Sunnudagur, 20. mars 2011
Icesave og áhættugreining - Eða rússnesk rúletta...?
Ekki verður tekin afstaða með eða á móti Icesave í þessum pistli, heldur kynnt einföld aðferðafræði sem getur nýst þeim sem vilja bera sama áhætturnar af því að kjósa JÁ eða NEI. Það er ljóst að mörg ljón geta verið í veginum hvor leiðin sem verður valin. Ljónin eru mörg og lævís, og því erfitt að átta sig á þeim. Málið er flókið og áhætturnar mismunandi. Það er því mikilvægt að valið sé yfirvegað og byggt á rökum, og síðan sá kostur valinn þar sem afleiðingar yrðu minni ef eitthvað fer úrskeiðis. Við lítum á okkur sem skynsamt fólk og viljum velja þá leið sem er áhættuminnst fyrir okkur og börn okkar, en ekki nota glannaskap áhættufíkilsins sem er með það reddast" hugarfarið. Við veljum illskárri kostinn. Það verður síðan að vera mat hvers og eins hvor kosturinn er skárri, eða illskárri. Þessi aðferðafræði getur einnig nýst öllum vel þegar þeir standa frammi fyrir ákvarðanatöku þar sem málið er snúið og áhættur margar og mismunandi. Sama hvort það er í fjármálum, framkvæmdum eða stjórnmálum. Sama hvort það er í þjóðfélaginu, vinnustaðnum eða einkalífinu. Þetta er einfölduð útgáfa af áhættugreiningu sem menn nota mikið þegar ráðist er í stórar og umfangsmiklar framkvæmdir, en þessi einfaldaða aðferðafræði er jafnvel notuð af þinginu og ráðuneytum í Ástralíu eins og sjá má á þessari vefsíðu Guidelines for Cabinet Submissions and New Policy Proposals, sjá Risk Assessment á miðri síðunni. Þessi aðferðafræði hentar því, og er jafnvel notuð, þar sem reynt er að láta skynsemina ráða för í pólitíkinni.
Áríðandi er að það komi skýrt fram að þær áhættur" sem koma fram í dæminu hér fyrir neðan eru eingöngu settar fram til útskýringar, og hættumatið er valið þannig að dreifingin verði þannig að auðveldara sé að skýra út aðferðafræðina. Það eru til ýmsar aðferðir við áhættugreiningu (risk analysis), en sú sem kynnt er hér er einföld, auðlærð, myndræn og árangursrík.
Ekki veit ég hvort mér tekst að kynna þessa góðu aðferðafræði svo gagn sé af. Ábendingar eru auðvitað vel þegnar.
Fimm mínútna námskeið:
Hvernig fer svona áhættugreining fram? Aðferðin sem kynnt er hér er mjög einföld, krefst lítillar kunnáttu , en er einstaklega góð til að meta áhættu af einhverri ákvarðanatöku og taka skynsamlega á málunum, sérstaklega þegar málið er snúið og afleiðingar af röngu mati og rangri ákvarðanatöku geta orðið dýrkeyptar. Ég hef útbúið eyðublöð sem eru aðgengileg hér fyrir neðan. Þau eru gerð í Excel, en að sjálfsögðu hefði alveg eins mátt nota rúðustrikað blað eða ritvinnsluforrit til að útbúa eyðublöðin. Hér fyrir neðan eru smækkaðar myndir af þessum eyðublöðum felldar inn í textann. Þar hefur aðeins verið fyllt inn í þau.
Eyðublöðin er tvö: Annað er fyrir ICESAVE: JÁ og hitt fyrir ICESAVE: NEI. Í örstuttu máli: Fyrst er fyllt inn í efri töfluna á JÁ eyðublaðinu. Þegar því er lokið eru niðurstöður fluttar úr efri töfluna í þá neðri. Þá sé fær maður myndrænt yfirlit yfir allar áhættur sem maður getur séð fyrir sér, og séð hvort áhættan er ásættanleg ef valið er JÁ. Síðan gerir maður tilsvarandi á annað eyðublað fyrir valið NEI. Þá er áhættugreiningu (risk analysis) lokið. Þegar þessu er lokið getur maður farið að velta fyrir sér hvort hægt sé að lágmarka áhættuna á einhvern hátt. Það er áhættustýring (risk management).
1) Efri taflan, áhættuflokkun: Maður reynir að ímynda sér með hugarflugs aðferðinni (brain storm) allar hættur eða slæmar afleiðingar sem ákvörðunin um að kjósa annað hvort JÁ eða NEI gæti haft í för með sér. Til að byrja með er best að setja allt á blað sem manni dettur í hug, því það er alltaf hægt að fækka liðunum seinna ef manni sýnist þeir ekki eiga við.
Dæmi: Hugsum okkur augnablik að við séum að fylla inn í töfluna fyrir ICESAVE: JÁ. Við færum inn hætturnar sem okkur koma í hug, og metum líkur á að áhætta reynist raunveruleg (skalinn 1...5) og hvaða afleiðingar það hefði í för með sér (skalinn A...E). Við færum þessi gildi inn í viðkomandi dálka þar sem bláu stafirnir eru.
(Auðvitað eru líkurnar/afleiðingarnar hér bara lítt ígrunduð dæmi).
2) Neðri taflan, áhættufylkið: Litirnir í töflunni (áhættu fylki - risk matrix) merkja sjónrænt hvort viðkomandi líkur/afleiðingar séu ásættanlegar. Rautt er óásættanlegt, grænt ásættanlegt og gult eitthvað sem mætti íhuga nánar. Takið eftir að eftir því sem reitirnir eru ofar eru meiri líkur á að viðkomandi atburður eigi sér stað, og að eftir því sem reitirnir eru lengra til hægri verða afleiðingarnar verri. Þess vegna verða reitirnir rauðari eftir því sem þeir nálgast meir efstu röðina og röðina lengst til hægri. Almennt getum við sagt að atburðir sem lenda í reitunum efst til hægri séu gjörsamlega óásættanlegir. Flytjum nú úr dálkunum Líkur og Afleiðingar (dálkarnir með bláu stöfunum) í efri töflunni í lituðu reitina neðri töflunni. Sumar hættur lenda í grænum reitum, aðrar í gulum reitum og nokkrar í rauðum reitum. Nú er ekki alveg víst að litavalið sé skynsamlegt. Við lögum það seinna ef okkur finnst þörf á því...
3) Áhættumatið: Áhættustig reitanna í áhættufylkinu er mismunandi: [RAUÐIR REITIR]: Óviðunandi. Hér þarf virkilega að skoða málið nánar og meta vel. Sumt kann að vera gersamlega óviðunandi og beinlínis stórhættulegt. Hvað er hægt að gera til að minnka áhættuna? [GULIR REITIR]: Rétt að athuga nánar því mat okkar kann að hafa verið ófullnægjandi.
Lendi einhver hættan á grænum reit, þá þurfum við lítið að hugsa um það. Lendi hættan á gulum reit, þá er auðvitað rétt að gefa því gaum. Einhverjar hættur hafa lent á rauðum reit. Nú verðum við að staldra við: Er það ásættanlegt? Hvað er í húfi? Ef líkur eru hverfandi þá getur það verið ásættanlegt, en ef til dæmis mannslíf, heilsa okkar og svo framvegis er í húfi, þá getur vel verið að það sé algerlega óásættanlegt, jafnvel þó líkurnar séu ekki mjög miklar. Framtíð okkar og barna okkar? Getum við gert eitthvað til að lágmarka viðkomandi hættu? Þetta verðum við að meta á yfirvegaðan hátt.
