Ágúst Valfells verkfræðing á stjórnlagaþing...

 

Ágúst Valfells á Stjórnlagaþing

 

 

 Ég vil leyfa mér að benda á nýja vefsíðu Ágústar Valfells verkfræðings
sem býður sig fram til Stjórnlagaþings.
www.AgustValfells.is

  - 


Ágúst er með doktorspróf í verkfræði og starfaði lengi sem prófessor í kjarnorkuverkfræði við háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur einnig starfað alllengi hér á landi m.a. sem forstöðumaður Almannavarna, sérfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans og kennari við HÍ. Auk þess hefur hann m.a. setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja og starfað sem ráðgefandi verkfræðingur.

 

Ágúst skrifar eftirfarandi kynningu á forsíðu vefsíðu sinnar:

Ég hef löngum látið mig þjóðmál varða og tel að endurbæta þurfi stjórnarskrána til að tryggja enn betur lýðræði og velferð í landinu.

Nauðsynlegt er að jafna atkvæðisrétt. Koma þarf á skýrri aðgreiningu framkvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds. Minnka þarf flokksræði og leyfa persónukjör. Einnig þarf að tryggja að nýtingu náttúruauðlinda sé stýrt með ábyrgum hætti með hagsmuni landsmanna að leiðarljósi.

Ég hef kynnst mörgum mönnum og málefnum, starfað víða og kynnst mörgum þjóðfélögum, sögu þeirra og sjónarmiðum. Ég álít að þekking mín og reynsla af því að leiða saman ólík sjónarmið geti komið að góðu gagni í því að standa vörð um þær hugmyndir sem þjóðfundur leggur til.

 

Vefsíða Ágústar Valfells, www.AgustValfells.is, er áhugaverð og má þar m.a. kynnast nánar stefnumálum hans. 

 

 

Gaman er að lesa þar kveðskap um íslenska efnahagssögu sem hann nefnir Urður, Verðandi og Skuld, en það voru skapanornirnar þrjár er réðu fortíð, nútíð og framtíð.

Urður

Stritar bóndi stirður löngum,
steypist fossinn bænum hjá.
Kaldur er í kotsins göngum,
kúldrast hita jarðar á.

Erfitt er með afla á sænum    
Ægi þreyta sjómenn við;
fiskjar þarfnast fólk á bænum,  fara sífellt lengra á mið.

Vélafl kemur vöðva í staðinn,
vænkast hagur manna þá.
Oft kemur bátur afla hlaðinn,
auðsæld Ránar margir fá.

Verðandi

Afli vatns og orku jarðar
almenn fylgir hagsæld nú. 
Galli ei finnst á gjöfum Njarðar;
gullið nýtir þjóðarbú.

Gleyma niðjar gott að meta,
gleyma eigin sögu þeir.
Ánægju nú engrar geta;
eðalmálminn telja leir.

Aðrir vilja ei orku virkja,
allri tækni kasta á glæ.
Mun það hagvöxt mætan kyrkja.
Mun þá harðna fljótt á bæ.

Ýmsir lofa ávallt meiru,
ei þó viti hvernig má.
Lofa gnótt og langt um fleiru,
lýðsins hylli til að ná.

 

Skuld

Skapar ein nú Skuld oss framtíð?
Sköpum vér þar einnig með?
Árnast vel þá öllum landslýð?
Eftir því sem best fæst séð? 

 




 

 Á Stjórnlagaþing væri mikill fengur að fá fulltrúa með þá víðsýni og reynslu sem Ágúst býr yfir

 Meira hér:

 www.AgustValfells.is

og hér á Facebook

 

Númer á kjörseðli
6164

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband