Föstudagur, 7. maí 2010
Um hlýindin á miðöldum -- Gagnvirkt heimskort...
Með því að smella hér er hægt að opna "lifandi" útgáfu af þessari merkilegu mynd sem lætur lítið yfir sér. Á gagnvirka heimskortinu sem opnast er fjöldi rauðra punkta og lítið línurit tengt hverjum punkti. Línuritið sýnir hitaferil fyrir viðkomandi stað, og þar má sjá hvernig hitastigið var líklega fyrir árþúsundi eða lengur. Prófið að láta músarbendilinn svífa yfir kortinu.
Ef smellt er á einhvern punktanna opnast ný síða þar sem sjá má ágrip viðkomandi vísindagreinar og tilvísun í hvar hún hefur birst. Það er því hægt að nálgast frumheimildir. Jafnvel má nálgast þær beint með viðeigandi krækju.
Kosturinn við þessa framsetningu er að auðveldara er að fá einhverja hugmynd um hvort hlýindin á miðöldum hafi verið hnattrænt fyrirbæri eða ekki, og hvort álíka hlýtt hafi verið þá og nú.
Á vefsíðunni CO2 Science.org er í gangi verkefni þar sem fjallað er um fjölda svona fræðigreina eftir 827 vísindamenn hjá 491 rannsóknarstofn í 43 löndum. Aðeins hluti þeirra kemur fram á kortinu hér að ofan, en flestar sjást á þessu korti sem einnig er gagnvirkt. Með því að skruna inn á Ísland þar má finna 8 rannsóknir. Um verkefnið Medieval Warm Period Project má einnig lesa í þessum bloggpistli: Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...
Þessi pistill fjallar eingöngu um það sem gerðist á síðustu árþúsundum, en ekki um það sem gæti verið í vændum. Hann fjallar því alls ekki um loftslagsmál nútímans. Höfum þó í huga orð Einars Benediktssonar í Aldamótaljóði hans sem gætu (með smá útúrsnúningi) átt við: Að fortíð skal hyggja, ef frumlegt skal byggja, án fræðslu þess liðna sjest ei hvað er nýtt...
Höfum einnig í huga að eingöngu er um að ræða óbeinar mælingar (proxy) á hitastigi sem gefa okkur frekar ónákvæma mynd af hitafarinu, því hitamælar voru ekki fundnir upp fyrr en á 17. öld. Ef aftur á móti mörgum ferlum, þar sem mismunandi og óháðar aðferðir eru notaðar, ber nokkurn vegin saman, eykst tiltrú okkar á að heildarmyndin sem við sjáum sé rétt. Með þetta í huga er fróðlegt að skoða hvað rannsóknir vísindamanna gefa til kynna.
Í pistlinum er engin afstaða tekin til þess hve réttar niðurstöður þessara vísindamanna eru, en bent skal á að stór hluti rannóknagreinarnnna er ritrýndur (peer review, jafningjarýni) og því væntanlega vandaður.
Dæmi til að sjá hvernig þetta virkar:
Ef við smellum á einn punktanna við Ísland þá birtist t.d. svona vefsíða um rannsóknir í Stóra Viðarvatni:
(Prófið líka að smella á "Link to Paper", "Full Text" og CO2-Science lógóið hér fyrir neðan).
Climate of the Little Ice Age and the past 2000 years in northeast Iceland inferred from chironomids and other lake sediment proxiesAxford, Y., Geirsdottir, A., Miller, G.H. and Langdon, P.G. 2009; Journal of Paleolimnology 41: 7-24AbstractA sedimentary record from lake Stora Viðarvatn in northeast Iceland records environmental changes over the past 2000 years. Downcore data include chironomid (Diptera: Chironomidae) assemblage data and total organic carbon, nitrogen, and biogenic silica content. Sample scores from detrended correspondence analysis (DCA) of chironomid assemblage data are well correlated with measured temperatures at Stykkishólmur over the 170 year instrumental record, indicating that chironomid assemblages at Stora Viðarvatn have responded sensitively to past temperature changes. DCA scores appear to be useful for quantitatively inferring past temperatures at this site. In contrast, a quantitative chironomid-temperature transfer function developed for northwestern Iceland does a relatively poor job of reconstructing temperature shifts, possibly due to the lakes large size and depth relative to the calibration sites or to the limited resolution of the subfossil taxonomy. The pre-instrumental climate history inferred from chironomids and other paleolimnological proxies is supported by prior inferences from historical documents, glacier reconstructions, and paleoceanographic studies. Much of the first millennium AD was relatively warm, with temperatures comparable to warm decades of the twentieth century. Temperatures during parts of the tenth and eleventh centuries AD may have been comparably warm. Biogenic silica concentrations declined, carbon:nitrogen ratios increased, and some chironomid taxa disappeared from the lake between the thirteenth and nineteenth centuries, recording the decline of temperatures into the Little Ice Age, increasing soil erosion, and declining lake productivity. All the proxy reconstructions indicate that the most severe Little Ice Age conditions occurred during the eighteenth and nineteenth centuries, a period historically associated with maximum sea-ice and glacier extent around Iceland.
|
Bloggpistill: Hlýindin miklu fyrir 1000 árum ...
Vefsíðan CO2 Science
Annað gagnvirkt kort á síðunni Medieval Warm Period Project.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Tölvur og tækni, Umhverfismál | Breytt 8.5.2010 kl. 21:18 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Ágúst, þú segir í færslunni:
Það virðist allavega vanta tvennt í þessa framsetningu til að hægt sé að gera sér raunhæfa hugmynd um það hvort hlýindin á miðöldum hafi verið hnattrænt fyrirbæri eður ei og hvort álíka hlýtt hafi verið þá og nú.
1. Miðaldahlýnunin er illa skilgreind á þeim línuritum sem að CO2 science birtir - þ.e. samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum þá er miðað við tímabilið 950-1250 - en það virðist ekki beint vera samræmi á þessum myndum sem að höfundar CO2 science hafa útbúið.
2. Svo vantar alveg samanburð á mörg þessara línurita við hitastigið nú og þar sem texti myndanna vísar í hitastig nú, þá er greinilega ekki hægt að treysta því. T.d. rannsókn úr Ölpunum (Mangini o.fl. 2005). Myndin sem CO2 science birtir segir að myndin sýni að hitastig á miðöldum hafi verið hærra en nú. Þegar maður skoðar ágripið þá stendur: "Temperature maxima during the Medieval Warm Period between 800 and 1300 AD are in average about 1.7 °C higher than the minima in the Little Ice Age and similar to present-day values."
Svo rakst ég á Loehle 2007 á þessari mynd - væri ekki betra að nota leiðréttu útgáfuna (samanber færslu á loftslag.is - Miðaldir og Loehle).
Höskuldur Búi Jónsson, 7.5.2010 kl. 18:22
Höski Búi
Þessir vísindamenn sem vitnað er til hafa miklu meira vit á þessum málum en ég svo ég treysti mér ekki til að rengja niðurstöður þeirra.
Að sjálfsögðu er rétt að skoða heimildirnar ef menn telja þörf á því, en alls staðar er vísað til þeirra, eftir því sem ég best veit. Ég sýndi eitt dæmi um slíkt.
Ágúst H Bjarnason, 7.5.2010 kl. 19:32
Í sjálfu sér er ég ekki að rengja niðurstöðu vísindamannanna - mér sýnist frekar sem að CO2 science sé að rengja niðurstöðu vísindamannanna með því að breyta niðurstöðum þeirra. Einnig er undarlegt að nota grein Loehle frá 2007, þegar Loehle er búinn að leiðrétta villur sem voru í þeirri grein og birta leiðréttingu (Loehle 2008) - sjá Miðaldir og Loehle
Höskuldur Búi Jónsson, 7.5.2010 kl. 19:48
Þetta er ágætt og í samræmi við og staðfestir það sem menn í rauninni hafa vitað í meginatriðum í meira en hundrað ár. En mér finnst áberandi þegar fjallað er um hita á fyrri öldum að menn nema yfirleitt staðar á miðöldum. Þótt þá væri hlýrra en nú var þó miklu kaldara en verið hafði fyrr, t.d. á blómatíma Grikkja og Rómverja, og enn miklu hýrra og úrkomusamara var á dögum Forn- Egypta. Það er nefnilega svo, að þrátt fyrir allar sveiflur kólnar og þornar jörðin hægt og sígandi og stefnir fyrr eða síðar inn í nýtt jökulskeið. Gróðurhúsamenn, með Kyoto- sáttmálann að vopni, hyggjast flýta þeirri þróun að Norðvestur- Evrópa og meginhluti Norður- Ameríku grafist enn einu sinni undir jökul. Það er draumur þeirra og helsta baráttumál.
Vilhjálmur Eyþórsson, 8.5.2010 kl. 00:12
Á loftslag.is má nú sjá greiningu á þessum tveimur heimasíðum sem þú vísar í Ágúst (þ.e. CO2 Science og Science Skeptical Blog). Sjá Miðaldaverkefnið.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.5.2010 kl. 10:23
Þrátt fyrir að hafa á þessu lítið vit, finnst mér stórskemmtilegt að fá slíka innsýn í þessi vísindi. Á örugglega eftir skoða þetta blogg allt, öðru hvoru næstu vikur og mánuði.
p.s. Ef Vilhjálmur Eyþórsson er ekki lúmskasti grínari netheima, gæti þá einhver ykkar hálærðu giskað á hvað er að honum?
Dingli, 8.5.2010 kl. 13:23
Ég var farinn að halda að þú værir hættur að blogga , það gefur verið svo rólegt yfirbragð hér undanfarið.
Ég hafði einhvern tíman dottið inn á þetta Co2Science, og kíkt á þetta , skemmtileg framsetning, og þægilegt svæði, en tölurnar 820 fræðigreinar 487 vísindamenn,43 lönd, segja ekki alla söguna, greinar eru flokkaðar, í nokkra flokka, frá Peer-Rview-ed og niður úr sumt sem er bara nánast lesendabréf til vísindatímarita, sem aldrei hlytu náð fyrir augum RC ( og þar með ekki heldur hjá Svatla og Höska), enda hafa þeir ( á RC meina ég )miklu vandaðri ritstjórnarstefnu en flestir aðrir , og myndu aldrei "gúddera" , svona fáranleg einkunnarorð eins og ritstjórinn okkar hérna á þessu setri hefur ("Audiatur et altera pars" ) ,
Mér þykir nú allar líkur benda til að MWP og LIA hafi verið global fyrirbæri, þó ég treysti mér ekki til að segja til um einhver efri neðri mörk, virðist allavega trúlegri en flata kúrfan hans Mikka Mús. En líka er ég á því að hitatölur einar og sér geti aldrei gefið okkur almennilega mynd af því hvað er/eða ekki er að gerast, nema á lókal vís. Það sem skiptir meginmáli í loftslagsdæminu er auðvitað hvernig orku/varmabúskapur jarðar fer fram í heild, og hvort næmi lofthjúpsins vegna snefilefna sé eitthvað sem geti valdið katastrófu eða eitthvað sem þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur af , eða kannski enn verra eitthvað sem við mannkyn getum ekki haft nein áhrif á , og verðum bara að sætta okkur við að vera áhorfendur að. Sitt sýnist hverjum , ég með talinn, og suma daga skipti ég um skoðun a.m.k. 10 sinnum fyrir morgunmat, en oftast enda ég nú á því að hallast að einhverju svipuðu og Roy Spencer, að næmnin sé ekki tiltakanlega mikil, og ég þurfi ekki að vera með neinar martraðir út af einhverju hugsanlegu runaway CO2 grínhás effekti.
Og hvað sem pólariseringunni í þessari umræðu líður þá er ég á því að á endanum verði hægt að svara þessari spurningu án þess að tilfinningarnar beri fólk ofurliði, féausturinn í bransann hefur hvað svo sem annað má um hann segja, hefur þó það jákvæða í för með sér að mælitækin og verkfærin eru sífellt að verða öflugri og aðferðafræðin þróast áfram samhliða því, væntanlega skilar það einhverju nothæfu módeli á endanum. Ég veit svo sem ekkert hver útkoman verður, ég yrði bara minnst hissa ef Spencer, Pielke og Lindzen ( eða jafnvel Svensmark ) væru á réttu róli með svarið , það er hugsanlega óskhyggja en einhver veginn gengur hvorki fysikin né tölfræðin úr CAGW kampinum ekki upp þegar ég reyni að reikna sjálfur, og ég hef held ég þokkalega kunnáttu í reikningi , get allavega tegrað skammlaust, og "regressað" líka ef með þar.
Og svo koma dagar þar sem ég fæ ég stundum þá grillu í höfuðið að sú einstefna sem hefur ráðið ríkjum undanfarna áratugi sé bara samstarfssamsæri græningja og kola/gas/olíuframleiðanda og seljenda til að tryggja að ekki verði teknar upp aðrar og betri aðferðir við orkuframleiðslu ( ef það er þá hægt), a.m.k hvað varðar lausnir eins heitaloftskvótakerfi og svoleiðis, hvað gerist ef því verður komið á , jú þeir sem fá kvótana verða að nota þá annars eru þeir verðlausir og búið að eyða stórfé í bull, sem er ekki heldur hægt að selja/leigja ef eitthvað er afgangs , og hvernig er hægt að nota svona kolefniskvóta, öðruvísi en brenna kolvetnum , ég bara spyr?, En þetta er bara kannski grilla og ég er hugsanlega orðin "skrupskör" samanber eftirfarandi tilvitnun.
Heimshlýnun veldur geðröskunum
UHumm, aðgát skal höfð í nærveru sála segir einhvers staðar, ég og fleiri ættum kannski að setja kvóta á okkur sjálf hvað varðar lesefni um loftslagsmál".
Jæja ég er bínn að bulla meir en nóg , Eigið góðan dag öll sömul
Bjössi (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 14:43
Bjössi.
Pistillinn var að mestu skrifaður í byrjun apríl, þ.e. fyrir um mánuði. Ég sá áðan að fjöldi greina o.s.frv. var ekki lengur réttur svo að ég leiðrétti tölurnar sem hafa hækkað undanfarið.
Ég vil síður tengja þessar rannsóknir, sem vitnað er til á CO2-Science, við umræður um loftslagsbreytingar nútímans. Þetta eru allt rannsóknir sem fjalla um hitafarið fyrr á tímum, og sem slíkar mjög áhugaverðar. Auðvitað er þó fróðlegt að bera hitastigið fyrr á tímum við hitastigið í dag, því öðru vísi er erfitt að skynja samhengið. Þess vegna er áhugavert að vita hvort það hafi verið álíka hlýtt fyrr á tímum og nú.
Mér finnst til dæmis mjög fróðlegt að reyna að fá hugmynd um hvernig ástandið var hér á landi við landnám þegar landið var “viði vaxið milli fjalls og fjöru”. Menn telja sig vita að jöklar hafi verið minni en í dag og skógarmörk hærri. Við vitum að víða voru birkiskógar þar sem nú er auðn, t.d. á Haukadalsheiði.
Auðvitað hlýtur líka að vera áhugavert að vita hvort víðar hafi verið hlýtt á þessum tímum, þ.e. víðar en í Evrópu. Ef svo er, þá er áhugavert að vita áhrifin t.d. á menningu víða um heim, hafi hlýnunin verið hnattræn.
Sem sagt, við ættum að geta fjallað um þessi mál án þess að blanda deilum um meinta hnatthlýnun af mannavöldum í umræðuna. Mér þykir mjög undarleg sú þörf að reyna að gera lítið úr miðaldarhlýnuninni, því hún er mjög merkileg út af fyrir sig, þar sem við vitum að hún hafði mikil áhrif á mannkynssöguna, að minnsta kosti í Evrópu. Við eigum henni mikið að þakka, meðal annars fjölmargar fagrar byggingar, dómkirkjur og kastala, og svo auðvitað jafnvel landnám Íslands. Sjá t.d. stutta samantekt Thomas Gale Moore hjá Stanford háskóla hér . http://www.stanford.edu/~moore/HistoryEcon.html
Þetta er ástæðan fyrir því að mér þykir kortið sem er hér efst á síðunni vera áhugavert.
Ágúst H Bjarnason, 8.5.2010 kl. 19:01
Ágúst, mig langar að benda á að það er þú sjálfur sem blandar eins og þú orðar það "...deilum um meinta hnatthlýnun af mannavöldum í umræðuna." með þessum orðum.
Þarna ert þú að mínu mati að koma inn á hlýindin í dag, þó svo þú komist síðar í mótsögn við þetta með eftirfarandi orðum:
En það er svo annað mál að það má alveg ræða hlýindin á miðöldum án þess að koma inn á loftslagsbreytingar nútímans, það er í raun ekki aðalatriðið hvort það hefur verið heitara áður, ef hitastigið í dag er að stíga af völdum aukins styrks gróðurhúsalofttegunda eins og lang flestir vísindamenn telja. Síðan CO2Science fjallar að nokkru leiti um loftslagsbreytingar nútímans, og það virðist ekki allt vera á sanngjörnum nótum gagnvart þeim vísindamönnum sem vitnað er í og niðurstöðum og túlkunum höfunda síðunnar verður að taka með mikilli varúð, vegna rangtúlkana sem að oft á tíðum eru ekki augljósar nema maður skoði greinarnar sem á bak við standa, sjá Miðaldaverkefnið.
En að efninu sem tala má um, hærra hitastig hér á norðurslóðum á miðöldum hefur væntanlega orðið til þess að auðveldara var að nema land á Íslandi, stunda ýmiskonar landbúnað á norðurslóðum og ýmsu fleiru eins og þú nefnir Ágúst.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.5.2010 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.