McNaught halastjarnan sést ennþá í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum

Þó svo að McNaught halastjarnan sé horfin inn í glýjuna frá sólu er hún ekki horfin sjónum. Hún er nú að færast inn í sjónsvið SOHO gervihnattarins. Á myndinni hér fyrir neðan er spáð fyrir um ferðalag halastjörnunnar. Hafi stjörnufræðingar náð að hnita hana rétt, sem allar líkur eru á, þá ætti hún að birtast föstudaginn 12. janúar.

Skömmu eftir að hún hverfur úr sjónsviði LASCO myndavélar SOHO birtist hún á suðurhveli jarðar.

Ef vel tekst til, þá má sjá halastjörnuna í næstum beinni útsendingu hér fyrir neðan þegar hún lætur sjá sig.

 

Sjá vefsíðurnar:

Síðustu myndir: http://sohowww.nascom.nasa.gov/data/realtime/c3/512

Stay Tuned: http://sohowww.nascom.nasa.gov/hotshots

Fréttir: http://ares.nrl.navy.mil/sungrazer/index.php?p=latest_news 

Videómyndir frá SOHO: http://soho.nascom.nasa.gov/gallery/Movies/comets.html

Ljósmyndir af McNaught: http://www.spaceweather.com/comets/gallery_mcnaught.htm

Úrval ljósmynda frá SOHO: http://sohowww.nascom.nasa.gov/gallery

 

 

Sjá dagsetningar á myndinni sem sýnir væntanlega braut.

Halastjarnan kemur væntanlega inn í sjónsviðið að ofan 12. janúar

og hverfur út að neðan 16. janúar.

McNaught SOHO spá

 SOHO LASCO. Hér sést hvernig reiknað er með að brautin verði.

Þetta er ekki halastjarnan sem þarna sést! Sjá heldur myndina hér fyrir neðan.

 

Hér var NcNaugh halastjarnan  í beinni útsendingu frá SOHO gervihnettinum sem er í 1,5 milljón kílómetra fjarlægð.  Nú er hún horfin úr sjónsviðinu.  Sjá dagsetningu og tíma á myndinni. Tíminn sem fram kemur á myndinni er sá sami og gildir á Íslandi.

Smella á [Refresh] í vefskoðara til að sjá nýjustu myndina.

Sjálf sólin sést ekki, því hún er bakvið hlífðarskjöldinn fyrir miðju sem ver myndavélina. Það má þó sjá sólvindinn streyma frá sólinni eins og geisla, og stundum sjást sólgos. Vinstra megin neðantil við sólina er frekar björt stjarna. Það er reikistjarnan Merkúr. Lárétta strikið, sem liggur þvert á haus halastjörnunnar, er væntanlega vegna þess að halastjarnan er of björt fyrir myndavélina.

12. janúar: Það er byrjað að glitta í halastjörnuna efst til vinstri samkvæmt áætlun. Hún virðist ætla að verða óvenju björt miðað við það sem áður hefur sést í SOHO.

13. jánúar: Nú sést hausinn á halastjörnunni greinilega og halinn þar fyrir ofann er farinn að sjást.  Hann virðst gríðarstór.

14. janúar: Það er greinilegt að halastjarnan er allt of björt fyrir LASCO myndavélina í SOHO. Það sést t.d. á lárétta strikinu við hausinn sem stafar af yfirálagi á myndflöguna. Halinn er einnig greinilega of bjartur.

16. janúar: Nú er McNaugh halastjarnan horfin af skjánum. Hún verður samt sýnileg áfram á suðurhveli jarðar í nokkra daga. Féttir  á www.spaceweather.com herma að hún sjáist nú í Ástralíu og víðar.

 

Um SOHO:

SOHO (Solar & Heliospheric Observatory) gervihnötturinn er á braut umhverfis sólu og færist með sama hraða og jörðin þar sem honum hefur verið komið fyrir á stað þar sem þyngdarsvið jarðar og sólar eru í jafnvægi. Staðurinn kallast  Lagrangian (L1)  og er hann um 1,5 milljón kílómetra frá jörðu.  Frá þessum stað hefur hnötturinn ótruflað útsýni til sólar, allan ársins hring, nótt sem nýtan dag. Hann sendir stöðugu myndir til jarðar, en þær er hægt að skoða á vefsíðu SOHO http://sohowww.nascom.nasa.gov

 

 

Sólin séð frá Soho

 

Sólin séð frá SOHO

 

eit_anim

Það er eingin lognmolla á sólinni.  Skýringar hér.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband