Glæsihótel og fótanuddtæki...

 

Cranes-at-Dawn-Picture 

 

 

Hvað eiga eiginlega fótanuddtæki og hótelbyggingar sameiginlegt? Kannski skortur á fyrirhyggju og múgsefjun Íslendinga. Allir ætla að græða á því sama.

Fyrir þrem áratugum tókst sniðugum kaupmanni að selja stórum hluta Íslendinga fótanuddtæki. Öll enduðu þau fjótlega á haugunum eða í rykföllnum geymslum landsmanna. Eitt sinn voru það refabú og minnkabú sem enduðu á hausnum, nú eða laxeldisstöðvarnar... Listinn er langur.

Nú er verið að reisa hótel á út um allt eða verið að breyta atvinnuhúsnæði í hótel. Engin veit hve mörg þau eru og enn síður hve mörg herbergin verða. Enginn veit hve gistiheimilin eru mörg, og ekki heldur íbúðir sem leigðar eru ferðamönnum. Kannski herbergin séu að verða jafnmörg fótanuddtækjunum 14 þúsund sem Radíóbúðin seldi 1982. Hver veit?

Fyrir einhverja tilviljun, kannski var það að þakka eldgosinu í Eyjafjallajökli, komst Ísland í tísku. Það er þó eðli allra tískusveiflna að þær rísa og hníga svo aftur.

Það er þó ekki bara tískubólan sem getur sprungið hvenær sem er. Kreppa er að læðast að Evrópubúum um þessar mundir. Hvaða áhrif hefur það á ferðaiðnaðinn hér?

Nú eru ýmsir farnir að hafa áhyggjur af málinu. Í Morgunblaðinu í dag er þessi forsíðufrétt:

 

Varað við kerfishættu


Sérfræðingur sér hættumerki í ferðaþjónustu - Bankastjóri hvetur til varkárni


Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem ...

Baldur Arnarson baldura@mbl.is

Útlán til gríðarlegar uppbyggingar í ferðaþjónustu getur skapað kerfishættu í bankakerfinu. Þetta er mat Sveins Ó. Sigurðssonar viðskiptafræðings sem hefur rannsakað arðsemi hótela.


Hjá Seðlabankanum fékkst upplýst að hlutfall útlána banka til greinarinnar væri óþekkt.


Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir bankann hafa hafnað sumum umsóknum um uppbyggingu í ferðaþjónustu. »Ég held að það þurfi að fara varlega og það er það sem við reynum að gera. Við erum til í að lána í verk þar sem við teljum að áhættan sé ekki of mikil...
Mikill vöxtur getur skapað hættu,« segir Steinþór.


Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir ferðaþjónustu að ná sama vægi og sjávarútvegur áður. Niðursveifla í ferðaþjónustu geti því haft keðjuverkandi áhrif. »Ákveðnir hlutar ferðaþjónustunnar eru mjög fjármagnsfrekir, líkt og hótelrekstur, og hljóta því að krefjast töluverðrar lánafyrirgreiðslu,« segir Ásgeir.

-


Á blaðsíðu 4 er ítarlegri umfjöllun.  Hvað er hægt að gera við öll þessi hótel ef illa fer og Ísland verður ekki lengur í tísku meðal erlendra ferðamanna, eða ef þeir hafa ekki lengur efni á að ferðast hingað? Hefur einhver hugsað út í það?  Hve mörgum milljörðum munu þeir sem lánað hafa fé í þetta ævintýri tapa?

 

Við skulum samt leyfa okkur að vona að þessi ótti reynist ástæðulaus.  



24 Reasons Iceland Is The Best Country On The Planet



 

 

 

hotel_room.jpg


Bloggfærslur 13. desember 2014

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband