Hið furðulega ferðalag flöskuskeytanna frábæru...

 

 

 

 

Flöskuskeytin tvö hafa undanfarna mánuði ferðast suður meðfram ísjaðrinum við austurströnd Grænlands í miklum vindi og sjógangi.  Fyrir sunnan Grænland snérist þeim hugur og tóku stefnuna til austurs og norðurs langleiðina að Íslandi. Aftur snérist þeim hugur og héldu nú áleiðis til Grænlands, suður með austurströndinni og norður með vesturströndinni fram hjá hinni fornu byggð norrænna manna. Síðan héldu þau áleiðis til Vínlands, en hafa ekki fengið góðan byr undanfarnar vikur.

Flöskuskeytin hafa nú ferðast um 8.000 kílómetra síðan þau voru sjósett fyrir um hálfu ári fyrir sunnan Reykjanesvita. Flöskuskeytin hafa staðist þessa þolraun og senda enn skeyti um gervihnetti með nákvæmum staðsetningarupplýsingum.

   

Hvert munu þau nú halda?  Veður er síbreytilegt og erfitt að spá, en það gerir ferðalagið æsispennandi.       Það er engu líkara en þau séu á svipaðri leið og Leifur Eiríksson fyrir rúmu árþúsundi.

 

Spennan vex með degi hverjum...  Skoðið nánar á þessum vefsíðum:

Vefsíða Ævars vísindamanns:

http://krakkaruv.is/floskuskeyti

 

Upplýsingasíða Verkís:

www.verkis.is/gps

 

Bloggsíða með fjölda mynda og kortum:

agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/2163995

 

 

 

 

 

 

18703-1

 

www.visindamadur.com

 

 

Verkis heilindi

 

www.verkis.is



Halldór Björnsson doktor í haf- og veðurfræði sendi mér áhugaveðan póst, en hann gat ekki skrifað í athugasemdirnar. Ég prófaði að breyta stillingum og vona að það gangi nú betur að skrifa athugasemdir þó maður sé ekki innskráður.


Sæll Ágúst

Ég get ekki sett athugasemd  á bloggsíðuna nema vera innskráður, og ég er ekki með notendanafn á þessum vef. 

Þú hefur fullt umboð til að setja eftirfarandi á síðuna, teljirðu það eiga þar erindi.

 

Það er ákaflega gaman að fylgjast með reki flöskuskeytanna, og mjög lærdómsríkt. Eins og stendur eru þau á mjög áhugaverðu hafsvæði, þ.e. Labradorhafi. Straumakerfi þar eru flókin, en austantil streymir Austur Grænlandsstraumurinn vestur fyrir Hvarf (suðurodda Grænlands) og sveigir svo norður með Grænlandi.  

 

Hafið vestur af Íslandi alla leið til Grænlands er erlendis kallað Irmingerhaf en á íslensku er heitir það Grænlandshaf.  Þarna er hringstreymi sem haffræðingar kalla Irminger gyre eða sub-polar gyre, en við getum einfaldlega kallað hringstreymið í Grænlandshafi.  Flöskurnar tvær byrjuðu á því að taka einn snúning í þessu hringstreymi en í seinni hringnum skolaði þeim með Austur Grænlandsstraumnum  vestur fyrir fyrir Hvarf og inn á Labradorhaf.

 

Vestantil  í Labradorhafi liggur sterkur straumur (Labradorstraumurinn) suður með Labrador og til Nýfundnalands. Þessi straumur er frægur fyrir að veita borgarísjökum inn á siglingaleiðir og er Títanic líklega frægasti skipskaðinn af þeim sökum.  Straumurinn er öflugastur nærri landgrunnsbrúninni en þar eru sterkar rastir til suðurs.

 

Þessi hafsvæði eru sýnd á stóru myndinni sem sýnir spá fyrir sjávarhita fyrir 2. águst 2016. Á myndina hef ég merkt flöskurnar tvær (A = flaska 1 og B = flaska 2). Myndin sýnir vel ískaldan Labradorstrauminn vestan við flöskuskeytin og sunnar í hafinu má sjá  sterk hitaskil í sjónum þar sem kaldur Labrador sjórinn rekst á Norður Atlantshafsstrauminn (sem er framhald af Golfstrauminum).

Þar sem skilin eru hvað sterkust eru miklar iður í sjónum og má rekja þær þvert yfir Atlantshafið.

 

Þó Labradorhafið sé með öfluga hafstrauma bæði á  austur og vestur hlið, eru straumar í miðbiki hafisins veikari og óreglulegri. Þetta er sýnt á minni myndinni, en þar eru hafstraumar teiknaðir inn á líka.  Þetta er spá um hafstrauma þann 2. ágúst, en þessir straumar breytast hægt.

 

Samkvæmt spánni er flöskuskeyti 1 í iðu sem erfitt er að segja hvert mun færa það, en flöskuskeyti 2 virðist komið í hafstrauma sem falla til suðurs og að kjarna Labradorstraumsins. 

 

Þessir hafstraumar eru reiknaðir með spákerfi Copernicusar áætlunar Evrópusambandsins (þetta kerfi hét áður MyOcean

en nálgast má gögnin á http://marine.copernicus.eu/). Það er mikilvægt að muna að flöskuskeytin þarf ekki að reka nákvæmlega eftir yfirborðsstraumum, vindar geta einnig haft áhrif. Næstu daga verða vestanáttir á þessu svæði, sem gæti haldi báðum skeytum frá kjarna Labradorstraumsins. 

 

Það væri kannski skemmtilegast að flöskuskeytin myndi nú reka til suðurs og inn á Norður Atlantshafið. Þá gætu þau sveigt og rekið til Evrópu. Svo er auðvita  mögulegt að annað eða bæði nemi land í Kanada.




 

 

 

 9499e29f-e61a-4b28-950a-0fd7c3dc6b8e

fa7b749f-39e3-4f94-9222-e8dffa27e4c3


Bloggfærslur 25. júlí 2016

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband