Laugardagur, 3. apríl 2010
Hafísinn á norðurslóðum í hámarki --- Seinna og jafnvel meiri en venjulega...
Yfirleitt nær hafísinn á norðurslóðum hámarki í febrúar ár hvert. Nú er eitthvað óvenjulegt á seyði. Hann hefur ekki enn náð hámarki nú í byrjun apríl og breiðir meira og meira úr sér... Meira en undanfarin ár...
Hvað veldur? Eru þetta bara duttlungar náttúrunnar og eðlilegt ástand? Varla stafar þetta af hnatthlýnun af völdum losunar manna á CO2, eins og margir fullyrtu þegar ísinn var í lágmarki árið 2007? Þá spáðu margir í fjölmiðlum að siglingaleiðin yfir norðurskautið væri að opnast... Hvað segja hinir sömu nú?
Hér fyrir neðan eru ferlar frá ýmsum stofnunum. Öllum ber saman...
(Myndir uppfærast sjálfvirkt. Takið eftir dagsetningunni á ferlunum. Myndirnar eru því ekki réttar sé bloggsíðan skoðuð eftir apríl 2010).
Það er vissulega margt skrýtið í kýrhausnum þegar móðir náttúra á í hlut... Hún á það til að villa mönnum sýn svo um munar.
National Snow and Ice Data Center.
Takið eftir að hámarkið hefur yfirleitt verið í febrúar. Nú er kominn apríl og blái ferillinn stefnir enn upp, upp... Hann er kominn langt yfir strikaða ferilinn fyrir árin 2006-2007 og hefur náð meðaltali áranna 1979-2000.
--- --- ---
Hér stefnir svarti ferillinn líka upp og er kominn yfir aðra ferla...
--- --- ---
Hér er rauði ferillinn kominn yfir meðaltal áranna 1979-2006
--- --- ---
Heimild: IARC-JAXA
Rauði ferillinn er á uppleið...
--- --- ---
Auðvitað eiga ferlarnir eftir að stefna niðurávið innan skamms, en er það ekki allnokkrum vikum seinna en venjulega?
..
Má greina hér merki um hnatthlýnun? ... eða má kannski bara kenna kára um þetta?
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt 19.4.2011 kl. 14:49 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta hefur væntanlega lítið með hnatthlýnun að gera...nema ef vera skyldi að hafís hefur almennt farið minnkandi síðan 1979. Kári, ja það er spurning, en frost á norðurslóðum um vetrartíma gæti verið sökudólgurinn . Hér undir er þróunin (á hafíslágmarkinu) á síðustu árum og mitt mat er að við verðum í kringum síðasta árs lágmark þegar hafísinn nær lágmarki í september... Það verður fróðlegt að lesa það sem NSIDC hefur um þetta að segja um þetta, en skýrsla þeirra kemur yfirleitt á heimasíðuna í byrjuna hvers mánaðar, við getum því átt von á henni fljótlega eftir páska.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 10:09
Hér er athyglisverð athugasemd frá Svatla: „Frost á norðurslóðum um vetrartíma gæti verið sökudólgurinn“. Aldrei þessu vant er ég honum sammála. Þar kom að því!
Vilhjálmur Eyþórsson, 3.4.2010 kl. 12:44
Undanfarið hefur ísinn við Suðurskautslandið ekki verið að minnka. En það er jú svo langt í burtu að það er varla fréttnæmt...
En skoðum myndina sem sýnir hafísmagnið...
Heildarísmagn norður og suðurhvels (global) er efst. Rauða línan sýnir okkur að breytingin undanfarin 30 ár er ekki merkjanleg.
Suðurhvel er á miðmyndinni. Rauða línan sýnir okkur að ísmagnið þar hefur farið vaxandi.
Norðurhvel er á neðstu myndinni. Rauða línan sýnir okkur að ísmagnið þar hefur farið minnkandi, álíka mikið og aukningin á suðurhveli.
Niðurstaðan er sú að heildarhafísísmagn jarðar hefur ekkert breyst marktækt... Hvernig skyldi standa þa því? Kannski bara eðlilegt?
Ágúst H Bjarnason, 3.4.2010 kl. 13:04
Hafísinn á Suðurskautinu hefur ekki farið minnkandi þrátt fyrir hærra hitastig þar. Það er staðreynd.
Reyndar má líka spá í að það er munur á hafís útbreiðslu (flatarmál) og hafísmagni (rúmmál). Þessi ís sem hefur myndast síðastliðin mánuð á Norðurskautinu gæti hugsanlega verið tiltölulega viðkvæmur, þar sem um er að ræða fyrsta árs hafís. Magn margra ára íss (multi year ice) á Norðurskautinu hefur farið minnkandi á undanförnum árum, sem gerir það að verkum að hafísinn þar er viðkvæmari en ella.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 13:21
Það er ágætis síða með spurningum og svörum á heimasíðu NSIDC. Hér undir er dæmi um eina spurningu sem tekin er fyrir á síðunni, sjá fleiri spurningar hér. Það má því segja að til að hafísinn verði talinn hafa jafnað sig, þá er ekki nóg að útbreiðsla hafíssins verði meiri til skamms tíma, heldur þarf hann að þykkna (meiri fjölára ís) og útbreiðslan þarf að ná fyrra jafnvægi til lengri tíma (sem er ekki orðið enn sem komið er). Þú verður að passa þig á því að láta ekki Watts vera að rugla þig í ríminu Ágúst.
Is Arctic sea ice starting to recover?
In 2008, Arctic sea ice reached a minimum extent that was about 10 percent greater than the record low of 2007, and the minimum extent in 2009 was greater than either 2007 or 2008. Does this mean that Arctic sea ice is beginning to recover?
Even though the extent of Arctic sea ice has not returned to the record low of 2007, the data show that it is not recovering. To recover would mean returning to within its previous, long-term range. Arctic sea ice in September 2008 remained 34 percent below the average extent from 1979 to 2000, and in September 2009, it was 24 percent below the long term average. In addition, sea ice remains much thinner than in the past, and so is more vulnerable to further decline. The data suggest that the ice reached a record low volume in 2008, and has thinned even more in 2009. Sea ice extent normally varies from year to year, much like the weather changes from day to day. But just as one warm day in October does not negate a cooling trend toward winter, a slight annual gain in sea ice extent over a record low does not negate the long-term decline.
In addition, ice extent is only one measure of sea ice. Satellite measurements from NASA show that in 2008, Arctic sea ice was thinner than 2007, and likely reached a record low volume. So, what would scientists call a recovery in sea ice? First, a true recovery would continue over a longer time period than two years. Second, scientists would expect to see a series of minimum sea ice extents that not only exceed the previous year, but also return to within the range of natural variation. In a recovery, scientists would also expect to see a return to an Arctic sea ice cover dominated by thicker, multiyear ice.
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 23:35
Svona til að koma inná þetta með hafísinn á Suðurskautinu, langar mig að benda á mýtu af loftslag.is, Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?
Þar kemur m.a. fram röksemdir
Röksemdir efasemdamanna…
Ís á Suðurskautinu er að aukast, ef að það væri að hlýna þá myndi hann minnka. Línurit sýna að hann hefur farið stöðugt vaxandi á sama tíma og hann minnkar á Norðurskautinu.
Það sem vísindin segja…
Á meðan jökulbreiðan þykknar á hálendi Austur Suðurskautsins, þá er jökulbreiða Suðurskautsins í heild að minnka og á auknum hraða. Hafís umhverfis Suðurskautið er aftur á móti að aukast þrátt fyrir hlýnun Suðuríshafsins.
bla
Sveinn Atli Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 23:52
Ætlaði einnig að bæta meiru við:
Í stuttu máli þá er staðan þannig með Suðurskautið:
Jökulbreiða Suðurskautsins er að minnka og sú minnkun er að auka hraðann Hafís umhverfis Suðurskautið er að aukast, þrátt fyrir hlýnun Suður Íshafsins
Hér undir má sjá mælingar á ísmassa Suðurskautsins og svo graf með hafísútbreiðslu og hitasig á Suðurskautinu. Sjá nánar, Er ís á Suðurskautinu að minnka eða aukast?Sveinn Atli Gunnarsson, 3.4.2010 kl. 23:56
Góðan dag Svatl
Ég skil bara ekkert í náttúrunni að vera að haga sér svona.... Stundum vill hún alls ekki haga sér eins og "vísindin segja", jafnvel ekki eins og hin alvitru loftslagslíkön, eða Climate Models sem takkastjórar nútímans hafa smíðað...
Hvað veldur? Er hún bara að stríða okkur?
Gleðilega Páska
Ágúst H Bjarnason, 4.4.2010 kl. 08:17
Sæll og gleðilega páska.
Var einmitt búinn að sjá þennan útúrsnúning á heimsíðunni hans Anthony Watts... Annars hafa vísindamenn ekki sagt að þeir geti séð fyrir allar sveiflur og dylgjur í náttúrunni, það er kjánalegt að halda því fram.
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 08:33
Mikill óttalegur kjáni get ég verið dr. Svatli...
Ágúst H Bjarnason, 4.4.2010 kl. 08:41
Það eru þín orð Ágúst...
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 09:06
Ágúst H Bjarnason, 4.4.2010 kl. 09:32
Merkilegir útúrsnúningar hjá þér Ágúst, meira að segja næstum því fyndið á köflum. En mér finnst merkilegast að þú gerir ekki minnstu tilraun til að svara efnislega fyrir þig... Hvers vegna ætli það sé...? Geturðu svarað því efnislega Ágúst?
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 10:52
Svatli minn
Í pistlinum var ég bara að benda á óvenjulega hegðun hafíssins á norðurslóðum, og venjulega hegðun hans á suðurslóðum. Allt af völdum blessaðrar náttúrunnar. Kemur losun manna á CO2 eða öðru nákvæmlega ekkert við...
Ég ætla alls ekki að reyna að svara fyrir þessa duttlunga náttúrunnar hér á þessu bloggi og síst af öllu að fara að deila um Kenninguna á þessum fagra degi, þó svo að trúmál séu mörgum ofarlega í huga á Páskum.
.
Ágúst H Bjarnason, 4.4.2010 kl. 12:47
Kæri Ágúst
Þú bendlaðir þessa náttúrulegu hegðun hafíssins við hnattræna hlýnun í færslunni hér að ofan, það kom ekki frá mér. Ég hef bara bent á að þessi aukna útbreiðsla hafíss í marsmánuði sé af náttúrulegum orsökum og þykir mér gott að þú takir undir það í síðustu athugasemd. Þetta hefur akkúrat ekkert með trúmál að gera, þó svo efahyggjumenn séu duglegir að halda þeirri rökleysu fram, ég hef reyndar tekið það fram við þig oftar en einu sinni, spurning að þú notir þennan góðviðrisdag í að lesa færsluna á bak við tengilinn...
Sveinn Atli Gunnarsson, 4.4.2010 kl. 13:01
Ég var víst búinn að skrifa um það fyrir nokkrum vikum að hámarki vetrarins væri náð, en þetta er dálítið óvæntur toppur núna. Þau svæði sem valda þessari síðbúnu aukningu eru þó fyrir utan Norður-Íshafið sjálft svo sem Beringshafið, Barentshafið og jafnvel Eystrasaltið. Norðurpólsísinn getur líka verið að brotna upp eins og oft á þessum árstíma og fer því meira fyrir honum.
Ástandið á ísnum á Norðvesturleiðinni er sennilega óvenju bágborið núna vegna mikilla vetrarhlýinda í Norður-Kanada og því munu stórskip geta siglt þar vandræðalaust í gegn síðsumars og það í stríðum straumum!
Emil Hannes Valgeirsson, 4.4.2010 kl. 16:30
Já Emil. Þetta er að öllum líkindum að mestu Kára að kenna eins og íað var að í pistlinum. Er ekki miðað við að ísinn þeki a.m.k. 15% sjávar í ratsjármælingum til að hann sé talinn með? Held það. - Þegar ísinn brotnar upp og breiðir úr sér mælist hann meiri, þó svo að hann sé sá sami hvað rúmmál snertir, eða þannig...
Ágúst H Bjarnason, 4.4.2010 kl. 17:43
Ágúst :það blasir alltaf betur og betur við leikmönnum á borð við mig, hve lítið við vitum í raun um hnöttinn sem við búum á, og eins verður það ávalt ljósara hve margir eru tilbúnir á slá einhverju fram sem staðreyndum, án þess að hafa baun til að sanna sín mál, bara smá athugasemd núna erum við á ári 2 eða jafnvel 3 í sólgosaskorti og það kólnar nánast í takt, vona bara að veður eins og var 16 öldina sé ekki í uppsiglingu, hálf finndið að hugsa til þess að Katla gæti tekið upp á því gjósa, alveg eins og hún gerði á öldinni umræddu, hún gerði það þá og á næstunni að öllum líkindum af mannavöldum, eins og sumir tala og skrifa???
Magnús Jónsson, 5.4.2010 kl. 00:23
Magnús, það er ekki að kólna, síðasta ár var það 5. heitasta frá upphafi mælinga samkvæmt NOAA (NASA setur það í annað sætið) sjá, Hitastig ársins 2009. Það eru engin merki um að það sé að kólna. Ef þú býrð yfir upplýsingum um annað, þá máttu gjarnan koma með heimildir fyrir því...annað er beinlínis villandi. Fyrstu mánuðir ársins 2010 hafa einnig verið nokkuð heitir á heimsvísu, sjá Hitastig janúar 2010 á heimsvísu og Hitastig febrúar 2010 á heimsvísu
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 10:31
Sæll Magnús
Þar sem þú minnist á blessaða sólina...
Þó svo að hún hafi sýnt smá lífsmark undanfarið, þá fer því fjarri að hún hafi jafnað sig á doðanum sem hefur hrjáð hana undanfarin ár. (Auðvitað er þetta dálítið á skjön við efni pistilsins, en það verður bara svo að vera... :-).
Góður mælikvarði á virkni sólar er segulvirknin. Myndirnar sýna Ap, Average Planetary Solar Magnetic Index. Efri myndin er ný og sýnir tímabilið 2000 til loka febrúar 2010, en neðri myndin sýnir lengra tímabil eða frá 1932 til 2008.
Samkvæmt efri myndinni er Ap stuðullinn enn aðeins um 4, sem er það lægsta sem mælst hefur síðan 1932. Í desember fór Ap niður undir 2.
Hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi virkni sólar er auðvitað óráðið. Breytingin til batnaðar í virkni sólar er enn sem komið er óveruleg.
http://www.swpc.noaa.gov/ftpdir/weekly/Ap.gif
---
Svo er það spurningin. Er eitthvað samspil milli Ap stuðulsins og skýjafars?
Neðsti ferillinn er héðan:
Dr. Roy Spencer: Geomagnetic Forcing of Earth’s Cloud Cover During 2000-2008?
http://www.drroyspencer.com/2009/12/geomagnetic-forcing-of-earth%E2%80%99s-cloud-cover-during-2000-2008/
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 10:31
Ágúst, þrátt fyrir þessa dutlunga sólarinnar hefur ekki kólnað...sjá mína síðustu athugasemd.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 10:34
Svatli:
Ein spurning:
Hver er tímaseinkunin (time lag) milli breytinga í virkni sólar og breytinga í hitastigi lofthjúpsins?
(Annars hefur heldur ekki hlýnað mikið síðastliðinn áratug, er það?)
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 10:46
Ágúst, þú getur náttúrulega kynnt þér hvað vísindin segja um sólina og áhrif hennar, sjá nokkur dæmi hér að neðan um áhrif sólar á hitastig;
Solar change and climate: an update in the light of the current exceptional solar minimum – Lockwood (2010) “Solar outputs during the current solar minimum are setting record low values for the space age. Evidence is here reviewed that this is part of a decline in solar activity from a grand solar maximum and that the Sun has returned to a state that last prevailed in 1924. Recent research into what this means, and does not mean, for climate change is reviewed.”
Cycles and trends in solar irradiance and climate – Lean (2009) “Claims that the Sun has caused as much as 70% of the recent global warming (based in part on the attribution of radiometric trends to real solar irradiance changes) presents fundamental puzzles. It requires that the Sun’s brightness increased more in the past century than at any time in the past millennium, including over the past 30 years, contrary to the direct space-based observations. And it requires, as well, that Earth’s climate be insensitive to well-measured increases in greenhouse gases at the same time that it is excessively sensitive to poorly known solar brightness changes. Both scenarios are far less plausible than the simple attribution of most (90%) industrial global warming to anthropogenic effects, rather than to the Sun.”
Solar trends and global warming – Benestad & Schmidt (2009) “We use a suite of global climate model simulations for the 20th century to assess the contribution of solar forcing to the past trends in the global mean temperature. … We also demonstrate that the methodologies used by Scafetta and West (2005, 2006a, 2006b, 2007, 2008) are not robust to these same factors and that their error bars are significantly larger than reported. Our analysis shows that the most likely contribution from solar forcing a global warming is 7 ± 1% for the 20th century and is negligible for warming since 1980.”
Recent changes in solar outputs and the global mean surface temperature. III. Analysis of contributions to global mean air surface temperature rise – Lockwood (2008) “It is shown that the contribution of solar variability to the temperature trend since 1987 is small and downward; the best estimate is ?1.3% and the 2? confidence level sets the uncertainty range of ?0.7 to ?1.9%. The result is the same if one quantifies the solar variation using galactic cosmic ray fluxes (for which the analysis can be extended back to 1953) or the most accurate total solar irradiance data composite.”
Recent oppositely directed trends in solar climate forcings and the global mean surface air temperature. II. Different reconstructions of the total solar irradiance variation and dependence on response time scale – Lockwood & Fröhlich (2008) “Use of the ACRIM composite, which shows a rise in TSI over recent decades, is shown to be inconsistent with most published evidence for solar influences on pre-industrial climate. The conclusions of our previous paper, that solar forcing has declined over the past 20 years while surface air temperatures have continued to rise, are shown to apply for the full range of potential time constants for the climate response to the variations in the solar forcings.”
Recent oppositely directed trends in solar climate forcings and the global mean surface air temperature – Lockwood & Fröhlich (2007) “Here we show that over the past 20 years, all the trends in the Sun that could have had an influence on the Earth’s climate have been in the opposite direction to that required to explain the observed rise in global mean temperatures.”
Variations in solar luminosity and their effect on the Earth’s climate – Foukal et al. (2006) “In this Review, we show that detailed analysis of these small output variations has greatly advanced our understanding of solar luminosity change, and this new understanding indicates that brightening of the Sun is unlikely to have had a significant influence on global warming since the seventeenth century.”
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 10:59
Svatli
Ég kem ekki auga á svar við minni stuttu, markvissu og eiföldu spurningu:
"Hver er tímaseinkunin (time lag) milli breytinga í virkni sólar og breytinga í hitastigi lofthjúpsins?"
Í raun er það sama hvort breytingin í hitun kemur breint frá sólinni eða óbeint með hjálp CO2. Tímastuðullinn fyrir hitun (eða kólnun) lofthjúps jarðar er hinn sami. Hver er tímastuðullinn? Best er að hugsa sér áreitið sem þrep. Þrepbreytingin gæti t.d. verið skyndileg 1% breyting í hitagjafanum. (Stærð þrepsins hefur ekki áhrif á tímastuðulinn).
Þessi spurning sem ég setti fram er grundvallarspurning svo hægt sé að ræða um dynamiska kerfið þar sem massi andrúmsloftsins og hafsins spilar stórt hlutverk. Við skulum reikna með að kerfið sé með fyrstu gráðu yfirfærslufall og að afturverkunarlykkjan sé opin. Reiknum því með að kerfið sé undirdempað.
Sem sagt, hver er tímastuðulinn?
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 11:36
Ágúst; Út frá þeim upplýsingum sem almennt liggja fyrir um bein áhrif sólar á hitastig á síðustu árum og áratugum (virkni sólar hefur minnkað), sjá t.d. síðasta svar mitt (í öllum þeim ritrýndu greinum sem ég get þar), þá er skiptir sá tímastuðull í raun ekki höfuð máli. Annars merkilegt að þér sé svo annt um að fá svar við þessu frá mér...ekki var það ég sem kom inn á þetta með sólina, það ert þú sjálfur komst með þetta í athugasemdir og gætir því reynt að gefa svar og heimildir við því sjálfur. Ég nefndi bara þá staðreynd að það hefur ekki kólnað á síðustu árum (þrátt fyrir rangfærslur ýmissa þar um) og gat heimilda fyrir því.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 11:55
Tímastuðullinn skiptir öllu máli í umræðum um svörun hitakerfisins sól-jörð. Svo mikið veit ég að minnsta kosti.
Schwarts (grein í JGR 2007) gefur tímastuðulinn sem 5 +/- 1 ár.
Foster (sem þú þekkir væntanlega vel) o.fl. gefa upp mun lengri tímastuðul. (grein í JGR 2008) ef ég skil þá rétt, en þeir eru að gagnrýna tölu Schwarts. Finnst þó niðurstaðan eitthvað loðin.
Létt spurning:
Segjum svo að tala Schwarts (5 ár) sé nærri lagi. Segjum að breytingin sé þrep. Hve langan tima tekur það þá kerfið að ná því sem næst jafnvægi, þ.e. 95% af endanlegu hitastigi? (Fyrstu gráðu kerfi).
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 12:29
Ágúst; það er skiptir ekki öllu máli í heildardæminu hver tímastöðull sól-jörð er, eins og þú orðar það. Enda er kerfið flóknara en svo að þetta sé eini áhrifavaldur á hitastig. Það er ekki að kólna núna, hvað sem síðar gerist...hvað gerist ef sólin fer í einhverskonar Maunder minimum (eins og þú ert væntanlega að gefa í skyn) er samkvæmt lærðum greinum tiltölulega lítið, sjá t.d. þessa grein, Við minni virkni sólar, í niðurlagi færslunnar segir m.a.:
Sjá einnig í http://www.pik-potsdam.de/~stefan/Publications/Journals/feulner_rahmstorf_2010.pdf
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 12:56
Svarið við minni einföldu spurningu í athugasemd 26 er 15 ár.
Ef tímastuðullinn er 5 ár og innmerkið skyndileg breyting (þrep), þá nær kerfið 63.2% af endanlegu gildi (steady state eða æstæðu gildi) eftir 5 ár, 86,5% eftir 10 ár og 95% eftir 15 ár.
Það skiptir því gríðarlegu máli að vita tímastuðulinn í kerfinu. Ef tímastuðullinn er t.d. af stærðargráðunni 5 ár, þá geta liðið allmörg ár þar til við verðum vör við breytingu svo heitið getur.
Lestu vel kafla 4 Transient-Response Analysis sem byrjar á blaðsíðu 135 í þessari bók. Kafli 4-2 First Order Systems fjallar um kerfi eins og við erum að skoða. Á blaðsíðu 137 er mynd sem sýnir þrepsvar þannig kerfis. Mynd 4-5 sýnir aftur á móti svörun við sívaxandi merki (ramp) sem líkist meira náttúrulegum breytingum.
(Þetta er reyndar bók sem ég notaði við kennslu í allnokkur ár við HÍ, þannig að ég þekki svona kerfi og hegðun þeirra nokkuð vel).
(Nota töluna hans Schwarts 5 ár, þó svo að Grant Foster (Tamino), Gavin Schmidt o.fl. séu ekki sáttir við hana og telji hana of lága ef ég skil þá rétt http://www.jamstec.go.jp/frcgc/research/d5/jdannan/comment_on_schwartz.pdf).
---
Ný frétt í Mbl: http://mbl.is/mm/frettir/erlent/2010/04/05/hafis_eykst_a_nordurslodum/
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 13:29
Já alveg er það ljómandi að þér tókst að reikna þetta Ágúst, ég vissi að þú þyrftir ekki hjálp við það :)
En í heildardæminu, er þetta aðeins einn af þáttunum (þannig að þetta er töluverð einföldun hjá þér Ágúst), einnig má skoða jafnvægissvörunina út frá aukningu CO2, sjá Jafnvægissvörun loftslags af Loftslag.is. Og einnig það sem ég bendi á í athugasemd 27.
Sjá einnig í http://www.pik-potsdam.de/~stefan/Publications/Journals/feulner_rahmstorf_2010.pdf
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.4.2010 kl. 13:39
Nú þegar hafísinn er í fréttunum leitar hugurinn til Grænlands.
Hummm... Varla er um að ræða þéttbýlisáhrif á þessum stöðum um miðja síðustu öld. Hvernig stendur á þessu?
Sjá:
Greenland warming of 1920-1930 and 1995-2005
Opvarmning ikke nyt for Grønland
"...Der er således intet nyt under solen. Og hvem ved? Måske har vejrguderne stadig større magt over klimaet end mennesket, som har forårsaget den globale opvarmning? Eftertiden skal ikke forbavses, hvis kulden – stik imod nutidens computersimulerede klimaforudsigelser om smeltning af isen i Nordpolen og indlandsisen – vender tilbage i Grønland i 2080’erne".
Annars ber þessu merkilega vel saman við:
http://www.worldclimatereport.com/index.php/2009/12/21/a-christmas-story-some-facts-about-greenland/
Ágúst H Bjarnason, 5.4.2010 kl. 14:14
http://nsidc.org/arcticseaicenews/2010/040610.html
April 6, 2010
Cold snap causes late-season growth spurt
Arctic sea ice reached its maximum extent for the year on March 31 at 15.25 million square kilometers (5.89 million square miles). This was the latest date for the maximum Arctic sea ice extent since the start of the satellite record in 1979.
Early in March, Arctic sea ice appeared to reach a maximum extent. However, after a short decline, the ice continued to grow. By the end of March, total extent approached 1979 to 2000 average levels for this time of year. The late-season growth was driven mainly by cold weather and winds from the north over the Bering and Barents Seas. Meanwhile, temperatures over the central Arctic Ocean remained above normal and the winter ice cover remained young and thin compared to earlier years.
—Credit: National Snow and Ice Data Center
High-resolution image
Overview of conditions
Arctic sea ice extent averaged for March 2010 was 15.10 million square kilometers (5.83 million square miles). This was 650,000 square kilometers (250,000 square miles) below the 1979 to 2000 average for March, but 670,000 square kilometers (260,000 square miles) above the record low for the month, which occurred in March 2006.
Ice extent was above normal in the Bering Sea and Baltic Sea, but remained below normal over much of the Atlantic sector of the Arctic, including the Baffin Bay, and the Canadian Maritime Provinces seaboard. Extent in other regions was near average.
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 16:32
Það er engu líkara en ferillinn hrökkvi til baka :-)
Hreyfimyndin byrjar 31. mars.
Ágúst H Bjarnason, 7.4.2010 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.