Kólnandi veðurfari spáð næstu 30-40 árin. Áhugavert viðtal við tvo íslenska veðurfræðinga...

 

kolnandi_vedur_trausti_pall.jpg

 

 

Mjög áhugavert grein þar sem vitnað er í veðurfræðingana
Pál Bergþórsson og Trausta Jónsson er í nýjasta Bændablaðinu.  

Þar er fjallað um hugsanlegt kólnandi veðurfar
næstu þrjá til fjóra áratugina.

Bændablaðið 5. feb. með viðtalinu má nálgast hér

Viðtalið er á blaðsíðum 20 - 21.

Úrklippa með þessum tveim síðum er hér

 

 

 

 

AllCompared%20GlobalMonthlyTempSince1979

      Spennandi verður af fylgjast með breytingum í hitastigi næstu árin.  

                  Allir helstu hitamæliferlar síðastliðin 30 ár.

 

SIDC DailySunspotNumberSince1900

 
Sólblettatalan fer nú lækkandi.

    Núverandi sólblettatala stefnir í að verða þú lægsta í 100 ár.
        Var sólvirknin í lok síðustu aldar sú mesta í 8000 ár?
                           Sjá grein í tímaritinu Nature.

 

 armagh-solarcycle-length-isl-feb2010

    Samband milli lengdar sólsveiflunnar og lofthita á Norður-Írlandi.

Brátt mun væntanlega koma í ljós hvort einhver fylgni reynist þar á milli áfram. Það mun kenna okkur sitthvað um samaspil sólar og loftslags jarðar.  Sjá hér, hér, hér og hér.  Ekki er farið að kólna ennþá, en það hefur þó ekki hlýnað það sem ef er þessari öld.  

Við skulum leyfa okkur að vona að ekki kólni, en ef......

 

 

 thames-5-600w

 

 

Ísilögð Thames árið 1677. Málverkið er eftir Abraham Hondius (1630-1695). 

Horft er niður eftir ánni í átt að gömlu Lundúnarbrúnni. Lengst til hægri handan brúarinnar er Southwark Cathedral, og þar til vinstri sést í turn St. Olave's Church.

Takið eftir ísjökunum, sem virðast um hálfur annar metri á þykkt. Hvernig stendur á þessum ósköpum?

Eitt kaldasta tímabil Litlu ísaldarinnar svokölluðu stóð yfir meðan virkni sólar var í lágmaki sem kallast Maunder minimum. Það stóð yfir um það bil frá 1645 til 1715. Þá sáust hvorki sólblettir né norðurljós og fimbulkuldi ríkt víða. Málverkið er frá þessu kuldaskeiði.

 

Hvernig var ástandið hér á landi um þetta leyti:

"Árið 1695:   

Óvanalega miklir hafísar. Ís rak um veturinn upp að Norðurlandi og lá hann fram um þing,norðanveður ráku ísinn austur fyrir og svo suður, var hann kominn fyrir Þorlákshöfn fyrir sumarmálog sunnudaginn fyrstan í sumri (14. apríl) rak hann fyrir Reykjanes og Garð og inn á fiskileitir Seltirningaog að lokum að Hvalseyjum og í Hítarós, fór hann inn á hverja vík. Hafði ís ei komið fyrir Suðurnes innan80 ára, þótti því mörgum nýstárlegt og undrum gegna um komu hans. Þá mátti ganga á ísum afAkranesi í Hólmakaupstað (Reykjavík) og var ísinn á Faxaflóa fram um vertíðarlok rúmlega, braut hannskip undan 6 mönnum fyrir Garði, en þeir gengu allir til lands". 

Þór Jakobsson: Um hafís fyrir Suðurlandi

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 7. febrúar 2014

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 762556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband