Laugardagur, 5. júní 2010
Er hnatthlýnunin ógurlega bara hjóm eitt...?
Hve mikil er hækkun hitastigs frá síðustu árum Litlu ísaldarinnar?
Meðalhiti jarðar er um 15 gráður. Svipað og dæmigerður sumardagur á Íslandi. Hitamælirinn merkilegi hér fyrir neðan gæti verið að sýna hækkun hitastigs lofthjúps jarðar frá 1860 til dagsins í dag. Svarið við spuringunni má finna með því að lesa af þessum sannkallaða töframæli.
Er þessi hækkun mikil eða lítil? Það fer eftir því hvernig á málið er litið. Um það deila menn endalaust og hitnar þá oft hressilega í hamsi. Hlýnunin kann að virðast lítil í samanburði við sumt, en mikil miðað við annað. Er hlýnunin bara hjóm eitt? Þannig er spurt í fyrirsögn pistilsins. Því kann bloggarinn ekki svar við. Látum svarið því liggja milli hluta. Það er svo annað mál, að hér á landi hefur hækkun hitastigs, þó lítil sé, haft mjög jákvæð áhrif á gróðurfar. Það er óumdeilt.
Hvernig stendur á þessari breytingu í hitastigi, þ.e. um 0,8 gráður á 150 árum?
Ekki veit bloggarinn það. Helmingur hækkunarinnar gæti stafað af völdum náttúrulegra breytinga og helmingur vegna losunar manna á koltvísýringi. Hugtakið "helmingur" er hér mjög loðið og gæti þýtt nánast hvað sem er. Látum það svar nægja.
Takið eftir því að mælirinn hér fyrir neðan sýnir ýmist meðalhita dagsins í dag og meðalhitann fyrir 150 árum. Þetta er óneitanlega merkilegur mælir sem sýnir okkur hve mikil þessi breyting er miðað við eitthvað sem við skiljum betur er einhverjar torskiljanlegar kúrfur og ferla...
Hækkun lofthita jarðar undanfarin 150 ár er um 0,7 til 0,8 gráður.
Meðalhiti lofthjúpsins er um 15 gráður.
Hreyfimyndin sýnir þessa breytingu síðastliðinna 150 ára.
Finnst einhverjum þessi breyting sem fram kemur á hitamælinum hér fyrir ofan vera ótrúlega lítil? Ef svo er, þá er rétt að taka fram stækkunarglerið og skoða myndina hér fyrir neðan, en hún er frá IPCC. Takið sérstaklega eftir lóðrétta ásnum hægra megin og berið hann saman við hitamælinn góða hér fyrir ofan:
Hér sést sama hækkun undanfarinna 150 ára.
Eiginlega virðist þetta miklu meiri hækkun en á hitamælinum.
Samt er þetta sama hækkun um því sem næst 0,8°C.
Maður verður að gæta þess vel að láta svona útþanda hitaferla ekki villa sér sýn, en hætt er við að mörgum finnist þeir ógnvekjandi. Átta sig ekki á hve sviðið á lóðrétta ásnum er lítið.
(Einhver hugsar: Það er engu líkara en mýfluga hafi orðið að úlfalda, eða þannig... Og svo hefur einhver verið að leggja einhverja planka á myndina, og gætt þess vandlega að láta þá byrja í lægðum svo hallinn virðist enn meiri. Uss... svona hugsa menn ekki. Þetta eru jú verk til þess gerðra vísidamanna sem kunna til verka...).
Myndin er upphaflega úr skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC), en þessi útgáfa var fengin að láni úr Skýrslu vísindanefndar um hnattrænar loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi - Umhverfisráðuneytið 2008. Stækka má mynd með því að smella nokkrum sinnum á hana.
Við gætum haldið áfram að spyrja: Hvers vegna var svona hlýtt á Steinöld? Hvers vegna kólnaði þá aftur? Hvers vegna var svona hlýtt á Rómverskum tíma? Hvers vegna kólnaði aftur eftir það? Hvers vegna var svona hlýtt á Landnámsöld? Hvers vegna var svona óttalega kalt á Litlu ísöld? Hvers vegna er svona notalega hlýtt nú? Síðasta spurningin er auðveld. Það er nefnilega samdóma álit vísindamanna að það sé mannfóklinu að kenna. Á fínni útlensku kallast það scientific concensus. Það er þó ekki álit allra, því sumir óttast að það muni kólna aftur innan skamms. Af gömlum vana náttúrunnar... Er það ekki óþarfa ótti? Um það má þó ekki ræða upphátt og því skulum við þegja núna... Annars koma einhverjir og slá á putta okkar óvitanna í athugasemdunum hér á eftir... Hverjir skyldu þessir einhverjir vera... Er það kannski Jón Narr? Varla... Hverjir þá?
Ítarefni:
Litla ísöldin - veðurfar á spjöldum sögunnar
Erla Dóra Vogler
Er það ekki annars dálítð merkilegt hve smávægileg breyting í lofthita jarðar
getur valdið miklum hita í umræðum og skrifum manna?
Það er örugglega verðugt og styrkhæft rannsóknarefni...
Sett á vefinn laugardaginn 5. júní Anno Domini 2010 klukkan 08:20
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál, Tölvur og tækni | Breytt 10.6.2010 kl. 08:45 | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Lesendur ættu að veita því athygli hver hröðun hlýnunarinnar er og réttara er að spyrja sig afhverju er farið að hlýna svona mikið hraðar síðustu 30 ár en síðustu 150 ár? Í því felst ógnunin.
Það má hugsanlega bera þetta saman við verðbólgutölur. Þannig er það að ef skoðuð er verðbólga síðustu áratuga og þessum aðferðum höfundar beitt við tölfræðilega úrvinnslu fáum við út að hún hefur einungis verið 2-3%. Í framhaldi mætti draga þá ályktun að hér sé allt í góðu lagi og þeir sem séu að finna fyrir verðtryggðu lánunum sínum séu bara með eitthvað óskiljanlegt væl. En það vita þeir að auðvitað er þetta ekki rétt vegna þess að verðbólguhröðunin síðustu tvö ár hefur verið svo mikil.
Rétt eins og með hlýnunina.
Höfundur á auðvitað eftir að neita því að þetta sé sambærilegt en þetta er það engu að síður, spyrjið hvaða stærðfræðing sem er.
Ferningur, 5.6.2010 kl. 10:55
Ágúst, þar sem við (Höski og ég) höfum verið duglegir að "slá á fingur" þér þegar þú hefur t.d. gert lítið úr þeirri hlýnun sem nú er í gangi og dregið upp allskyns rök sem við höfum svo fært rök á móti, þá langar mig bara að segja nokkur orð.
Fyrst og fremst þá er hnattræn meðaltals hækkun hita, um 0,8°C nokkuð mikil á svona stuttum tíma í jarðsögunni, þó svo það hitastigið hafi náð þeim hæðum áður. Það má einnig nefna að hækkun hitastigs dreifist ekki eins yfir heiminn. Vísindamenn telja að þessi hækkun hitastigsins sé af völdum aukningu gróðurhúsalofttegunda og mælingar staðfesta það. Þau rök sem hafa komið á móti hafa oft á tíðum verið tiltölulega haldlítil og stundum er nánast hægt að tala um falsrök.
Það eru ýmsar aðferðir notaðar til að gera lítið úr hlýnuninni, t.d. eru oft notuð sú aðferð að sérvelja gögn eins og hitamælin hér að ofan eða við að sýna aðeins sérvalin hluta mæligagna og þannig sleppa því sem ekki passar fyrir þá röksemdafærslu sem um ræðir. Fals sérfræðingar eru líka vinsælir, t.d. má nefna hin alræmda Monckton í því sambandi. Það síðasta sem mig langar aðnefna eru ómögulegar væntingar, sem einnig er þekkt sem færanleg markmið, sem er sú aðferð að færa röksemdafærsluna eftir því sem umræðan þróast og skapa þannig ómögulegar væntingar.
Af m.a. þessum völdum byrjuðum við Höski að "slá á fingur" þína Ágúst, einnig bara til að sýna að til eru vísindagögn sem eru betri og sýna hlutina í meira samhengi en þau sem stundum er boðið upp á hér.
Annars er það mikill misskilngur hjá þér Ágúst, þar sem þú ýjar að því, að t.d. við Höski séum eitthvað heitir í skrifum okkar, þó svo við séum beinskeyttir á köflum. Við höfum reynt að nálgast efnið af yfirvegun og komum með röksemdir fyrir máli okkar, sem er meira en hægt er að segja um suma þá sem hér gera athugasemdir. En þetta hefur þó verið ágætis grundvöllur þess að ræða málin og það má þakka þér fyrir þá umræðu sem hefur þó farið fram hér, þó svo sú umræða hafi kannski pirrað einhverja.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 11:18
Eitt er athugavert og í raun stórundarlegt í þessari ágætu grein. Þar segir að „litlu ísöldinni“ hafi lokið um 1850. Þetta er alrangt. Upp úr 1850 tók nefnilega við einhver alkaldasti hluti hennar. Þá var álíka kalt og jafnvel kaldara en á síðari hluta 17. aldar. Kristján fjallskáld orti þá „Nú er frost á Fróni“ og nokkru síðar, veiturinn 1881 var Faxaflóki nánast allur þakinn lagnaðarís þannig að mátti ganga frá Garðskaga upp á Akranes. Réttara er að miða (gróflega við aldamótaárið 1900, en frostaveturinn 1918 má líta á sem „síðasta andvarp“ litlu ísaldarinnar.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 12:20
Ég er sammála þér Vilhjálmur um ágæti greinar Erlu Dóru, Lítla Ísöldin - veðurfar á spjöldum sögunnar. Við verðum auðvitað að hafa í huga að þetta er annars árs jarðfræðinemi sem skrifar hana, og þess vegna er varla hægt að ætlast til að hún sé fullkomin. En greinin sem slík er mjög góð, og er það ástæðan fyrir því að ég vísa á hana. Reyndar finnst mér greinin vera einstaklega góð.
Nákvæmlega hvenær Litla ísöldin endar má vafalítið deila um. Sjálfur hef ég miðað við að Litla ísöldin hafi náð alveg til 1910, og jafnvel örlítið lengur. Frostaveturinn mikli 1918 var nánast dauðakippur hennar. Eftir það fer að hlýna snarlega, eins og við sjáum á hitaferlinum frá IPCC hér fyrir ofan. Á tímabilinu 1910 til 1940 hlýnar jafn hratt og á síðustu áratugum tuttugustu aldar, og er eiginlega furðulegt að IPCC skuli ekki hafa lagt planka upp þá brekku líka. Við verðum þó að hafa í huga að á þessum árum var losun manna á CO2 ekki orðin nema brot af því sem síðar varð. Líklega verið að skríða yfir 300 ppm árið 1915. Því má velta fyrir sér hvort þessi hlýnun 1910-1940 hafi ekki verið að mest öllu leyti af völdum náttúrunnar.
Ágúst H Bjarnason, 5.6.2010 kl. 13:06
Því má bæta við að fullyrðingr um háa sjávarstöðu á hlýskeiði miðalda eru vafasamar, svo ekki sé meira sagt. Ekkert bendir til að meðalyfirborð sjávar á jörðinni hafi verið neitt sem heitir hærra þá. Þó má réttlæta þetta að hluta með því að stöðugt landris hefur verið á norðurslóðum frá lokum síðasta jökulskeiðs (ísaldar), þannig að við Eystrasalt, einkum norðantil hefur orðið mikil lækkun hafsyfirborðs. Þetta á þó alls ekki við um Norðursjávarsvæðið. Þar hefur yfirborð sjávar lækkað í árþúsundir, sem sést m.a í Hollandi, á Frísnesku eyjunum og víðar. T.d. hafa allstórar eyjar sem enn voru við vesturströnd Jótlands á miðöldum nú sokkið í sæ.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 13:56
Ég vil samt bæta því við að þetta er í heildina alveg prýðileg grein hjá Erlu Dóru og upplýsandi um það sem við getum átt von á þegar næsta „litla ísöld“ skellur yfir. Þær hafa verið nokkrar undanfarnar árþúsundir og hver annarri kaldar. Sú næsta verður því óhjákvæmilega kaldar en sú sem nú virðist hafa runnið sitt skeið um sinn.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 14:39
Vilhjálmur, hvenær megum við eiga vona á næstu "litlu ísöld" að þínu mati og hvaða heimildir hefur þú fyrir því að hún geti verið yfirvofandi (er það ekki það sem þú ert að tala um)? Og ef þú ert að ræða um yfirvofandi "litla ísöld", er það ekki dálítill hrakspá, einkum ef ekki eru haldmiklar heimildir fyrir þeirri fullyrðingu? Að lokum, hvernig getur þú verið svona viss um að "Sú næsta verður því óhjákvæmilega kaldar en sú sem nú virðist hafa runnið sitt skeið um sinn", s.s. hvaða heimildir liggja að baki þessari fullyrðingu? Spyr sá sem efast um að þessar fullyrðingar standist skoðun...?
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 15:11
Fyrirgefið. Við Norðursjó hefur yfirborðið hækkað, ekki lækkað. Þegar jökulfarginu létti fyrir eitthvað um 11.500 árum hófst gífurlegt landris á norðurslóðum, ekki síst hér á Íslandi. Þar sem jökuljaðarinn hafði áður verið svo sem við Norðursjó, hafði jarðskorpan hins vegar bungað út undan farginu. Jafnframt því að land hækkar norðan til er því landsig þar. Þessum hreyfingum jarðskorpunnar er enn ekki að fullu lokið, en þær eru meðalyfirborði heimshafanna með öllu óviðkomandi.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 15:12
Um þetta er einfaldast að vitna í fjölmörg gröf sem birst hafa á þessari síðu um hæga kólnun (og þornun) jarðarinnar síðustu sex- sjö þúsund árin. Þar koma fram nokkrar slíkar niðursveiflur, hver annarri kaldari sem standa í einhverjar aldir, en síðan hlýnar aftur um sinn. Ein sú kunnasta er „litla ísöldin“ sem hófst um 500 f. Kr. og stóð inn á fyrstu aldir okkar tímatals. Um hana eru miklar heimildir, jafnt ritaðar sem í fornleifum. Til dæmis sýna fornleifar að fram að þessum tíma mikil og þétt byggð í Norður- Svíþjóð þar sem nú er talið lítt byggilegt vegna kulda. Þessi byggð hvarf upp úr 500 f.Kr. Sömuleiðis þornuðu og skrælnuðu gresjur Mið- Asíu og breyttust að hluta til í þær eyðimerkur, sem þar eru nú. Þannig má sjá naflaus þorp og borgir víða í Taklamakan- eyðmörkinni, sem grófust í sand um þetta leyti. Þessi „litla ísöld“, sem var þó mun hlýrri en sú nýjasta og frægasta hefur lengi verið talin ein aðalástæða þjóðflutninganna miklu.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 15:37
Vilhjálmur, mætti ég biðja þig um að benda á eitthvað graf, sem styður mál þitt, þú hlýtur að geta fundið það ef þau eru fjölmörg? Mig langar að vita hvað býr að baki fullyrðingum þínum um yfirvofandi ísöld sem verði óhjákvæmilega kaldari en sú síðasta...?
Hérundir má t.d. sjá hvernig ýmsar rannsóknir sýna þróun hitastigs á jörðinni á síðustu 2000 árum. Það má sjá að munurinn á miðaldarhlýindunum og litlu ísöldinni er ca. 0,6°C-1°C (eftir því hversu langt maður gengur í óformlegri túlkun á þessari mynd), þessi munur er þó nægur til þess að talað er um um þessi tvö skeið, þ.e. "miðaldarhlýindin" og "litla ísöld" sem mjög ólík tímabil... En samt er reynt að gera lítið úr hlýnun upp á 0,8°C á síðustu rúmlega 100 árum og sem er enn hækkandi þrátt fyrir minnkandi virkni sólar??
Sjá nánar á loftslag.is:
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 16:26
Það er erfitt að deila við mann sem trúir enn á hokkíkylfuna. Annars ert þú þarna aðeins að tala um síðustu tvö þúsund árin. Hvergi kemur fram sú algerlega óumdeilda og óhrekjanlega staðreynd að jörðin hefur verið að kólna og þorna í sex- sjö þúsund ár. Meira að segja vinir Loftslags. is hjá IPCC og NASA (sem hafa lagt til þessi gröf) vogar sér ekki að neita þeirri staðreynd.
Vilhjálmur Eyþórsson, 5.6.2010 kl. 16:37
Ég er ekki að neita einu né neinu Vilhjálmur, aðeins að beina einfaldri spurningu til þín, hvar eru gögnin sem þú byggir þessa fullyrðingu þína á, "Sú næsta verður því óhjákvæmilega kaldar en sú sem nú virðist hafa runnið sitt skeið um sinn" og einnig spurði ég þig um það hvenær þú væntir þessarar "litlu ísaldar" sem þú talar um ásamt gögnum þar um. Eitthvað virðist það ætla að flækjast fyrir þér að finna þessi gögn...? Þú virðist bara vera að drepa umræðunni á dreif með fullyrðingum um trú mína á hokkíkylfuna, án þess þó að koma með frekari gögn sem styðja mál þitt. Ég verð að segja að það er hálf undarlegt hjá þér... Ég lofa því að lesa og skoða þínar heimildir með opnum huga ef þú getur komið fram með eitthvað ákveðið dæmi þar um.
Sveinn Atli Gunnarsson, 5.6.2010 kl. 17:39
Skemmtilegur pistill, Ágúst.
"...gera lítið úr hlýnuninni, t.d. eru oft notuð sú aðferð að sérvelja gögn eins og hitamælin hér að ofan"
Höski klikkar ekki
Guð blessi gróðurhúsaáhrifin
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 12:31
Ég má alveg til með að taka það fram og hryggja þig Gunnar að Höski klikkaði algerlega á þessu, þar sem þetta eru mín orð, endilega lesa Gunnar
PS. Hitamælirinn eins og hann er settur fram í færslunni hittir greinilega markhópinn
Sveinn Atli Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 12:46
Ahh... Höski, ..Svatli (tómatur/túmatur)
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.6.2010 kl. 13:42
Svatli er er "hnattræn meðaltals hækkun hita, um 0,8°C" (með viðeigandi skekkjumörkum upp ef ég man rétt +/- 0,2 °C ) í raun mikil á þessum tíma , er alls ekki hugsanlegt að þetta sé svipuð náttúruleg sveifla og sést hefur áður ?. Og hvað með gagnrýnina á hitamælingarnar t.d. eins og td þér sem má finna hér , eru þær bara rugl, ( og vel að merkja það þýðir ekkert að henda í einhverjum link uinn RC í mig ég fer ekki þanagað hvort eð er ég er sammála tékkneska strengjafræðingum sem sagði að gefnu tilefni "Gavin Schmidth is a crackpot" og hef engan áhuga á að ýta vefnum hans honum upp í heimsóknartalningu ), eða er hitatölurnar kannski eitthvað sem þar að endurskoða, ég held að það sé allavega rétt að fara yfir málin aftur , þessu " mikla aukning á stuttum tíma " éða stór hluti hennar gæti þessvegna alveg eins verið afleiðing "hitamæladauðans mikla" sem sem átti sér stað í kringum 1990.
Og ég skil svo sem að þér sé óljúft að henda hokkístautinum , því án hans brotnar öll samsvörun milli koldíoxíð-útblásturs og hitastigs niður , hokkíkylfulagið á sem fæst með samsetningu á Keeling kúrfunni og ískjarnamælingum stenst alla krítíska skoðun, en hitadölunar hans Manna eru tóm della , reyndu nú að horfast augu við það heiðarlega.
En svona á öðrum nótum , ég hef verið að bögglast með reyna að gera mér grein fyrir hvernig samsvörun er á milli koldioxíð-útblásturs og þjóðartekna hangir saman , það eiginlega segir sig sjálft eitthvað samband er á milli , þar eð CO2- útblásturinn er í raun aðallega tilkominn í vegna þess að við notum olíuknúnar aflvélar til hafa í okkur og á og létta okkur tilveruslaginn. Það sem ég hef fengið út úr dæminu, ( þetta er bráðabirgðaniðurstaða , á eftir að skoða betur og fá einhvern sjóaðan tölfræðing til að fara yfir , en læt hana samt vaða hér) , er að til að ná fram 1% samdrætti í koldíoxíðútblæstri þyrfti draga úr umsvifum sem svaraði 3,3%, skerðingu á þjóðartekjum, miðað við að við ekkert annað breytist, og við héldum okkur við þá aflvéla-tækni sem er í almenn notkun í dag. Þetta eru parametar fyrir veldishnignun þannig að fyrsta prósentið frá 100% niður í 99% af CO2 af útblæstri kotar 3,3% af Þjóðartekjum, næsta 1% niður (frá 99 til 98 ) kostar 3,3% af (100 - 3,3) = 3,19% af þjóðartekjum o.s.frv. , og þegar við er komin niður 20% i CO2 útblæstri fæ ég á sama hátt að eftir stendur aðeins rúmlega 55% af upprunalegum þjóðartekjum.
Eins og ég sagði þetta er bráðabirgatölur hjá mér, og í raun ekki á neinu endanlega birtingahæfu stigi, og auk þess er ég að einfalda freklega allar forsendur sem ég nota en það er ekki aðalatrið í bili, því það sem ég ætlaði að koma að hér er að svo vill til að Höski og Svatli vinir þeirra um víðan völl hafi rétt , við hinir sem álítum að það sé ekkert stórvandamál á ferðinni og það þurfi virkilega að gera eitthvað þá þarf að fara að tala um hvað og hvernig er best að standa að því, og reyna í alvöru að gera sér grein fyrir stóru spurningunni "Quanda Kosta"? .
Samkvæmt þessarri fyrstu version af módelinu mínu, með "buisness as usual" og þeim hugmyndum (Kvótakerfi etc) sem eru uppi á borðum pólitíkusanna og þeirra sem heimta "aðgerðir núna", myndi 20% ofanstýrður samdráttur í Koldíoxiðútblæstri t.d um 2050 þannig þýða 45% minni heimsveltu og sem afleiðingu af því ásamt fólksfjöldauknigu þýða tótal gjaldþrot c.a 70 fátækustu þjóðríkjanna og resin færi niður nánast niður að fátækrarmörkum, allt til að ná meðalhitatölu heimsins niður um kannski 0,25 til 0,5 °C . Ég sé ekki að fólk sitji kyrrt undir slíkum hamförum ,hvað svo sem allri heims-steikingu líður. Það verður sjálfsagt búið að hengja hvern einaast klímatólog sem næst í upp næsta staur áður en til slíks ástands kemur.
Og því miður virðist ekki vera nein krafaverk í fæðingu hvað varðar nýjar aðferðir við orkuframleiðslu , sól og vindorkudæmin sem áttu að redda málinu eru að því er best verður séð ónytar lausnir, ennþá a.m.k og veða sennilega svo um einhverja áratugi.
Eina sem ég sé í þessu dæmi sem hugsanlega nothæfa lausn er að halla sér að kjarnorkunni í næstu tvær aldir hvort sem okkur líkar betur eða verr, og vona að það gefi okkur nægan tíma til að finna betri meðul þegar fram í sækir.
Bjössi (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 02:48
Bjössi, ég lít svo á að það séu ákveðnar hugsanavillur í þessu dæmi hjá þér varðandi minnkandi losun og áhrif á efnahaginn. T.d. þá gerir þú ekki ráð fyrir að það kosti neitt að losunin verði áfram eins og hún hefur verið, þ.e. að hækkandi hitastig muni þá ekki hafa áhrif á hækkun yfirborðs sjávar (svo eitt dæmi sé tekið). Þú gerir heldur ekki ráð fyrir því að önnur tækni til að framleiða orku muni skila nokkru til samfélagsins...? Þess utan þá er það mýta að önnur orkuframleiðsla gangi ekki, þar fyrir utan þá erum við ekki að tala um að skipta út öllu orkukerfinu frá degi til dags heldur einmitt yfir mörg ár og jafnvel mörgum áratugum. Því fyrr sem við byrjum að setja þá áætlun í gang, því fyrr verður takmarkinu náð. Hér má lesa skýrslu varðandi könnun sem gerð var meðal fræðimanna á sviði hagfræði um það hvernig þeir telji að þurfi að nálgast loftslagsbreytingar út frá efnahagslegum forsendum, Hagfræði og loftslagsbreytingar
Það hafa einnig komið út fleiri skýrslur um efnið, þar sem kom fram að ekki er talið að þjóðartekjur dragist saman, þó að hugsanlega muni draga lítillega úr vextinum um tíma (Ath. - það er stór munur á því að þjóðartekjur dragist saman og því að hugsanlega dragi úr vextinum um tíma).
Í sambandi við hitamælingar og 1990 vandamálið, má benda á t.d. þessar færslur af loftslag.is, Afhverju eru færri veðurstöðvar og hver eru áhrif þess? og Staðnir að óvönduðum vinnubrögðum. Annars er nóg að líta til þess hversu mikið fyrr vorið hefst hér á norðurslóðum í dag miðað við hér áður til að sjá að hlýnun hefur verið í gangi að undanförnum áratugum. Í sambandi við óvissuna sem þú nefnir í upphafi athugasemdarinnar þinnar Bjössi, sem er fínt að hafa með (er svo sem ekki viss hvort þessi tala hjá þér er réttari en einhverjar aðrar), er að þá er, miðað við þá óvissu sem þú nefnir, hitastighækkunin á bilinu 0,6°-1,0°C á síðustu rúmlega 100 árum...það er ekki lítið.
PS. Ágúst, takk alveg kærlega fyrir að opna fyrir athugasemdirnar aftur.
Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 13:52
Ég vil bæta við, fyrst Ágúst tekur undir að hækkun hitastigs megi að miklu leiti rekja til losunar manna á gróðurhúsalofttegundum að sú hlýnun sem búist er við að verði við aukningu gróðurhúsalofttegunda á þessari öld, er mikið meiri heldur en þessi "litla" tala (0,8°C) - það er því ljóst að draga verður úr losun, fyrr en síðar.
Höskuldur Búi Jónsson, 8.6.2010 kl. 16:50
Höski, eru nú dómsdagsspádómar loftslagsalarmista orðna að staðreyndum?
En auðvitað hljóta allir að fagna því ef draga má úr losun mengandi efna. Ég vil bara ekki að "vistkvíðasjúklingar" stjórni því hvernig það verður gert.
Guð blessi gróðurhúsaáhrifin
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 18:16
Svatli
Eins og ég tók fram þá setti ég þetta hagfræðidæmi upp, þ.a. aðrir þættir héldust nokkuð óbreyttir t.d. tæknilega, þ.e að segja samsetning á orkuframleiðslutækninni myndi ekki breytast stórvægileg o.s.frv, og ég veit að það er talsverð einföldun hjá mér, enda var " i og for sig" aðallega að spá í nálæga framtíð þegar ég byrjaði að velta þessu fyrir mér,(ég sá einhverja athugasemd um svipað en tölurnar voru tröllslegri og var eiginlega að reyna fá botn í hvort þær væru raunhæfar ) , og sleppti þess vegna líka að setja þetta á upp eins og pro/contra dæmi með debet-kredit dálkum ( og vel að merkja ég gef frekar lítið fyrir Stern skýrsluna hún er áróðursplagg í mínum haus) , það getur verið ef þið eruð á réttu róli með magnandi áhrif af losun að kostnaðarhliðin sé enn verri en að gera næstum ekkert. Mér finnst að svarið um hvort og hvað við ættum að gera hanga saman við hvort tvöföldun CO2 magns veldur 1 gáðu í hækkun meðalhita eða t.d. 4 gráðum, við verðum að fá það nokkuð óvafengjalega á hreint áður en vaðið er út í einhverjar gífurlega kostnaðarsamar sem svo sýna sig að vera óþarfar eða árangurslitlar, þegar fram í sækir, og gætu þess utan kostað milljónir mannslífa, þegar allt fer í bál og brand vegna þess.
Ég veit líka að ég einfaldaði gróflega, og ég skoðaði bara það sem ég gat fundið af gögnum, um þessa tvo þætti útblástur og þjóðartekjur og hvernig þeir hafa hangið saman tölulega undanfarin ár, og notaði skástu tölfræðilegu samsvörunina sem ég gat gat fundið til að setja upp einfalt módel, (sem ég er eiginlega að vona að sé eitthvað götótt , og óþarflega svartsýnt ).
Nú kvótakerfi eins og þetta evrópska eða Cap and Trade hugmyndir kananna eru þegar grannt er skoðað bara hörmung, og ég vil meina að þeir sem segja að þetta sé bara plott til að prenta mattdórmonninga handa verðbréfastórbröskurum, olíuframleiðendum, og svo frv. , eigi við nokkur rök að styðjast. Hugmyndin er að sumu leyti endurnýting á kvótakerfinu fyrir BrennisteinstvíIldi (SO2) sem gamla góða umhverfisvæna og græna stórþjófa samsteypan ENRON átti ræturnar í , og allir ættu að kannast við þá sögu nú.
SO2 kvótakerfið virkar að sumu leyti (en illa þó), þar var tæknin til að hreinsa það úr útblæstrinum er vel þekkt , nothæf og ekki sérlega dýr heldur, en þar sem henni hefur verið beitt, er það þó mest fyrir tilverknað einhverra embættakalla eða pólitíkusa sem gætu þess vegna allir heitið Hjörleifur Guttormsson (sem slóst lengi við straumsvíkursvissara, vegna hreinsibúnaðar of verðsvindls líka ef ég man rétt ). Staðreyndin er nefnilega sú að þetta kerfi ef það virkaði eins og upp var lagt á stað með það þá ætti það að vera aflagt núna, vegna þess að mörg orkuverin sem kvótarnir vor neyddir upp á eru enn að nota þá, í stað þess að hafa sett upp100% virkar hreinsigræjur fyrir mun minna fé, kvótinn þeirra er nefnilega bókfærð eign sem verður að engu í efnahagsreikningunum , og ekki fæst nema lítill partur af bókfærðu verðmæti inn aftur ef þeir eru settir í sölu. Svo á meðan aflátsbréfin þeirra eru í gildi minnkar SO2 útblásturinn þeirra ekkert.
Og nákvæmlega sama er og verður upp á teningnum ef/þegar kominn er CO2 kvóti , þegar búið er af verða sér út um hann verður að nýta hann, og til þess að það sé hægt verður einhver aðili einhver staðar að brenna því magi af kolum eða olíu sem aflátsbréfið hljóðar upp á, þetta er m.o.orðum pottþétt aðferð til að halda uppi núverandi brennslustigi, auka kostnað notenda (kvótaverðið og umsýsluþóknun aflátshöndlaranna lendir á endanum hjá þeim) , tryggja framleiðendum hærra verð ( á svipaðan hátt og vöruverð hækkar hraðar en verðbólga ), fylla ríkiskassa sem nú bergmálar í af verðlausum mattadór-monní ( af hverju ekki bara að prenta þá beint?).Mér finnst þetta dæmi ekki beint umhverfisvænt, og eiginlega fatta ekki af hverju er verið að púkka upp á það , nema ef þeir sem það gera eru þeir sem dreymir um að byggja sér prívat útgáfu af Péturskirkjunni , fyrir gróðahlutinn sinn í aflátsölunni.
Og svona almennt tala þegar kvótakerfi er komið á til að gera einhver "lífsgæði" sem áður fengust frítt, hvort heldur það er eða er talið vera "ill nauðsyn", eða bara virðis skynsamlegt í einhverju tilliti, þá haf ahrif og afleiðingar af slíku æði oft orðið eitthvað, allt annað en að var stefnt í upphafi. Sjáðu til dæmis kvótakerfið okkar á fiskveiðum ekkert upphafsmarkmiðunum hefur enn gengið eftir veiðiþol stofna átti að a.m.k tvöfaldast á 2-3 áratugum, en er núa c.a 1/3 af því sem var áður, hagkvæmni í sjávaútvegi átti að verða einhverdraumatala , en sannleikurinn er sá að hvert tonn sem við sækjum er þrisvar sinnum dýrara en það þyrfti að vera,sjávarútvegur átti að verða virkilega öflun atvinnugrein við þetta allur í pant á 17. veðrétti eða eitthvað svoleiðis, þetta átti heldur betur að styrka undirstöður landsbyggðarinnar , en hefur í raun rústað fleiri byggðum en svarti dauðinn, og hansakaupmenn til samans. 'eg man eftir að hafa spurt ráðherra einn sem nú er forseti þessa lands á fundi sem hann hafði til að ræða um kvótalögin þegar þau voru fyrst samþykkt, hvernig honum og þingflokknum hans hefði eiginlega dottið í hug að greiða atkvæði með lögum , sem sem að því er best fengist séð þann eina tilgang að koma upp lénsherradæmum í landinu, ég og sá á honum að honum fannst þessi lénsherratilvísun mín út í hött þegar hann svaraði því til að þau hefðu ekii talið siggeta afstýrt þessu, og selt samþykkið fyrir að fá inn ákvæði um aðfiskistofnar við landið væru sameiginleg auðlind allarar þjóðarinnar. (Svosem ágæt hugsun , en hefðu kannski átt að taka fram að nýtingarrétturinn á þeim væri það einnig.) En feudalisminn komst engu að síður á , og nýju kvótagreifanir kríuðu síðar út út leyfi til að bókfæra kvótann sem sína eign, og þarmeð gátu þeir veðsett hann fyrir stórfé , sem þeir gerðu hið snaraasta,og lögðu aurinn ínn í Kaupþing í Luxembourg til að spila mattador þar með sameignina , og kaupa sér svo banka fyrir mattadórpeninga sem þeir þóttust eiga þegar bankarnir hérna sem líka voru reyndar einnig einskonar þjóðarsameign,voru "einkavæddir", og í dag er það eina sem er í okkar þjóðarsameign eitt stykki skuldasúpa sem enginn sér yfir, þokkalegt ástand það, en ákafleg lýsandi um eðli og áhrif kvótakerfa almennt séð.
Hvað varðar aðra tækni en það sem við nú þegar notum aðallega , verð ég að segja að því miður sé ég engan verulega nothæfar aðrar lausnir ennþá ( nema hugsanlega einhvers konar kjarnorkudæmi, ég held að þar sé hægt að gera mun betur ) , vindorka , bein nýting sólarorku , sjávarorkuveradæmi og slíkt eru ekki að skila þeim árangri sem vonir stóðu til, samanber t.d nýjustu úttekt á Spáni hvert jobb í sólorkugeiranum hjá þeim hefur skilað þeim -100 % framlegð ( tvö álíka veðmæt hefðbundin störf lagst af fyrir hvert nýtt í sólorku ), Danir , Þjóðverjar og (e.t.v líka Bretar) eru komast á raun um að þau vindorkuverin auka á CO2 útblástur eða í besta falli halda honum við eldri mörk ( sem er í sjálfu sér nokkurskonar samdráttur, því svolítil framför ) , en minnka hann ekki , vegna þess að það þarf að keyra olíu/kola/gas-rafstöðvar samhliða þeim til geta haldið uppi framboði þegar lygnir, (eða vera með tengingu í orkunet sem þegar er fyrir hendi, og þar væri hvor eð er hagkvæmara að nýta orkuframoðið beint án viðkomu í vindmyllu ).
Og Ítalir borga Oxburgh Lávarði , eða sameignarfyrirtæki hans og mafíunnar stórfé fyrir að vera með þessar 250 vindmyllur sem það byggði á Sikiley fyrir að hafa þær á fullri bremsu svo þau skili ekki neinu inn á orkunetið, kilówattstundin er svo fáheyrilega dýr frá þeim.
Kostnaðarverðið á hverri kilówattstund er margfalt hærra í báðum þessum greinum. (PV og Vindmyllum ). Það sem vantar hér í dæmið er að til þess að hægt sé að nota þessar aðferðir er að við kunnum ekki neina góða aðferð til að safna og geyma orku sem hægt er að fá með sveiflukenndri framleiðslugetu, þannig að hægt sé að nýta hana þegar þörfin er fyrir hendi. Sagt með öðrum orðum einhver þarf að finna upp útfæra og byrja að framleiða miní-rafhlöður með risaorkurýmd segjum t.d einhvers konar kassa , úr ódýrum hráefnum sem nóg væri til af allstaðar, sem væri á stærð við og ekki þyngri en venjulegt bílbatterí, með tveim pólum (+ og -) sem geta t.d. geymt einhverjar 100 kwst, það eitt myndi þýða að orka frá PV-sólsellum og/eða lilum vindmyllum (viftuspaðar og alternator úr úreltum bensíntíkum hráefnið í þær ) ein og sér gæti annað orkuþörf mannkyns að verulegu eða öllu leyti , og olían og kolin gætu fengið að vera áfram í jörðinni, nema það sem þyrfti í efnaiðnaði ( og endurnýting á þeim yrði loksins virkilega góður raunkostur , vegna ofgnóttar á ódýrri orku ). En svona tækni er ekki í boði, og á meðan það er ekki þá eiga þessar aðferðir ekki séns nema í mjög takmörkuðum tilfellum. Það sem hugsanlega gæti komið inn sem einskonar svona geymslubatterí , eru auðvitað efnarafalar ( á íslensku Fjúel-sellur :-)) , og þá sérstaklega af þeirri gerðinni sem kallast lokuð kerfi sem taka inn vatn , og rafgreina í vetni og súrefni ef straumur er settu að þeim, en skila síðan er orkunni aftur ( að hluta ) við að sameina frumefnin aftur og skila vatninu út og/eða endurnýta í nýja hringrás,þegar straumdragandi apparat er tengt inn, sú tækni er raunverulega fyrir hendi,og hefur þó nokkuð betra nýtnihlutfall ( 60-65% raunnýtni) en t.d dieselmótor af bestu gerð, en það er einn hængur á almennri notkun, þau krefjast efnahvata af fágætri tegund s.s. platínu eða palladíum, annars eru efnahvörfin of hæg til að geta gerst á þeim hraða sem við þurfum. Svo að þetta er ennþá líka "pípudrauma-tækni", þó kannski sé von til að hér geti fundist tæknilegt "breakthrough" , sem gerði kleyft að nota ódyra efnahvata sem nóg væri til af, sem breytti þessari forsendu.
Ég las greinar sem þú bentir á um hitamælana , og ég hafði nú séð þessa Tamino úttekt áður, og geri svo sem enga athugasemd við hana og hef svo sem hitt Zeke the Hausfather í gestastofunni hennar Lúsíu, svo ég kannast við hvernig hann fer frá frumgögnum, að Giss kúrfunni, og finn ekkert athugavert við það per se.
Og það kann að vera að að niðurstaðan frá Tamino að mælabreytingin hafi leitt til lækkunar á meðaltalsfrávikinu standist, en það sýnir þá samt að það er ekki verið að mæla sömu hluti, fyrir og eftir hlé þó breytingin sé ekki mikil.
En sundum finnst mér að þetta sé eins og þegar gamli trésmiðinn sem ég var einu sinni að vinna við hliðina á, var svo óheppin að brjóta tommustokkinn sinn á miðstikunni, og tímdi ( held ég ) að kaupa nýjan, svo hann lektaði stubbana saman með glæru límbandi og mældi hann upp, fékk þannig út hvað mikið vantaði á meterinn, svo hann bætti bara þeim stubb við þegar hann þurfti að mæla og var þannig oftast á réttu róli, hann var semsé með 1 staðlaðan leiðréttingarstuðul fyrir allar mælingar alveg eins og Hansen hjá GISS notar eina og sömu töluna til að leiðrétta fyrir t.d. "UHI-effect" á öllum stöðvum , en a.m.k einhver úttekt sem ég hef séð sýndi að það var undir hælinn lagt hvort samanburður á gamla og nýja mælinum var upp á við eða niður eftir breytingu , og gat munað allmiklu á hvorn vegin ,þar sem gögn úr báðum hitamælum voru skráð í einhvern tíma eftir mælaskiptin, ég kalla þetta kæruleysisleg vinnubrögð auðvitað ætti að vera til sérstuðull fyrir hverja stöð fenginn með því að halda báðum mælum inni einhvern tíma eftir breytinguna. Og eins það að "extarapolera" hitatölur á stöðum þar sem enginn hitamælir er í upp í 2000 km,( ég þekki forsendurnar sem hann notar fyrir því og finnst lítið til um þær ), það er t.d 16 stiga hiti í Odense núna ( sem er í c.a 2000 Km fjarl .frá Reykjavík ) en ekki 8 eins og í Reykjavík, og 3°C einhvers staðar á Baffinslandi sem er í líka c.a. 2000 Km fjarlægð , svo ég fer ekki einusinni nálægt Reykjavíkurhitanum þó ég taki meðaltal, auðvitað hendir að maður hittir rétt með svona aðferðum öðru hvoru, en líka jafnoft sem niðurstaðan er út á þekju.
Og þið segið líka að fækkun stöðva hafi verið vegna þess að stöðvar hafi dottið út úr gagnagrunnum, vegna þess að þær hafi ekki verið lengur virkar í söfnun gagna , en skýrið það ekkert nánar , ég hélt að ástæðan hefi verið sú að verið var að koma upp neti af sjálfvirkum veðurmælingastöðvum og , og þess vegna hefði stöðvar sem ekki áttu greiðan aðgang að rafmagni dottið út a.m.k. og þetta meðal annars valdið því að hætt vara halda utan þær í þessum þrem eða svo hefðbundnu lostslagsgagnagrunnum sem eru sagðir óháðir hver öðrum, en hanga allir saman á límingunni eins og kettir á lóðarí.Flestar týndu stöðvaranar eru til ennþá til og í notkun , skráningar úr allmörgum þeirra fyrir týndu ártugina eru til á tölvutæku formi og aðgengilegt gegn um netið og margar hafa verið rafvæddar með sólsellu og/eða vindrellum og uppfærðar í sjálfvirkt, mér finnst prívat ekkert eðlilegra en að eihverjum aurum sé eytt í að þær fái sitt gamla pláss aftur, og gagnagrunnarin uppfærðir í samræmi , það ætti ekki að spilla fyrir argumentinu ykkar ef Tamino hefur rétt fyrir sér.
Svo eru að koma upphlutir eins og með hitatöluinnlegg frá Nýja Sjálandi í heimsgagnabankann þar 100% hækkunarfaktor laumað inn í einhvern forritstubb sem sá um að senda þær inn fyrir eitthvað 20-30 árum, af þáverandi námsmanni sem vann þarna og er nýlega núverandi/fyrrvrandi yfirmaður veðurstofunnar, og eins og kom upp á yfirborðið ekki alls fyrir löngu.
Vel að merkja ég er ekki að segja að það hafi hafi ekki orðið einhver hækkun á þessum svokallaða hnattræna meðalhita , ég hef bara sterkan grun um að það myndin sem er haldið að okkur geti verið eitthvað skökk, og vildi gjarnan vandaða gagnsæja og endurgerða úrvinnslu á öllu klabbinu, hvað svo sem kæmi út úr því. Og ég myndi samt þó svo að ég væri orðinn nokuð viss um að taflan væri orðin nákvæm , velta því fyrir mér hvort þetta væri í raun að segja okkur einhverja sögu um koltvíildi eða bara að það hefði stundum verið kaldara á jörðinni en akkúrat núna.
Jæja þetta er orðið nóg í bili, og ég er eins og stundum alltof ormargur, svo é kveð að sinni
Bjössi (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 01:30
Bjössi, ég hjó eftir eftirfarandi setningu hjá þér:
Í fyrsta lagi, þá eru vísindamenn almennt sammála um að tvöföldun CO2 styrks í andrúmsloftinu valdi í kringum 3°C hækkun hitastigs (flestir hafa fundið út tölur á bilinu 2-4,5°C) - sjá t.d. Jafnvægissvörun loftslags er lág og Afsanna loftslagsbreytingar fyrri tíma, hlýnun jarðar af mannavöldum?.
Í öðru lagi, þá er það fullkomlega óásættanlegt að ætlast til þess af vísindamönnum að þeir geti reiknað út óvéfengjanlega tölu áður en brugðist er við vandamálinu - þá er ljóst að aldrei verður brugðist við.
Hvað mega vera miklar líkur á að flugvél sem þú flýgur með hrapi til að þú ákveðir að stíga ekki um borð?
Höskuldur Búi Jónsson, 12.6.2010 kl. 16:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.