Laugardagur, 20. mars 2010
Jón Ólafsson ritstjóri, skáld, alþingis- og ævintýramaður 160 ára í dag...
- Hvaða íslendingur flúði til Noregs tvítugur vegna magnaðs kveðskapar, Íslendingabrags?
- Hver orti Máninn hátt á himni skín" 21 árs gamall?
- Hver var það sem varð að flýja land fyrir skrif sín 23 ára að aldri, og nú til Bandaríkjanna?
- Hvaða höfðingjadjarfi Íslendingur var það sem Ulysses Grant Bandaríkjaforseti sendi með herskipi í rannsóknaleiðangur til Alaska, og lenti síðan á kendiríi með forsetanum, nú 24 ára?
- Hver hafði áform um að stofna ríki Íslendinga í Alaska?
- Hver hefur verið kallaður faðir nútíma blaðamennsku á Íslandi?
- Hver var fæddur 20. mars 1850, fyrir nákvæmlega 160 árum?
Auðvitað var þetta Jón Ólafsson, sem bæði fyrr og síðar fékkst meðal annars við ritstjórn fjölmargra blaða og sat á Alþingi um árabil. Hann segir af sér þingmennsku þrisvar og í eitt skipti gefur hann þá skýringu að það sé fyrir neðan hans virðinu að sitja á Alþingi með jafn heimskum mönnum og þar væru í meirihluta! Svei mér þá, ef ég skil hann ekki vel
Jón vakti snemma athygli fyrir óvenjulega ritleikni og tilþrif í ræðumennsku. Hann þótti ljóngáfaður og hafði óbilandi traust á sjálfum sér. Höfðingjadjarfur með afbrigðum og skáld gott. Líklega hefur hann verið ritstjóri fleiri blaða og tímarita en nokkur annar íslendingur fyrr og síðar, en hann hóf blaðamannsferil sinn sextán ára í Latínuskólanum. Fyrstu bók sína; Hefndina, gefur hann út 17 ára og gefur þá einnig út blaðið Baldur...
Um Jón hafa verið skrifaðar tvær mjög áhugaverðar bækur sem notaðar voru sem heimild:
Hjörtur Pálsson: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1975.
Gils Guðmundsson: Ævintýramaður - Jón Ólafsson ritstjóri. Vaka-Helgafell 1987.
Það er væri auðvitað gjörsamlega út í hött að ætla sér að gera ævi Jóns einhver skil í stuttu afmælisspjalli, og því verður þessi umfjöllun mjög yfirborðskennd. Einungis örstutt spjall á léttum nótum, enda ekki annað viðeigandi á afmælisdegi.
Jón var varla tvítugur þegar hann varpaði sprengju inn í samfélagið með kvæði sínu Íslendingabrag. Kvæðið birtist í Baldri 19. mars 1870, daginn fyrir tvítugsafmæli hans. Nótusett yfir heila síðu. Íslendingabragur var ortur undir sjálfum baráttusöng frönsku byltingarinnar, Marseilleansinum. Það dugði ekkert minna. (Þrísmella á mynd).
Sjaldan hefur meiri skruggu slegið niður á voru landi en þegar Íslendingabragur kom á prent", skrifaði tengdasonur Jóns í ritgerð um hann. Fyrst urðu menn alveg orðlausir, klumsa, að nokkur skyldi þora að yrkja og tala svona! En svo hljóp kvæðið eins og eldur í sinu um endilangt Ísland og vakti mönnum hug og djörfung. Það varð því kvæði að þakka, segja kunnugir menn, að stjórnarbótin varð að áhugamáli almennings".... "Íslendingabragur fór um landið eins og eldibrandur, og Jón var ofsóttur fyrir. Aldrei hefur hann líklega átt sökóttara á ævi sinni".
Það er skemmst frá því að segja, að útgáfa Baldurs var stöðvuð, sakamál var höfðað þar sem Jón varði sig sjálfur. Þurfti auðvitað ekki hjálp annarra. Jón var dæmdur í undirrétti í 50 ríkisdala sekt, málið fór fyrir landsyfirrétt þar sem Jón fékk vægan dóm, en stiftamtmaður áfrýjaði tafarlaust til hæstaréttar. Þar voru gleraugu dómaranna aldönsk og Jóni leist ekki á blikuna og flýði til Noregs 15. október. Hann dvaldi þar í rúmt ár og kynntist þar fremstu andans mönnum Norðmanna eins og Björnstjerne Björnson...
Íslendingabragur
Vaknið! vakið! verka til kveður
váleg yður nú skelfinga tíð!
Vaknið ódeigum Ýmishug meður:
ánauð búin er frjálsbornum lýð!
Þjóðin hin arma, hamingju horfna
heillum og frelsi vill stela oss frá
og níðingvaldi hyggst oss hrjá,
hyggur okkur til þrælkunar borna.
Án vopna viðnám enn
þó veitum, frjálsir menn!
og ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekkir tíð.
En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja
og flýja í lið með níðingafans,
sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands.
Bölvi þeim ættjörð á deyjanda degi,
daprasta formæling ýli þeim strá,
en brimrót, fossar, fjöllin há
veiti frið stundar-langan þeim eigi.
Frjáls því að Íslands þjóð
hún þekkir heims um slóð
ei djöfullegra dáðlaust þing
en danskan Íslending.
Lúta hljótum vér lægra í haldi,
lýtur gott mál, því ofbeldi er rammt!
En þótt lútum vér lyddanna valdi,
lútum aðeins nauðugir samt!
Frelsisins sjálfir ei flettum oss klæðum,
frjálsir vér samþykkjum aldregi rangt!
Því víst oss hefnt þess verður strangt!
Von um uppreisn oss brenni í æðum!
Það þussa þjóð er geymt,
sem þeygi oss er gleymt!
Því ristum Dönum naprast níð,
sem nokkur þekki tíð.
---
Um það leyti sem Jón fer til Bandaríkjanna 23 ára gamall og landflótta í annað sinn, nú vegna greinarinnar Landshöfðingja-hneykslið" í Göngu-Hrólfi, voru vesturferðir Íslendinga nýhafnar. Litla ísöldin réði enn ríkjum og veðráttan var ómild á Íslandi. Jón gerist einn af leiðtogum Íslendinga í Vesturheimi og vildi að þeir stofnuðu voldugt ríki í Alaska. Bandaríkjaforseta var skrifað bréf, Jón fór ásamt öðrum þvert yfir Bandaríkin þar sem herskipið Portsmouth beið Jóns og félaga hans, sem skráðir voru sjóliðar í hernum, að undirlagi Bandaríkjaforseta og flutti þá norður til Alaska á 24 dögum þar sem þeir skoðuðu landkosti og leist vel á. Siglt var sömu leið til baka, haldið þvert yfir Bandaríkin þar sem ítarleg skýrsla var skrifuð í New York. Bæði á íslensku og ensku. Jón gekk á fund Ulysses Grant Bandaríkjaforseta og afhenti skýrsluna...
Myndin af Jóni sem er hér fyrir ofan er tekin í Alaskaförinni og er Jón þar í einkennisbúningi bandaríska flotans.
Bróðursonur Jóns, Björn Pálsson (Ólafssonar skálds) Kalman (sá hinn sami og gæti hafa verið fyrirmynd austuríska snillingsins Stefan Zweig í sögunni Manntafl), sagði frænda sínum, Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, og hafði það eftir afa hans, Jóni Ólafssyni , að Grant forseti og Jón hefðu sest að sumbli, eftir að Jón afhenti forsetanum skýrslu Alaskafaranna. Vel fór á með þeim. Og kom þar brátt að þeim þótti fullþröngt um sig í Hvíta húsinu og lögðu leið sína á helstu knæpur Washingtonborgar. Þegar þeim tók að leiðast, héldu þeir aftur heimleiðis, og fylgdi Jón forsetanum að dyrum Hvíta hússins. Grant vildi þá halda áfram, en Jón kvaðst vera orðinn of syfjaður og slæptur og hafnaði boðinu. Grant sagðist þá myndu blóta Bakkus einn, en hafði orð á því að sér væri fjár vant. Jóni fannst hægur vandi að bæta úr því og sagði Bandaríkjaforseta að hann skyldi lána honum hálfan silfurdal sem hann væri með á sér. Því tók Grant fegins hendi, enda orðinn þurrbrjósta. Við svo búið kvöddust þeir, og er óvíst með öllu að þeir hafi sést eftir það. Auðvitað var talað um það að hinn íslenski lánadrottinn vitjaði fjárins við hentugleika, en það fórst fyrir, svo að þaðan í frá gat Jón Ólafsson spaugað með það, þegar honum sýndist, að hann teldi til skuldar hjá Bandaríkjaforseta. Afkomendur Jóns telja sig nú eiga tilkall til silfurdalsins hálfa og munu væntanlega innheimta hann við fyrstu hentugleika þegar þeir eiga leið um Washingtonborg ...
-
Ekkert varð þó úr landnámi Íslendinga í Alaska og Jón sneri aftur til Íslands 1875. Síðan fór hann aftur til Vesturheims og gerðist ritstjóri Lögbergs og síðan Heimskringlu. Jón var aðalhvatamaður að Íslendingadags-hátíðinni í Winnipeg sem haldin hefur verið óslitið síðan 1890. Árið 1893 gaf Jón út mánaðarritið Öldina, sem var afbragðsgott menningarrit og birti úrvals skáldskap, fræðsluefni og menningarumræðu. Stephan G. orti mikið í Öldina. Jón sneri aftur til Íslands og sat m.a. á þingi um skeið. Jón var allgott skáld og hann hefði gjarnan viljað rækta þá gáfu betur. En hann var ákafur athafnamaður og hafði því lítið tóm til yrkinga. Á Alþingisvefnum má lesa æviágrip Jóns.
-
Jæja, það er ástæðulaust að þreyta afmælisgesti á meira rausi um Jón. Bækling hans um Alaska, Lýsing á landi og lands-kostum, ásamt skýrslu innar íslensku sendinefndar um stofnun íslenskrar nýlendu" má lesa með því að smella hér. Þar er allt lesmálið að finna ásamt nokkrum myndum sem nappað var úr bókunum sem minnst er á hér að ofan. Það er gaman að sjá hve vönduð og ítarleg þessi skýrsla er. Bæklingurinn er m.a. varðveittur á bókasafni Bandaríkjaþings, Library of Congress.
Þess má að lokum geta að Jón Ólafsson var langafi tveggja sem sést hafa á Moggablogginu; Þess sem þessar línur ritar og Halldórs Jónssonar. Líklega hefur Jón Ólafsson verið einn mesti bloggari sem Ísland hefur alið, þó svo að hann hafi ekki haft yfir öðru stílvopni að ráða en sjálfblekungi sem hann mundaði óspart. Hann þurfti hvorki tölvu né Internet til að koma sínum hugmyndum á framfæri...
Til hamingju með daginn ágæti langafi
--- --- ---
Svo vill til, að hinn ágæti útvarpsmaður Guðmundur Andri Thorsson hefur undanfarin fjögur sunnudagskvöld fjallað um Jón Ólafsson í þáttum sínum Andrarímum. Hlusta má á þættina á vef RÚV, t.d. með því að hlaða niður mp3 skrám. Best er að hlaða þeim niður með því að hægrismella á þær (Save link as), og nota síðan t.d. Windows Media Player til að hlusta á þær. Smella hér.
Eða smella hér beint á skrárnar: 2010.02.21.mp3, 2010.02.28.mp3, 2010.03.07.mp3 & 2010.03.14.mp3
Athugið að umfjöllunin um Jón er frekar aftarlega í hljóðskránum, en auðvelt er að fara fram og aftur í tíma með sleðanum sem er í forritinu sem nptað er til að hlusta...
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bækur, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 9
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 764859
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Fróðlegur og góður pistill.
Anna, 20.3.2010 kl. 10:36
....og til hamingju með langafann.
Anna, 20.3.2010 kl. 10:56
Magnaður karl - til hamingju með Langafa
Höskuldur Búi Jónsson, 20.3.2010 kl. 11:48
Til hamingju með karlinn hann langafa þinn
Sveinn Atli Gunnarsson, 20.3.2010 kl. 13:06
Veit ekki betur en að hann sé langalangaafi minn
Pálmi (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 17:36
Hann er einn af mínum uppáhaldshetjum,hann Jón Ólafsson Ævintýramaður.Í bók Gils Guðmundssonar,(Ævintýramaður) er farið skemmtilega yfir æviferil hans,og þvílíkur dugnaðarforkur sem hann hefir verið.Þá er ekki síður skemmtilegt að lesa bók Hjartar Pálssonar um Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874.Hallsteinn ehf gaf út bókina:60 kvæði:eftir Jón Ólafsson árið 1996,sem Gils Guðmundsson kom að.Þar segir frá því er talið var síðasta ljóð hans,en þá átti hann leið niður í pósthús og hitti kunningja sinn,er spurði Jón hvernig hann hefði það,þá mun Jón hafa svarað svo.........
Höndin skelfur,heyrnin þver
helst þó sálarkraftur,
sjónin líka ágæt er
og aldrei bilar kjaftur.
Sólarhring seinna kvaddi Jón Ólafsson,(bókin 60 kvæði)Íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við göfugmennið Jón Ólafsson,hann var einn af okkar hörðustu lýðræðissinnum og bar Jón Sigurðsson mikla virðingu fyrir þessum unga manni er Jón var þá. Þættirnir Með Guðmundi Andra voru stórfínir,Ágúst hann var frábær og góður sonur þjóðar sinnar hann langafi þinn.
Númi (IP-tala skráð) 20.3.2010 kl. 22:28
Komdu mragblessaður frændi og hafðu mínar þakkir fyrir þessa stórmerkilegu afmælisminningu Jóns. karlinn var aldeilis magnaður, gaf út stafrófskver í 16000 eintökum og kenndi kynslóðum Íslendinga að lesa. Þar í eru ótal þjóðvísur sem hann orti og margir kunna án þess að þekkja höfundinn.
Hann smíðaði nýyrðið lindarpenni fyrir sjálfblekung en hann seldi held ég Parker penna með svona blekgeymi á einhverju skeiði.
Svona kall var náttúrlega umsetinn af kvenfólki og hann eignaðist börn með hjákonu sinni í Vesturheimi. Þau kölluðu sig Austmann. Kristján Austmann var læknir og þjónaði í fyrri heimstyrjöld og hef ég séð hans getið í hermannatali. Um þetta fólk vitum við frændfólkið of lítið. Ég reyndi að hringja í Austmann sem eru margir í Winnipeg þegar ég var þar en enginn svaraði. Í Riverston hitti ég kall yfir sextugt í kaupfélaginu sem talaði lýtalausa íslensku án þess að hafa komið til Íslands. Hann hét Austmann en ekki tókst okkur að rekja okkur saman.
Mér finnst að við ættum að sinna þjóðræknisfélaginu meir Íslendingar þegar við eigum aðra þjóð jafnstóra fyrir vestan haf og nú situr á Íslandi.
Ennú og aftur, takk fyrir að minnast langafa okkar svona skemmtilega Ágúst.
Halldór Jónsson
Halldór Jónsson, 22.3.2010 kl. 22:06
Sæll frændi.
Sjá http://www.archive.org/details/orabkislenzk01jnuoft
http://www.archive.org/stream/orabkislenzk01jnuoft#page/n1/mode/2up
Ágúst H Bjarnason, 23.3.2010 kl. 15:30
Sæll Ágúst og til hamingja með stór-afmæli langafa Jóns Ólafssonar,
Enn gleymdu ekki að ektakvinnan hans, Helga Eiríksdóttir frá Karlskála í Reyðarfirði (og langamma þín) væri 150 ára, og hún stóð með honum í gegnum 'thick or thin' eins og vinir okkar á Bretlandi mundi orða það. Sennilega var oft nokkuð 'thin' í þessu hjónabandi! Stór afmæli eru fleiri í þinni ætt því að langalangafi þinn Eiríkur Björnsson, bóndi á Karlskála (og tengdafaðir Jóns Ólafssonar) hafði verið 180 ára í sumar.
Kveðja Þórsi Ben
Þórarinn Benedikz (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 21:40
Skemmtilegur og fróðlegur pistill.
"sem af útlendum upphefð sér sníkja,
eru svívirða og pest föðurlands. "
Íslendingabragur er að sumu leyti tímalaus og getur átt jafn vel við í dag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.3.2010 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.