4) Þegar bæði eyðublöðin, fyrir ICESAVE-JÁ og ICESAVE-NEI hafa verið útfyllt getum við tekið rökstudda og yfirvegaða afstöðu, með eða á móti: Við höldum áfram að vega og meta, endurskoðum mat okkar á líkum og afleiðingum, yfirförum litavalið í áhættufylkinu. Meðan við erum að þessu fáum við góða sýn yfir verkefnið og eigum auðveldara með að svara já eða nei... Nú erum við búin að fara yfir allar áhættur sem ákvörðunin um að kjósa JÁ eða kjósa NEI getur haft í för með sér. Við höfum flokkað það eftir líkum og alvarleika. Við höfum sett niðurstöðuna í töflur sem sýna okkur myndrænt hvað er í húfi... Ef í ljós kemur að annað hvort JÁ eða NEI virðist afgerandi öruggari leið, þá getum við kosið með skynsemina að leiðarljósi. Erum nokkuð viss í okkar sök. Við látum ekki stjórnast af brjóstvitinu einu saman eða af því sem aðrir segja eða bulla. Við teljum okkur vera skynsöm og viljum greiða atkvæði með eða á móti samkvæmt meðvituðu mati. Við viljum lágmarka áhættuna.
Eins og lesendur sjá, þá er þetta einfalt og auðskilið. Mikið væri annars gott að fá svona flokkun og framsetningu frá þeim sem hafa verið að fjalla um málið, þ.e. stjórnmálamönnum, hagfræðingum, lögfræðingum, og svo auðvitað okkur, Pétri og Páli... Fyrst þeir geta notað þessa aðferðafræði á Ástralska Þinginu eða ráðuneytum, og þykir það skynsamlegt, þá ættum við Íslendingar að fara létt með það - er ekki svo? Gangi ykkur vel!
Eyðublöð á tveim flipum í Excel skjali: Athugið að á fyrsta flipanum eru eyðublöð fyrir JÁ, á öðrum flipa fyrir NEI og leiðbeiningar á hinum þriðja. Auðvitað er öllum heimilt að leika sér með þetta skjal og breyta að vild.
Um alþjóðastaðalinn ISO / IEC 31010 Risk Management - Risk Assessment Techniques
Nú spyr ef til vill einhver hver mín niðurstaða sé. Svarið er einfalt. Ég er farinn að hallast að ákveðinni niðurstöðu, en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir. Ég nota tvö svona eyðublöð, annað fyrir JÁ og hitt fyrir NEI, og færi inn í þau jafnóðum og mér dettur eitthvað í hug, eða ef ég rekst á nýtt sjónarmið í ræðu eða riti. Litríku töflurnar, áhættufylkin, taka smám saman á sig mynd, en það hjálpar mér að skilja betur heildarmyndina og vonandi að taka rétta" ákvörðun þegar að kjörborðinu kemur.
|
Ekki trúa neinu ef þú hefur bara heyrt um það.
Ekki trúa neinu ef það er aðeins orðrómur, eða eitthvað sem gengur manna á milli.
Ekki trúa neinu sem er í þínum trúarbókum.
Ekki trúa neinu sem kennarar þínir, eða þeir sem eru þér eldri segja þér í krafti valds síns.
Ekki trúa á aldagamlar venjur.
En, ef þú kemst að raun um, eftir skoðun og greiningu,
að það kemur heim og saman við heilbrigða skynsemi
og leiðir gott eitt af sér,
þá skalt þú meðtaka það og lifa samkvæmt því.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Ginnungagap
Ýmislegt
Loftslag
Teljari
Álverð
Sólin í dag:
(Smella á mynd)
.
Olíuverðið í dag:
Nýjustu færslur
- Kínverskur loftbelgur yfir Ameríku, og Amerískur belgur yfir ...
- Vísindavefurinn: Getum við seinkað klukkunni á Íslandi og fen...
- Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 19% meira fylgi en Samfylki...
- Bjarni Sigurðsson harmonikkusnillingur frá Geysi. Fáein orð...
- Hvers vegna valdi Apple ekki Ísland fyrir gagnaver...?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Tenglar
Ýmsar vefsíður
- Efnisyfirlit pistla
- Lofthiti - Sjávarstaða - Hafís - Sólvirkni... Beintengdir ferlar
- Club du Soleil Greinar um samaspil sólar og veðurfars
- Stjörnufræðivefurinn
- Astronomy Picture of the Day
- Climate4you
- Watts Up With That?
- World Climate Report
- CO2 Science
- The Reference Frame
- Climate-Audit
- ICECAP
- The Air Went
- Science Sceptical Blog
- Roy Spencer
- Friends of Sience
- Prometheus
- Öldur aldanna. Sjaldan er ein báran stök - einnig í veðurfari? (2003) Vefsíða ÁHB
- Gróðurhúsaáhrif eða eðlilegar sveiflur í virkni sólar? (Grein í Lesbók Mbl. 20. júní 1998) Höfundur Ágúst H. Bjarnason
- Er jörðin að hitna?-Ekki er allt sem sýnist (1998) Vefsíða ÁHB
Uppskriftir
Ýmsar mataruppskriftir
Myndaalbúm
Bloggvinir
- majab
- ragu
- amadeus
- andres08
- apalsson
- asabjorg
- askja
- astromix
- baldher
- biggibraga
- bjarkib
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- bjorn-geir
- blindur
- bofs
- brandarar
- daliaa
- darwin
- duddi9
- ea
- egillsv
- einari
- einarstrand
- elinora
- elvira
- emilhannes
- esv
- eyjapeyji
- fhg
- finder
- finnur
- fjarki
- flinston
- frisk
- gattin
- geiragustsson
- gillimann
- gretaro
- gthg
- gudmbjo
- gudni-is
- gummibraga
- gun
- gutti
- haddi9001
- halldorjonsson
- halldors
- hlini
- hof
- hordurhalldorsson
- hreinsamviska
- hronnsig
- hugdettan
- icekeiko
- ingibjorgelsa
- jakobbjornsson
- jakobk
- johannesthor
- johnnyboy99
- jonaa
- jonasgunnar
- jonmagnusson
- jonpallv
- jonthorolafsson
- juliusvalsson
- karljg
- katrinsnaeholm
- kikka
- kje
- klarak
- kolbrunb
- krissiblo
- ksh
- kt
- lehamzdr
- liljabolla
- lillagud
- lindalea
- lucas
- maeglika
- maggij
- maggiraggi
- marinomm
- martasmarta
- marzibil
- mberg
- midborg
- minos
- morgunbladid
- mosi
- mullis
- naflaskodun
- nimbus
- nosejob
- omarbjarki
- ormurormur
- palmig
- perlaoghvolparnir
- peturmikli
- photo
- possi
- prakkarinn
- raggibjarna
- rattati
- ravenyonaz
- redlion
- rs1600
- rynir
- saemi7
- sesseljamaria
- sigfus
- sigurgeirorri
- sjalfstaedi
- sjerasigvaldi
- skari60
- skulablogg
- sleggjudomarinn
- stebbix
- steinibriem
- steinnhaf
- stinajohanns
- stjornuskodun
- storibjor
- straitjacket
- summi
- tannibowie
- thil
- thjodarskutan
- throsturg
- toro
- tryggvigunnarhansen
- valdimarjohannesson
- valdinn
- vefritid
- vey
- vidhorf
- vig
- visindin
- vulkan
- kristjan9
- arkimedes
- kliddi
- eliasbe
Eldri færslur
- Febrúar 2023
- Janúar 2019
- Maí 2018
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- Ágúst 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Heilbrigð skinsemi býr í hjartanu. Hjartað veit hugurinn glepur. Hjartað segir nei við icesave.
Þjóðinni hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá og útskýra. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við þetta velmenntaða fólk sem heldur því fram að samkvæmt "ísköldu hagsmunamati" sé rétt að samþykkja icesave3.
Sérfræðingarnir með exel þekkinguna hafa enga sýn nema aftur fyrir sig og hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyranna til að verja kerfið, þeir hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningum sínum. Þeir trúa því að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og með því haldi nái þeir stöðum sínum hjá kerfinu.
Magnús Sigurðsson, 20.3.2011 kl. 22:45
Já takk fyrir þetta. Þetta mun gata nýst mörgum sem ég þekki. Takk fyrir.
Kveðja.
Sigurður Hjaltested (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 10:33
Takk fyrir þetta Ágúst.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 21.3.2011 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.