Nóvembermánuður síðastliðinn var ekki sá hlýjasti, en beðið er eftir hitatölum fyrir árið 2010...

 

 

allcompared_globalmonthlytempsince1979--last_month_nov2010.gif

 

 

Í fréttum undanfarið hefur komið fram að nóvembermánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Er það virkilega svo? Reyndar eingöngu samkvæmt mæligögnum frá einum aðila, þ.e. NASA-GISS.

Skoðum málið nánar, en látum nægja að skoða áratuginn sem er að líða því hann er talinn hafa verið einstaklega hlýr á heimsvísu. Hér fyrir neðan er rýnt í mæligögnin og vísað í frumheimildir:

(Talan 11 eftir ártalinu táknar alls staðar nóvember, en gildin eru afrituð beint úr frumheimildum).

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (UAH utgáfan) voru nóvember 2009 og 2005 hlýrri en sá nýliðni.

2000 12  0.04
2001 11  0.28
2002 11  0.36
2003 11  0.33
2004 11  0.26
2005 11  0.42
2006 11  0.30
2007 11  0.17
2008 11  0.28
2009 11  0.50
2010 11  0.38

http://vortex.nsstc.uah.edu/

http://vortex.nsstc.uah.edu/data/msu/t2lt/uahncdc.lt

 ---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá gervihnöttum (RSU útgáfan) voru nóvember 2009, 2005, 2003 og 2001 hlýrri en sá nýliðni.


2000 11    0.021
2001 11    0.331
2002 11    0.306
2003 11    0.366
2004 11    0.263
2005 11    0.363
2006 11    0.240
2007 11    0.131
2008 11    0.216
2009 11    0.328
2010 11    0.312

http://www.remss.com/


ftp://ftp.ssmi.com/msu/monthly_time_series/rss_monthly_msu_amsu_channel_tlt_anomalies_land_and_ocean_v03_2.txt
 

---

Samkvæmt niðurstöðum mælinga frá CRU (Climate Research Unit í Bretlandi) voru nóvember 2009, 2006, 2005, 2004 og 2001 hlýrri en sá nýliðni:


1998/11    0.351
1999/11    0.210
2000/11    0.150
2001/11    0.506
2002/11    0.393
2003/11    0.428
2004/11    0.526
2005/11    0.483

2006/12    0.523
2007/11    0.269
2008/11    0.393
2009/11    0.448
2010/11    0.431

 http://hadobs.metoffice.com/hadcrut3/diagnostics/global/nh+sh/monthly

 ---

Samkvæmt NOAA (National Oceanic Atmospheric Administration) þá var nóvember 2004 hlýrri en nýliðinn nóvember.   Nóvember árin 2005 og 2001 var álíka hlýr.


2000 11    0.1885
2001 11    0.6461
2002 11    0.5693
2003 11    0.5370
2004 11    0.7247
2005 11    0.6817
2006 11    0.5942
2007 11    0.4716
2008 11    0.6013
2009 11    0.5845
2010 11    0.6943

ftp://ftp.ncdc.noaa.gov/pub/data/anomalies/monthly.land_ocean.90S.90N.df_1901-2000mean.dat

---

NASA-GISS (Goddard Institute for Space Studies) segir aftur á móti að nóvember hafi verið sá hlýjasti frá upphafi mælinga, - en skoðum árið nánar:

Janúar síðastliðinn var kaldari en 2007, 2005 og 2002.
Febrúar var kaldari en 1998.
Mars var kaldari en 2002.

Apríl var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.
Maí var kaldari en 1998.
Júní var kaldari en 2009, 2006, 2005, og 1998.
Júlí var kaldari en 2009, 2008, 2007, 2005, 2003, og 1998.
Ágúst var kaldari en 2009, 2006, 2005, 2003, og 1998.
September var kaldari en 2009, 2006, 2005 og 2003.
Október var kaldari en 2005 og 2003.
Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi mælinga.

Hvernig skyldi þá allt árið verða?

http://www.giss.nasa.gov/

http://data.giss.nasa.gov/gistemp/tabledata/GLB.Ts+dSST.txt

 ---

Innan skamms mun ef að líkum lætur NASA-GISS tilkynna að árið 2010 hafi verið það hlýjasta frá upphafi mælinga. Það getur vel farið svo að þeir verði einir um þá skoðun, því mælingar NASA-GISS eru af einhverjum ástæðum vel fyrir ofan það sem aðrar stofnanir mæla, hver sem ástæðan er.

Hitaferla fyrir síðustu 30 ár frá öllum þessum aðilum má sjá efst á síðunni. Myndin er fengin r. Nóvember síðastliðinn er kominn inn.

Hitaferlarnir eru unnir úr sömu gögnum og vísað er til hér að ofan og hafa ekkert verið teygðir eða togaðir til. Þeir gefa því rétta mynd af síðastliðnum rúmum 30 árum.

Eftirtektarvert er hve sveiflur eru miklar, bæði upp og niður.

Svarta línan er 37 mánaða meðaltal allra ferlanna, þ.e. hver punktur er meðaltal 18 fyrri mánaða plús 18 næstu mánaða. Sjá hér.

Stækka má myndina með því að tvísmella á hana.

 

Það er misjafnt hvað menn lesa úr svona hitaferli, en hér er það sem bloggarinn sér:

Lægðin um 1992 stafar væntanlega af eldgosinu mikla í Mt. Pinatubo árið 1991.

Hitatoppurinn árið 1998 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu.

Hitatoppurinn árið 2010 er áberandi en hann stafar af öflugu El-Nino í Kyrrahafinu. 

Hitastigið hefur fallið mjög hratt á síðustu mánuðum. Mun væntanlega halda áfram að falla, en hve mikið er ómögulegt að segja.

Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999  má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum.

IPCC hefur spáð verulegri hækkun hitastigs fram til ársins 2100.  Segjum að miðgildið sé um 3°, en það jafngildir um 0,3° á áratug. Vilji menn bera saman t.d. E-Nino hitatoppana árin 1998 og 2010 þá væri eðlilegt að taka tillit til þessa spádóma. Væru hitatopparnir álíka öflugir, þá ætti toppurinn 2010 að vera rúmum 0,3 gráðum hærri en toppurinn 1998, en ekki er að sjá annað en hann sé ívið lægri.

 

Að sjálfsögðu lesa aðrir annað en bloggarinn  úr þessum hitaferlum, og ekkert óeðlilegt við það.

Nú hefur virkni sólar farið mjög hratt minnkandi á undanförnum mánuðum eftir að virkni hennar fór vaxandi á síðustu öld. Vonandi mun það ekki hafa mikil áhrif á hitastigið, en samt er það svo að á tímum sem sólin hefur verið lítið virk á undanförnum öldum hefur verið kalt. Kannski bara tilviljun. Vonandi á sagan ekki að endurtaka sig, því kuldinn er slæmur. Honum fylgir uppskerubrestur, hafís hungur, sjúkdómar og jafnvel styrjaldir og mannfellir. Hugsanlega mun losun manna á koltvísýringi vinna á móti hugsanlegri hitalækkun...    Höfum ekki áhyggjur af þessu í dag því um þessi mál veit enginn með neinni vissu.

 

 

---

Eftirfarandi skýringar standa fyrir neðan myndina sem fengin var að láni frá Climate4you vefsíðunni sem haldið er úti af prófessor Ole Humlum (greinar) hjá Oslóarháskóla:

Superimposed plot of all five global monthly temperature estimates shown above. As the base period differs for the different temperature estimates, they have all been normalised by comparing to the average value of their initial 120 months (10 years) from January 1979 to December 1988. The heavy black line represents the simple running 37 month (c. 3 year) mean of the average of all five temperature records. The numbers shown in the lower right corner represent the temperature anomaly relative to the above average. See also the diagram below. Values are rounded off to the nearest two decimals, even though some of the original data series come with more than two decimals. The above air temperature estimates may be compared with variations in the global oceanographic heat content above 700 m depth. Last month shown: November 2010. Last diagram update: 22 December 2010.

It should be kept in mind that satellite- and surface-based temperature estimates are derived from different types of measurements, and that comparing them directly as done in the diagram above therefore in principle is problematical. For that reason, in the analysis below these two different types of global temperature estimates are compared to each other. However, as both types of estimate often are discussed together, the above diagram may nevertheless be of interest. In fact, the different types of temperature estimates appear to agree quite well as to the overall temperature variations on a 2-3 year scale, although on a short term scale there may be considerable differences.

All five global temperature estimates presently show stagnation, at least since 2002. There has been no increase in global air temperature since 1998, which was affected by the oceanographic El Niño event. This does not exclude the possibility that global temperatures will begin to increase again later. On the other hand, it also remain a possibility that Earth just now is passing a temperature peak, and that global temperatures will begin to decrease within the coming 5-10 years. Only time will show which of these possibilities is the correct. Click here to read a few additional reflections on the recent period of global temperature stagnation.

 

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól, Ágúst.

Ég hef það á tilfinningunni að NASA-GISS sé vinsælasta heimildin hjá ákveðnum flokki manna

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.12.2010 kl. 12:13

2 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Gleðileg jól, Ágúst og kæra þökk fyrir þína aldeilis frábæru síðu og allan þann fróðleik sem þú safnar saman og deilir með okkur letingjunum. Annars kemur alls ekki á óvart að James Hansen og kó hjá NASA sýni alltaf hitastig í hæstu hæðum. Það er í stíl við annað sem kemur frá þeim bæ. En eins og þú bendir á er sólin í niðursveiflu, sem getur boðað allt illt. Ég hef samt lúmskt gaman af að fylgjast með fréttum af kuldunum í Evrópu, því nú eru miklar vöflur á gróðurhúsa- genginu.

Ofan á kuldann og uppskerubrestinn gætu bæst þurrkar ef kólnar verulega í veðri, en síðust miklu þurkarnir á Sahel- svæðinu voru einmitt í kjölfar kuldanna í kringum 1979-80. 

Vilhjálmur Eyþórsson, 26.12.2010 kl. 12:23

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Desember er sá kaldasti í Oslo í 110 ár.. að mig minnir þá var nóvember það líka ..

Óskar Þorkelsson, 26.12.2010 kl. 12:30

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleðileg jól og takk fyrir að halda utan um þetta, Ágúst. NASA GISS var með hæsta meðaltal nóvember mánaða frá upphafi, hinar hafa nóvember ofarlega og árið 2010 gæti líka orðið ofarlega á lista (bæði hjá NASA, NOAA og fleirum). En það er gott að einhver hefur stýr á öllum gögnunum, líka þegar hitafrávikin eru flest í hærra laginu - fróðlegt líka að sjá hvernig flest árin á listanum eru eftir 2000 - en ákveðnir "flokkar manna" sjá það væntanlega hver með sínum augum ;)

Það verður spennandi hvernig fer með árið í ár, sama hvaða "flokkar manna" skoða málin ;)

Enn og aftur gleðileg jól :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 26.12.2010 kl. 12:44

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sælir og gleðileg jól. Það er auðvitað lítið hægt að fullyrða að síðasti mánuður hafi verið sá hlýjasti frá upphafi, nema með því að nefna þá aðila sem standa að því mati.

En til að verja sjónarmið hlýnunarflokksins vil ég minna á að þegar GISS metur hitastig jarðar þá spannar það mat allan hnöttinn að meðtöldum pólarsvæðunum ólíkt því sem aðrar gagnaraðir gera. Það er því mjög eðlilegt að þeir fái út hærri tölur hin seinni ár vegna rýrnunar hafíssins á Norður-íshafi. Þetta er að vísu háð ákveðinni óvissu því það eru ekki gerðar beinar hitamælingar á pólsvæðunum en þeir nota ákveðnar aðferðir til að meta þetta.

Þegar árið er skoðað eins og gert er hér neðst í færslunni sést að samkvæmt GISS eru bara 2 mánuðir hlýjastir frá upphafi. Svona lagað er þekkt t.d. í tugþraut þar sem ekki er nauðsynlegt að vinna hverja grein til að sigra keppnina. Það getur verið nóg að standa sig vel í öllum greinum.

Og svo verður líka að minna á að El Ninjo 1998 og 2010 er ekki sambærilegir að styrk. El Ninjo 1998 var MJÖG öflugur og eðlilegt að hann hækki hitastig á heimsvísu meira en EL Ninjo 2010 sem var BARA öflugur.

Emil Hannes Valgeirsson, 26.12.2010 kl. 13:36

6 identicon

Það sem eiginglega stingur í mig í augun ef horft er á svörtu línuna í grafinu (einhvers konar meðaltal , eða "smoothing" af hinu geri ég ráð fyrir) , er að það er nokkurn vegin jafnlagt á milli lægðabotna/hæðartoppa í tíma , þetta lítur ún eins og einhvers konar sveiflukúrfa, og mér segir svo hugur um að ef gerð væru "spectral"-greining á undirliggjandi gögnum myndu þau sýna kannski 14 (+/- 1)  ára sveifluhreifingu með  bylgjulengd  upp á 0.2°C, og velti fyrir mér er einhver hugsanlega þekktur process sem ég sé merki um  við þetta, eða etr þetta bara tilviljun, fyrir þetta tímabil. Veit einhver eitthvað í þessa átt. ?

Bjössi (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 06:32

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason


Góðan dag og gleðilega hátíð.


Í mínum huga skiptir það ósköp litlu máli hvort árið 2010 reynist heitara en einhver önnur ár hjá sumum stofnunum, en öðrum ekki. Við sjáum það á ferlaknippinu efst á síðunni að flöktið milli einstakra mánaða er mikið og nánast tilviljun að einhverju leyti hvar punkturinn lendir.  Það er þó traustvekjandi að öllum ferlunum ber nokkurn vegin saman.

Við sjáum alla vega að árið hefur verið mjög hlýtt, sérstaklega fyrri hluti þess. Þar er auðvitað fyrst og fremst að þakka El-Nino, en eins og Emil bendir á þá var fyrirbærið væntanlega mun öflugra árið 1998 en í ár.

Fjöldi aukastafa í mæligögnunum stingur nokkuð í augun. Þeir eru allt frá tveim upp í fjóra. Þannig sér maður tölur fyrir nýliðinn nóvember sem 0.38, 0.312, 0.431, 0.6943, 0.63.  Meðalhitinn er gefinn upp með upplausn sem nemur 1/100, 1/1000 eða 1/10000 úr gráðu. Í mínum huga er 1/100 úr gráðu yfirdrifið og hugsanlega er erfitt að rökstyðja meiri "nákvæmni" en upp á 1/10 úr gráðu. Þetta eru þó allt reiknuð gildi, eins konar hrágildi, og þarf að umgangast þau sem slík og ekki gleyma sér í aukastöfunum. Maður þarf virkilega að gæta sín þegar bornir eru saman mánuðir eða ár.

Það er rétt sem Bjössi bendi á. Það er greinileg einhver langtíma (ca áratuga) undiralda í svarta meðaltalsferlinum.

Varðandi meðaltalið þá er fróðlegt að lesa hvað Ole Humlum segir um "Data Smoothing" hér: http://www.climate4you.com/DataSmoothing.htm     
Hann útskýrir m.a. hvers vegna það vantar framan og aftan á svarta ferilinn. Það sé rétt meðhöndlun, þó það líti kannski betur út að láta meðaltalsferilinn ná endanna á milli eins og oft sé gert. Það sé þó villandi og geti jafnvel gefið ranga mynd.
Hann fjallar einnig um vandamál sem fylgja svona meðaltalsreikningum eða útjöfnun á suðu í merkinu. Hliðrun á toppum og lægðum getur átt sér stað. Áhugaverð frávik geta einnig auðveldlega horfið.

Hvað sem öðru líður þá er meðhöndlun á svona mæligögnum vandasöm og mikilvægt að gera sér grein fyrir því að mælinákvæmninni og gagnaúrvinnslunni eru takmörk sett. Erfitt er að fullyrða að eitthvað sé betra eða réttara en annað og kannski er best aðferðin að horfa á lítið meðhöndluð gögn í skrautlegu knippi eins og efst á myndinni. Eiginlega er myndin falleg og manni dettur jafnvel í hug málverk. Smáatriðin hætta að skipta máli og heildarmyndin skiptir meira máli. Í aðalatriðum ber mönnum saman og það er greinilegt að nýliðinn áratugur hefur að jafnaði verið hlýr.



Ágúst H Bjarnason, 27.12.2010 kl. 08:49

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Í aðalatriðum ber mönnum saman og það er greinilegt að nýliðinn áratugur hefur að jafnaði verið hlýr.

Ég hef svo sem litlu við þetta að bæta, en leitni flestra gagnaraðanna er einnig svipuð, þ.e. hitastig fer hækkandi, þó svo það komi lægðir og toppar, þá er langtímaleitnin yfir tímabilið (í grafinu) upp á við. Hver lægð hærri en síðasta lægð og svipaða sögu má segja um toppana.

Sveinn Atli Gunnarsson, 27.12.2010 kl. 09:00

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 27.12.2010 kl. 19:44

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk fyrir fallega kveðju Ásdís :-)

Ágúst H Bjarnason, 27.12.2010 kl. 20:04

11 identicon

Ég  klippti eftitrfarandi klausu út úr athugasemd  á við eftirfarandi póst WUWT þar sem verið var að tala um  fullyrðingar stíl við  "hlýjasta nóvember  síðan sögur hófust "  

http://wattsupwiththat.com/2010/12/25/do-we-care-if-2010-is-the-warmist-year-in-history/

 ...

E.M.Smith says:
December 25, 2010 at 10:46 pm

 ...... 

 Það er langt mál í athugasemdinni . en í þessu hér fneðan er Chefio (E M Smit ) að svara eða áðurkominni athugasemd og er að tala um viðmiðun í meðaltölum.

.......

It was warmer than now BEFORE the LIA. That’s the problem.

Temperatures are semi-cyclical with periods of up to 1500 years (Bond Events / D.O. events) and to some degree fractal as they are based on fractal surfaces. Fractal things vary with the size of ruler you use (so changing the number of thermometers changes the result…) and measuring a long period cycle with a short length ruler gives you any slope you like (just be careful in picking start points and end points…)

Over a 10,000 year period, we’re definitly headed down. Over 2 years, we’re headed down. Over 150 years we’re headed up. Over 50 years we’re headed up. Over 60 years we’ve gone nowhere. Over 1500 years we’re way up (Dark Ages were cold and dark, Bond Event One…) but over 2000 years we’re down…

See the problem?

 ------

M. o orðum hvað eru þessi meðaltalshitafrávik að segja.? jú /kaldast heitast miðað við eitthvað en hvað ? 

Og eins og Ágúst benti á   :

"Erfitt er að greina nokkra hækkun eða lækkun á tímabilunum 1979-1995 og 1998-2010. Á tímabilinu 1995-1999  má þó sjá hækkun. Eftirtektarvert er að þessi hækkun hitastigs á sér stað á fáeinum árum "

ef það er tekið saman með  setningunni hér að ofan

"Fractal things vary with the size of ruler you use (so changing the number of thermometers changes the result…)"

þá gæti verð hér komin hugsanleg skýring á hækkunninni rétt fyrir aldamótin , fjöldi hitamæla í sem eru notaðir í gagnasettunum minnkaði um c.a 75% ( úr c.a 6000 í 1500 ) á seinasta áratug fyrri aldar. Sumsé hitamælingar frá BGTD (Before the Great Thermometer Death ) og AGTD ( After the Great thermometer Death) . E:M. Smith hefur á heimasíðu sinni birt röð af tölfræðilegum úttektum sem  sem renna stoðum undir að það sé eitthvað "defect " við algóritmana sem notaðir eru til að jafna út eða leiðrétta hitamælitölur fyrr/eftir mælitækjbreytinguna sem var í gangi á þessum nefnda áratug.

Bjössi (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 21:50

12 identicon

Svatli , Smá athugasemd við langtímaleitni , í raun ber mönnum saman um að það hafi verið að hýna allar götur upp á við frá c.a. 1650 , og þo að Thamaes áin hafi frosið reglulega á einhverju áratuga tímabili milli 1800 og 1900 þá var loftslagið sennilega  hlýrra 1850 en 1650 , langtímaleitnin upp á nær þannig yfir eitthvað vel á fjögurhundruð ára tímabil, eftir svipað langt kólnunartímabil þar á undan. og þetta í raun setur alla samsvörun við kolefnisbrennslu sem eina áhrifavaldinn úr skorðum. Eftir stendur spurning um aðra þætti sem gætu spilað inn í , þeirri veður ekki svarað neitandi eða játandi meðan haldið er fast við CO2- "mýtuna"  { þú vest hvað þetta or þýðir er það ekki :-)) }

Og svona í framhjáhlaupi , óska ykkur öllum sem þetta sjá gleðilegs ( og vonandi hlýs ) nýárs.  

Bjössi (IP-tala skráð) 27.12.2010 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband