafi þeir farið á annað borð. Að sjálfsögðu leynast óheiðarlegir Schengenborgarar meðal hinna heiðarlegu. Af þeim hljótum við að hafa miklar áhyggjur. 

Erlendir glæpamenn í farbanni taka bara næsta flug eins og ekkert sé og láta sig hverfa.

Ein birtingamynd Schengen aðildarinnar er  vopnaleitin undarlega á farþegum sem koma með flugi til Íslands frá Bandaríkjunum.   Ranghalarnir upp og niður stiga í flugstöðinni stafa einnig af þessari vitleysu. Hvað kostar allur þessi fáránleiki? 

Hvernig er það, veldur það okkur Íslendingum nokkrum vandræðum þegar við ferðumst til Englands, eða Englendingum vandræðum þegar þeir ferðast til meginlandsins?  Ekki hef ég orðið var við það. Eða, er vegabréfsskoðun á Íslandi þegar við komum frá landi sem er utan Schengen, t.d. Englandi, til trafala? Ekki finnst mér það.

Það kann að henta löndum á meginlandi Evrópu að taka þátt í Schengen samstarfinu, enda liggja þar akvegir þvers og kruss milli landa. Það er ekki þar með sagt að það sé viturlegt fyrir eylöndin Ísland, England og Írland að vera í Schengen. Það vita Bretar og Írar, og eru því ekki í Schengen, jafnvel þó þeir tilheyri Evrópusambandinu.

 

Á vef  Utanríkisráðuneytisins eru "almennar upplýsingar um Schengen". Þar stendur m.a:

Vegabréfin alltaf meðferðis!
Þótt þeir sem ferðast innan Schengen svæðisins verði ekki krafðir um vegabréf á landamærum er engu að síður mælt með því að fólk hafi ávallt vegabréf sitt með í för. Sú skylda er lögð á alla sem ferðast innan svæðisins að geta framvísað fullgildum persónuskilríkjum sem eru viðurkennd af öðrum Schengen ríkjum. Sem stendur er íslenska vegabréfið í raun eina skilríkið sem vissa er fyrir að önnur ríki viðurkenni sem gild persónuskilríki. Einnig kunna flugfélög á Schengen svæðinu að óska eftir því að sjá vegabréf farþega sinna
.

Hvað í ósköpunum græðum við þá ef við eigum að hafa vegabréfin meðferðis?

 

Þegar upp er staðið, hver er kostur þess að vera í Schengen?  Ókostirnir eru aftur á móti fjölmargir. Fangelsin yfirfull af erlendum glæpamönnum, og enn fleiri ganga vafalítið lausir eins og tíð innbrot bera vitni um.

 

Lausnin á þessu óhefta flæði glæpamanna er einföld:

Við eigum að endurskoða aðild okkar að Schengen sáttmálanum án tafar. Það er ekki seinna vænna.  Við erum sjálfstæð friðsöm þjóð og viljum ekki að erlend glæpastarfssemi nái að skjóta hér rótum.

Förum að dæmi Íra og Breta.

 


Bloggfærslur 24. október 2009

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 762199

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband