Eldrauðar appelsínur...

 

 eldur_blogbakgrunnur.jpg

 

 

Eru appelsínur eldrauðar?  
Er eldurinn appelsínurauður eða appelsínugulur? 

Er ekki eldurinn eldrauður?

Hvers vegna segjum við að eitthvað sé appelsínurautt, appelsínugult, rauðgult eða órans þegar til er orð sem nær yfir hugtakið, þ.e. eldrautt?

Hvers vegna notum við orðið eldrautt yfir hluti sem eru blóðrauðir?

 

Forfeður okkar vissu vel hvernig eldurinn er á litinn, en fæstir  höfðu séð appelsínur. Í huga þeirra var eldurinn einfaldlega eldrauður. Eldrautt var litur hans.

Þeir gerðu greinarmun á eldrauðu og blóðrauðu, enda þekktu þeir liti elds og blóðs vel...

 

 

 

orange_1020466.gif
 
Eldrauð appelsína
(Eða er hún appelsínugul eða appelsínurauð?)
 
 
 
Vísindagrein um lit appelsína:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en ... eldurinn tekur á sig ýmsar litmyndir. Höfum við ekki öll séð bláan eld?

Hólímólí (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 09:06

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á menningarnótt mátti sjá eldi í öllum regnbogans litum yfir höfuðstaðnum...  Gulan, rauðan, grænan, bláan, og svo auðvitað eldrauðan.

  http://hacknmod.com/wp-content/uploads/2009/07/fireworks1.jpg

Ágúst H Bjarnason, 25.8.2010 kl. 12:22

3 Smámynd: Ragnar Ágústsson

Gulrauður eða rauðgulur? Ég held að það hafi verið notað í ensku í eldgamladaga áður en appelsínan kom til sögunnar. Appelsína er líka skrítið orð, af hverju ekki eplasína?

Sammála þér varðandi asnalega notkun á eldrauðum

Ragnar Ágústsson, 26.8.2010 kl. 14:50

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ragnar.

Ég prófaði að Googla þetta.

Í Old English var notað orðið geoluhread sem líkist orðinu gulrauður.

http://www.google.is/search?q=geoluhread&ie=utf-8&oe=utf-8&aq=t&rls=org.mozilla:is-IS:official&client=firefox-a

Ágúst H Bjarnason, 26.8.2010 kl. 15:08

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg þessi pæling hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 30.8.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 764535

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband