Skógræktarritið og vorið sem er næstum á næsta leiti...

 

 

Hekla 2005
 
>>> Hekla Dögg  í  Haukadal  <<<

 

Þó sólin sé rétt aðeins farin að hækka á lofti, og daginn aðeins örlítið farið að lengja, þá finnur maður strax mun. Sólin er greinilega heldur hærra á himninum en á vetrarsólstöðum, og dagurinn greinilega heldur lengri. Það fer ekki á milli mála.

Það er ekki laust við að maður sé farinn að hlakka örlítið til vorsins. Kannski er það til marks um þessa tilhlökkun að hinn sami maður sé farinn að laumast til að kíkja í Skógræktarritið æ oftar. Síðasta eintakið liggur á náttborðinu, en það merkilega við Skógræktarritið er að það er hægt að lesa það aftur og aftur. Stinga hendinni blindandi inn í staflann og út kemur einhver gersemi, - gamall vinur. Fátt er eins notalegt og sofna eftir að hafa gluggað í þetta einstalega vandaða blað og svífa síðan inn í fagurgræna draumaheima.   Jafnvel um hávetur.

Það sem einkennt hefur Skógræktarritið er hin mikla alúð sem lögð er við gerð þess. Í ritinu koma saman fræðimenn og áhugamenn, þannig að það verður enstaklega áhugavert. Það er greinilegt að allir eru að skrifa um málefni sem þeim þykir vænt um. Kannski er það ástæðan fyrir því hve þetta óvenjulega rit er vinalegt.

 

Hvað ætli margir Íslendingar séu í skógræktarfélögum? Þeir eru líklega æði margir, því á vefnum www.skog.is er listi með vefkrækjum yfir 60 skógræktarfélög í öllum landshlutum.

 

... Og svo er vorið einhvers staðar handan horns. Innan skamms kviknar ástin í hjörtum litlu fuglanna og þeir gleðja okkur með söng sínum meðan þeir gera sér hreiður og koma upp ungunum sínum. Þá er vorið vissulega komið, en auðvitað er veturinn ekki búinn. Milda veðrið undanfarið platar okkur svolítið og Þorrinn er eftir. Hann getur verið illskeyttur - En sólin hækkar á lofti og með hverjum deginum sem líður verður bjartara, - einnig í hugum okkar...

 

(Myndin efst á síðunni er tekin í Haukadalsskógi í ágúst 2005. Myndina má auðvitað stækka með því að tvísmella á hana.  Það kunna víst flestir :-)

 

 

Nokkrar vefsíður skógræktarfélaga.
Smellið á nafn félags til að opna síðu:

www.skog.is
Skógræktarfélag Íslands

 

Skógræktarfélag Eyfirðinga
Skógræktarfélag Kópavogs
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar
Skógræktarfélag Neskaupstaðar
Skógræktarfélag Reykjavíkur
Skógræktarfélag Selfoss (Sk. Árnesinga)
Skógræktarfélag Stykkishólms

 box-facebook

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Sólargangurinn hefur ekki lengst nema um klukkutíma frá því hann var skemmstur þ.22. desember en skv Mogganum þá munaði einni mínútu á 21 og 22. Við höfum oft haft milda janúarmánuði áður en fimbulfrost og snjókomu í febrúar mars og jafnvel apríl. En mælt þú manna heilastur og vonandi verður janúar í ár kaldasti mánuður ársins.

Jón Magnússon, 15.1.2010 kl. 16:35

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er auðvitað gott fyrir mannfólkið að fá svona góða tíð, en það getur verið mjög slæmt fyrir trjágróður ef hann fer að taka við sér, því auðvitað á eftir að kólna verulega áður en vorið kemur. Annað er ótrúlegt.  Það er væntanlega í lagi að fá hlýindi og frostleysu í nokkra daga og vonandi lætur gróðurinn ekki plata sig eins og stundum hefur gerst.

Ágúst H Bjarnason, 15.1.2010 kl. 21:08

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Takk fyrir tengilinn á Skógræktarfélag Íslands á Facebook, vissi ekki af því. Er núna orðin meðlimur þar líka.

Sveinn Atli Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 15:53

4 identicon

I like my picture

Hekla Dogg Ragnarsdottir (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 19:05

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er fín mynd af þér Hekla Dögg

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2010 kl. 20:31

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Sll frændi

Þörf áminning. Það er fræið og brumið sem kveikir lífsneistann þegar  fannferginu léttir. Það vorar aftur á landinu.

En hvort það vorar í hjörtunum í landinu veit ég ekki. Ég er að kynnast svo mikilli neyð þessa dagana hjá venjulegu fyrrum  vinnandi fólki sem bankarnir eru um það bil að taka af lífi að það hálfa væri nóg. Ríkisstjórnin sem við kusum hefur að ég fæ séð ekkert gert og er ekkert að gera í málefnum fólksins eða skuldaranna. Hún hugsar bara um fjármagnseigendurna sem er Alþýðusambandið og Lífeyrissjóðirnir sem beygja Samtök atvinnulífsins undir sig því þá þyrstir svo í ódýr lán og eftirgjöf skulda. Þetta eru núverandi óvinir fólksins, sem eru að taka heimilin af fólkinu með yfirlýsingum um að þeir hinir sömu muni hugsanlega geta látið því líða betur einhverntíman í ellinni.

Útgerðarmenn hóta að fara í land ef ríkisstjórnin hróflar við kvótakerfinu. Flugumferðarstjórar hóta verkfalli. Atvinnulausum fjölgar á hevrjum degi. Læknar eru að fara úr landi. Til hvers erum við að halda úti Háskólum ef afurðirnar flýja land hver í kapp við annan ? Mér er sagt að þið á verkfræðistofunum hannið virkjanir alla daga sem eiga allr að byggjast á sama árinu eftir 2013 þannig að þá veerði að flytja inn þúsundir af Kínverjum svo hægt verði að manna störfin. Alveg endurtekning á Kárahnjúkavirkjuninni. Hvað græddu Íslendingar á þeirri framkvæmd þegar allt verður talið ?

Vístalan rýkur upp við hverja skattahækkun ríkisstjórnarinnar og skuldirnar hækka. Brennivínshækkunin hækkaði skuldir heimilanna um hálfan eða heilan milljarð.Skjaldborgin hennar Jóhönnu sem átti að vera um um heimilin er því  miður skjaldaröð  rukkaralegíónanna sem eru ráðast til atlögu við heimilin í landinu. Ljósið við enda gangnann er framljósið á hraðlestinni sem nálgast á fullri ferð. Vor eða ekki vor. 

Halldór Jónsson, 17.1.2010 kl. 00:12

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þarf að þreyja Þorrann og Góuna. Hlýindi á þessum tíma er blekking ein ... hálfgert "trikk"

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband