Hitametið 2010 --- Nú er hitinn í frjálsu falli...

 

 

uah-sat-temp-jan-2011.jpg

Dr. Roy Spencer  hjá University of Alabama er einn þeirra sem sér um úrvinnslu hitamæligagna frá gervihnöttum. 

Hann hefur nú birt niðurstöður mælinga fyrir janúar 2011:

UAH Update for January 2011: Global Temperatures in Freefall

Smella hér.

Eins og sjá má myndinni hefur meðalhiti lofthjúps jarðar nánast verið í frjálsu falli undanfarið, og er nú svo komið að lofthitinn (eða hitafrávikið) er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur ef menn vilja rýna í ferilinn með stækkunargleri. (Blái granni ferillinn lengst til hægri). Hitinn samkvæmt þessum mælingum var nefnilega -0,01°C undir meðaltalinu, en það er varla tölfræðilega marktækt.  Miðað við þetta hraða hitafall kæmi það ekki á óvart þó meðalhitinn færi vel undir 30-ára meðaltalið á næstunni.

Eru þetta miklar breytingar?   Hummm...  Kannski og kannski ekki.   Talið er að meðalhiti jarðar hafi hækkað um svosem 0,7 til 0,8 gráður á síðastliðnum 100 eða 150 árum. Hver reitur hér fyrir ofan jafngildir 0,1 gráðu.

Síðastliðið ár var einstaklega ljúft og milt fyrir gróðurinn og mannfólkið. Hvernig skyldi árið sem er nýhafið verða?  Vonandi verður það ekki síðra hér á Fróni þó þessar blikur séu á lofti...

 

Sjá nánar á bloggsíðu Dr. Roy Spencer.


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vildi óska, að Al Gore og gróðurhúsa- gengið hefði rétt fyrir sér og í gangi sé endurhlýnun, þannig að jörðin mundi hitna um allt að fjórar gráður og ná þeim hita sem ríkti á bóreölskum tíma fyrir nokkur þúsund árum þegar Sahara var algróin og Ísland jöklalaust. En því miður bendir ekkert til að sú uppsveifla sem hefur verið í gangi undanfarin hundrað ár eða svo sé eitthvað annað en allar hinar upp- og niðursveiflurnar undanfarnar aldir og árþúsundir. Það er því miður rækilega fullsönnuð, ómótmælanleg staðreynd, að þrátt fyrir allar sveiflur er jörðin hægt og hægt að kólna og fyrr eða síðar leggst allt að þriggja kílómetra þykkur jökull yfir mikinn hluta norðvestur- Evrasíu og meginhluta Norður- Ameríku. Njótum hitans meðan hann varir!

Vilhjálmur Eyþórsson, 2.2.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Þess má geta, eins og kemur fram á grafinu, að svipað gerðist líka árið 2008 og 2004, svo dæmi séu tekin, en langtímahlýnunin stoppaði nú ekki fyrir því þá og væntanlega ekki heldur núna. Reyndar virðist UAH hitastigið vera næmara fyrir breytingum eins og La Nina og El Nino en hitastigið neðar í lofthjúpnum, eða niðri við Jörðina.

En eins og Ben Santer segir um þessar fabúleringar Dr. Roy Spencer:

Roy Spencer’s statement that “The global average is now approaching the long-term normal” is disingenuous and misleading.

Sjá nánar, Graph of the Day: Satellite Temperature Records

Ef ég staðfæri þetta, þá gæti ég sagt að fullyrðing Ágústs um að "meðalhiti lofthjúps jarðar [...] er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur", sé undirförul og villandi...en það er kannski of sterkt orðað ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 2.2.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Drengir mínir.

Pistillinn fjallar barasta um mælingar sem voru að birtast, ásamt frómum óskum um að náttúran fari jafn mildum höndum um okkur á þessu ári og hinu nýliðna. 

Svatli, auðvitað var ég mjög undirförull þegar ég skrifaði  "meðalhiti lofthjúps jarðar [...] er komið niður í meðaltal síðustu 30 ára, og örlítið betur" .  

Góða nótt

Ágúst H Bjarnason, 2.2.2011 kl. 23:23

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Góðan dag, Ágúst minn.

Það sem þú gerir í pistlinum þínum, er að þú blandar saman meðalhita og nýorðnum mælingum á hitafráviki (sem ekki er hægt að segja að sé meðalhitastig enn sem komið er) og ruglar þar með lesendur þína, sem sumir fara í kjölfarið að fabúlera um "Al Gore og gróðurhúsa- gengið" og byrja að ræða um þriggja kílómetra þykka jökla, einhverra hluta vegna...

Jæja, en hvað um það... það sem ég er þó að velta fyrir mér er, hvað ætli "gróðurhúsa- gengið" sé eiginlega - kannski einhverjir sem vinna í gróðurhúsunum í Hveragerði :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 09:27

5 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ágúst: Þetta er mjög sniðugur leikur hjá þér. Þú sýnir þau línurit sem hverja stundina sýna sveiflu sem gætu virst vera í andstöðu við hnattræna hlýnun.

Þess vegna sýnir þú línurit af gervihnattamælingum UAH þegar hitinn er í La Nina niðursveiflu - sú sveifla á ekki eftir að hafa mikil áhrif á leitnina, því í kjölfarið á La Nina niðursveiflu kemur oft á tíðum El Nino uppsveifla. Þegar búið er að taka ársmeðaltöl og reikna út leitni - þá fást svona línur (bláa línan sýnir gögn úr sama gagnasafni og þú sýnir):

 http://www.loftslag.is/wp-content/uploads/2011/01/all5raw.jpg

Ég veit ekki hvern þú ert að reyna að sannfæra og hvers vegna - en staðreyndir er að það er að hlýna, þrátt fyrir sveiflum sem sjá má vegna La Nina/El Nino.

Sjá einnig færsluna Náttúrulegur breytileiki og horfur fyrir árið 2011. Þar er einnig hægt að taka þátt í skemmtilegum spáleik í athugasemdum um hvert hitastigið verður á þessu ári, hnattrænt.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2011 kl. 09:38

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Svatli.

Vér hérna megin vitum ýmislegt um meðalhita og þess háttar, enda fengist við hitamælingar í hundraðavís, í marga áratugi, í vökva, gufu og lofti. Hér hafa menn verið að kljást við skekkjuvalda af öllum gerðum og gera sér vel fyrir öllum þeim vandamálum sem þessu fylgja...  Kannski er það þess vegna sem maður furðar sig á öllu þessu moldviðri vegna smávægilegra breytinga í hitastigi sem veldur mörgum áhyggjum og jafnvel ótta .

En minn kæri Svatli, það er ekkert að óttast. Vissulega getur kuldinn verið óþægilegur, en honum fylgir skíðasnjór í Bláfjöllum og skautaís á Tjörninni. Ekki er það slæmt .

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2011 kl. 09:44

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágæti Höskuldur.

Vefsíða Dr. Roy Spencer er með þessum ferli sem trjónar hér efst. Það kemur fram "El Nino Warming" við hitatoppinn 1998, Mt Pinatubo Cooling við lægðina 1992/3... og pistill hans hefst á þessum orðum "…although this, too, shall pass, when La Nina goes away". Þetta er því allt kýrskýrt hjá honum Roy.

Hvað sem því líður, þá tek ég af heils hugar undir óskir ykkar félaga um að þetta sé bara skammgóð kólnun sem kann að veita börnum gleði og ánægju með skíðasnjó og skautasvellum, en svo taki aftur við stuttbuxnaveður með sól og blíðu fyrir okkur hin, og auðvitað börnin líka.  Þá verða allir kátir .

Sums staðar snjóar vel:  Winterstorm criples two-thirds of USA   

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2011 kl. 09:59

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Við höfum svo sem engar óskir um hnattræna hlýnun af mannavöldum og heldur engan ótta, en viljum bara benda á rökvillur hjá þér ágæti Ágúst (t.d. að blanda saman meðalhita og núverandi hitastigi) og einnig viljum við benda á það sem vísindin hafa um málið að segja (það er meirihlutinn - ekki bara Dr. Roy Spencer og örfáir aðrir hafa að segja). Þetta viljum við gera þar sem þú ruglar blessaða lesendur þína með þeim afleiðingum að þeir sjá sumir lítið annað en óorðin kuldaskeið í hyllingum og blóta Al Gore og "gróðurhúsagenginu" fyrir allt og ekkert...

Við ætlumst svo sem ekki til að þú skiptir um skoðun varðandi þessi mál, en hugsanlega sjá einhverjir aðra hlið á málinu, en þá sem þú leggur fram og ruglar suma af þínum lesendum með :)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 10:11

9 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Hvað sem því líður, þá tek ég af heils hugar undir óskir ykkar félaga um að þetta sé bara skammgóð kólnun sem kann að veita börnum gleði og ánægju með skíðasnjó og skautasvellum, en svo taki aftur við stuttbuxnaveður með sól og blíðu fyrir okkur hin, og auðvitað börnin líka.  Þá verða allir kátir .

Ágúst: þú áttar þig greinilega ekki á því af hverju vísindamenn vilja draga úr losun CO2. Það er ekki til þess að breyta einhverju varðandi skíðasnjó eða stuttbuxnaveður fyrir börnin. Við erum að tala um loftslagsbreytingar og öfga í veðri sem magnast upp við hvert brot úr gráðu sem hitastig hækkar hnattrænt - öfga sem sumir telja að við séum farin að sjá víða um heim.

Því fyrr sem dregið verður úr losun CO2 út í andrúmsloftið - því minni verða loftslagsbreytingarnar - því minni verða öfgarnir - því auðveldara verður að rækta fæðu fyrir Jarðarbúa - því betra verður líf hér á Jörðinni í framtíðinni.

Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2011 kl. 10:26

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

@ Höski Búi 

" Við erum að tala um loftslagsbreytingar og öfga í veðri sem magnast upp við hvert brot úr gráðu sem hitastig hækkar hnattrænt - öfga sem sumir telja að við séum farin að sjá víða um heim."

Hvar finn ég rökstuðning þess efnis að öfgar í veðri aukist með magni co2. 

Guðmundur Jónsson, 3.2.2011 kl. 18:18

11 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Að sjálfsögðu er þetta allt saman sem við sjáum á ferlinum,   upp, niður, upp, niður... náttúrulegar sveiflur og ekkert annað.

Á myndinni virðast þetta vera gríðarlegar sveiflur, nánast eins og rússíbani, en í raun eru þær ósköp litlar. Mismikið brot úr gráðu.

Það er ekkert að sjá á ferlinum sem þarf að vekja ótta. Miklu heldur á maður að hafa ánægju af því að fylgjast með duttlungum móður náttúru.  Það geri ég og ég nýt þess vel. Annars væri ég ekki að fylgjast með þessum öldugangi í hitafari jarðar.  Vilji einhverjir endilega hafa áhyggjur af þessu, þá kemur mér það að sjálfsögðu ekkert við. Vona að það sé gagnkvæmt

-

Annars vildi ég gjarnan mega benda lesendum á stórfróðlega grein sem ég rakst nýlega á. Hún heitir því skemmtilega nafni Klimaflaggellanterne, trollmannens kost og de 10 tankekors. Greinin er á Norsku sem allir Íslendingar skilja vel, og má sækja hana með því að smella hér.     (Þess má geta að minnst er á Ísland í greininn :-).

Ágúst H Bjarnason, 3.2.2011 kl. 18:20

12 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Guðmundur:

Lesa má um gróðurhúsaáhrifin á heimasíðu loftslag.is:Hvernig CO2 stjórnar hitastigi Jarðar

Vítt og breitt um loftslag.is má finna efni þar sem það er rökstutt að öfgar aukist með aukinni hlýnun af völdum styrkaukningu CO2:Fjórar gráður ,Styrkur í stormum framtíðar, Tíðni hitabylgja gæti aukist í Bandaríkjunum, Hitabylgjur í Evópu ,Þurrkar framtíðar, Þornun jarðvegs á Suðurhveli, stormar fortíðar sýna vindasama framtíð og Tíðni sterkra storma á Atlantshafi

Svo ég nefni eitthvað af þeim rannsóknum sem við höfum fjallað um á loftslag.is - langt í frá tæmandi upptalning og því best að benda á fjölmargar skýrslur sem birst hafa um loftslagsbreytingar: Nokkrar skýrslur um loftslagsmál

Höskuldur Búi Jónsson, 3.2.2011 kl. 20:09

13 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst - aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum eru ekki bara náttúrulegar sveiflur, all flestir loftslagsvísindamenn eru sammála um orsakasamhengið, þó svo einhverjir örfáir séu ósammála. Mér kemur svosem lítið við þeirra skoðanir sem eru mér ósammála en ég tek mér það bessaleyfi að benda á það sem mér þykir rangt og/eða betri gögn í umræðunni og vona ég að það sé í lagi ;)

Þessi "öldugangur í hitafari jarðar" hefur verið frekar upp á við á undanförnum árum og áratugum, sem er í samræmi við kenningar um hækkandi hitastig við aukin gróðurhúsaáhrif af mannavöldum, eins og mælingar staðfesta, hvað sem hægt er að segja um eðlilegar sveiflur sem eru af völdum El Nino, La Nina eða styrk sólar, svo eitthvað sé nefnt.

Merkilegt hversu mikið af efni er hægt að finna á netinu sem styður alls konar skoðanir. Sniðugt að sjá t.d. að sumir benda á síðuna þína í einhverri blindni (án frekari röksemda) þegar kemur að því að finna "röksemdir" fyrir því að gróðurhúsalofttegundir hafi ekki áhrif á hitastig, Ágúst... En svona er heimurinn undarlegur á stundum ;)

Sveinn Atli Gunnarsson, 3.2.2011 kl. 22:41

14 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessi norska grein er alveg prýðileg og fróðleg, þótt í rauninni sé þarna fátt nýtt á ferð. Þetta hefur allt verið vitað í meginatriðum mjög lengi. Það sem mér finnst vanta, bæði í þessari grein í hjá mörgum öðrum, sem ræða þessa hluti, að aðeins er talað um síðustu „litlu ísöld“ og einungis rætt um síðustu þúsund árin. Í raun er um að ræða stöðuga kólnun sem hefur verið í gangi með tímabundnum upp- og niðursveiflum í sex- sjö þúsund ár. Um 1000 var kaldara en um Krists burð, en þá var aftur kaldara en um þúsund f. Kr. og svo koll af kolli. Um þetta er ekki deilt, en þessi kólnun (og þornun) náði hámarki um aldamótin 1900 þegar jöklar hér á Íslandi og annars staðar voru meiri en nokkru sinni síðan á jökulskeiði (ísöld).

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2011 kl. 00:26

15 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það merkilegasta í greininni er kaflinn um mælingar Callendars á koldíoxíði fyrr á tímum, sem virðast hafa verið afar hæpnar. Nú étur hver eftir öðrum gagnrýnislaust að koldíoxíð hafi aukist svo og svo mikið vegna brölts mannanna. Aldrei, aldrei nokkurn tíman er talað um náttúrulega upptöku koldíoxíðs, fyrst og fremst af jurtum. Það þarf að fara rækilega yfir allar þessar mælingar um koldíoxíð fyrr á tímum. Það kæmi mér alls ekkert á óvart ef í ljós kæmi að í rauninni hefur upptakan nægt til að halda koldíoxíðmagni gufuhvolfsins stöðugu alla tíð. Menn virðast ekki skilja, að hér er um að ræða hringrás, sem staðið hefur ekki í milljónir, heldur milljarða ára.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2011 kl. 00:56

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Vilhjálmur, varðandi náttúrulega upptöku koldíoxíðs og mælingar.

Þér getur ekki verið alvara - að þú skulir halda því fram að þú vitir betur en loftslagsvísindamenn um náttúrulega upptöku koldíoxíðs. Lestu til um hvað var skrifað í IPCC og viðeigandi heimildir áður en þú kemur með órökstuddar fullyrðingar líkt og í kafla 15 - sjá kafla 7 í skýrslu vinnuhóps 1 IPCC (sérstaklega kafla 7.3):

7.3 The Carbon Cycle and the Climate System

7.3.1 Overview of the Global Carbon Cycle

FAQ 7.1 Are the Increases in Atmospheric Carbon Dioxide and Other Greenhouse Gases During the Industrial Era Caused by Human Activities?

7.3.2 The Contemporary Carbon Budget

7.3.3 Terrestrial Carbon Cycle Processes and Feedbacks to Climate

7.3.4 Ocean Carbon Cycle Processes and Feedbacks to Climate

7.3.5 Coupling Between the Carbon Cycle and Climate

Höskuldur Búi Jónsson, 4.2.2011 kl. 09:09

17 Smámynd: Guðmundur Jónsson

@ Höski Búi

í þessu finn ég ekkert sem styður það að öfgar í veðri aukist með magni CO2 í andrúmslofti. Aðeins að öfgar í veðri færist til á jörðinni með hækkandi hitastigi en ekki að ætlaðir öfgar aukist í heild. 

Ég held að þú skiljir illa hugtakið veður Höski. Veður er bein afleiðing mishitnunar  á gasi eða vökvum í lofthjúpnum. kaldir þungir massar falla til jarðar á meðan heitir léttir massar stíga upp, þessar hreyfingar eru aflvélin á bak við allt veður á jörðinni.

Gróðurhúsaloftegundir einangra jörðina á svipaðan hátt og einangrun í veggjum húsa. 

Í vel einangruðu húsi er minni munur á hámarks og lámarkshita, sama hlýtur lík að gilda um jörðina eða hvað ? og samkvæmt því þá ætti aukið magn CO2 í lofthjúpnum að auka á stöðugleika hita á jörðinni og þar með minka aflið sem framleiðir veður. 

Hinsvegar má færa rök fyrir að á meðan meðalhiti á jörðinni er annaðhvort fallandi eða stígandi er líkur að meiri tíðni óveðra og meira eftir hraða breytinganna ef það er það sem þú átt við ?

Guðmundur Jónsson, 4.2.2011 kl. 09:22

18 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Guðmundur: Tíma mínum er illa varið með því að svara þér hérna - þar sem athugasemdir mínar virðast ekki í öllum tilfellum hljóta náð fyrir augu Ágústar (nema mögulega með seinkun - þ.e. ef hann birtir einhvern tíman svar mitt frá því um klukkan níu í morgun).

Höskuldur Búi Jónsson, 4.2.2011 kl. 10:41

19 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég mundi ráðleggja þeim Höska og Svatla að lesa norsku greinina til enda. Höfundur fer að vísu út um víðan völl, einkum í upphafi, en eftir síðu 15 eða svo ræðir hann koldíoxíðmálið á skynsamlegri hátt en menn eiga yfirleitt að venjast. Hann talar að vísu lítið um hina gífurlegu koldíoxíðupptöku jurtalífsins eða koldíoxíðframleiðslu sveppagróðursins, en það sem hann segir um upptökuna í hafið er afar fróðlegt. Sömuleiðis það, að ísótópamælingar sýna, að einungis um 5% aukingar koldíoxíðs kemur frá brennslu jarðefnaeldsneytis.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2011 kl. 21:45

20 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég vil aftur hvetja alla þá sem kunna Norðurlandamál og hafa áhuga á þessum hlutum að lesa þessa norsku grein, þótt hún sé löng. Hún verður því betri sem lengra kemur og hlýtur að vekja spurningar um ýmis undirstöðuatriði í málflutningi gróðurhúsamanna. Til dæmis þegar í ljós kom að koldíoxíð var jafn mikið árið 1890 og það var 1973 og þær aðferðir sem gróðurhúsa- gengið notar til að hagræða vísindalegum niðurstöðum sér í hag. Þetta eru ekki alvöruvísindi.

Vilhjálmur Eyþórsson, 4.2.2011 kl. 22:05

21 identicon

Sömuleiðis það, að ísótópamælingar sýna, að einungis um 5% aukingar koldíoxíðs kemur frá brennslu jarðefnaeldsneytis.

Vilhjálmur,ég vildi gjarna sjá hvaðan heimildin fyrir þessari fullyrðingu kemur.

 kv.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 00:13

22 identicon

Ég sé eftir að ég sá loksins tengilinn frá Ágústi að ég ætti kannski öllu fremur að beina fyrirspurn minni til Ole Humlum varðandi þessa staðhæfingu sem Vilhjálmur slengir fram.

Þessi grein sem Ole skrifar hefur enga heimildarskrá og það er með hreinum ólíkindum að prófessor við háskóla sendi frá sér eitthvað svona rit án þess að vísa í heimildir máli sínu til stuðnings.

Þangað til Ole færir inn tilvísanir og heimildir í þessa grein sína þá er hún marklaust plagg.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 16:57

23 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Bjarni

Ég er viss um að Ole tæki þér vel ef þú sendir honum póst.

Varðandi þessa grein hans þá stendur á inngangssíðu vefsíðunnar www.climate4you.com meðal annars eftirfarandi:

"The least objective part of the present web site is presumably the section on 'Climate Reflections', which is constructed around some of the webmaster's personal interpretations of certain data series. A slightly longer essay (in Norwegian) on the general climate theme can be downloaded by clicking here".

-

Bjarni.
Mætti ég biðja þig um að skrifa framvegis undir fullu nafni.  Á þessu bloggi gilda nefnilega reglur sem kynntar eru hér:

Ritstjórnarstefna bloggsins...

Þar stendur meðal annars:



Aðeins málefnalegar athugasemdir sem skrifaðar eru án skætings og án neikvæðni í garð annarra, svo og undir fullu nafni verða birtar.

Ágúst H Bjarnason, 7.2.2011 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ágúst H Bjarnason
Ágúst H Bjarnason

Verkfr. hjá Verkís.
agbjarn-hjá-gmail.com

Audiatur et altera pars

Aðeins málefnalegar athugasemdir, sem eiga ótvíætt við efni viðkomandi pistils, og skrifaðar án skætings og neikvæðni í garð annarra, og að jafnaði undir fullu nafni, verða birtar. 

Um bloggið

Ginnungagap

Ýmislegt

Loftslag

Click to get your own widget

Teljari

free counters

Álverð

http://metalprices.com/PubCharts/PublicCharts.aspx?metal=al&type=L&weight=t&days=12&size=M&bg=&cs=1011&cid=0

Sólin í dag:

(Smella á mynd)

.

Olíuverðið í dag:

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 764863

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband