Til hamingju með daginn Axel Sölvason...!!!

 

 

axel_solvason_og_asgeir_long.jpg

 

 

Hinn síungi Axel Sölvason er orðinn áttræður. Hver skyldi hafa trúað því, maður sem lítur út fyrir að vera að minnsta kosti tíu árum yngri, og í viðkynningu áratugum yngri.  Einn af þessum heppnu sem tíminn bítur ekki á.

Stundum hef ég velt því fyrir mér hvers vegna tíminn virðist hafa gleymt Axel. 
Líklega er skýringin einföld.  Sjálfsagt á Axel þátt í þessu... Hann er einn sá mesti dellukarl sem ég þekki, einn af þeim lífskúnstnerum sem kunna að varðveita barnshjartað það vel að tíminn gleymir því að menn séu til. Gleymir því að menn eigi að eldast...

Axel er, og hefur allaf verið, mikill dellukall.  Hann hefur stundað ýmiss konar flug, bæði utanfrá og innanfrá, flogið listflug og hringspólað í teygjustökki. Hann hefur verið í fjarskiptasambandi um víða veröld sem radíóamatör, ferðast um hálendið á sínum fjallabíl, stundað skytterí, og guð má vita hvað...   Hann er enn að og verður örugglega um ófyrirsjáanlega framtíð, ef ég þekki hann rétt.  Svona líf er líklega lykillinn að eilífri æsku.

Ég óska Axel mínum gamla og síunga kunningja innilega til hamingju með áfangann. Wizard

 

Á myndinni er Axel Sölvason aðeins vinstra megin við miðju. Í ræðupúltinu er frægasti flugkappi Íslendinga, Þorsteinn E. Jónsson sem frægur varð fyrir afrek sín hjá Royal Air Force í síðari heimsstyrjöndinni og í Biafra. Milli Axels og Þorsteins er Ásgeir Long. Lengst til vinstri er Ingvar Þórðarsson, en milli hans og Axels eru Böðvar Guðmundsson og Ólafur Sverrisson.  Myndina tók pistlahöfundur einhvern tíman á síðustu öld.

 

 

--...    ... --

          -..    .

                    -    ..-.    ...--    ---   --


 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband