Laugardagur, 30. janúar 2010
Litlir vinir á lækjarbakka...
Þessum vinum mætti ég einn fagran haustdag á liðnu ári. Sumri var tekið að halla og vetur í nánd. Einhver undarleg ró hvíldi yfir öllu eftir amstur sumarsins sem hafði verið einstaklega milt og fallegt. Eiginlega kom það á óvart hve spakir þessi fallegu stálpuðu heiðlóuungar voru á árbakkanum. Engu var líkara en þeir könnuðust við mig og vissu að ekkert væri að óttast, þó risinn ég væri svo sem þúsundfalt þyngri en þeir. Vissulega voru það ekki bara tveir vinir sem þarna hittust á árbakkanum fallega í lok sumars, heldur þrír vinir sem nutu þess að vera til.
Uppfært 31. jan og 10. feb: Sjá athugaemdir. Líklega eru þetta stálpaðir lóuungar en ekki auðnutittlingar eins og fyrst stóð í textanum en hefur nú verið leiðrétt :-)
Myndin er tekin 4. október 2009 við Almenningsá í Bláskógabyggð með CANON EOS 400D / Canon 17-85 mm IS. Ramminn er gerður með Photoshop Elements 8. Myndina má stækka með því að tvísmella á hana.
Meginflokkur: Vinir og fjölskylda | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vísindi og fræði | Breytt 10.2.2010 kl. 21:14 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fallegt og fyllir mann auðmýkt. Nokkuð sem vantar svo sárlega í samfélag okkar.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 30.1.2010 kl. 10:30
Flott mynd Ágúst. En ertu alveg viss um að þetta sé auðnutittlingur. Hér má sjá mynd af auðnutittlingum. Mér datt í hug Heiðlóa, en er þó ekki viss, myndin hérundir er af vísindavef HÍ og er sögð af heiðlóu.
Jæja, best að fara að horfa á leikinn, áfram Ísland!
Sveinn Atli Gunnarsson, 30.1.2010 kl. 12:50
Svatli. Ég var alls ekki viss enda ekki fróður um fugla. Ég giskaði á auðnutittling, en það er hreint ekki ólíklegt að mér skjátlist. Það vantar t.d. rauða litinn ofan á kollinn. Þetta var mjög smávaxinn fugl.
Ágúst H Bjarnason, 30.1.2010 kl. 14:15
Sæll Ágúst.
Kærar þakkir fyrir þessa fallegu mynd og textann sem fylgir. Kærkomin hvíld frá andlausum þrætum og rifrildi um Hrunið, Icesave, gjaldþrot,endurreisn, og svo framvegis, sem hefur heltekið þjóðina. Sannarlega tilefni til þess að hugleiða raunveruleg verðmæti, sem ekki verða metin til fjár. Þá á ég við umhverfi okkar, náttúruna, lifandi og dauða í öllum sínum fjölbreytileika. Hvert er upphafið, hver er tilgangurinn, hvernig verða endalokin? Ég tek undir með Arinbirni, Maður fyllist auðmýkt og lotningu frammi fyrir þessu óskiljanlega undri sem veröldin er.
Ég hallast að því að fuglarnir á myndinni séu heiðlóur í vetrarbúningi. Hafi þeir verið mjög smávaxnir eins og þú segir í athugasemdinni þá finnst mér líklegt að þetta hafi verið þúfutittlingar en þeir eru algengasti spörfugl landsins, stundum kallaðir grátittlingar þeir eru t. d. minni en snjótittlingur.
Með kærri kveðju.
Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 22:32
Ég hef það fyrir reglu að giska alltaf á þúfutittling ef ég þekki ekki tegundina (ég læt þá fylgja með að það sé eini íslenski fuglinn sem ég þekki ekki, sem er reyndar lygi) - en í þessu tilfelli er þetta heiðlóa í vetrarbúningi - augnsvipurinn leynir sér ekki.
Annars mjög falleg hugvekja.
Höskuldur Búi Jónsson, 30.1.2010 kl. 23:04
Þetta voru örugglega ekki auðnutittlingar, svo mikið er víst. Auðnutittlingur er auðþekktur á rauðbrúna litnum á kollinum. þannig að það var fljótfærni hjá mér að sjá það ekki.
Flestir hallast að því í athugasemdunum að því að fuglarnir séu heiðlóur í vetrarbúningi.
Lóa í sumarbúningi og vetrarbúningi:
http://www.ismennt.is/not/siggud/landgr/heidloa.htm
"Lóan er um 220 g að þyngd, hæðin 26-29cm og vænghafið 67-76 cm". (http://www.heimaslod.is/index.php/Heiðlóa).
Í minningunni voru fuglarnir mun minni en heiðlóan. Líka hlutfallslega styttri. Myndirnar eru teknar 4. október, en engar dökkar fjaðrir er að sjá á bringunni, þannig að hún hefur verið snögg að skipta um búning, ef þetta er lóa . Lóa í sumarbúningi var þarna skammt frá allt sumarið og frekar gæf. Ég hafði ekki vit á að fylgjast með því hvort liturinn væri farinn að breytast síðsumars.
Getur verið að þetta hafi verið stálpaðir lóuungar og þess vegna smærri en fullvaxnir fuglar? Á þessum slóðum voru nokkur lóuhreiður. Eru þeir kannski svona gráir, nánast í vetrarbúningi, fyrsta sumarið?
-
Eins og Þorvaldur segir, þá eru margir búnir að fá meira en nóg af deilum og þrætum sem ekkert lát virðist vera á. Þess vegna er gott að hvíla hugann og beina athyglinni að einhverju öðru sem maður hefur ánægju af.
Bráðum fer maður að raula í huganum:
Lóan er komin að kveða burt snjóinn,
að kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér, að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefir sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót.
Hún hefir sagt mér að vakna og vinna
og vonglaður taka nú sumrinu mót.
Páll Ólafsson
Ágúst H Bjarnason, 31.1.2010 kl. 09:49
Ágúst.
Þetta gætu einmitt verið lóuungar. Þeir eru í vetrarlitunum fyrsta sumarið. Ég vil benda þér á handhæga bók, sem heitir Íslenskur fuglavísir eftir Jóhann Óla Hilmarsson. í henni eru myndir og lýsingar íslenskra fugla og flækingsfugla, sem hingað berast af og til. Einnig myndir af eggjum, sýnd búsvæði og fleira til fróðleiks.
Kveðja. Þorvaldur Ágústsson.
Þorvaldur Ágústsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 17:01
Fallegur texti við yndislega mynd, Ágúst
Skipsfélagi minn á frystitogara til margra ára, er mikill fuglaáhugamaður. Sennilega er hann þó þekktari meðal samborgara sinna, fyrir að skjóta þá, frekar en að dást að þeim. Ef við félagarnir um borð sáum einhverja torkennilega fugla, sem oft bar við, sérstaklega á vorin, þá var "fuglaáhugamaðurinn" yfirleitt ekki lengi að greina tegundina. Ef fuglinn var dökkur spörfugl, þá hét hann "svartþröstur". Ef fuglinn var ljós mávategund, þá var það "ísmávur". Ef fuglinn var ránfugl af fálkaætt, þá var hann "förufálki".
Tvisvar sinnum á þeim áratug sem við vorum skipsfélagar, fengum við hegra sem laumufarþega og voru þeir slæptir og ræfilslegir þegar við handsömuðum þá og reyndum við að hlúa að þeim og koma í þá æti. Þeir voru greinilega ekki af sömu tegund en báður voru þeir gráir. Og þá stóð ekki á greiningunni hjá fuglaáhugamanninum; þetta voru nefnilega "gráhegrar".
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2010 kl. 23:13
Kærar þakkir fyrir ábendinguna um Íslenska fuglavísinn Þorvaldur. Mig vantar einmitt svona handhæga bók því ég á það til að vera eins og skipsfélagi Gunnars
Ágúst H Bjarnason, 1.2.2010 kl. 07:44
Skemmtileg og falleg færsla.
Marta B Helgadóttir, 1.2.2010 kl. 12:34
Yndisleg mynd og notaleg færsla frá þér.
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:46
Heillandi mynd og hugarkonfekt, bestu þakkir
Hulda Haraldsdóttir, 3.2.2010 kl. 22:12
Ég fór að ráði Þorvaldar Ágústssonar og keypti Íslenska Fuglavísinn. Frábær bók.
Á blaðsíðu 38 er fjallað um Heiðlóuna. Þar er lítil mynd af "ungfugli um vetur". Þetta hefur verið "ungfugl um haust" sem ég tók myndina af .
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.