Landsvirkjun gæti átt allar virkjanirnar skuldlausar eftir áratug, og farið að mala gull í þjóðarbúið...

human-pylon-human-shape-electricity-transmission-tower-2-600w.jpg

 

 

Fyrir fáeinum dögum (12/10) var fréttin hér fyrir neðan í Vísi, og á Stöð 2 var viðtal við Hörð Arnarson forstjóra Landsvirkjunar. Í fréttinni kemur fram að eftir um áratug gæti Landsvirkjun farið að greiða okkur eigendunum um 25 milljarða á ári. Það munar um minna.

Ríkissjóði (það er að segja okkur) veitir svo sannarlega ekki af tekjum til að reka skólakerfið, sjúkrahúsin, löggæsluna, ... og styðja við listir og menningu.

Þetta er til viðbótar við það sem áliðnaðurinn skilar nú þegar beint og óbeint í þjóðarbúið.

 

 

Vísir, 12. okt. 2010 18:33

Gæti átt allar virkjanir skuldlausar eftir áratug

Tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu duga til að greiða upp allar skuldir fyrirtækisins á næstu tíu til tólf árum. Eftir það gæti Landsvirkjun að óbreyttu greitt eiganda sínum 25 milljarða króna í arð á ári.

Eftir skuldabréfaútboð í síðasta mánuði er Landsvirkjun komin á lygnan sjó eftir þá ólgu sem hrunið olli. Hörður Arnarson forstjóri segir að ef fyrirtækið myndi ákveða að ráðast ekki í nýjar fjárfestingar og greiða ekki arð á þessu tímabili þá gæti það greitt upp allar skuldir félagsins á 10-12 árum. Ekki þurfi að endurfjármagna skuldirnar því fyrirtækið geti nú greitt þær með tekjum frá rekstrinum.

Raforkusalan er að skila 25 milljörðum króna á ári í handbært fé. 20 milljarðar af þeim fara á þessu ári til að greiða niður erlend lán fyrirtækisins, að sögn Harðar. Með sama áframhaldi mun Landsvirkjun eiga allar sínar virkjanir skuldlausar, þar á meðal hina umdeildu Kárahnjúkavirkjun, eftir tíu til tólf ár.

Hörður segir að smíði Kárahnjúkavirkjunar og rekstur hafi gengið mjög vel og það sé að hjálpa mjög mikið. Ljóst sé að Kárahnjúkavirkjun hafi verið mjög stór biti, og mikil stækkun á eignasafni Landsvirkjunar, en fyrirtækið hafi ráðið við það.

"Það er ljóst að hækkandi álverð og lágir vextir hafa hjálpað fyrirtækinu að ráða við þessa stöðu," segir Hörður.

Eigið fé Landsvirkjunar nálgast nú tvöhundruð milljarða króna, en þó má telja verðmætið mun meira því vatnsaflsvirkjanir eru í bókhaldinu afskrifaðar á 60 árum. Líftími virkjananna sé hins vegar mun lengri, að sögn Harðar, og þær geti starfað í 100 ár og þessvegna umtalsvert lengur. Þar myndist því dulin eign.

Og eigandinn, ríkissjóður Íslands, gæti búist við ágætis arði frá skuldlausri Landsvirkjun eftir áratug. "Miðað við núverandi stöðu þá er arðgreiðslugetan upp á svona 25 milljarða á ári," segir forstjóri Landsvirkjunar.

 

 

 

 

Fréttin á Stöð 2

 

 

Samtök iðnaðarins (nóv 2009): Yfirlit yfir áliðnað á Íslandi
mbl.is Álver að komast á skrið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Right.. einhvern vegin grunar mig að áður en það gerist verður farið í framkvæmdir og frekari skuldsetningu.

Arnar, 15.10.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Auðvitað verður ráðist í frekari framkvæmdir og skuldsetningu. Landsvirkjun er í eigu stjórnmálamanna beita fyrirtækinu eins og löngum armi byggðastefnu.

En Hörður virðist vera alvöru forstjóri sem kann að snúa óráðsíu og óhagstæðum skuldum upp í jákvætt tekjustreymi og raunhæf rekstrarmarkmið. Það eru góðar fréttir fyrir skattgreiðendur, sem sjá t.d. fram á að þurfa bjarga OR úr milljarðaholu sinni. 

Geir Ágústsson, 15.10.2010 kl. 11:22

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mér líst vel á þann hugsunarhátt sem forstjóri Landsvirkjunar kynnir þarna. Spurning er hvort stjórnmálin "skemma" ekki fyrir eins og svo oft áður ;) 

Marta B Helgadóttir, 15.10.2010 kl. 13:56

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þetta eru góðar fréttir. Það sem „umhverfisverndarsinnar“ eiga erfitt með að skilja er, að vatnsaflsvirkjanir eru eilífðarvélar, sem ganga fyrir þyngdaraflinu. Í rauninni ganga þær fyrir sólarorku, því meðan sólin skín gufar vatn upp úr höfunum og fellur svo aftur til jarðar. Hvort þetta vatn rennur í gegnum einhverja túrbínu á leiðinni eða ekki skiptir engu máli. Vatnið er hvort sem er á leið til sjávar. Ólíkt jarðvarmavirkjunum er mengun frá vatnsafli núll komma núll. Frá jarðvarmanum kemur ekki aðeins koldíoxíð, sem ekki er mengun, heldur mikið af brennisteinsvetni og brennisteinsdíoxíði, einnig flúor, arsenik og fleira gott. Þar við bætist að jarðvarmi er óstöðugur og svæðin breytast sífellt.

Vatnsaflsvirkjanir geta snúist og malað gull með smávægilegu viðhaldi og endurnýjun tækja í aldir ef ekki beinlínis í árþúsundir. Virkjum vatnsföllin!

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.10.2010 kl. 14:07

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég fávís kona um þessi mál,hef alltaf verið hlynnt vatnsaflsvirkjunum. Hugsað einmitt um að þetta vatn rynni til sjávar hvort sem er og óbeysluð orkan með. Umhverfissinnar hafa svo oft séð eftir landi sem fer undir uppistöðulón. Fyrir nokkrum árum var ég í heimsókn á Egilsstöðum,um það leiti var efnt til kosninga, um hvort íbúar væru mótfallnir virkjun,sem færði Eyjabakka undir vatn. Helst voru menn mótfallnir því að hrekja Heiðagæsina,sem fellir þar fjaðrir á sumrin. Þvílíkt landflæmi sem er þarna,ég held að gæsin hefði fundið annan stað þarna á heiðinni,þótt Eyjabakkar hefðu farið undir vatn. Sá síðan Kárahnjúkavirkjun fullgerða,mikið stórvirki.      Á þeim tíma var stöðugur straumur útlendinga að skoða þarna. Viljum við það ekki? Fáir hafa lagt leið sýna til að sjá þetta fallega landslag,en vegna virkjunarinnar,fara þangað margir enda bílfært nú,en ekki áður.               Mér fannst allt annað að sjá þetta berum augum,sýndist alltaf af myndum í sjónvarpinu,sem gljúfrið væri fullt af vatni. Þessu hefði ég ekki viljað missa af.

Helga Kristjánsdóttir, 16.10.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband