Miðvikudagur, 21. apríl 2010
Merkilega mikil fylgni milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljóts í S-Ameríku...
Ótrúlega mikil fylgni virðist vera milli virkni sólar og vatnsmagns stórfljótsins Paraná í Suður Ameríku, eins og ótvírætt virðist vera á myndinni hér fyrir neðan.
Paraná fljótið er hið fjórða stærsta í heimi miðað við vatnsmagn sem er 20.600 rúmmetrar á sekúndu, og hið fimmta stærsta miðað við svæðið þaðan sem það flytur vatn, en stærð vatnasvæðisins er 3.100.000 ferkílómetrar, eða 30-föld stærð Íslands. Fljótið safnar vatni í Brasilíu, Bólivíu, Praguay og Argentínu. Ósar þess eru skammt norðan við Buenos Aires. Vatnið í ánni á upptök sín í rigningu á þessu gríðarstóra landsvæði, og er því vatnsmagnið í ánni mjög góður mælikvarði á meðalúrkomuna.
Í tímaritinu Journal of Atmospheric and Solar-Terrestrial Physics mun væntanlega innan skamms birtast grein eftir Pablo Mauas and Andrea P. Buccino. Greinin nefnist Long-term solar activity influences on Souh American rivers. Greinina má nálgast með því að smella hér. David Whitehouse skrifar um rannsóknina hér. Greinin er framhald annarrar greinar um sama efni sem birtist árið 2008. Greinarnar þarf að skoða í samhengi.
Ástæðulaust er að endurtaka efni greinarinnar, en í henni er einnig fjallað um Colorado ána og tvær þverár hennar, San Juan og Atuel. Í þessum ám er ekki eingöngu regnvatn, heldur einnig afrennsli jökla í Andesfjöllum. Niðurstaðan er því ekki beint sambærileg við Paraná þar sem vatnið í ánni er eingöngu regnvatn. Engu að síður má sjá þar fylgni milli rennsli ánna og sólvirkninnar.
Í þessari fróðlegu grein er minnst á aðrar rannsóknir á sambandi milli sólvirkninnar og úrkomu, og sólvirkninnar og monsún vinda. Rannsóknir sem gefa svipaða niðurstöðu.
Það er ekki annað að sjá en sambandið milli virkni sólar og úrkomu í Suður-Ameríku sé mikið og ótvírætt. Þá vaknar auðvitað spurningin: Hvernig stendur á þessu?
1909 til 2003.
Svartur ferill: Frávik í vatnsmagni Paraná fljótsins.
Rauður ferill: Frávik í virkni sólar (sólblettatalan).
(Smella tvisvar á mynd til að stækka).
Alla greinina má nálgast hér sem próförk (preprint).
Greinina frá 2008 má nálgast hér.
Pistill David Whitehouse um málið er hér.
Abstract
River streamflows are excellent climatic indicators since they integrate precipitation
over large areas. Here we follow up on our previous study of the influence of
solar activity on the flow of the Paraná River, in South America. We find that the
unusual minimum of solar activity in recent years have a correlation on very low
levels in the Paranás flow, and we report historical evidence of low water levels
during the Little Ice Age. We also study data for the streamflow of three other
rivers (Colorado, San Juan and Atuel), and snow levels in the Andes. We obtained
that, after eliminating the secular trends and smoothing out the solar cycle, there
is a strong positive correlation between the residuals of both the Sunspot Number
and the streamflows, as we obtained for the Paran´a. Both results put together imply
that higher solar activity corresponds to larger precipitation, both in summer and
in wintertime, not only in the large basin of the Paran´a, but also in the Andean
region north of the limit with Patagonia.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Tölvur og tækni, Umhverfismál, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 24.4.2010 kl. 08:36 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 764863
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 38
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Þetta er merkilegt en kemur ekki á óvart. Aukin virkni sólar hlýtur að leiða til meiri uppgufunar úr höfunum og þar með meiri úrkomu. Það er í fullu samræmi við það sem við vitum um veðurfar á fyrri öldum og árþúsundum þegar veður var hlýrra. Þá var úrkoma meiri og m.a. eyðimerkur grónari. Þetta er enn ein vísbendingin um að það er sólin, ekki brölt mannanna sem ræður veðurfari á jörðinni.
Vilhjálmur Eyþórsson, 21.4.2010 kl. 22:49
Ágúst: Það væri fróðlegt ef þú myndir segja okkur hvað þér finnst um þessa merkilegu grein og hvað þér finnst hún segja okkur. Sérstaklega í ljósi þess sem Vilhjálmur segir. Myndir þú taka undir þessi orð hans?
Ég er ekki alveg að gera mér grein fyrir úrvinnsluaðferðum höfunda, en gefum okkur að þar sé ekki verið að falsa niðurstöður eins og með grein McLean og félaga (sem þóttust hafa fundið samhengi milli hlýnunar jarðar og sveifla í El Nino - sjá á loftslag.is Tengsl El Nino og langtíma hlýnunar hrakin).
Eitt hlýtur að vera ljóst að sólblettir tengjast ekki hlýnun jarðar undanfarna áratugi (samanber mýtuna um áhrif Sólar á hlýnun) - þannig að þetta samhengi hlýtur að tengjast meira staðbundnum úrkomubreytingum vegna sólbletta (sólblettir - eða réttara sagt sólvirkni hefur jú áhrif á veðrakerfi jarðar samanber frétt á loftslag.is: Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu).
Það er vitað að raki í lofthjúpnum hefur aukist samsvara hlýnun jarðar undanfarna áratugi (á meðan sólvirkni hefur minnkað) - og því hlýtur samhengið sem að Vilhjálmur sér að vera frekar fjarri lagi.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.4.2010 kl. 10:56
Ég held að séu fáir, ef nokkrir sem halda því fram að maðurinn ráði veðurfarinu - frekar deilt um hvort og þá hversu mikil aukaáhrif maðurinn hefur.
Gulli (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 12:10
Sýnir þetta einhverja fylgni við aðrar ár?
Ritrýnirinn hlýtur að hafa spurt, hversu margar aðrar ár voru skoðaðar, og hvort að fylgni sjáist þeirra á milli.
Þ.e. hversu miklar líkur eru að ein á (af kannski 1000) sýni svona mikla fylgni við sólbletti og raun ber vitni?
Arnar Pálsson, 22.4.2010 kl. 12:20
Kæri Ágúst,
enn og aftur er ástæða til að þakka þér fyrir fjölbreytta og áhugaverða heimasíðu, heimasíðu sem galopnar augu mín í hvert sinn sem ég opna hana.
Greinarnar sem þú vitnar í eru áhugugaverða mjög og vekja í svipinn upp tvær spurningar í mínum huga.
Kærar kveðjur
Albert
Albert Albertsson (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 16:19
Ég var rétt í þessu að koma úr bíltúr um Suðurlandið til að skoða afleiðingar gossins. Á meðan hafa borist nokkrar athugasemdir...
Höskuldur. Ég held að það sé engin pólitík í þessu því loftslagsmál koma þarna hvergi við sögu. Þarna er einfaldlega verið að bera saman mæligögn, annars vegar virkni sólar, þ.e. talningu sólbletta og aflestur af vatnshæðarmæli í fljótinu, en samkvæmt greininni er hann 900 km frá ósum árinnar og mæligögnin frá árinu 1903. Ég hef ekki neina trú á að höfundar séu að falsa mæligögn, enda ætti að vera auðvelt að nálgast þessi gögn úr vatnshæðarmælinum. Ég tók ekki eftir að neitt væri rætt um loftslagsbreytingar í greinunum tvím, en vel getur verið að mér hafi yfirsést.
Í sjálfu sér kemur mér þetta ekki á óvart. Ég hef rekist á nokkrar svipaðar greinar áður, og man aftir að í einni greininni kom fram að áhugi manna beindist að því hvort hægt yrði að nota svona niðurstöður til að sjá fyrir óvenjuleg þurrka- eða rigningatímabil í Afríku, og reyna þá að bregðast við í tíma til að minnka áhrifin á líf fólks þar.
Við hér á Jörðinni búum í nábýli við breytilega stjörnu. Svo nálægt að jörðin er nánast í ystu lögum "lofthjúps" sólar, þar sem sólvindurinn blæs sífellt af mismiklum styrk. (Þessa dagana eru vísindamenn beinlínis í sjöunda himni vegna ótrúlegra mynda sem verið hafa að berast af sólinni frá nýjum gervihnetti. Sjá hér). Eiginlega þarf það ekki að koma á óvart þó breytingar í sólinni endurspeglist í ýmsum fyrirbærum umhverfis okkur.
Arnar. Það kemur fram í greininni að um er að ræða eina af stærstu árum jarðar, Paraná í Suður-Ameríku. Hún safnar varni af svæði sem er 300 sinnum stærra en Ísland, þannig að verið er að mæla meðalstreymið úr fjölmörgum fljótum, ám, lækjum og sprænum á svæðinu, enda er meðalstreymi árinnar um 20.000 rúmmetrar á sekúndu. Það er um 200 sinnum meira rennsli en í sæmilegu fljóti hér á landi með um 100 m3/s. Þar sem þetta er að mestu eða öllu leyti rigningavatn, er vatnshæðin í Paraná mælikvarði á meðalúrkomu á gríðarstóru svæði.
Í greinunum er einnig fjallað um Colorado fljótið mikla og þverár hennar. Hluti vatnsins í henni kemur frá jöklum Andesfjalla og er því ekki hreint rigningavatn eins og í Paraná. Samt eru niðurstöður svipaðar. Í greinunum (þær eru tvær og nauðsynlegt að skoða báðar) er einnig vísað í rannsóknir á rennsli annarra fljóta, vatnshæð í stöðuvötnum og breytingar í monsúnvindum, og fylgnina við breytingar í virkni sólar.
Ágúst H Bjarnason, 22.4.2010 kl. 17:19
Sæll Albert.
Ég veit ekki til þess að kannað hafi verið hér á landi hvor ákoma jökla eða rennsli áa hér á landi fylgi breytingum í virkni sólar.
Fyrir mörgum árum (1999) sá ég mynd í Skjáráttu Vatnamælinga þar sem breytilegt vatnsmagn í Kleifarvatni kom fram. Sjá hér. Maður gæti trúað að vatnsborð í Kleifarvatni ætti að fylgja nokkuð meðalúrkomu, vegna þess að enginn lækur eða á streymir í vatnið, og engin frá því ofanjarðar. Í fljótu bragði fannst mér sem greina mætti sólsveifluna í vatnshæðarmælingunni og því beið spentur eftir framhaldinu. En þá kom Suðurlandsskjálftinn og botn Kleifarvatns varð hriplekur... Því miður, því það hefði verið mjög fróðlegt að fylgjast með næstu árin. Sjá umfjöllun hér á eldgamalli "bloggsíðu". Þar stendur:
"Í fréttabréfi Vatnamælinga "Skjáráttunni" má sjá sveiflur í vatnshæð Kleifarvatns. Engar ár renna í Kleifarvatn, og engar frá því. Að minnsta kosti ekki ofanjarðar. Því mætti ætla, að vatnsborð þess sé mælikvarði á meðalúrkomuna. Þar má sjá reglubundna sveiflu, sem nær yfir áratug eða svo. Er sveiflan í takt við 11-ára sólsveifluna eða NAO? Hvað finnst þér? Kanski er þetta bara tilviljun, eins og svo margt annað í náttúrunni. - Síðan mætti spyrja: Getur verið að Norður-Atlantshafssveiflan sé í einhverjum takti við breytingar í sólinni, svipað og Dr. Theodor Landscheidt telur gilda um Kyrrahafssveifluna El-Niño?
Vatnshæð Kleifarvatns úr Skjáráttunni:
Það er sem sagt æði margt í náttúrunni sem veldur sveiflum í veðurfari, sveiflum sem staðið geta yfir í áratugi.
Vatnsborð Kleifarvatns fellur mjög hratt um þessar mundir (2001), en við Suðurlandsskjálftana opnuðust sprungur í botni vatnsins, svo varast verður að draga fljótfærnislegar ályktanir!"
Kannski væri það verðugt verkefni fyrir einhvern, t.d. jarðfræðinema, að kanna svona mál sem lokaverkefni?
---
Auðvitað veit ég ekkert um ástæðuna fyrir þessari fylgni. Það gæti auðvitað verið um að ræða breytingar í skýjafari sem valda breytilegri úrkomu (Svensmark), en það gæti líka verið að ástæðan sé að breytingar í sólinni hafi einhver áhrif á ríkjandi vinda á svæðinu, sem aftur hafa áhrif á úrkomu. Eða þá breytingar í hafinu... Hef ekki minnstu hugmynd, en fróðlegt væri að vita hvort þessi fylgni sé bundin við Suður-Ameríku eða sé að finna víðar. Í greinunum er þó vitnað til svipaðra áhrifa annars staðar, svo ekki er víst að þetta fyrirbæri sé staðbundið.
Við verðum bara að skoða svona fyrirbæri með opnum hug og varast að draga of miklar ályktanir strax. Smám saman safnast í fróðleiksbrunninn og við höldum áfram að læra. Meðal annars með hjálp manna eins og Svensmark, hver svo sem niðurtaðan verður í CERN. Það ætti þó að fara að styttast í að við fréttum eitthvað.
Ágúst H Bjarnason, 22.4.2010 kl. 17:47
Ágúst: Athugasemd Vilhjálms krafðist þess að ég kæmi fram með þessa tengingu, ég var alls ekki að ræða pólitík loftslagsmála (ég einbeiti mér frekar að vísindunum) - en ég er sammála þér, það er ekki hægt að tengja þessa grein við loftslagsbreytingar í hefðbundnum skilningi - en mögulega er um að ræða sambærilegar veðurfarsbreytingar og sýnt hefur sig að hægt er að tengja við staðbundnar breytingar í Norður Evrópu, samanber frétt á loftslag.is: Lítil sólvirkni kælir Norður-Evrópu).
Varðandi Kleifarvatn, þá hef ég ekki trú á að hægt sé að tengja sveiflur í því vatni - nema ef hægt væri að útiloka ýmsar breytingar tengdum jarðhræringum fyrst.
Höskuldur Búi Jónsson, 22.4.2010 kl. 18:16
Í athugasemd #6 minntist ég á grein þar sem Afríka kemur við sögu. Man að hún var eftir WJR Alexander, en ekki nákvæmlega hvað hún heitir. Gæti þó hafa verið þessi grein: Linkages between solar activity, climate predictability and water esource development.
W J R Alexander, F Bailey, D B Bredenkamp, A van der Merwe and N Willemse
Í inngangi stendur:
"This study is based on the numerical analysis of the properties of routinely observed
hydrometeorological data which in South Africa alone is collected at a rate of more than
half a million station days per year, with some records approaching 100 continuous years
in length. The analysis of this data demonstrates an unequivocal synchronous linkage
between these processes in South Africa and elsewhere, and solar activity. This confirms
observations and reports by others in many countries during the past 150 years.
It is also shown with a high degree of assurance that there is a synchronous linkage
between the statistically significant, 21-year periodicity in these processes and the
acceleration and deceleration of the sun as it moves through galactic space. Despite a
diligent search, no evidence could be found of trends in the data that could be attributed
to human activities.
It is essential that this information be accommodated in water resource development and
operation procedures in the years ahead".
Ágúst H Bjarnason, 22.4.2010 kl. 18:58
Takk fyrir frábæra og fræðandi heimasíðu Ágúst. Það er samt dálítil fljótfærnivilla í þessu bloggi: Ef vatnasvið Paraná er 3.100.000 km2 þá er það „bara“ 30 sinnum Ísland en ekki 300. En hvað er eitt „núll“ á milli vina?
Magnús Óskar Ingvarsson, 22.4.2010 kl. 23:10
Takk fyrir ábendinguna Magnús. Satt er það, maður þarf að gæta sín á núllunum :-)
Þetta er komið í lag núna.
Ágúst H Bjarnason, 23.4.2010 kl. 05:31
Sæll Albert.
Varðandi athugasemd þína #5:
Hér er mynd sem sýnir styrk geimgeisla og sólblettatöluna frá 1958. Síðast uppfært í nóvember 2009.
Myndin er frá vefsíðunni http://www.climate4you.com Kaflinn "Sun" sem hægt er velja á vinstri jaðar.
Variation of cosmic ray intensity and monthly sunspot activity since 1958 according to the Germany Cosmic Ray Monitor in Kiel (GCRM) and NOAA's National Geophysical Data Center (NGDC), respectively. High sunspot activity correlates with low cosmic ray intensity, and vice versa. Last month incorporated: August 2009 (GCRM) and October 2009 (NGDC). Last diagram update: 6 November 2009.
Click here to download the entire series of monthly GCRM cosmic ray counts since January 1958.
Click here to download the entire series of monthly NOAA NGDC sunspot number since January 1749.
Galactic cosmic rays (GCR) are energetic particles originating from space that impinge on Earth's atmosphere. Almost 90% of all the incoming cosmic ray particles are protons, about 9% are helium nuclei (alpha particles) and about 1% are electrons (beta minus particles). The term "ray" is a misnomer, as cosmic particles arrive individually, not in the form of a ray or beam of particles.
The flux of galactic cosmic rays varies inversely with the solar cycle. Svensmark and Friis-Christensen (1997) suggested that galactic cosmic rays enhance low cloud formation, explaining variations on the order of 3 percent global total cloud cover over a solar cycle. A 3 percent cloud cover change corresponds to a radiative net change of about 0.5 W/m2, which may be compared with the IPCC 2007 estimate of 1.6 W/m2 for the total effect of all recognized climatic drivers 1750-2006, including release of greenhouse gasses from the burning of fossil fuels. Click here to read more about clouds in general, and click here to read more about the climatic influence of clouds.
Ágúst H Bjarnason, 23.4.2010 kl. 12:11
Áhugaverðar greinar , og samsvörunin það góð , ásamt nokkuð löngu tímabili , virkar nokkuð sannfærandi, annars var ég nú að velta fyrir mér sérstaklega á meðan ég renndi yfir fyrri greinina, hvort við það ættu ekki að sjást merki um að Itaipu-stíflan, sem er sannarlega ekkert smáræði , hefði einhver áhrif á rennslið , og skekkti jafnvel myndina, ég lét mér allavega detta í hug að aukningin í rennsli Paranánnaárinnar sem sést seinustu 30 árin væri hugsanlega á einhver hátt tengt því vatnsrennslinu, það fellur nokkurn veginn í tíma saman við hvenær safnlónið kom í gagnið, og þess utan held ég að árfarveginum hafi eitthvað verið breytt, voru hugsanlega einhverjar minni ár á svæðinu teknar inn í þær breytingar , það var allavega ekki nóg rennsli fyrir meir en svo sem tvö Kárahnjúkver, ( aflið í verinu er hinsv. 14 Gw = 20 Kárhnjúkar ) í fossunum(Igazu) sem hurfu.
Svo var það þetta með samsvörunina við GCR, ég hélt endilega að það þyrfti að telja "muonur"-nar , en ekki heildar streymið til að fá verulega góða samsvörun, a la Svensmark , aðrar agnir væru ekki nógu orkumiklar til að hafa áhrif á lágský, er kannski eða þekkt samband á milli nevtrónutölu frá Climax(?) í Colorado og mújónuflæðis.?
Bjössi (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 04:23
Takk fyrir Bjössi.
Varðandi risastífluna Itapu þá held ég að ekki beri mikið á áhrifum hennar vegna þess að mæligögnin eru síuð til eins og fram kemur í greinunum. Þannig dempast allar skammtímasveiflur verulega. Á mynd-3 í fyrri greininni er þó mynd sem sýnir hátíðnihluta breytinganna. Þar má einmitt sjá mikinn topp árið 1982, sama ár og uppistöðulónið var fyllt. Ætli ástæða toppsins sé Itapu? Þó hefði ég frekar átt von á minna streymi meðan lónið var fylt en samkvæmt greininni á Wikipedia tók það þó ekki langan tíma.
Ágúst H Bjarnason, 24.4.2010 kl. 08:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.