Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

 

 

dmi_ice_12_okt_2010_1034103.jpg

 

Takið eftir hvernig svarti ferillinn hefur læðst upp fyrir hina ferlana.


Síðastliðið sumar (19. júlí) skrifaði ég pistil sem nefndist ""Undarleg" hegðun hafíssins þessa dagana...". Sjá agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/1078104.  Tilefnið var að ferillinn sem sýnir útbreiðslu hafíss hafði þá nýverið tekið krappa sveigju uppávið.

Nú hefur það aftur gerst að ferillinn hefur sveigt uppávið, og er svo komið að hann liggur hærra en ferlarnir fyrir árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009.

Hvað veldur hef ég ekki minnstu hugmynd um. Hvort þetta er vísbending um hvernig hafísinn muni haga sér á næstunni hef ég enn minni hugmynd um. Það er þó ljóst að samkvæmt Dönsku veðurstofunni er útbreiðsla hafísinns nú í augnablikinu heldur meiri en árin 2005, 2006, 2007, 2008 og 2009. 

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt.   Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni næstu mánuði.

Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur. Eða er hún að minna okkur á hver það er sem ræður Wink

 

icecover_2010_1034006.png
 Arealet af al havis på den nordlige halvkugle for de seneste 5 år.

 

 

Myndin er af vefsíðu dönsku veðurstofunnar DMI 12. október 2010.
http://ocean.dmi.dk/arctic/icecover.uk.php

Myndin sem er efst á síðunni er klippt úr þessari mynd.

 

Current Sea Ice extent

Total sea ice extent on the northern hemisphere since 2005. The ice extent values are calculated from the ice type data from the Ocean and Sea Ice, Satellite Application FacilityOSISAF), where areas with ice concentration higher than 30% are classified as ice.

The total area of sea ice is the sum of First Year Ice (FYI), Multi Year Ice (MYI) and the area of ambiguous ice types, from the OSISAF ice type product. However, the total estimated ice area is underestimated due to unclassified coastal regions where mixed land/sea pixels confuse the applied ice type algorithm. The shown sea ice extent values are therefore recommended be used qualitatively in relation to ice extent values from other years shown in the figure. In 2010 sea ice climatology and anomaly data will be available here. 

 

 

 

Havisareal på den nordlige halvkugle

Grafikken til højre viser det totale havis areal på den nordlige halvkugle, som funktion af dag på året. Det viste havis areal er beregnet på baggrund af is-koncentrations data fra Ocean and Sea Ice, Satellite Application Facility-projektet (OSISAF), hvor is-koncentrationer større end 30% kategoriseres som havis.

Det totale areal er summen af vinteris, polaris, samt det isdækkede areal hvor OSISAF-algoritmen ikke med sikkerhed kan bestemme istypen. Det totale estimat for havisen er undervurderet, da en del kystområder er udeladt, hvorfor grafen bør benyttes kvalitativt indtil data kan sammenlignes med andre år. Der arbejdes i øjeblikket på at lave et havis klimatologi datasæt, hvilket forventes færdigt 2010.

 

 

 

 

 

 

Sjá vefsíðuna Sea Ica Page sem er með fjölda grafa og mynda sem breytast daglega.

 

 

 

mynd10a.jpg
 
Lagnaðarís í Reykjavíkurhöfn 1918.
Myndin er úr myndasafni Mbl (sjá  hér) og er textinn þar ónákvæmur eins og Trausti bendir á í athugasemd #8. (Uppfært 13/10 kl 06:32).

 
crying_ice_sheet.jpg

 Móðir náttúra að tárast?

Myndina tók Michael Nolan við Austfonna á Svalbarða

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvað segirðu Ágúst - eru náttúrulegar sveiflur í hafísútbreiðslu frá degi til dags?

Því miður er það þannig að hvað sem líður skammtíma náttúrulegum sveiflum, þá heldur hafísinn áfram að minnka, samanber mynd sem sýnir lágmarkið í ár miðað við undanfarin ár (skoðaðu muninn á síðustu árum og meðaltalinu 1979-2000):

Skoðaðu síðan leitnina í lágmarkinu undanfarin sirka 30 ár:

Einnig skulum við skoða hvernig áætlað er að breytingin hafi verið í útbreiðslu undanfarin 60 ár:

 Að lokum skulum við skoða hvernig ástandið er ef við skoðum rúmmál en ekki útbreiðslu - en hafísinn er orðinn þynnri og viðkvæmari en áður (þótt að það geti komið dagar þar sem útbreiðslan eykst hratt - eins og færslan þín er um):

 Þannig að vissulega geta orðið sveiflur frá degi til dags eins og þessi línurit sýna, jafnvel sveiflur á milli ára - en leitnin er niður á við því miður.

Höskuldur Búi Jónsson, 12.10.2010 kl. 18:23

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Höski Búi minn

Ég tók það skýrt fram að ástæðulaust væri að hafa nokkrar áhyggjur:

"Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun..."

Ég endurtek það hér til öryggis.

Einnig birti ég slóðina að magnaðri vefsíðu sem er með miklu fleiri ferlum en þú birtir hér
Það er auðvitað vefsíðan Sea Ica Page

Annars verður þú að fyrirgefa. Það var alls ekki ætlunin að hrella þig, eða eins og ég skrifaði: "Kannski móðir náttúra sé bara að stríða okkur."

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2010 kl. 18:30

3 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er vissulega tilefni til að hafa áhyggjur af minnkandi hafís.  Á meðan íslaust Norðurskaut allt árið í hring, gæti orðið jákvætt fyrir siglingar milli Atlantshafsins og Kyrrahafsins, þá munu neikvæðu þættirnir yfirskyggja það. Skaðvænlegir þættir eru t.d. hvarf búsvæða ísbjarna og aukin hreyfing borgaríss sem getur skapað hættu fyrir skipaferðir. Minni útgeislun frá hafís (e. ice albedo) sem gerir það að verkum að sjórin dregur í sig meiri hita, veldur einnig magnandi svörun, þ.e. aukinn hiti sjávar eykur bráðnun grænlandsjökuls (hækkun sjávarstöðu). Auk þess þá eykst hitastig á norðurslóðum sem aftur getur orðið til þess að sífreri þiðnar hraðar og fer að losa metangas í auknu mæli (sem er áhrifamikil gróðurhúsalofttegund).

Höskuldur Búi Jónsson, 12.10.2010 kl. 19:29

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Með þessari nálgun Ágúst, þá ertu, að mínu mati, að afvegaleiða lesendur, t.d. segir þú í yfirskriftinni:

Er móðir náttúra að stríða okkur? - Enn hagar hafísinn á norðurslóðum sér undarlega...

Þarna ýjar þú að því að eitthvað undarlegt eigi sér stað en svo tekurðu þennan varnagla:

Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun...

Það sem mér finnst vanta í færsluna er einmitt það sem Höski bendir á, sem er leitnin síðustu ár og áratugi...bæði varðandi útbreiðslu hafíssins og rúmmálið, það er eittvað undarlegt á seiði þegar þau gögn eru skoðuð... Það er líka alveg hárrétt sem Höski bendir m.a. á að hluta, að það er nákvæmlega ekkert óvenjulegt á ferðinni við þessar smávægilegu dægursveiflur sem þú ert að benda á, bara venjulegar náttúrulegar sveiflur...þannig að kannski ættirðu að breyta yfirskriftinni?

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 20:04

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ósköp finnst mér þetta undarleg greining hjá þér Svatli minn.

Ættir þú ekki frekar að skamma dönsku veðurstofuna DMI fyrir að vera að birta svona hættulega mynd?    www.dmi.dk

Jæja, svona er lífið og erfitt að gera öllum til geðs. En þessi viðbrögð við saklausum pistli þar sem ekkert er fullyrt, nema síður sé, þykja mér einstaklega lærdómsrík. Lái mér hver sem vill.

Annars fæ ég ekki betur séð en við séum nokkuð sammála. Neðst í pistlinum stendur nefnilega: "Þessi breyting er auðvitað nákvæmlega ekkert til að hafa áhyggjur af eða að tilefni sé til að draga einhverjar ályktanir af þessari hegðun, en samt er þetta óneitanlega forvitnilegt".    Gæti varla verið skýrar. 

Ég get samt ekki annað en

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Jæja, þú mátt svo sem brosa eins og þú vilt kæri Ágúst, en ég hef engar athugasemdir við myndina hjá DMI (minntist reyndar ekkert sérstaklega á hana), bara yfirskrift þína, sem er villandi að mínu mati, en kannski þarf að hafa æsandi yfirskriftir til að ná til lesenda :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 12.10.2010 kl. 21:16

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kærar þakkir fyrir innlitið og athugasemdirnar

Ágúst H Bjarnason, 12.10.2010 kl. 21:19

8 Smámynd: Trausti Jónsson

Sæll vertu og þakka þér fyrir ágæta pistla. En smáábending um villu: Ísinn á Reykjavíkurhöfn 1918 var enginn hafís heldur lagnaðarís. Pistillinn sem þú tengir á er hálfgert bull. Enginn ís kom inn á Faxaflóa 1918 - og munaði miklu. Af þessum pistli má einnig skilja að 20 stiga frost hafði verið í Reykjavík flesta daga janúar þetta ár - svo var auðvitað ekki - þótt rétt sé að frostið hafi komist í tæp 25 stig.

Trausti Jónsson, 12.10.2010 kl. 23:03

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir athugasemdina Trausti.

Ég setti þessa mynd af Reykjavíkurhöfn bara inn svona til uppfyllingar án þess að hugsa nokkuð. Ég ætla að breyta textanum aðeins...

Annars er rétt að árétta að ég tek lítið mark á svona litlum sveiflum eins og sjá má á ferlinum efst. Líklega gefur tónninn í greininni það til kynna... Þetta er jú ekki nema eitt pixel sem svarti ferillinn er fyrir ofan hina ferlana :-)  
...En það er kannski tilefni til að gefa þessu auga á næstu vikum og mánuðum.

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2010 kl. 06:37

10 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað ætli Eiríkur rauði hefði séð af ís á Norðurheimskautinu ef hann hefði siglt norður en ekki vestur?

Geir Ágústsson, 13.10.2010 kl. 08:09

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Gaman væri að vita svarið við spurningu Geirs. Væntanlega veit það þó enginn.

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2010 kl. 08:39

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ferlarnir í pistlinum uppfærast ekki, en þeir sýna ástandið 12. október.

Vonandi uppfærist þessi ferill daglega. Dagsetningin er í horninu neðst til vinstri:

 

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2010 kl. 08:43

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir eru magnaðir, Höski og Svatli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.10.2010 kl. 13:23

14 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Geir (10) og Ágúst (11):

Besta þekkingin á því, kemur fram í nýlegri grein eftir Polyak o.fl 2010: History of sea ice in the Arctic en þar kemur meðal annars fram:

The last low-ice event related to orbital forcing (high insolation) was in the early Holocene, after which the northern high latitudes cooled overall, with some superimposed shorter-term (multidecadal to millennial-scale) and lower-magnitude variability. The current reduction in Arctic ice cover started in the late 19th century, consistent with the rapidly warming climate, and became very pronounced over the last three decades. This ice loss appears to be unmatched over at least the last few thousand years and unexplainable by any of the known natural variabilities (úr ágripi).

...

On suborbital time scales, ice distributions varied in the Holocene, but no evidence exists for large, pan-Arctic fluctuations. Historical records indicate that Arctic sea-ice extent has been declining since the late 19th century. Although this decline was accompanied by multidecadal oscillations, the accelerated ice loss during the last several decades lead to conditions not documented in at least the last few thousand years. Taking together the magnitude, wide geographic distribution, and abruptness of this ice loss, it appears to be anomalous in comparison with climatic and hydrographic variability observed on submillennial time scales and longer-term insolation changes (úr samantekt).

Þannig að líklegt er að Eiríkur Rauði hefði allavega ekki fengið jafn góðar aðstæður til siglinga til Norðurs eins og er nú - enda benda rannsóknir til að aðstæður líkt og nú hafi ekki verið frá því í fyrrihluta nútíma (fyrir nokkrum þúsund árum) - en þá olli sporbraut jarðar því að álíka hlýtt var og er nú (sem er nú vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum).

Höskuldur Búi Jónsson, 13.10.2010 kl. 16:03

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ef sögur eru réttar þá var allavega nægur hafís hér við land á dögum Hrafna-Flóka þegar hann gaf landinu nafnið Ísland.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2010 kl. 16:19

16 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mjög áhugavert innlegg hjá ykkur Höski Búi og Emil. Takk fyrir það.

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2010 kl. 16:35

17 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo megum við ekki gleyma fróðleik eftir Þór Jakobsson

Um hafís fyrir Suðurlandi - frá landnámi til þessa dags

- erindi á Oddastefnu í Þykkvabæ laugardaginn 20. maí 1995

http://andvari.vedur.is/hafis/hafisgreinar/hafis_sudurland.html




 

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2010 kl. 16:41

18 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Climate Change in Eurasian Arctic Shelf Seas: Centennial Ice Cover Observations (Springer Praxis Books / Geophysical Sciences) [Hardcover]

Ivan E. Frolov (Author), Zalmann M. Gudkovich (Author), Valery P. Karklin (Author), Evgeny G. Kovalev (Author), Vasily M. Smolyanitsky (Author)  Arctic and Antarctic Research Institute, Russia
 
Price: $100.62  AMAZON
 
 
Rússar þekkja ef til vill hafísinn á norðurhveli manna best. Virtir rússneskir vísindamenn eru höfundar þessarar bókar sem gefin er út af Springer 2009 og fæst hjá hjá Amazon.
 
Það vekur athygli hvað stendur í bókinni, því Rússarnir eru ekki þeirrar skoðunar að hafísinn sé að hverfa. Þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta m.a. vegna strandsiglinga. Þess vegna leggja þeir mikla áherslu á svona rannsóknir.
 
Í formála bókarinnar stendur:  “.…scientists have predicted a significant decrease in sea-ice extent in the Arctic and even its complete disappearance in the summertime by the end of the 21st century. This monograph presents results of studies of climatic system changes in the Arctic, focused on ice cover, that do not justify such extreme conclusions.” “Many studies and international projects, such as the Arctic Climate Impact Assessment (ACIA), attribute the air temperature increase during the last quarter of the 20th century exclusively to accumulation of greenhouse gases in the atmosphere. However these studies typically do not account for natural hydrometeorological fluctuations whose effects on multiyear variability, as this monograph shows, can far exceed the anthropogenic impact on climate.”
 
Um hitafarið skrifa þeir í kafla 4: “Periodic cooling and warming events are evident in air temperature fluctuations in the Arctic during the 20th century, similar to changes in ice cover.” A cool period at the beginning of the 20th century was followed by what is commonly referred to as the “Arctic Warming Period” in the 1920s-1940s. Relative cooling was widespread between the late 1950s to late 1970s, followed by the current warming period peaking in recent years. Gridded average temperature anomalies for 70°-85°N produce a curve that fits a polynomial trend to the sixth power and the cycle periodicity is 50-60 years (Figure 4.1). Other indicators in Arctic and Antarctic support this cycle and show its global nature. On the subject of polar amplification, whereby weather and climate variability increase with latitude, a number of models and explanations are discussed. None of these involve CO2".
 
 
 
 
Um hvað framtíðin kann að bera í skauti sér skrifa vísindamennirnir: "..in the 21st century, oscillatory (rather than unidirectional) ice extent changes will continue to dominate Arctic seas.” A new ice maximum in 2030-2035 is predicted (Figure 6.1) and this will have major implications for shipping in the region".
 
Ekki beint hlýleg spá.
 
 
Smella á stóra rauða hringinn á síðu Springer til að skoða nokkra kafla bókarinnar:
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 --- --- ---
 
Climate Change in Eurasian Arctic Shelf Seas: Centennial Ice Cover Observations. Authors: Ivan E. Frolov, Zalmann M. Gudkovich, Valery P. Karklin, Evgeny G. Kovalev, and Vasily M. Smolyanitsky. Published by Springer/Praxis (2009) ISBN 9783540858744
 
 
 
 

Ágúst H Bjarnason, 16.10.2010 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband