Föstudagur, 5. febrúar 2010
Stefnir greinilega í El-Nino ár eins og 1998 - Hlýtt sumar í vændum...?
Nú virðist allt stefna í metár eins og árið 1998, en þá rauk hitinn upp í nokkra mánuði eins og sjá myndinni hér fyrir ofan, og náði hámarki í febrúar það ár. Síðastliðna mánuði hefur meðalhiti lofthjúps jarðar rokið upp eins og raketta, eins og sjá má lengst til hægri á ferlinum, og ekkert lát virðist á.
Þetta er ekki opinber ferill, en hann er fenginn af bloggsíðu Dr. Roy Spencer loftslagsfræðings sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. Hann birtir oft mæliniðurstöður áður en þær hafa alveg verið sannreyndar og birtar opinberlega, enda hæg heimatökin.
Hann segir m.a. á bloggsíðu sinni:
"The global-average lower tropospheric temperature anomaly soared to +0.72 deg. C in January, 2010. This is the warmest January in the 32-year satellite-based data record.
The tropics and Northern and Southern Hemispheres were all well above normal, especially the tropics where El Nino conditions persist. Note the global-average warmth is approaching the warmth reached during the 1997-98 El Nino, which peaked in February of 1998.
This record warmth will seem strange to those who have experienced an unusually cold winter. While I have not checked into this, my first guess is that the atmospheric general circulation this winter has become unusually land-locked, allowing cold air masses to intensify over the major Northern Hemispheric land masses more than usual. Note this ALSO means that not as much cold air is flowing over and cooling the ocean surface compared to normal...."
Eigum við von á einstaklega hlýju sumri með hjálp El-Niño? Sums staðar erlendis, en ekki endilega hér á landi því Kyrrahafið er ekki beinlínis nærri okkur. Eru ekki öll sumur á Íslandi góð?
El-Niño (El-Ninjo) þýðir barnið (jafnvel Jesú sem barn - Jólabarnið) og er fyrirbæri í Kyrrahafinu.
Umræður má finna á vefsíðu Antony Watts.
Spá NOAA fyrir EL-l-Nino jan 2010
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 6.2.2010 kl. 09:17 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Sæll Ágúst
Já veðrið er merkilegt fyrirbæri og það hefur verið inn í Völvuspá minni á sl.ári og uppfært í gær enda eru mikil hamskipti á jörðinni framundan
kveðja
þg
www.heilun.blogcentral.is
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 09:20
Við skrifuðum færslu á Loftslag.is, þar sem vangaveltur um hitastigið 2010 eru til umræðu og er El Nino m.a. nefndur í því sambandi.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.2.2010 kl. 09:38
Mér sýnist að þessi maður tilheyri gróðurhúsa- genginu, sem ég tek minna mark á með hverju degi sem líður og sömuleiðis er ég farinn að draga stórlega í efa allar tölur og svokallaðar „vísindlegar“ fullyrðingar sem frá þeim koma. Annars þýðir „niño“ á spænsku einfaldlega „strákur“ og „niña“ stelpa, sbr. skip Kólumbusar,sem oftast er kallað „Nína“, hét réttu nanfi „Niña“ (litla steplan).
„El niño“ með ákveðnum greini þýðir hins vegar „jólabarnið“ þ.e. Jesús.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.2.2010 kl. 11:54
Roy Spencer tilheyrir nú varla „gróðurhúsagenginu“. Árið 2008 kom út bók eftir hann sem nefnist:
CLIMATE CONFUSION - How Global Warming Hysteria Leads to Bad Science, Pandering Politicians and Misguided Policies That Hurt the Poor (Roy W. Spencer, Ph. D. Released March, 2008, by Encounter Books)
Emil Hannes Valgeirsson, 5.2.2010 kl. 12:48
Roy Spencer er með grein frá í gær 4. feb. sem nefnist
NASA Aqua Sea Surface Temperatures Support a Very Warm January, 2010
Smella hér.
Greinar hans eru margar hverjar fróðlegar, eins og sjá má hér, og kennir þar margra grasa. Hann er fjarri því að vera það sem sumir kalla harður efasemdarmaður því hann reynir að skoða málið frá ýmsum hliðum. Einn þeirra sem virðist velta hlutunum fyrir sér. Hann afneitar ekki að losun manna á CO2 hafi einhver áhrif á lofthita, en hann er ekki endilega sammála örum um hve mikil þau áhrif eru. Telur þau jafnvel vera minni en sumir aðrir álíta.
Stundum slær hann á létta strengi í bloggi sínu eins og sjá má hér.
Á vefsíðu NASA má lesa um hann hér.
Ágúst H Bjarnason, 5.2.2010 kl. 13:29
Gott að geta látið sig hlakka til. Það er veðrinu að þakka hversu hress og frísk ég er þetta árið, fer í göngu alla daga. Eigðu góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2010 kl. 14:05
Vert að íhuga: Þetta er mun minni El Nino en varð árið 1998, sólvirkni er mun minni en árið 1998 - hvers vegna er þá hitastigið svona hátt?
Höskuldur Búi Jónsson, 5.2.2010 kl. 19:02
Hverjar voru ríkjandi vindáttir á fjórðungum landsins þetta ár 1998?
Með öðrum orðum, hvar verður sumarið hlýjast á skerinu?
Sindri Karl Sigurðsson, 5.2.2010 kl. 21:11
Suðvesturhornið hafði vinningin sumarið 1998 svipað og gerðist 2009. En annars segir þetta um sumarið 1998 í veðurfarsyfirliti Veðurstofunnar:
Sumarið í heild var mjög hagstætt um suðvestanvert landið, en dauflegt norðaustan- og austanlands.
Í Reykjavík var sumarið í hópi hinna hlýrri á síðari áratugum, en meðalhiti varð þó lítillega hærri en nú bæði 1996 og 1991. Meðalhiti á Akureyri var lítillega lægri 1993 en nú.
Úrkoma var lítillega undir meðallagi í Reykjavík, en þó hafa oft komið þurrari sumur þar. Á Akureyri var sumarúrkoman nánast nákvæmlega í meðallagi.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 71 fleiri en í meðalári og hafa ekki verið jafn margar síðan 1991, en þá voru þær nokkru fleiri en nú. Á Akureyri var sólarlítið og þar mældust sólskinsstundirnar 65 færri en í meðalsumri. Álíka sólarlítið var á Akureyri sumarið 1993.
Emil Hannes Valgeirsson, 5.2.2010 kl. 21:35
Þakka þér fyrir góða færslu að vanda. Ég hlustaði á BBC World Service í morgun þar sem m.a. var fjallað um það sem þeir kölluðu Climategate með tilvísun til Watergate og voru í því sambandi að vísa til umræðu sem nú er í Ástralíu þar sem efasemdarmenn um hnattræna hlýnun af manna völdum eru að ná fylgi og mikilli athygli. Ítrekaðar falsanir, villur og rökleysur talsmanna hnattrænu hlýnunarinnar af mannavöldum og ofurskatta til að vinna bug á þeim hafa sem betur fer leitt til þess að margir eru farnir að hugsa um málið með rökrænum hætti og hafna í auknum mæli því sem ég kalla pólitísku veðurfræðinni. Það var athyglivert að í þeim umræðum sem ég hlustaði á í BBC þá var Al Gore aðalskotspónninn og raktar rangfærslur hans og annað þaðan af verra. Þetta fannst mér athyglivert einmitt vegna þess að á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þá voru Ástralskir forustumenn í fararbroddi þeirra sem vildu leggja aukna skatta á fólk á grundvelli Climategate.
Jón Magnússon, 5.2.2010 kl. 23:45
Það er áhugavert að fylgjast með því hvernig Kyrrahafið vinnur sem hitageymir; hleðst upp af orku á nokkrum árum og afhleður síðan þessa sömu orku út í lofthjúp jarðar á fáeinum mánuðum.
Meðan hafið er að hlaðast upp kólnar lofthjúpurinn aðeins og getur þessi kólnun staðið yfir í nokkur ár þannig að lítið ber á henni. Af einhverjum ástæðum flyst þessi orka á mun skemmri tíma yfir í lofthjúpinn þannig að hár en skammvinnur toppur sést á hitaferlinum. Ekki er ólíklegt að kólnun sem stendur yfir í svo sem tvö ár fylgi í kjölfarið.
Við getum notað það sem samlíkingu þegar þéttir er tengdur við rafhlöðu um hátt viðnám. Þéttirinn hleðst upp á tiltölulega löngum tíma. Straumurinn í gegn um viðnámið er lítill. Síðan getum við afhlaðið þéttinn inn í mun lægra viðnám og er þá straumurinn mun hærri en í fyrra tilvikinu. Reyndar lítur straumpúlsinn ekki ósvipað út og El-Nino hitatoppurinn.
Við þekkjum öll svona fyrirbæri þar sem þéttir er hlaðinn upp á löngum tíma, en afhlaðinn á örskömmum tíma. Þéttirinn í myndavélaflassinu okkar er hlaðinn upp í 200 volt á um 5 sekúndum, en afhlaðinn í gegn um peru fyllta með xenon gasi á 1/1000 úr sekúndu. Þannig getum við framleitt öflugan (en stuttan) orkupúls með lítilli rafhlöðu.
Í samlíkingu okkar er hafið þéttirinn, sólin er orkugjafinn eða rafhlaðan, loftkjúpurinn er viðnámið, og hitastigið spennan yfir viðnámin, en spennan er jú í hlutfalli við strauminn.
Mér þykir því líklegt að eftir gott El-Nino sumar komi tiltölulega kalt tímabil sem stendur yfir í fáein ár meðan hafið (þéttirinn okkar) er að hlaðast upp. Það verður fróðlegt að fylgjast með því.
Ljósblossinn frá myndavélaflassi líkist El-Nino hitatoppunum 1998 og 2010 á ferlinum efst á síðunni. Í flassinu er þéttir hlaðinn upp í háa spennu á löngum tíma og síðan afhlaðinn á skömmum tíma með perunni.
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 08:37
... Og svo megum við ekki gleyma því að Kyrrahafið er nánast hinum megin á hnettinum svo að líklega munum við ekki verða vör við mikið meira en bjarmann frá El-Nino "hitablossanum" hér á landi. Það verður samt spennandi að fylgjast með jólabarninu .
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 09:13
Varðandi það sem Jón Magnússon segir: Það er enginn vafi að það er að hlýna og af mannavöldum, þótt það kæmi í ljós að einhverjir örfáir vísindamenn hafi gerst sekir um eitthvað misjafnt, þá stöðvar það ekki hlýnunina. Hvað varðar skatta og annað til að vinna bug á losun gróðurhúsalofttegunda er pólitískt mál og verkefni fyrir karla eins og hann. En að veðja á að það sé ekki að hlýna af völdum losunar manna á gróðurhúsalofttegundum er alls ekki skynsamlegt fyrir stjórnmálamann sem vill láta taka sig alvarlega - sérstaklega ekki á því ári sem mun eflaust verða það heitasta í sögu mælinga á jörðinni (á sama tíma og sólvirknin er í lágmarki og El Nino er miðlungs).
Ágúst: Skemmtileg samlíking - nema hvað að nú er sólvirknin búin að vera á niðurleið undanfarin ár og áratugi og því er annar orkugjafi sem ræður ríkjum nú - gróðurhúsaáhrifin.
Höskuldur Búi Jónsson, 6.2.2010 kl. 09:22
Plís strákar
Ekki fara að deila um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum. Það er komið allt of mikið af slíkum deilum og við græðum ekkert á hnútukasti. Það er auðvitað meira en sjálfsagt að ræða þau mál, en stundum verður mönnum allt of heitt í hamsi. Sjálfur er ég ekkert undanskilinn og ekki saklaus. Smá saklaust snjókast í góðu er auðvitað annað mál...
Ef ég verð við að mönnum verði orðið heitt í hamsi þá mun ég kæla niður umræðurnar tímabundið og hægja á þeim með því að breyta stillingu þannig að ég verði að samþykkja athugasemdir. Verði menn varir við að slíkt sé gert, þá er tilgangurinn eingöngu sá að hægja á umræðunum þannig að þær fari ekki úr böndum. Ég er jú ábyrgur fyrir þessu bloggsvæði...
Við þekkjum það allir hvernig manni getur orðið allt og heitt í hamsi og jafnvel verið of fljótur á sér að svara, og fær svo jafnvel smá bakþanka
Nóg um það...
---
Höski Búi.
Nú gefst tækifæri á næstu árum til að læra. Sólvirknin minnkar, losun manna á CO2 eykst hratt, o.s.frv. Nú á dögum hefur skilningur manna á þessum fyrirbærum aukist töluvert, en margt er ólært. Fróðlegt verður að fylgjast með breytingunum næsta áratug eða svo og sjá hvaða áhrif minnkandi virkni sólar hefur. Þá gefst kærkomið tækifæri til að meta hve stór þáttur aukið magn CO2 í lofthjúpnum er, og því eiginlega heppilegt fyrir vísindin að fá svona breytingu í sólinni einmitt núna, breytingu sem gerist svo sem einu sinni á öld.
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 10:04
Ágúst: Varðandi hlut sólarinnar, þá þarf ekkert að bíða og læra - það er augljóst að sveiflur í henni segja núorðið lítið hvað varðar sveiflur í hitastigi. Ég vil benda á nýlega grein sem fer yfir breytingar í sólinni og samband þess við loftslag, í ljósi lítillar virkni hennar undanfarið: Lockwood 2009 (frá því í desember): Solar change and climate: an update in the light of the current exceptional solar minimum
Ágrip:
Lokaorð greinarinnar:
--
Þá vil ég benda á áhugaverða mynd sem sýnir litla fylgni á milli sólvirkni og hitastigs undanfarna áratugi - þannig að það þarf ekkert að bíða - það er orðið nægilega augljóst að sveiflur í sólinni hafa lítil áhrif - í samanburði við gróðurhúsaáhrifin:
Höskuldur Búi Jónsson, 6.2.2010 kl. 10:53
Höski.
Ég ætla ekki að deila um þessi mál. Ég ætla að bíða í nokkur ár vegna þess að ég veit að tímastuðullinn er langur. Mælist í árum. Ekki meira um það.
Ágúst H Bjarnason, 6.2.2010 kl. 12:10
Það sem er gegnumgangandi og undirliggjandi í allri þessari „umræðu“ er óttinn. Óttin við einhverjar voðalegar afleiðingar ef hitastig jarðar hækkaði dálítið aftur og færi aftur að líkjast því sem það var t.d. á dögum Grikkja og Rómverja þegar Ísland var að mestu jöklalaust og stórir hlutar Sahara og annarra eyðimarka grónir. Jafnvel svonefndir „efasemdarmenn“ eins og ég virðast flestir telja, að endurhlýnun og afturhvarf til hins hlýja, raka loftlags sem ríkti á fyrri hluta núverandi hlýskeiðs væri eitthvað alveg voðalegt. Það er þveröfugt. Endurhlýnun væri öllum fyrir bestu, mönnum, dýrum og jurtum. Ekki síst eru nú vinsælar fráleitar kenningar um hækkun sjávar um tugi sentimetra eða jafnvel marga metra. Þær gera allar ráð fyrir því að Grænland og einkum Suðurskautslandið bráðni. Þau bráðnuðu þó ekki jafnvel á bóreölskum tíma þegar hitastig var meira en fjórum stigum hærra en nú. Þetta sannast meðal annars af borkjörnum frá þessum tíma frá Suðurskautlandinu og Grænlandi. Hefðu þessir meginjöklar bráðnað, væri ekki hægt að taka borkjarna úr þeim sem sýna þetta afar heita tímabil. Hábunga Grænlands og enn frekar Suðurskautlandið eru einfaldlega allt, allt, allt og kaldar til að hækkun hita um einhver brot úr gráðu eða jafnvel margar gráður geti haft þar einhver veruleg áhrif. Ís þarf nefnilega fyrst að ná frostmarki áður en hann bráðnar og t.d. víða á Suðurskautslandinu hefur verið frost í allt að þrjár milljónir ára samfellt. En sem fyrr sagði: Í stað þess að taka slíka endurhlýnun sem eitthvað vont, á að taka henni fagnandi svo lengi sem hún varir, og beinlínis hvetja til hennar. Því miður bendir margt til að uppsveiflunni sem ríkt hefur undanfarið, einni af fjölmörgum upp- og niðursveflum undanfarnar aldir og árþúsundir, sé að ljúka og við taki, eins og alltaf áður, niðursveifla.
En ég endurtek: Menn eiga að hætta að óttast hlýnun. Þvert á móti á að taka henni fagnandi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 6.2.2010 kl. 13:42
Það er ýmislegt sem hefur kröftug áhrif á hitastig jarðar og veðurfar. Sporbraut jarðar um sólu er mishringlaga en sveiflurnar á þeim breytingum ná yfir mjög langan tíma. Möndulhalli jarðar rokkar einnig til og frá um 2.5 gráður, og þær hreyfingar gerast einnig á löngum tíma. Nú og svo auðvitað virkni sólarinnar, sem hér öllu ræður.
Samkvæmt nýjustu rannsóknum á borkjörnum af sjávarbotni við Antartíku þá hefur ísinn á suðurheimsskautinu oft verið miklu minni en hann er í dag, en einnig meiri.
Það selur svo fjandi vel að úthrópa að sóðaskapur okkar mannanna sé aðalorsakavaldur hnatthlýnunar. Það má svo sem vel vera satt, en kröftugar náttúruhamfarir, s.s. eldgos geta valdið meiri loftmengun en bílar og verksmiðjur. En það er ekki þar með sagt að það afsaki okkur mennina að ganga um jörðina okkar eins og sóði og svín.
Jóhannes (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:02
Jóhannes: Við höfum rætt þessar sveiflur í ferð jarðar umhverfis sólina, hér áður. Vissurðu það að jörðin er nú 1 milljónum kílómetrum fjær sólu en fyrir 2000 árum? Enn eitt dæmið sem sýnir fram á að það ætti frekar að fara kólnandi heldur en hlýnandi - þ.e. ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin. Sjá t.d. á loftslag.is Mýta: Lítil Ísöld eða kuldaskeið Ísaldar er á næsta leiti
Varðandi eldvirkni, þá er ég ekki alveg að fatta hvað þú meinar - vissulega geta sum eldgos valdið mikilli og jafnvel banvænni mengun í stuttan tíma á meðan eldvirknin er (samanber Skaftárelda og móðuharðindin) - þannig gos hafa þó tímabundna kólnun í för með sér (mánuðir til örfá ár). Ef þú ert að meina CO2 mengun, þá hefur það verið reiknað að öll eldvirkni og jarðhitavirkni jarðar losar tæplega 1% á við það sem maðurinn losar á hverju ári. Sjá t.d. á loftslag.is: Mýta: Aukningin í CO2 í andrúmsloftinu er náttúruleg.
Höskuldur Búi Jónsson, 6.2.2010 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.