Árið 2014 reyndist hlýtt á heimsvísu en ekki það hlýjasta...

 

Jörðin

 

Á heimsvísu var árið 2014 vel hlýtt, en ekki hlýjasta árið hingað til. Samkvæmt nýbirtum mæligögnum frá gervihnöttum var það í þriðja eða sjötta sæti. Enn vantar þó niðurstöður frá hefðbundnum veðurstöðvum á jörðu niðri.

Mælingar á hita lofthjúps jarðar með hjálp gervihnatta hófust árið 1979. Þessar mælingar hafa það framyfir mælingar frá hefðbundnum veðurstöðvum að mælt er yfir nánast allan hnöttinn, lönd, höf, eyðimerkur, fjöll og firnindi. Aðeins pólsvæðin eru undanskilin vegna þess hvernig brautir gervihnattana liggja. Þessi mæliaðferð lætur ekki truflast af hita í þéttbýli sem truflar hefðbundnar mæliaðferðir. Í aðalatriðum ber mælingum frá gervihnöttum vel saman við hefðbundnar mælingar eins og sjá má á ferlinum "allir helstu hitaferlar á einum stað" hér fyrir neðan.

Tvær stofnanir vinna úr þessum mæligögnum, Remote Sensing Systems (RSS) og University of Alabama in Huntsville (UAH). Smávægilegur munur er á niðurstöðum þessara aðila og er því hvort tveggja birt hér fyrir neðan.

MSU RSS GlobalMonthlyTempSince1979 With37monthRunningAverage

Hitaferill unninn samkvæmt mæligögnum frá RSS, og fenginn er af vefsíðu Ole Humlum prófessors við háskólann í Osló. Hann nær frá árinu 1979 til loka desember 2014. Ferillinn sýnir frávik (anomaly) fá meðalgildi ákveðins tímabils. Þykka línan er um 3ja ára meðaltal, en granna línan mánaðagildi.

 

 

rss_dec2014.png

Súlurnar sýna frávik í meðalhita hvers árs fyrir sig frá árinu 1998 sem var metár. Samkvæmt myndinni er árið 2014 í 6. sæti.  Það verður að hafa það vel í huga að munur milli ára getur verið örlítill og alls ekki tölfræðilega marktækur. Þannig eru árin 2002, 2003 og 2005 í raun jafnhlý. Myndin er fengin að láni af vefsíðu Paul Homewood.

 

 

uah_lt_1979_thru_december_2014_v5.png

Þessi hitaferill er unninn samkvæmt gögnum frá UAH og er fenginn af vefsíðu Dr. Roy Spencer sem sér um úrvinnslu þessara mæligagna. Þykka línan er 13 mánaða meðaltal, en granna línan mánaðagildi.

 

 uah_bargraph.png

Samkvæmt þessu súluriti sem unnið er úr gögnum UAH er árið 2014 í 3. sæti.   Myndin er fengin að láni af vefsíðu Paul Homewood.  Eins og við sjáum þá eru árin 2005 og 2014 nánast jafnhlý (munar um 1/100 úrgráðu) og munurinn milli áranna 2014 og 2013 ekki fjarri 2/100 úr gráðu eða 0,02°.  Í raun ekki tölfræðilega marktækur munur.

 

Á báðum hitaferlunum, þ.e. frá RSS og UAH, má sjá kyrrstöðuna í hitastigi frá aldamótum. Á tímabilinu hefur hvorki hlýnað né kólnað marktækt. Aðeins smávægilegar hitasveiflur upp og niður. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn. Mun hitinn fara að hækka aftur innan skamms, mun hann haldast svipaður í kyrrstöðu áfram, eða er toppinum náð og fer að kólna aftur?   Enginn veit svarið.  Við skulum bara anda rólega og sjá til.

Bráðlega má vænta mæligagna frá stofnunum sem vinna úr mælingum fjölda hefðbundinna veðurstöðva á jörðu niðri. Ef að líkum lætur munu niðurstöðurnar ekki verða mjög frábrugðnar eins og myndin hér fyrir neðan gefur til kynna, en þar má sjá alla helstu hitaferlana samankomna, en þeir ná þar aðeins til loka nóvembers 2014. 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979-nov2014.gif

Allir helstu hitaferlarnir á einum stað: UAH, RSS, GISS, NCDC og HadCRUT4. Myndin er fenginn af vefsíðu prófessors Ole Humlum. Þykka línan er um 3ja ára meðaltal, en granna línan mánaðagildi. Stækka má myndina og gera hana skýrari með því að smella á hana. Ferlarnir ná aðeins aftur til þess tíma er mælingar með gervihnöttum hófust. UAH og RSS eru hér gervihnattamælingar, en GISS, NCDC og HadCRUT4 hefðbundnar á jörðu niðri.

 

 

Til að setja þetta í samhengi þá er hér enn einn ferill sem nær frá árinu 1850 til 2011, eða yfir 160 ára tímabil. Reyndar vantar þar um þrjú ár í lokin, en það er meinlaust í hinu stóra smhengi.

hadcrut3_globalmonthlytempsince1850_withsatelliteperiod.gif

Litlu ísöldinni svonefndu lýkur í lok 19. aldar eða byrjun 20 aldar. Hér er miðað við 1920. Gervihnattatímabilið hefst 1979. Hvort tveggja er merkt inn á myndina sem fengin er fenginn af vefsíðu prófessors Ole Humlum.

Það er kannski eftirtektarvert, að á myndinni er ámóta mikil og hröð hækkun hitastigs á tímabilunum ca 1915-1945 og ca 1980-2000, en nánast kyrrstaða þar á milli.


Hvernig verður árið 2015?   Auðvitað veit það enginn fyrr en árið er liðið. 

 20150101-img_6234-2.jpg

Vetur


Bloggfærslur 10. janúar 2015

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 209
  • Frá upphafi: 762417

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband